Morgunblaðið - 12.06.1947, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.06.1947, Blaðsíða 5
Fiínmtudagur 12. júní 1947 MORGUNBLAÐIÐ S Kristján Tryggvi Jóhannsson og fjölskylda i. ÞEGAR Norðurlönd urðu þtyrjaldarvettvangur og sam- göngur rofnuðu við þau árið 1940, varð mörgum Islendingi órótt. Að fornum og nýjum sið Voru fjölmargir æskumenn við nám meðal ffændþjóðanna, én settmenn og vinir gátu nú bú- Sst við váfrjettum, er hamfar- Sr styrjaldarinnar sóttu þessi lönd heim. Enginn er óhultur í nútíðarhernaði, hvorki verka- Snaður nje bóndi, námssveinn nje skrifstofumaður, ungbarn nje öldurmenni. Þannig liðu löng ár mikillar ovissu, fárra fregna og engra teamfunda. Að Islandi sóttu harmar sár- Sr, mannfall svo ógurlegt á út- Siöfum og við heimastrendur, að eigi varð meira meðal ým- íssa stríðsaðila. En íslendingar erlendis sleppu úr helgreipum ófriðar- íns, þótt líkamleg og andleg á- jþján þrengdi kost margra þeirra. Loks kom lausnarstundin. Hvert skipið af öðru flutti dýr- mætan farm íslenskra manna og kvenna, er lifað höfðu súrt og sætt í Evrópulöndum. Mikill Var fögnuður ættmenna og vina. Og þjóðin fagnaði öil. Þessir farmenn voru vorboðar Islands, víkingar, sem sótt höfðu herfang nútímans — ínennt og þekkingu — til írænda vorra. ísland beið þeirra, auðugt lífsgæða, bygt fá mennri, bjartsýnni þjóð, er nú íbjó gig til nýs landnáms. ísland fagnaði þessu fríða liði, sem foar 5 krafta sína óskifta eftir útlcgðarárin. En þessir psskumenn höfðu sótt fleira en þekkingu til granna vorra. Margir þeirra foöfðu stofnað til hjúskapar ytra, og hinum erlendu mök- um, er yfirgáfu fósturjörð sína til að nema hjer land, var einn Jg heilsað hlýjum hug. Þjóðin þarfnaðist fleiri huga og handa. Blóðblöndun við norræna frænd ur hefur aldrei orðið íslandi til óheilla. Konan, sem yfirgef- ur ættmenni, bernskustöðvar og fósturjörð, til þess að fylgja erlendum manni sínum til ey- ríkis norðurhafa, býr yfir fórn arlund, þreki, áræði og ástúð, gem eigi kulnar, þótt ár liði. II. Hjer var YÍkið fáum orðum að einum þætti íslenskrar sögu. Hann er enn óskráður, en varð þjóð vorri örlagaríkur. En þótt hann sje þjóðarsaga, .þá er hann enn fremur saga nokkurra einstaklinga. Meðal þeirra töldust Kristján Tryggvi Jóhannsson, verkfræð Sngur, kona hans og synir. Tryggvi Kristjánsson fædd- ist í Reykjavík 11. okt. 1917. Foreldrar hans voru hjónin Matthilde Kristjánsson, norskr ar ættar, og Jóhann Fr. Kristjánsson, húsameistari. — Tryggvi stundaði nám í Menta Skólanum í Reykjavík 1932— 38, en lauk þá stúdentsprófi. Síðan sigldi hann til Noregs og las vérkfræði við háskólann í Þrándheimi og lauk prófi þar í jan. 1945. Árið 1942 kvænt- Sst hann Ernu Hoff, er fædd Minningarorð Tryggvi Jóhannsson, kona hans og eldri sonur þeirra. var í Þrándheimi 1918. Þau eignuðust tvo drengi: Gunnar, er fæddist í Noregi 13. febr. 1943, og Tryggva, fæddan í Reykjavík 29. jan. 1946. — Tryggvi Jóhannsson rjeðst til Hitaveitu Reykjavíkur, er þau komu til landsins með Esju 1945, og gegndi því starfi unz ákveðið var í vor, að þau flyttu til Akureyrar og tæki hann þar við forstöðu vjelsmiðjunnar Odda. Árdegis 29. maí s.l., steig Tryggvi Jóhannsson, ásamt konu og sonum upp í flugvjel og hugðist hverfa til hins nýja starfs. Sú för varð þeirra hinsta. Dimmviðri og hamraveggir urðu tækninni yfirsterkari enn einu sinni. Flugslysið í Hjeð- insfirði lauk hjer sögu, er virt- ist vera að hefjast. Slíkur er stundum örlaga dómur. III. ÞAÐ er sólbjart júníkvöld. Regnþrungin þokuský hafa leg ið yfir landi dögum saman, en í dag birti í lofti. Drunganum er svipt frá. Fjöll er áður huld- ust þoku, eru nú böðuð gliti kvöldsólarinnar. Sólsetri í Reykjavík er við- brugðið. í kvöld er kyrð og feg urð. í kyöld mætast stúdentar frá 1938 við gamla Mentaskól- ann og halda svo hópinn til hafnar, til að heilsa einum fje- laganum, Tryggva Jóhanns- syni, umsjónarmanni í stærð- fræðideild 1936—38. ♦ Margs á þessi hópur að minn ast. Oft hafa glaðværir hlátr- ar ómað frá mótum hans á liðn um skólaárum, eða er utan- förunum var fagnað 2945. En nú er brosið ^tirðnað og hljóð sú fylking, er samlagast þögulli mannþyrpingu á hafn- arbakkanum. í dag syrgja stú- dentar, í dag syrgir þjóðin öll. Varðskipið Ægir sígur inn lognkyrra Reykjavíkurhöfn og varpar landfestum. Þetta er heilög stund, sorgarstund. — I kvöld kemur Tryggvi Jóhanns- son, kona og börn, ásamt níu samferðamönnum. Þrettán lík- kistur eru hafnar frá borði og hver bíllinn af öðrum flytur andvana ástvin frá bryggju og heim, en harmi lostin skyld- menni fylgja milli samhryggra raða mannfjöldans. • Engan farm dýrmætari hefir Ægir flutt, engan helgari. Stúdentar ársins 1938 halda heim að skóla og kveðjast þar. í júní, fyrir 9 árum, kvöddust þeir einnig á þessum stað. — Margt hefir breyst síðan. Hve nær verður næst kvatt til móts? V IV. Frá skólaárum er margs að minnast, áhyggna og ánægju, erfiðis og frístunda, en framar öllu góðra fjelaga. Jeg kyntist Tryggva Jó- hannssyni fyrst, er jeg kom utan skóla inn í 4. bekk stærð- fræðideildar. Hann var þegar kjörinn umsjónarmaður bekkj- arins og sjálfkjörinn æ síðan. Siðir og venjur hins aldna skóla höfðu skapað ýmsar stöð- ur, er til virðinga töldust, sum- ar efttirsóknarverðar, aðrar eigi. Umsjónarmenn bekkja hafa þar erilsamt og vandasamt starf og eigi líklegt til vin- sælda, ef farið er að reglum um skráningu fjarvista og stundvísi. ' En þar birtist skaplyndi Tryggva: trúmenska, hógværð, skapfestu og velvild, því að aldr ei minnist jeg þess, að nokkur bekkjarfjelaginn hallaði til hans hnjóðsyrði eða þættist órjetti beittur. Veit jeg þó, að samviskusemi hans bannaði hon um að brjóta þar settar reglur, eða bregðast því trausti er skól- inn bar til umsjónarmannsins. Tryggvi var hljedrægur, þótt til trúnaðar veldist, en glaður í hópi kunningja, en öllu frem- ur góður fjelagi. Stjórnmálaerjur höfðu spillt skólalífi nemenda liðin ár. — Æskumenn eru þar oft heitir, og fylkingar voru andstæðar eins og víðar á þeim árum. — Allir höfðum við áhuga á stjórn málum, en andstæðar skoðanir spilltu engu um hlýhug og sam heldni bekkjarins, og náði það vopnahlje til skólans alls, er leiðir skyldu. Þar átti Tryggvi sterkan þátt eigi síður en við hinir, og átti hann sjer þó heit- ar hugsjónir á þessu sviði eins og fleiri efnispiltar. Við, sem fjærst stóðum skoðunum hans, mátum hann eigi síður, treyst- um manndómi hans. Hann brást heldur eigi þeirri tiltrú. er á reyndi. Manngildið fer aldrei eftir trúar- eða stjórnmálaskoð unum. Það mótast af niannin- um sjálfum. Vegna langdvalar Tryggva er lendis og anna beggja eftir heimkomu hans urðu kynni okkar lítil utan skóla. Jeg á þó skýra mynd af Tryggva Jó- hannssyni. Hann var fjelagi, sem jeg sakna, skapfastur vin- ur, sem aldrei gleymist. Á slík- um hornsteinum stendur þjóð- arheimilið og mikils misst, er þeir falla. V. Harmafregnin, er þjóðinni barst 30. maí s.l., mun aldrei líða úr minni vaxinni kynsjúð og varðveitast meðal harm- sagna um ókomnar aldir. Hefðu Svíar misst hálft ann- að þúsund ungra manna og kvenna, Englendingar 10 þús- und eða Bandaríkin 25 þúsund, þá hefði sú blóðtaka þó eigi orðið þeim meiri en íslend- ingum, er þeir mistu 25 manns í flugslysinu í Hjeðinsfirði. En hvað þýða tölur eða sam- anburður? Eigi ljettir það harm ástvinanna eða bætir tjón þjóðarinnar. Mannslíf verður aldrei tölum metið og orð græða eigi harmasárin. í annað sinn á skömmum tíma verður voðaslvs heilli fjöl skyldu að bana auk annarra. — Slíkir atburðir eru foreldrum og öðrum vinum, er eftir lifa, þyngri en orð ljetti. Þó vil jeg hjer bera foreldr- um og öðrum ættmennum Tryggva Jóhannssonar fyllstu samúðarkveðjur bekkjarfjelaga hans. Við skiljum ægiharm ykkar, kæru foreldrar, er þið verðið að horfa á eftir syni og tengdadóttur og elskuleguní sonarsonum. Lífi þeirra er lokið, en sú er trú flestra, að annað og fegurra sje um leið hafið, þar sem vænta megi endurfunda allra. Minning Tryggva og fjölskyldu hans er ykkur helg, en hún er bekkjarfjelögum hans einnig ógleymanleg. Kynni slíkra manna veita lífinu gildi. Samúð okkar nær einnig til Noregsstranda, heim til ætt- stöðva þeirrar konu, er kaus samfylgd íslendingsins Tryggva Jóhannssonar framar öllu öðru. * Sú samfylgd brást eigi, hvorki í lífi nje dauða. Helgi Þorláksson. Gull iinst í Ástralíu Sidney. Ný auðug gullæð hefur fund- ist í Iron Duke námunum hjá Kalgoorlie. Mikill áhugi hefur vaknað hjer vegna þessa gull- fundar. Æðin er um 15 tommur í þvermál og er gullið hreint. Enn er ekki full vissa fyrir því, hve hjer er um þýðingarmikla námu að ræða, en þegar er búið að vinna úr henni sex tonn af málmi. Æð þessi er í námunda við Oroya, þar sem áður var auðiigasta gullnáma heimsins. Þessi gullfundur ér sá þýðingar- mesti, sem gerður hefur verið mánuðum saman. — Kemsley. ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦.frs^HH^#*:' Atvinnurekendur Ungur verslunarmaður, er unnið hefur við skrifstofu- störf í 2 ár, óskar eftir góðu skrifstofu eða verslunarstarfi. Tilboð er greini kaup o. fl. upplýsingar, leggist inn á afgr. blaðsins fyrir hádegi á laugardag, merkt: Rvk. 2. hópferðir til Heklu verður farin næsta föstudag kl. 9. Farseðlana selur Bifröst, sími 1508. Ingi og Kjartan Ingimarssynir. Vandað steinhús í smíðum, við Skipasund, til sölu. Húsið er 3 herbergi, eldhús og bað á hæð og 2 herbergi, eldhús og bað í kjallara. — Uppl. gefur STElNN JÓNSSON, lögfr. Laugaveg 39. Sírni 4951. Til sölu er 3ja herbergja íbúð við Öldugötu. Grunnflötur 78 ferm. Nánari uppl. gefur 4lmenna ^aótei^naóaian Bankastrœti 7. Sími 6063.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.