Morgunblaðið - 12.06.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.06.1947, Blaðsíða 2
a MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 12. júní 19-17] j Voriimar9 sem tengdar voru við samvinnu komm- únjsta9 brugðust Aðalfundi Landssam- bands íslenskra útvegsmanna lokið Þegar litiö er til hegðunar kommúnista síðustu mánuðina, er eigi að undra þótt menn furði á, að aðrir flokkar skyldu nokkru sinni geta átt samvinnu við þá. En aðstæðurnar voru mjög ólíkar því sem nú er, þeg- ar sú samvinna komst á haust- ið 1944. VERMDU SIG VIÐ ANNARA ELD. Ófriðurinn stóð þá enn og ó- gleymanleg afrek Rússa vörp- uðu að vonum Ijóma á þá og stjórn þeirra. — Endurskin af þeim ljóma setti hugnæmari blæ á kommúnista, en birtan af hversdagsverkum sjálfra þeirra. Á þessum árum dáðust menn að vonum mjög að hreysti Rússa og vígfimi. Menn heyrðu, að þeir hefðu hafið á ný til vegs hinar fornu dygðir. Þegar til átti að taka voru það ekki hin- ar socialistisku kennísetningar, sem voru hafðar til að stæla fólkið upp, heldur föðurlands- ást og guðstrú. Óspart var vitn- að til fornra afreka rússnesku þjóðarinnar og kirkjan leyst úr áratuga banni. Jafnframt var því mjög hald- ið á lofti, að Rússar væru í fje- lagsskap með lýðræðisþjóðun- um og vildu vinna að sigri hug- sjóna þeirra. Þá var komitern uppleyst, og fullyrt, að hver kommúnistaflokkur yrði hjeðan af að sjá sjá.lfum sjer farborða. TÖLUÐU FAGURT, EN HUGSUÐU FLÁTT. Samkvæmt fyrri reynslu töldu menn, að sú stefnubreyt- ing, sem á var orðin austur þar, mundi bráðlega segja til sín hjá kommúnistum hjer á landi. Varð og sú raunin á, að kommúnistar hjer breyttu um stefnu í orði kveðnu. Þeir hófu lýðræðisríkin til skýjanna og hömpuðu mjög lýðræðis- og frelsisást sjálfra sín. Þeir gerð- ust skyndilega hinir mestu á- hugamenn um varðveislu ís- lensks þjóðernis, og töldu sig hafa mikinn hug á, að lýðýeldi yrði stofnað á Islandi 1944. Að vísu leið ekki á löngu áður en í því efni sæist á hrosshófa kommúnista. Manna á meðal fóru kommúnistar, eða einstak- ir leiðtogar þeirra, ekki dult með, að þeir hefðu engan áhuga haft fyrir lýðveldisstofnuninni fyrr en Bandaríkjamenn höfðu 1942 mælst til þess, að íslend- ingar frestuðu henni um sinn. Þá var það af andúð við Banda- ríkin en ekki af einlægum vilja til að vera í sjálfstæðu íslensku lýðveldi sem forsprakkar komm únista tóku upp baráttuna fyrir stofnun þess. Þrátt fyrir það, þótt hvatirnar væri blendnar hjá kommúnistum varð starf þeirra að stofnun lýðveldisins samt til að byggja brú á milli þeirra og hinna mestu áhuga- manna um það mál. Peir hættu aidrei Mldvörpiistðrfinu KOMMÚNISTAR LOFUÐU 191,1, AÐ STÖÐVA VERÐ- BÓLGUNA. Um þessar mundir þóttust kommúnistar einnig hafa mik- inn hug á stöðvun dýrtíðar- innar. Þeir sögðu að vísu, sem satt var, að ástæðulaust væri þá að lækka grunnkaup, en hitt væri sjálfsagt, að mynda sam- tök um að stöðva almenna grunnkaupshækkun í landinu, vegna þess að hún hlyti fyrr eða síðar að verða afdrifarík til ills fyrir atvinnulíf landsmanna. Það kann að hafa verið barna legt að leggja trúnað á, að kommúnistar hefðu í einu ein- asta af þeim atriðum, sem að framan getur, snúist til betri vegar. Enda hefur reynslán sýnt, að innræti þeirra og fyrir- ætlanir hjeldust alla tíð óbreytt. En ekki var óeðlilegt, að menn óskuðu eftir dómi sjálfr- ar reynslunnar um þessi efni. Ekki síst, þar sem þá hafði um langa hríð verið ókleift að mynda þingræðisstjórn í land- inu, svo að margra góðra kosta var ekki völ. KOMMÚNISTAR RANGHVERFA RJETTRI MERKINGU ORÐA. Því miður hefur reynslan af kommúnistum orðið öll önnur en litbrigði þeirra 1944 gáfu efni til að ætla. Ósjálfstæði þeirra gagnvart hinu austræna kenningakerfi einræðis-social- ismans, hefur á þessum árum reynst auðvirðilegra en nokkru sinni áður. Kommúnistar hafa raunar mjög belgt sig af þjóðernisást sinni að undanförnu. En ein- ungis til þess að efla andúð gegn þeim vinaþjóðum okkar, sem þeir eru fjandsamlegir og í því skyni að geta lagst þeim mun flatar fyrir hinum, er þeir hefja til skýjanna. Enn tala kommúnistar mikið um lýðræði og lýsa með fögr- um orðum ást sinni á því. En þegar betur er skoðað verður öllum Ijóst, að það hugtak, sem þeir nefna lýðræði, er einmitt algjör mótsetning þess, sem þjóðirnar hafa frá fyrstu skilið , við það oi^ð. í munni kommún- ista merkir lýðræði einræði sjálfra þeirra og kúgun fjöld- ans. GRUNNKA UPSHÆKKUNIN 191,6 HEFUR EYÐST 1 VAXANDl VERÐBÓLGU. Áhugi kommúnista til að berjast á móti dýrtíðinni kom fram í því, að alla stjórnartíð sína unnu þeir að stöðugum kauphækkunum. Þeir stofnuðu beinlínis til Dagsbrúnarverk- falls snemma á árinu 1946 til að knýja fram grunnkau.ps- hækkanir, þvert ofan í undir- stöðu stjórnarsamningsins 1944. Þessi viðleitni þeirra bar ríkulegan ávöxt. Kauphækkan- irnar áttu sjer stað. Dýrtíðin fór vaxandi og áhrifin sögðu til sín í snöggri eyðslu á innstæð- um þjóðarinnar erlendis. Áhrif verðbólgunnar, sem m. a. óx stórlega við grunnkaupshækk- unina 1946, koma m. a. fram í því, að Dagsbrúnarmenn telja sig nú þurfa nýja grunnkaups- hækkun til að ýega upp á móti þeirri verðrírnun krónunnar, sem spratt af stöðugum kaup- hækkunum. ÞJÓÐIN VÆNTIR ILLS AF KOMMÚNISTUM. Flest hið góða, sem menn ætluðu að ná með samvinnu við kommúnista, sviku þeir. Að vísu voru þeir þátttakendur í nýsköpuninni. Það er góðra gjalda vert. Og hefði hún þó verið framkvæmd með meiri fyrirhyggju án þeirra þátttöku, því að skynsamlegar ráðagerðir og karlmannleg átök almenn- ingi til góðs, eru kommúnistum fjarri skapi. Áhugi þeirra í stjórn miðaðist fyrst og fremst að því að eyða sem allra mestu f je í hvað sem var og koma sín- um mönnum í stöður, stórar sem smáar. Af þeim, sem svo hegðuðu' sjer á meðan þeir fóru með völd 1 og áttu að bera ábyrgð, er vissulega ekki góðs að vænta, þegar þeir eru í hatramri stjórnarandstöðu. Máttur þeirra til að gera ilt í andstöðunni er síst meiri en meðan þeir voru við völd, og viljinn til að sundra þjóðskipulaginu hefur ætíð ver- ið hinn sami, því að þeir feng- ust ekki einu sinni til að láta af illu á meðan þeir voru í stjórn. Þá hjeldu þeir uppi harðri stjórnarandstöðu sam- tímis sem forystuhjörð þeirra stóð við stalla ríkisfjárhirsl- unnar. Þjóðin mun þess vegna halda braut sína vitandi. um þau á- föll, sem kommúnistar geta veitt henni. Hún mun bæta úr skakkaföllunum eftir föngum, en aldrei láta kommúnista hrekja sig frá því marki, að halda hjer uppi blómlegu at- vinnulífi og sjálfstæðu lýðveldi. .1111111111111111111111111111111 iiiaii ii laiiiiifiisiiiiiiiiiiiiiiiiiB EF barnlaus hjón, helst bú- sett utan við bæinn, vilja taka nokkurra ára gamalt stúlkubarn til fósturs, þá geri þau svo vel og sendi nöfn sín, ásamt upplýs- ingum afgr. Morgunblaðs- ins. merkt: „Stúlkubarn — 715“. I iHHHIIIIIII—HIMMIMIIIWIIIIIIIIIIimilllHllimHHIIIIIHI BEST AÐ AUGLÝSA ! MOBGUNBLAÐINU AÐALFUNDUR Landssam- bands íslenskra útvegsmanna hófst mánudaginn 9. júní s.l. kl. 10,00 árdegis og lauk eftir tveggja daga fundarhöld. í upphafi fundarins flutti for maður Landssambands ís- lenskra útvegsmanna Sverrir Júlíusson, skýrslu stjórnarinn- ar, og var hún hin ítarlegasta í alla staði, enda hefir birst útdráttur úr ræðu hans í blöð- unum. Fundarstjóri var kosinn Ólafur B. Björnsson útgerðar- maður á Akranesi, sem hingað til hefir stjórnað öllum fundum sambandsins með mikilli rögg- semi, en fundarritarar voru kjörnir þeir Björn Thors og Jón Halldórsson útgerðarmaður í Hafnarfirði. í Landssambandi íslenskra útvegsmanna eru nú starfandi 32 fjelög útvegsmanna víða um landið, auk þess fjölmargir ein- staklingar. Fulltrúar frá 16 fjelögum. Sökum mikilla anna að af- lokinni vertíð og vegna undir- búnings að síldarvertíðinni, gátu ekki öll útvegsmannafje- lög sent fulltrúa á aðalfundinn að þessu sinni, og m. a. vegna þess að ljóst er, hve erfitt er fyrir útvegsmenn að Sækja að- alfundi sambandsins á þessum tíma árs, lá fyrir fundinum laga breyting um það, að framvegis skyldu aðalfundir Landssam- bandsins haldnir að haustinu til, eða fyrir miðjan nóvember mánuð. Á þessum aðalfundi Landssambandsins voru mættir fulltrúar frá: Fjelagi íslenskra botnvörup- skipaeigenda, Útvegsmannafjel. Akraness. Útvegsmannafjel. Akureyrar, Útvegsmannafjel. Arnarfjarðar, Útvegsmannafjel. Gerðahrepps, Útvegsmannafjel. Grindavíkur, Útvegsmannafjel. Grundarfj., Útvegsmannafjel. Hafna, Útvegsmannafjel. Hafnarfj. Útvegsmannafjel. Keflavíkur, Útvegsmannafjel. Reykjavíkur, Útvegsmannafjel. Stokkseyrar, Útvegsmannafjel. Stykkish., Útvegsmannafjel. Súgandafj., Útvegsbændafjel. Vestm.eyja, Útvegsmannajel. Hnífsdals, Útvegsmannafjel. Súðavíkur. Á fundinum ríkti mjög mikill einhugur útvegsmanna og sam- þykti fundurinn að útvegsmenn kæmu aftur saman til fundar- halda á komandi hausti, og er það gert í samræmi við þær lagabreytingar, sem fundurinn samþykti um að framvegis skuli aðalfundir Landssambandsins haldnir á haustin. Innkaupadeildin. Á fundinum gerði formaður framkvæmdaráðs Innkaupa- deildar Landssambandsins grein fyrir störfum deildarinn- ar á s.l. ári, og gat þess m. a., að Innkaupadeildin hefði haft með höndum mest öll innkaup á salti til landsins, auk þess minti hann á kaup Innkaupa- deildarinnar á olíum, kolum, snurpunótabátum, snurpunót- um og fleiri veiðarfærum, jafrs framt því sem skýrt. var frá, að möguleikar hefði nú opnast til þess að Innkaupadeildin gæti hafið mjög aukna starfsemi á innkaupum veiðarfæra fyrir næstu vertíð. «» Framkvæmdastjóri Landssam bandsins Jakob Hafstein gerði grein fyrir fjárhag sambands- ins og skýrði reikninga þess fyrir s.l. ár. Síðari fundardag- inn, eða þriðjudaginn 10. júní, sátu allir fulltrúar og fundar- menn árdegishóf með stjórn Landssambandsins í Sjálfstæð- ishúsinu í Reykjavík. Sfjórnarkosning. __ • '1 í lok fundarins fór fram stjórnarkosning í Landssam- bandírlu og var Sverrir Júlíus- son endurkjörinn formaður Landssambandsins, og hefir hann ni^ gegnt því starfi frá því er sambandið var endur- skipulagt á haustmánuðunum 1944. Varaformaður Landssam- bandsins var kosinn Loftui? Bjarnason útgerðarmaður | Háfnarfirði. Aðrir stjórnar- nefndarmenn voru kosnir þeir^ Kjartan Thors, forstjóri. Rvík, Ásgeir G. Stefánsson, forstjóri, Hafnarfirði, Sveinn Benedikts- son, fórstjóri, Rvík, Ólafur B. Björnsson, útgerðarm., Akra- nesi, Ingvar Vilhjálmsson, út- gerðarmaður, Rvík, FinnbogS Guðmundsson, útgerðarmaður, Gerðum, Jóhann Þ. Jósefsson, fjármálaráðherra og Finnut; Jónsson, alþm., En varamenn þessara manna voru kjörnir þeir: Þórður Ólafsson, útgerðarm., Rvík, Ólafur Tr. Einarsson, út- gerðarmaður, Hafnarfirði, Ól- afur H. Jónsson, útgerðarmað- ur, Rvík, Þorbergur Guðmunds son, útgerðarm., Bræðraparti, Gerðum, Hafsteinn Bergþórssoní útgerðarm., Rvík, Ólafur Jóns- son, útgerðarm., Sandgerði, Jóní Árnason, útgerðarmaður, Akra- nesi, Jón Halldórsson,- útgerðar- maður, Hafnarfirði. Endurskoðendur fyrir reikn- inga Landssambandsins voru kjörnir þeir sömu og áður, eðai þeir: Beinteinn Bjarnason, útgerð- armaður, Hafnarfirði og Öskar Jónsson, útgerðarm., Hafnar- firði. Alímörg mál lágu fyrir fund- inum til afgrpiðslu og verðg þau síðar birt hjer í blaðinu og samþyktir þær, sem fundurinq. gerði að þessu sinni. WASHINGTON: — Banda- ríska utanríkisráðuneytið hef- ur tilkynt, að meir en 3.100 bandarískir uppgjafahermenn stundi nú nám í erlendum skó| um. Þeir njóta styrks frá Bandsi ríkjunum. Flestir uppgjafahermann- anna stunda nám í Kanada, eþj næst koma Mexico og Bretland,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.