Morgunblaðið - 10.05.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.05.1947, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIt Laugardagur 10. maí 1947 •♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*; Vefnaðarvörur Seljum beint til þeirra er hafa innflutnings- og 'gjald- eyrisleyfi á Tjekkóslóvakíu, allskonar álnavörur frá: EAST BOHEMIAN COTTON MILLS, NATIONAL CORPORATION, CZECHOSLOVAKIA. Sfnishorri og verðtilboð fyrirliggjandi^ Einkaumboðsmenn: Jóh. Karlsson & Co., j-dinqh oíUstra'ti 23 íslendingasögurnar og æskan Íbúðarhús milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur til sölu. Húsið er mjög vandað. Getur verið fyrir tvær fjölskyldur. Allt laust 14. maí. Stórt land fylgir. Nánari upplýsingar þeim, sem senda nafn og heimilisfang merkt: ,,F.H.A.“ til Morgunblaðsins fyrir þriðjudag. 22 manna strætisvagn til sýnis og sölu á bílastæðinu við Lækjargötu laugar- daginn 10. maí, eftir kl. 19. Umboðsmaður óskast Dönsk vefnaðarvöruverslun óskar eftir ungum umboðs- manni, sem er vel að sjer í vefnaðarvöruverslun og hef ur góð sambönd, til að selja fyrir sig ýmsar vefnaðar- vörur gegn umboöslaunum. Orval vara frá mörgum útlendum vefnaðarvöruframleiðendum. Skrifleg um- sókn merkt: „100“ með nauðsynlegum skilrikjum um hæfni, sendist Morgunblaðinu. Ein frammistöðustúlka og ein matreiðslukona óskast að Hótel Hofsósi, frá 14. mai n.k.. — Upplýsingar næstu daga kl. 5—6 e. h. á skrifstofu Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda, Aðalstræti 9, Reykjavík. ✓ Bifreiðaeigendur og bifreiðastjórar Athugið að nú getum við gert við hjólbarða yðar sam- a stundis, komið því til okkar og fáið góða og fljóta við- ^ gerð. — Gúmmí h.f. Sænsk • íslenska frystihúsið — Sírni 59T7 BEST AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINU ÞAÐ er einkum tvennt, sém Island er kunnugt fyrir erlend- is. Annað er Hekla, en hitt eru íslendingasögurnar, Hekla hefur minnt eftir- minnilega á sig þessa dagana. Og segja má, að Islendinga- sögurnar geri það einnig, því að hjer fyrir*framan mig eru þær í nýrri útgáfu Guðna Jóns sonar, skólastjóra. Þetta hefur minnt mig á að efna gamalt heit um að gera mitt til að glæða áhuga æsk- unnar á Islendingasögunum. Jeg vil hasla viðfangefni mínu völl með tveimur spurn- ingum: 1. Hvaða fengur er æsku landsins í íslendingasögunum? 2. Hvernig er hægt að gera þann feng sem notadrýgstan? * Uppeldis- og kennslufræðin talar um þroskagildi náms- greina. Jeg mun nú freista að leggja þann kvarða á Islend- ingasögurnar. Þroskagildi námsgreina, sögu legs efnis, eru m. a. talin þurfa að vera þessi: Námsgreinin þarf að 'vera skemtileg og áhugavekjandi og bein æfing i einbeitingu hug- ans, skerpa hugsunina, auðga ímyndunaraflið, efla minnið. Hún þarf að þroska dómgreind ina, gefa æfingu í að velja og hafna, þekkja kjarnann frá hisminu. Námsgreinin þarf að vitna til tilfinningalifsins, stuðla að því að gera hvern einn að þeim manm, að hon- um þyki sjer ekkert mannlegt óviðkomandi. Hún þarf að vekja fjelagskenndir, þroska skapgerðina, örva til festu og drengskapar. Námsgreinin þarf að örva ■ viljakraftinn, vekja heilbrigðan metnað og sómatilfinningu, þolinmæði og þrautseigju. — Það, sem nú hefur verið tal- ið, vitnar til þriggja aðalþátta sálarlífsins, og markmiðinu verður best lýst með orðum Einars Benediktssonar: „Viljans, hjartans, vitsins menning vopnast hjer í einni þrenning“. En af því að hjer er um þjóð arsögu að ræða, verður að gera kröfur til, að hún glæði skiln- ing á uppruna og ætterni, þjóð erni og þjóð, veki heilbri'gða ættjarðarást og þjóðerniskend. Og ekki má gleyma því, að hún verður að þroska málkenndina vekja ást á móðurmálinu og ó- slökkvandi löngun og æfilanga viðleitni til að fegra málið í framburði og stíl. Hver sæmilega skyggn athug andi ætti að sjá, að íslendinga- sögurnar sem námsgrein full- nægja í öllum aðidat riðurrc þeim þroskagildiskröfum, sem faldar eru upp hjer að framah. RúmiV leyfir ekki, að nein ein stök dæmi sjeu nefnd. En þeir, sem nokkur kynni hafa af Is- lendingasögunum, vita að ótal áhrifarík dæmi eru þar um spaka og djúpvitra menn og konur; mannúð og drengskap, viljaþrek og þrautseigju. Að vísu hittast einnig andstæður þessa, en til þess eru vítin að vafast .þau, pg áður, var .minnt á þörf þess, að la'ra að velja og hafna. Erlendur mentamaður sagði Eftir Isak Jónsson eitt sinn við þann, er þetta rit- ar, eitthvað á þessa leið: „Það er dýrmætur arfur, sem þið Islendingar þafið hlotið í Islendingasögunum. Og engin önnur þjóð getur stært sig að þvi að eiga slíka sögu um upp runa sinn.“ Má ekki búast við því, að Islendingum sjálfum sje ljóst gildi Islendingasagnanna, fyrst erlendir menn fá ekki um það orða • jndist? Annað mál er það, að ekki er víst að allir verði sammála um, hvernijf svo dýrmætur arf ur frá forfeðrunum verði best varðveittur og hagnýttur, mjer liggur við að segja, ,,leiddur í blóð“ kynslóðarinnar. Jeg vil í fullri hógværð láta í ljós álit mitt á þessu, sem er í samræmi við reynslu mína sem kennara. « Það er nauðsynlegt, að æska landsins kynnist Islendigasög- unum jafnskjótt og hún hefur lært að lesa, og jafnvel áður í sögusögnum. Á heimili og í skóla gefast ótal tækifæri til að minna á einstakar sögur eða sagnir úr Islendingasögunum. Mörgum mun t.d. rpynast happadrjúgt að fella byrjunar kenslu í landafræði saman við landnámssöguna. Og Ifyrjar þá strax áhugi barnanna fyrir Is- lendingasögunum, ef vel er á haldið' hjá kennaranum, og heimilin styðja hann og börn- in í þeirri viðleitni. Jeg veit dæmi til þess, að 7—9 ára börn sem á annað borð eru far in að lesa, keppast við að lesa Grettissögu, Njálu, Egilssögu, Laxdælu o.s.frv. með engu minni ákafa en t. d. Tarsan- sögur. En kennarinn hefur þá jafnframt svarað slíkri áliuga- glóð með því að gefa börnun- um kost á að nota það, sem þeim ávinnst við slikan lestur í skólastarfinu við stílagerð, teikningu eða frásögu í frjáls- um stundum. Og undraverð eru áhrif þau, sem gullaldarmálið og frásagn arsnilldin hafa á þessa ungu lesandur. Móðir segir um' háttatíma sjö ára snáða frá fyrstu viðræð um þeirra Þorgerðar Egilsdótt ur og Ölafs pá, er Ölafur sagði: „Mun þjer þykja ambáttarson- urinn gerast djarfur að setjast hjá þjer og ætla að tala við Þig“- Snáoa þessum mun hafa fundist orð OíaTs eftirminn ileg því að kvöldið eftir staðnæmist hann upp við dyrastaf fyrir framan mömmu sina, lítur á fætur sjer og segir: Þjer mun þykja drengur lesendur. Telja verður þetta ástæðulausan ótta. Reynsla mín er sú, að börnum virðist auðvelt að líta á þetta sem eðlilegar tímabilsaðstæður í þróunarsögu þjóðarinnar, á svipaðan hátt og þau, er þau þroskast, líta á dutlunga sína og brellur, þá þau voru yngri. Enda mun reynast erfitt að forða bömum frá slíku, þar eð útvarp og blöð „básúna“ frá- sagnir af nútíma styrjöldum, og mannkynssagan er lituð af slíkum frásögnum. Jeg hef yfirvegað þetta mál, bæði sem faðir og kennari, og ekkert fær mig ofan af þeirri bjargföstu skoðun, að ef við eigum að geta orðið sjálfstæð þjóð í framtíðinni, verðum við að sækja okkur þrótt, bæði vegna manndóms og máls, í fornbókmentir þjóðarinnar, ís- lendingasögurnar. Ög við eig- um að byrja snemma, eða á börnunum strax þegar þau eru farin að skilja sagða sögu, óg þó enn þá ákveðnara, þegar barnið er farið að lesa og ungl ingsárin nálgast. Um þetta þurfa foreldrar og kennarar að taka höndum saman. Það er þvi brýn nauðsyn, að Islendingasögurnar sjeu til taks bæði á heimilum og í skólum. Við fljóta yfirsýn á útgáfu Guðna Jónssonar í forlagi Is- lendingasagnaútgáfunnar virð- ist mjer það til hagræðis, að sögunum er flokkað eftir bygða lögum. -— Einnig er auðsær fengur í því, að í þessari út- gáfu eru sögur, sem ekki hafa komið út áður. Að lokum verð- ur það að teljast mikill kostur, að sögurnar eru í sterku bandi og þó við hæfilegu verði. Sann leikurinn er nú samt sá, að til þess að æskan geti eignast sög- urnar, verða þær að vera enn ódýrari, eínkum með tilliti til notkunar þeirra í skólum. Og eftir því sem Islendingasagna- útgáfan hefur tjáð mjer, mun hún hafa í hyggju að sjá svo til, að skólar geti fengið Islend ingasögurnar við óvenjulega sanngjörnu verði. Við þetta vil jeg svo bæta því, að „skólaútgáfa" af Islend ingasögunum ætti helst að vera myndum skreytt. Það, éitt gæti átt drjúgan þátt í því, að æska landsfns vildi og gæti tileink- að sjer ágæti Islendingasagn- anna. Þegar jeg er að Ijúka þessum línum, kemur mjer í hug hálf- gleymdur atburður, sem fyrir mig bar erlendis fyrir tveimur áratugum. Jeg var að skoða minjasafn mikilmennis. Vörð- þinn djarfur að vera á þessuin. ur þess taldi sig í ætt við mikil skóm í allan dag, bæði úti og inni.“ ’ , En það var annað tilefni þess ara orða drengsins, að honum hafði verið boðið að taka jafn an af sjer þessa skó, er hann færi inn í íbúðina. Margir munu álíta, að svo mikið sje af frásögnum iim mannvig óg henndarverk i Is- lendingasögunum, að það eitt nægi til að sanna, að þær sjeu, óheppilegt lesefni fyrir yngstu mennið, en bar á sjer átakan- leg einkenni ættlerans Með aumkunarverðu steigurlæti benti örkvisi þessi mjer á, hvar mikilmennið, frændi hans, hefði setið og hvaða áhöld hann hefði haft, þegar hann gerði þetta • eða hitt, sem þ5 var auðfundið, að vörður þessi bar ekkert skynbragð á, þó að hann hefði lært að nefha þaci eins og páfagaukur. Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.