Morgunblaðið - 10.05.1947, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 10. maí 1947
A FARTINNI
d(eijni(ö^re^(u}aja ejtir f-^eter (Slieuneij
6. dagur
„Vel á minst“, sagði hann.
„Þessi Schribner er alveg vit-
laus í hindber. Hann át nokk-
ur pund af hráuip hindberjum
á meðan jeg var að tala við
hann og lögurinn vall út um
bæði kjaftvikin á honum. Hann
er skrítinn fugl þessi Max“.
„.Tæjat hann er sólginn í ber.
Máske maður geti miðlað hon-
um einhverju áður en þessum
málum lýkur — og það af berj
um sem ekki vaxa á runnum“,
sagði jeg.
Svo greip jeg vinskýflöskuna
til bess að hann skyldi ekki
fara með hana.
„Jæja, vertu nú sæll, Lemmy
minn“, sagði hann, „og varaðu
þig á honum Max. Hann er
ekki lambið að leika sjer við,
og ef hann skyldi sjá þig þá
heldur hann auðvitað að þú
sjert afturgenginn“.
Svo fór hann og litlu seinna
heyrði jeg að bíllinn hans ók á
brott.
Jeg tæmdi viskýflöskuna. En
jeg naut þess ekki.
Klukkan tvö um nóttina lá
jeg enn á legubekknum í Hvíta
ljóninu og reykti og horfði upp
í súðina og bölvaði í hljóði.
Mjer á ekki úr að 'aka. Alt-
af skal það fara svo, að ef eitt-
hvert mál kemur fyrir sem'hef
ir*hvorki upphaf nje endi og
ekkert þar á milli, þá er segin
saga að það lendir á mjer. Ef
einhverjum slóttugum lögfræð
ing tekst að fá leynilögregluna
til að leita að stelpu, sem heffr
horfið, hana, þá er mjer falið
að leita. Jeg býst við að ef
Sherlock Holmes sálugi hefði
fengið, þó ekki væri nema lít-
inn hluta af því sem mjer er
boðið, þá hefði hann varla orð-
ið svona frægur, heldur hefði
hanp. annaðhvort drepið sig á
eitri. eoa gengið í sjóinn. Því að
•lífið' er stundum óbærilegt —
En vegna þess að jeg er nú
í eðli mínu bjartsýnn, þá hugs-
aði jeg nú sem svo að verið
gæti að það væri eitthvað
skemtilegt við þetta Júlíumál.
Sjáum nú til. Fyrst er það nú
Sigfried Larsen, sem heldur að
hann sje trúlofaður Júlíu, en
þekkir hana þó svo lítið, að
hann áttar sig alls ekki á því
fyrst í stað hvernig á því stend
ur að hún kemur ekki þegar
hann ætlar að giftast henni. í
stað þess að láta sjer fyrst detta
í hug að einhver annar fugl
hafi krækt í hana, þá hleypur
hann á milli sjúkrahúsanna og
biður svo lögregluna að finna
hana fyrir sig. En þegar ekki
tekst að finna hana þá fær
hann þennan lögfræðing til að
skálda sögu um það að hún
muni hafa verið numin á brott,
og bá verður leynilögreglan
auðvitað að skerast í leikinn,
því pj5 það er hennar verk að
ljósta upp um mannræningja.
En hvers vegna segir Sig-
fried nú að Júlíu hafi verið
rænt? Það er auðsjeð að hann
trúir því ekki sjálfur. Þessu var
aðeins logið upp til þess að
koma málinu í hendur leyni-
lögreglunnar. Og hvað svó ef
henni tekst að finna Júlíu. Hafi
hún hlaupist á brott með ein-1
hvermm strák, þá er engin
hætta á þvi að hún vilji. fara
til Sigfrieds aftur, bara vegna
þess að hann ljet leynilögregl-
una hafa upp á henni. Onei,
góði minn. Og mjer finst ein-
hver ólykt af þessu, okkar á
milli sagt.
Svo er það annað, sem mjer
finnst óþefur að, og það er að
þessi Schribner er glópur, og
glæpamenn eru sjaldnast glóp-
ar. Hann er svo blindur, að þeg
ar Milton hringir til hans fyrst,
þá viðurkennir hann að hann
hafi aldrei sjeð hann. og þeg-
ar þeir hittast, þá verður
Schribner ekki að vegi aðbiðja
Milton um sannauir fyrir því
að hann sje sá, sem hann þyk-
ist vera. Hann gengur að því
sem alveg vísu að Charles Milt
on sje Rudy. Og hann lætur
Milton vita hvers konar mað-
•ur Rudy er, að hann sje fjelagi
glæpamanns, sem heitir Jakie
Larue og hefir verið dæmdur
í ævilangt fangelsi í Leaven-
worth. Og þó veit Schribner að
leynilögreglan er á hælunum á
honum. En hvernig í fjandan-
um fór hann að komast á snoðir
um bað?
Jeg settist upp í bekknum og
kveikti í nýjum vindlingi. Jeg
hugsaði málið. Og mjer sýnist
að enginn hafi getað gert
Schribner aðvart um þetta
(þar sem hann var í Englandi)
en annaðhvort þessi Sigfried
Larsen eða lögfræðingurinn
hans. En hvernig í dauðanum
skyldi þeim hafa dottið í hug
að gera það?
Hið þriðja, sem mjer líkar
ekki, er það hvernig Max tók
mjer. Það var eins og hann
yrði .lifandi feginn að sjá mig
þegar jeg sagði honum að jeg
væri Paul Willik frá upplýs-
ingastofunni. Og þegar Charles
Milton kemur í spilið sem Rudy
og segir að jeg sje Lemmy
Caution leynilögreglumaður,
þá umhverfist hann algerlega
og vill óður og uppvægur
drekkja mjer í ánni.
Hið fjórða grunsamlega er
það. að Schribner lætur sjer al-
veg á sama standa þegar Milt-
on segist hafa drekt mjer.
Hann spyr einkis. Hann er bara
harðáriægður með það að mjer
skuli hafa verið fleygt í ána
og skotið í hausinn á mjer áð-
ur en jeg sökk. Annað hvort
er þessi Max hreinasti hreggvi-
glópur, eða þá að hann hefir
okkur fyrir fífl.
Jeg andvarpaði þungan þeg-
ar hjer var komið í hugleiðing-
unurp. Það er eins og hundur
elti skottið á sjer að vera að
reyna að fá eitthvað vit í þetta.
Þá fer jeg að hugsa um Júlíu.
Jeg vildi bara að jeg gæti kom
ist vfir mynd af henni einhvers
staðar. Þá gæti jeg áttað mig
betur á því hvernig hún er.
Jeg hefi margsinnis reynt það,
að ’>aður þarf ekki annað en
sjá konu í svip, til þess að
þekkja hana dálítið. Máske er
hún feimnisleg og raunaleg, og
þá er hún hættuleg. Máske er
hún -eins og líkneski í framan,
en er með fallega kálfa og á-
valr” mjaðmir. Og það er ekki
síður hættulegt.
AT»af hefi jeg rekið mig á
það, að aðalvandinn í hverju
máli, sem maður er að rann-
saka er að fást við konuna, sem
er bendluð við það. Þið hafið
máske komist að raun um eitt-
hvað svipað, þvl að það er
dauður maður sem ekki hugs-
ar um kvenfólkið og reynir að
fá einhvern botn í því.
En það þprf fleiri en eina
ævi til þess að rannsaka og
skilja allar tegundir kvenfólks.
Og jeg hefi þekt níræða karla,
sem nöguðu sig í handrirbökin
fyrir það að hafa lært ýmis-
legt of seint og talið upp ótal
mgrgt, sem þeir hefði getað
gert. ef þeir hefði hafl
hug til þess, ef hún hefði ekki
slegið þá með .krullujárninu, ef
mað^inn hennar hefði ekki
komið heim þeg’ar verst stóð
á. Og þeir ljafa sannað mjer,
að tími er til alls og tækifæri
til alls. og eins að feitur mað-
ur ^etur flogið út um glugga,
sem er fimm sinnum of þröng-
ur fyrir hann, ef hann þykist
eiga lífið að leysa vegna þess
að. húsbóndinn á heimilinu
hygst að beita hann Stalins-
aðferð.
Öllum góðum vísindamönn-
um, svo sem Mae West, Kon-
fúsíusi gamla og stúlkunni í
tóbaksbúðinni á horninu, ber
saman um það að ýmist hafi
piltarnir fengið kvenmenn í
vöggugjöf, sje sjer úti um kven
menn, eða verði fyrir- ásóknum
kvenmanna. í fyrsta tilfellinu
kemst maður máske sæmilega
út úr því ef hepnin er með. I
öðru tilfellinu getur hann átt
það á hættu að komast í slæma
klípu vegna þess að hann hafi
farið inn á forboðnar brautir.
Og í þriðja tilfellinu lærir hann
það að gæta sín. En hvernig
sem alt veltist á hann það á
hættu að bindast þeirri er síst
skyldi.
Það er nú um óttubil og gott
veður. Tunglið skein beint inn
um gluggganft og jeg fór að
hugsa um það, að nú hlyti að
vera fallegt hjá gólfvellinum.
Og vegna skáldeðlisins í mjer
þá hefi jeg ekki eins gaman að
neinu eins og að vera úti í
tunglsljósi.
En nú datt mjer nýtt í hug
þegar jeg fór að hugsa um gólf
völlinn og tunglsljósið. Væri
ekki rjett fyry mig að fara að
gera eitthvað \ þessu Júlíu-
máli?
Jeg fór á fætur, dró glugga-
tjöldin fyrir og þvoði framan
úr mjer rykið og kongulóarvef
ina. Svo gekk jeg fram og nið-
ur í anddyri gistihússins. Það
var svo dimt að maður varð að
þreifa sig áfram með nefinu.
Þárna rakst jeg nú samt á
dyr og á þeim stóð: „Nætur-
vörður“. Jeg barði að dyrum og
eftir langa hríð var svarað:
„Hver er þar?“
„Það er Hitler“, sagði jeg.
„Jeg fór í fallhlíf niður í High
Street. Sintu mjer fljótt og þá
skal jeg gefa þjer sneið af
Spáni, tvær eyjar í Indlands-
hafi og feita bryðju, sem jeg
steypti undan Göring. Hún get-
ur staðið á öðrU eyranu og leik
ið: ,.,Wir danken unser Fúhr-
er“, eins og fara gerir á Gyð-
ingrJrörpu“.
8EST *f> \ UGLVSA
• vrnRr.iJvw /vmvx
Sykurnáma Siggu gömlu
Eftir ANN RICHAKDS
4.
„Nú, nú, nú“, sagði hún. „Hvað gengur eiginlega á?“
En fuglarnir bara kvökuðu og tístu og flugu til dyr-
anna og til baka, frarn og aítur, eins og þeim lægi lífið
á. Þeir voru í ákaflega æstu skapi, því þeir vissu, hvað
Gráálfurinn var að gera úti í eldhúsi.
Loks sagði Sigga gamla:
„Máske eitthvað sje að frammi í eldhúsi — það er best
að rannsaka þetta“.
Og þá. tístu fuglarnir ennþá hærra, og einn var næst-
t.im orðinn óður, svo mikið tísti hann.
Sigga gámla smeygði sjer í gamlan slopp og gekk að
hurðinni, sem lá út í eldhús. Emmeðan á þessu stóð, hafði
Alla árrisula byrjað að gruna, að ekki væri allt með feldu,
staðið upp áf tröppunum og opnað útidyrnar, svo að bæði
hann og Sigga komu samtímis fram í eldhús.
Gráálfurinn sat með krosslagðar fætur við iðju sína
uppi á borði. Hann hafði heyrt tístið í fuglunum, en hald-
ið, að þeir væru að rífast. Þarna yfirsást honum aftur,
því að það hefði hann átt að vita, að aðeins vont fólk,
eins og hann sjálfur, rífst.
Honum brá þess vegna ekki lítið í brún, þegar hann
kom auggi á Sigglu gömlu og Alla. Hann renndi augunum
til gluggans, en hann var lokaður. Og eins var rtieð hurð-
ina. Honum var engrar undankomu auðið.
„Hvað ertu að gera,Gráálfur?“ spurði Sigga gamla vin-
gjarrílega.
„Jeg — jeg er að hreinsa diskana“, laug hann.
Sigga tók einn diskanna upp. Hann var óhreinn og
kámugur.
„Mjer finnst þessi nú ekki svo hreinn“, sagði hún ró-
lega og leit ásökunaraugum á Gráálf.
Gráálfur vissi ekkert, hvað hann átti að gera.
„Máske — máske er tuskan ekki nógu hrein“.
Sigga gamla tók tuskuna af Gráálfi. »
„Þetta er skóþurkan — jafnvel þú hlýtur að hafa sjeð
það“, sagði hún í ásökunarróm.
Gráálfur varð ákaflega niðurlútur. Hann gat ekkert
sagt.
BÍLASALA.
— Dýr, hvað segirðu mað-
ur. Tuttugu þúsund. Það er
ekkert. Það er svo að segja nýtt
dekk á öðru framhjólinu.
★
Lauslega áætlað eru nú 180
þúsund Gyðingabörn í Evrópu
(England og Rússland undan-
skilið), sem engrar fræðslu
njóta, eða mjög lítillar að
minsta kosti. Þessvegna hefir
verið ákveðið að senda 200
kennara frá Palestínu til Þýska
lands og Austurríkis til þess að
kenna þar í Gyðingaskólum.
★
Samkvæmt upplýsingum,;
sem flugfjelagið „Pánamerican
Airways“ hefir gefið, var tí-
undi hver farþegi með flug-
vjelum fjelagsins síðstl. ár
frægur maður eða kona. Flug-
þernur fjelagsins afgreiddu 27
þús. lítra af kaffi á árinu.
— Sjerhver stúlka getur feng
ið þann mann, sem hún vill
eiga.. en það þarf slungna
stúlku til þfss að krækja x
mann, sem önnur stúlka vill
ná í.
★
„Mein Kampf“ á 2000 mörk.
Þótt bók Hitlers „Mein
Kampf“ hafi verið prentuð í
miljónaupplagi hvað eftir ann
að er nú mjög erfitt að fá hana
í Þýskalandi. A ameríska her-
námssvæðinu er hún nú seld á
2000 mörk á svörtum mark-
aði. Hún er ein af þeim bók-
um, sem bókasöfnin senda í
í pappírsverksmiðjurnar og
„brædd“ var upp þar. Her-
stjórnin hefir tekið frá 150 ein
tökr af þeim bókum, en erfið-
lega gekk að ná þeirri tölu af
„Mein Kampf“ .
★
Misti af „strætisvagninum“.
Frú Mary Dawson í Minne-
sota, sem nýlega er orðinn 102
ára, sagði í samtali, að það sem
mest áhrif hefði haft á hana
hefði verið morð Abraham
Lincolns 1865 og bruninn mikli
í Chicaco 1871. Mestu vonbrigði
hennar voru það að hún skyldi
koma of seint til þess að sjá
líkfylgd Lincolns.