Morgunblaðið - 05.06.1947, Blaðsíða 14
14
M0RGUNBLAÐI8
Fimmtudagur 5. júní 1947.
A FARTINNI
o/ötjniíö(jre^ima^a ej'tir jpeter (Sheuneu
25. dagur
Jeg sest á trjábol og svala
bræði minni. Jeg tvinna saman
bölbænir og. Smánauyrði um
þau Tamara og Rudy. Jeg skal
einhvérn tíma launa þeim
þett.a. Hún skal einhvern tíma
fá bitið svo vel goldið að hún
minnist mín jafnan síðar.
Ekki með neinu þakklæti —
á jeg við.
VII. KAFLI
Bíllinn er þar sem jeg skyldi
við hann. Jeg sest inn í hann,
kveiki í vindling og hugsa mál
ið. Og mjer finst satt að segja
að það sem virtist svo einfalt
fyirr stundu. hafi nú snúist
upp í annað og meira.
Eitt er alveg augljóst: Stúlk
an,% sem Nikolls er með —
þessi gerfi Tamara — og nú
bíður heima hjá mjer, verður
nú að segja alt, sem hún veit,
hvað sem það kpstar. Ef hún
vill ekki gera það með góðu,
þá skal hún gera það með illu.
Hún veit eitthvað. Sá, sem
sendi hana hingað undir nafni
Tamara til þess að leika á
Schribner, veit að minsta kosti
alt um þetta Júlíumál. Annað
hvort ætlar hann sjer að ræna
Júlíu aftur rjett við nefið á
þeim, til þess að græða á því,
eða þá að hann hefir gert það
af einhverjum öðrum ástæð-
um, sem enginn veit um. Þetta
þarf jeg að fá að vita. Og þeg-
ar jeg hefi fengið að vita hver
hann er og í hvaða tilgangi
hann hefur gert þetta, þá ér
auðveldara um vik fyrir mig.
Jeg býst hú við því að stelp-
an segi alt án þess að láta toga
það út úr sjer. Jeg býst við að
hún hafi orðið mátulega hrædd
þegar Nikolls fór með hana, og
hún hjelt að ætti að drekkja
sjer í ánni. Og hún hefir nú
fíaft góðan tíma síðan til þess
að hugsa um það hvað henni
er fyrir bestu.
Annars er viðbúið að Nik-
olls hafi þegar veitt allt upp úr
henni. Það er slunginn piltur
þessi Nikolls.
Klukkan er hálf fimm þegar
jeg legg á stað til London. Nú
er komið tunglsljós og besta
veður. Jeg ek ósköp hægt og
er að hugsa um þetta fólk, sem
við Júlíumálið er riðið og hvað
muni verða um það áður en
lýkur. Og mjer finst satt að
segja þetta mál vera nú orðið
*vo flókið, að maður geti bú-
ist við öllum skrattanum í sam'
bandi við það.
Þegar jeg kem heim í Jer-1
mynstræti er klukkan nærri
sex. Jeg geng inn og styð á
vinduhnappinn, en ekkert ger
ist. Jeg býst við að dyravörð-j
urinn sje háttaður. Jeg geng því
upp stigann og staðnæmist,
nokkur skref frá gangdyrum
mínum til þess að kveikja á
eldsnýtu. Jeg er þreyttur, en j
samt hlakka jeg nú til þess að
fá að tala við stúlkuna, sem
bíður inni hjá mjer ásamt Nik
olls. Hún skal fá að fræða mig
um !:að sem jeg vil fá að vita.
Jeg geng inn ganginn og
opna dyrnar á herbergi mínu.
Mjer bregður kynlega við þeg
ar nxyrkt er þar inni. Jeg seil-
ist e/tir kveikjaranum og
Rveiki. Þarna er enginn mað-
ur. Jeg lít inn í hitt herberg-
ið en það er á sömu leið. Hvað
á nú þetta að þýða? Skýldi
Nikolls hafa fitjað upp á, ein-
hverju frá eigin brjósti.
Jc^; bíð svo sem eina 'mín-
útu. Þá dettur mjer ráð í hug.
Jeg brff símaskrána og fletti
upp númeri Callaghan-stofnun
arinnar. Verið getur að Nikolls
hafi ráðgast eitthvað um við
þá. Máske þeir viti hvar hann
er. Jeg hringi. Eftir stutta
stund svarar karlmannsrödd.
Jeg spyr hver haftn sje. Hann
segist vera næturvörður þar í
húsinu. Jeg bið hann að «gefa
mjer samband við Callaghan-
stofnunina. Hann segir að það
sje þýðingarlaust, því að þar
sje enginn maður. En ef jeg
eigi mjög brýnt erindi, þá
skuli jeg hringja til Callaghans
sjálfs, því að hann búi þar uppi
á lofti. Jeg þakka honum fyr-
ir. Rjett á eftir heyri jeg að
Callaghan kemur í símann.
„Það er Caution sem talar“,
segi jeg. „Mig langar til þess
að spyrja um Nikolls. Iiann
átti að bíða mín heima hjá
mjer í Jermyn stræti. Nú er
jeg nýkominn heim, en hann
er ekki hjer. Mjer datt í hug að
þjer munduð vit.a hvar hann
Hann segist ekki vita nokk-
urh skapaðan hlut nema hvað
Nikolls hafi hringt fyrir rúm-
um. klukkutíma og beðið að
senda sjer hljóðnema í Jermyn
stræti. Meira vissi hann ekki.
Jeg þakka fyrir og legg heyrna
tólið á.
Hv.ern skollann á þetta að
þýða? Hvar er Nikolls og hvað
ætlaði hann að gera með hljóð
nema hjer? Mjer kemur til hug
ar að hann muni hafa beðið
dyravörð fyrir boð til mín. Jeg
fer því og hringi lyftubjöllunni
aftur, en það ber engan árang-
ur. Jeg bíð góða stund og síð-
an fer jeg niður og þangað sem
dyravörðurinn á að vera. Það
er dimt þarna niðri og þegar
jeg kem niður úr stiganum dett
jeg um eitthvað. Jeg stend á
fætur aftur og tendra vindla-
kveikjarann minn til pess að
sj áþvað þetta er. Þá verður
mjer það ljóst hvers vegna
dyravörður svaraði ekki þeg-
ar jeg hringdi lyftubjöllunni.
Hann liggur þar í hnipri á
gólfinu. Það blæðir úr enninu
á honum og mjer sýnist ein-
hver hafa slegið hann með bar
efli. Nú fer mig að gruna að
eitthvað hafi komið fyrir. hjer.
Jeg reisi þrælinn upp við
vegg og fer aftur til herberg-
is míns og svipast þar um. Uti
í horni er lítið borð og á því
liggur regnkápa. Mjer sýnist
það vera sú sama sem Nikolls
var í. Þá dettur mjer nýtt í
hug. Jeg geng þangað og tek
upp kápuna. Undir henni er
hljóðneminn. Jeg set hann á
stað og eftir litla stund heyri
jeg rödd Nikolls:
„Áfram góða mín — þjer
verðið að segja alt eins og er.
Þjer megið reiða yður á það að
þjer verðið að segja alt, sem
þjer vitið. Og það er betra fyr-
ir yður að segja mjer það áður
j en Caution kemur aftur. Hann
tekur harðari höndum á yður
en jeg“.
Þá heyri jeg rödd hennar.
Hún .segir:
„Það er engu líkara en að
jeg sje komin í ljóta klípu. Jeg
hefi reynt að vera slungin, en
mjer hefir ekki tekist það jafn
vel og stundum áður. Og nú
skal jeg segja yður eins og er.
Mikið af því sem jeg sagði
Caufion var satt. Jeg var eins
og rekald í New York og vissi
ekki hvað jeg át.ti af mjer að
gera. Þetta sagði jeg honum.
Það hefir verið erfitt að kom-
■hst þar áfram síðan stríðið
hófst og aðgerðir J. Edgar Hoov
j ers hafa mjög þrengt kosti laus
j ingjanna. Jeg var að svipast um
I eftir einhverju starfi, sem væri
. við mitt hæfi. Svo ....“
Alt í eiu breyttist rödd henn
ar og hún æpir:
„Hvað gengur nú á?“
Og jeg heyri að Nikolls seg-
ir:
„Takið þjer þessu rólega“.
Þar með var samtalinu lok-
ið — ekkert meira.
'Jetf geng að hægindastól ^
sest þar. Jeg þykisfVita hverh
ig farið hfefir. Það hefir verið
komið að þeim óvörum. Jeg
geri ráð fyrir að Rudy Zimman
hafi verið að flækjast fyrir ut-
an húsið hans Scribners þegar
Nikolls kom þangað og að hann
hafi>beðið fyrir utan á meðan
Nikolls var að skrafa við þau
Schribner og stúlkuna. Og
hann hefir ekki verið einn. Ein
hver hefir verið með honum.
Þegar Nikolls fer með stúlkuna
er R,udy kyr. en þessi sem með
honum var veitir þeim eftir-
för alla leið heim til mín.
Jeg fór út nokkru seinna,
fann miðann í bíl Schribners,
fór til - Waterfall og hitti þar
Tamara PhelpS. Þá þekti hún
mig undir eins. Hún vissi að
jeg var Lemmy Caution. Síðan
fór jeg aftur heim til Schribn-
ers. Meðan jeg er þar hefir svo
Rudy farið og náð í Tamara,
sagt henni upp alla sögu og beð
ið hann að koma á eftir sjer
heim til Schribners. Þegar hann
kom svo þangað hittir hann eng
an mann því að þá var jeg
niðri í kjallara með Schribner.
En þegar jeg kom upp rakst
jeg á hann, »g svo kom Tam-
ara og svo ætluðu þau að kála
mjer.
Nú veit Zimman að hann hef
ir hitann í haldinu. Hann veit
ósköp vel að jeg ætla ekki að
láta hann sleppa. Hann veit að
jeg muni reyna að hafa alt upp j
úr bessari stúlku, sem þóttist1
vera Tamara. Jeg geri því ráð
fyrir að hann hafi hringt til
þess manns, sem veitti þeim
Nikolls eftirför. og skipað hon
um að ráðast inn í íbúð mína
og ræna stúlkunni.
StVtt
GULLNl SPORINN
Eftir Quiller Couch.
6.
Frá felustað mínum hafði jeg heyrt allt, sem þeint
fór á milli, enda stóðu þeir rjett undir glugga mínum,
en rjett í þessu byrjuðu svallararnir á efri hæðinni að
syngja. Á sama andartaki lyfti gamli maðurinn upp
hendinni, benti upp í gluggann og sagði:
„Kátir náungar. Það er auðvelt að heyra, að þeir eru
að leika á einhvern ríkann“.
„Jeg tek engan þátt í því“.
„O-jæja, litlu máli skiftir það. Áreiðanlega hafið þjer
haft einhverja sveitapilta að leika á í Hollandi, eða er
það ekki satt?“
„Nú skal jeg segja yður nokkuð“, sagði þá þrekvaxnx
reiðilega. „Næst þegar þjer nagið utan í mig með alls
kyns getgátum, getur vel verið að þjer farið sömu leið
og hundurinn. Hvað ætti svo sem að koma í veg fyrir
það“.
„Það“, svaraði gamli maðurinn glaðlega, „að þjer getið
grætt á því peninga að gera það ekki, og að jeg hefi ekki
alla þessa peninga á mjer. En þar sem orðið er áliðið,
er víst best, að við byrjum að tala um viðskifti okkar“.
Er hjer var komið, gengu þeir í áttina að eikartrjenu,
og jeg gat ekki lengur heyrt, hvað þeir sögðu. Jeg rjett
heyrði óminn af máli þeirra, en oftast var það sá gamli,
sem talaði Eftir skamma stund virtust þeir um það bil
áð slíta samtalinu og gengu þvert yfir leikvöllinn. Jeg
lagði við hlustirnar.
„. . . Auk þessarar greiðslu", sagði sá gamli, „fáið þjer
svo auðvitað allt það, sem þjer getið unnið af þessum
unga heimskingja, til viðbótar því, sem þjer finnið á þeim
gamla og henni . . . .“.
Þarna misti jeg aftur af því, sem þeir töluðu, en stuttu
seinna heyrði jeg til fjárhættuspilarans.
„Fari það norður og niður“, sagði hann, „að jeg botni
nokkuð í því, hvað þjer getið haft upp úr þessu“.
Sá gamli hló lágt. „Og aldrei get jeg sagt þjer það“,
sagði hann
Meira heyrði jeg ekki, því rjett í þessu kom skylm-
OTTINNN VIÐ
KJARNORKUNA
% %
m -
Gott herbergi
til leigu á Vitastíg 2,
Hafnarfirði.. — Uppl. í
sírna 9365.
'iiiiiin jiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiitmiiimiiiiiiiiiiiiHiiHiiimi
12
— Jeg verð altaf gripinn
miklum kvíða, þegar jeg hugsa
til þess að það er aðeins 60 tíma
flug til New York.
★
— Jeg vif giftast dóttir yðar.
— Getið þjer stofnað heim-
ili?
— Já.
— Ágætt, við verðum átta
alls.
'k
Hann hafði fylgt henni
heim, og er komið var að skiln
aðarstundinni á tröppunum,
sagði hann:
— Heyrðu annars, þú verð-
ur að gefa mjer einn koss.
— Kannske, en þú verður
að flýta þjer, því að pabbi kem
ur heim úr vinnunni eftir
klukkutíma.
★
— Gerði læknirinn eitthvað
til þess að flýta fyrir bata þín-
um? ' |
— Já, hann sagði mjer, að
hver heimsókn kostaði 10 kr.
★
Fanginn: — Hvernig stend-
ur á því að jeg fæ aldrei að
vera kyrr hjer í klefanum á
kvöldin og hafa það huggulegt
í stað þess að vera altaf píndur
til þess að fara í bíó eða hlusta
á messur.
★
— Þjer eruð fyrsti skemti-
legi og gáfaði maðurinn, sem
jeg hefi hitt í þessu samkvæmi.
— Einmitt það, þá hafið þjer
sannarlega verið hepnari en
jeg, því að jeg hefi engan fyrir-
hitt ennþá.
Austurstræti 4. Sími 6538.