Morgunblaðið - 05.06.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.06.1947, Blaðsíða 8
8 MORGUNbLAÐID Fimmtudagur 5. júní 1947 TJtg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími*1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Utanríkisstefna kommúnista ÞEGAR Miinchenar samningurinn var gerður sællar minningar árið 1938 og Bretar og Frakkar neyddust vegna vopnleysis síns til þess að láta ennþá einú sinni undan ágengni nasismans, var það lýðræðissinnuðu fólki um allan heim mikil vonbrigði. En almenningur lýðræðisþjóðanna skyldi samt, hverjar hinar raunveru- legu orsakir þeirrar undanlátssemi voru. Vesturveldin voru að kaupa sjer frest til þess geta vígbúist. Þýska- land hafði vígbúist á meðan þau ljetu kyrrt liggja og hugðu styrjöld fjarlæga eða jafnvel óhugsanlega. Kommúnistar þóttust ekki skilja þessa nauðsyn lýð- ræðisþjóðanna. Þeir hófu hatrammar árásir á stjórnir þeirra fyrir stuðning við nasismann og svik við fórnar- dýr Hitlers. Þeir töldu frestinn til frekari viðbúnaðar óþarfann ng yfirskyn eitt. Svo liðu nokkrir mánuðir. Hitler snjeri nú hótunum sínum gegn Pólverjum. En Bretar og Frakkar höfðu nú eflt varnir sínar og lofuðu þeim fullum stuðningi ef til árásar kæmi á land þeirra. Útlitið varð stöðugt ískyggi- legra. Vjelahersveitir Hitlers nálguðust landamæri Póllands. En Hitler hikaði um skeið. Honum leist ekki á festu Vesturvaldanna. En allt í einu hvarf honum allur efi um, hvað gera skyldi. Hann sló út því stærsta pólitíska trompi, sem hann nokkru sinni hafði fengið á hendina, vináttu- og bandalagssáttmálanum við Sovjet- Rússland. Nú gat hann farið sínu fram. Rússland, sem i áratug hafði vígbúist hraðar en öll önnur Evrópuríki hafði gert við hann vináttusamning. Heimurinn stóð agndofa. Sovíjetstjórnin hafði viku eftir viku, mánuð eftir mánuð staðið í samningum við Vesturveldin um sameiginlegar varnir gegn uppvöðslu nasismans og öryggi Póllands. Þýsk-rússneski vináttu- samningurinn kom þessvegna eins og þruma úr heið- skíru lofti. Öllu lýðræðissinnuðu fólki blöskraði flátt- skapur Sovjetstjórnarinnar rússnesku. ★ ÚR DAGLEGA LÍFINU 9 — 0. ÞAÐ VAR EKKI neinn glæsi legu^_ dagur fyrir knattspyrn- una okkar í fyrrakvöld á í- þróttavellinum. •— Úrslitin hefðu þó ekki átt að koma nein um á óvart, sem fylgist með knattspyrnu og þau skifta ekki svo ýkja miklu máli í raun og veru. Það hlýtur að hafa vak- að fyrir þeim, sem stóðu að heimþoði Queens Park Rang- er liðsins, að fá þá hingað til að sýna okkur góðan leik, en ekki er líklegt að þeir hafi al- ið neinar sigurvonir í brjósti. Hafi þetta verið tilgangur- inn tókst hann með afbrigðum vel, því sjaldan hefir erlent knattspyrnulið leikið betur hjer á vellinum og sýnt meira drenílyndi í leik. Það var veru legur fengur að fá þetta lið hingað frá því sjónarmiði sjeð. — Úrslitin, 9—0 skifta því ekki svo miklu máli, enda hefðu þau eins getað orðið 15-—0. • Drengilegur leikur. FRAMKOMA breska liðsins á vellinum vakti sjerstaka at- hygli og hrifningu áhorfenda. Þeir sýndu í alla staði drengi- legan leik og þó hafa breskir atvinnuknattspyrnumenn orð fyrir að leika hart og vera ó- hlífn.ir, bæði við sjálfa sig og mótleikara. Eina meiðslið, sem varð í leiknum, stafaði af því að tveir Ísíendingar rákust saman. Leikmaðurinn. sem meiddist, varð að fara út af vellinum um stund og láta lækni skoða sig. Um leið fór einn leikmaður úr breska lið- inu út af vellinum og kom ekki aftur. fyr en um leið og sá meiddi gat aftur haltrast inn á völlinn. Bretum var dæmd víta- spyrna á íslendinga, sem í flest um tilfellum er það sama og' mark. En þeir kærðu sig ekki um að notfæra sjer það, held- ur Ijeku .knettinum laust til markmanns íslendinga. Fleiri atvik komu fyrir sem sýndu að það eru drengir góðir, sem í þessu breska liði eru. • Oskufall og brandarar. EINS og oft vill verða á vell inum voru margir gamansamir meðal áhorfenda, sem ljetu brandarana fjúka í tíma og ó- tíma. Einn gaf í skyn, að það væri ekki hægt að fylgjast með markafjöldanum í svona leik nema að hafa með sjer samlagningavjel. Lítill drengur, sem talaði dönsku, spurði í hjartans ein-1 feldni, þegar komin voru 8 mörk: „Har Islænderne seks?“j „Áfram KR“, hrópaði annar patti og mælti á íslensku. En_ það, sem kom íþrótta- vallargestum mest á óvart var öskufall frá Heklu, sem dembd ist vfir þá, svo að Ijósar yfir- hafnir manna og hvítir hansk-' ar ývenfólksins varð grátt af öskunni. Sýningargripirnir í Þjóðminjasafninu. | LÖGREGLAN sá fyrir því, að enginn gat horft á leikin endurgjaldslaust með því að láta bíla standa fyrir utan á Suðurgötunni, eins og alvana-1 legt var hjer áður fyr. En í stað þess kemur Þjóðminja-j safnsbyggingin nýja. Þar höfðu margir klifrað upp um allar I hæðir. Á meðan leikurinn sjálf ur á vellinum var daufur var, það hin besta skemtun manna, sem voru vestan til á vellinum, | að sj.á lögregluna eltast við að ^ reka þessa menn úr bygging- unni. Lögreglan fór með sigur af hólmi! • Vantar klukku. ÞAÐ ER ENGIN klukka á í- þróttavellinum ennþá, en von- andi kemur hún í sumar. Það er nauðsynlegt að hafa klukku svo að menn geti fylgst með tímanum. Ennfremur ætti ekki að vera mikil fyrirhöfn, að koma fyrir spjöldum sem sjá mætti alstað- ar af á vellinum og þar sem til- kynt væri hvernig leikar stæðu á meðan verið er að leika. Ef við eigum von á mörgum jafn ójöfnum leikjum í sumar, sem væntanlega verður þó ekki, þá er blátt áfram nauðsynlegt að hafa slík spjöld. því það er ekki hægt að ætlast til þess, að menn muni markafjöldann, að minsta kosti ekki þeir, sem sjaldan koma á völlinn. • Engin leikskrá. ÞÁ MUNU áhorfendur hafa saknað þess, að ekki var hægt að fá keypta leikskrá. Það er sjerstaklega nauðsynlegt þegar erlend lið koma hingað til kepni að hafa leikskrá, helst með myndum af bæði erlendu og innlendu keppendunum. Nú er það orðin vani víða, að hafa leikmepn merkta með tölustöf- um og ef tölustafir þeirra. eru merktir í leikskrár er enginn vandi að þekkja þá í sundur. Vonandi að ekki gleymist að prenta leikskrá fyrir lands- kepnina við Norðmenn í sum- ar. — Annars mun það vera mál flestra, sem horfðu á leikinn í fyrrakvöld. að hann hafi ver- ið ágætur, vel undirbúinn af hálfu mótttökunefndar og á- horfendur sýndti þann rjetta þroska og íþróttaanda með óað- finnanlegri framkomu sinni. 4-------------------—------- I MEÐAL ANNARA ORÐA .... M var allt saman Hiller ai kenna En kommúnistum út um lönd ofbauð ekki þetta at- ferli lærifeðra sinna í Moskva. Þeir töldu það sjálfsagt og eðlilegt. Hvað kom verkalýðsríkinu rússneska árás Hitlers á Pólverja við? Hversvegna skyldi það ekki semja um grið og vináttu við þýsku nasistan'a í staðinn fyrir að taka upp baráttuna við hlið Breta og Frakka gegn yfirdrottnunarstefnu Hitlers. Nei, kommúnistum fannst þetta allt í lagi. Póllandsstyrjöldin og stríð vesturveld- anna við hið nasistiska Þýskaland var einkamál auð- valdsins, hrafnarnir voru bara að plokka augun hver úr öðrum. Það máttu þeir gera í næði. Þannig leið fram á sumarið 1941. Þá var svo komið að flest lönd Evrópu lágu fyrir fótum Hitlers. En þá var röðin komin að Rússlandi. Og nú breyttist tónninn í kommúnistum skyndilega. Nú varð styrjöldin dálítið annars eðlis. Nú var þýsk-rússneski vináttusáttmálinn ekki annað en herkænskubragð Moskvamanna til þess að kaupa sjer frest til þess að vígbúast gegn Hitler. Ekkert var sjálfsagðara en slíkur frestur, Rússum var hanrt nauðsynlegur. Berum nú þessa afstöðu kommún- ísta um allan heim saman við viðhorf þeirra til Munchenar frestsins, sem Vesturveldin tóku sjer til þess að treysta varnir sínar. Sá frestur var á þeirra máli glæpur og stuðn- mgur við nasismann. • Hverjum getur nú dulist línudans kommúnista í afstöðu þeirra til alþjóðamála. Hver er sá að hann hafi nokkurn- tíma sjeð örla á sjálfstæðri skoðun hjá þeim í utanríkis- málum? Islendingar þekkja framkomu ísl.. kommún- ista á styrjaldarárunum. Hún mótaðist af því sama og alls- staðar annarsstaðar, vindáttinni frá Moskva, og henni eihni saman. « ÞEGAR AMERISKI stjórn- málamaðurinn Stassen kom til Moskva á dögunum, heimsótti hann Stalin, sem sjálfsagt var. Þeir ræddust við um stjórn- málin. Hitler að kenna. Það vakti sjerstaka athygli Bandaríkjamannáins, hvernig Stalin talaði um hinn forna sam herja sinn, Hitler. Það var, sagði hann, öldungis Hitler að kenna. að vináttan þeirra í milli skyldi fara svo skyndilega út um þúfur. Það var Hitler sem rjeðist alt í eiu á Rúss- land. Bannsettur dóninn. Hefði hann ekki tekið upp á þeim fjanda, þá var ekkert því til fyrirstöðu, að vináttan hefði getað haldist á milli þessara tve^gja einræðisherra. Þeir höfðu, éins og menn muna, skift Póllandi bróður- lega á milli sín. Og íslenskir kommúnistar höfðu glaðst í hjarta sínu og látið í ljósi gleði sína í blöðum, yfir þeim mikla bróðurhug sem ríkti við þau skifti, og yfir því að nokkrar miliónir Pólverja skyldi svo að segja á einum degi hafa hrokk. ið ofan i Rússann. „Landráð“ að vinna gegn nasismanum. Menn muna hjer á landi sem annarsstaðar, hve kommúnist- um allra landa var meinilla við andstæðinga Hitlers sáluga, og hve skeleggir þeir voru í bar- áttu sinni við að eyða allri mót spyrnu, sem gerð var gegn nas ismanum. Hjer á landi kölluðu kommúnistar það landráða- vinnu að vinna að flugvöllum, sem gátu komið að gagni, við orustuna um Atlantshafið. Á einni nóttu snerist dálæti kommúnistanna á nasistunum upp í fullan fjandskap. En það var, eftir því sem æðsti maður þeirra upplýsir. og mönnum var í rauninni kunnugt áður, engum öðrum en Hitler og her- sveitum hans að kenna. Það var sá einræðisherra, sem kom því i til leiðar, að Þjóðviljinn og þeir menn, sem í hann skrifa, eru ekkj, nasistavinir enn í dag. Skollaleikur. Þjóðviljamenn þykjast nú vera hinir frjálslyndustu menn þjóðarinnar(l) Þeir sem eru kommúnismanum andvígir, eiga eftir kokkabókum komm únista að vera afturhaldssamir og ófrjálslyndir. Slíkur skollaleikur með hug tök. getur ekki staðist lengi. Kommúnistar eru, alveg eins og beim er sagt að vera. Bæði hjer á landi og annarstaðar. í átökum þeim, sem staðið hafa yfir í Austurríki nú um skeið, hafa kommúnistar þar í landi sýnt sig að fylgja mál- stað Rússa svo fast eftir, að þeir eru kröfuharðari fyrir hönd Rússa en Rússar sjálfir. Rússar heimta verksmiðjur og annað góðgæti frá Austur- ríkismönnum. Austurrískir kommúnistar fara lengra í kröfunum um fríðindi til handa Rússum en þeir sjálfir. Þetta er ættj arðarást kommúnista þegar hún fær að njóta sín. Frjálslyndi kommúnistanna lýsir sjer í því, að þeir eru alt af á sama máli og Rússar, hvort heldur er um að ræða innan- lansdmál eða annað. Og ekkert geta þessir skoðanalausu menn sagt um það, hvort stefna sú^ sem þeir taka upp. eða eiga að taka upp, er frjálslynd eða ekki. Blómleg forlieimskun. En reynslan sýnir og það á- takanlega, hvort kommúnistar hafajeyfi til að kalla sig frjáls lynda. Þeir vinna fyrir ein- ræðisríki. Þeir vinna fyrir menn, sem hafa kúgað hverja þjóðina af annari með ofbeldi. Hvar sem kommúnistar ráða, er alt frelsi manna útþurkað. Svo þykjast íslenskir komm Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.