Morgunblaðið - 12.06.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.06.1947, Blaðsíða 12
12 MORUUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 12. júní 1947 Ávarp Alþingis ti Ríkisþings Finna Fulltrúar íslands. á úfrarpuáðsfefnu Norðurlanda Minningarorð Sigurjón Jónsson í TILEFNI af hátíðahöldum finska þingsins var eftirfarandi ávarp flutt frá Alþingi til Rík- isþings Finna þann 23. maí s.L, af þingmannanefndinni íslesku, sem þangað fór: „FINNLAND og ísland skilja fjöll og lönd og mikil höf. Þó hafa finnska þjóðin og hin ís- lenska um langan aldur vitað vel hvor til annarrar. Þegar í hinum elstu sögum íslendinga er þess víða getið, að Finnland bygði harðfeng þjóð, sem varði land sitt af hreysti og ættjarð- arást. Finnar og íslendingar eiga það sameiginlegt að vera út- verðir norrænna þjóða og nor- rænnar menningar, Finnar í austri, íslendingar í vestri, og eiga þar báðar þjóðirnar mik- ilsverðu hlutverki að gegna. Þá er norrænar þjóðir finnast all- ar og talaðar eru þrjár þjóð- tungur Norðurlanda, á og hvor þessara tveggja þjóða sína sjer- stöðu og sjereign, íslendingar sína fornu tungu, Finnar hina finsku tungu. Báðar hafa þess- ar þjóðir löngum orðið að reyna erfið kjör og þurft vel að gæta frelsis síns og þjóðernis. Vjer ætlum, að Finnum hafi vel að haldi komið að sínu leyti sú arfleifð norrænnar menningar, sem íslendingar geymdu Norð- urlandaþjóðunum, og á Islandi eru nokkur hinna mestu skálda Finnlands hverju barni kunn af þýðingum íslenskra skálda. Og svo sem Finnar vita vel, að bók menntir Islendinga og forn menning varð þeim jafnan hið sterkasta vopn í baráttu sinni til sjálfstæðis og velgengni, svo vitum vjer og, íslendingar, hver arfur Finnum var gefinn í forn- um menntum og hinum dýrustu ljóðum, sem enginn kann að greina höfund að. Þau Ijóð hef- ir þjóðin öll átt og ódauðleg gert sem snaran þátt menningar sinn ar og tilveru, eins og var um Eddukvæði og hinar fornu sög- ur Islendinga úti á Islandi. Hin síðari ár hafa tekist meiri kynni en fyrr með Finnum og Islendingum. Þjóðirnar hafa átt I viðskipti saman, báðum til hag- ræðis. Hvor þjóðin um sig hefir kynnst nýrri menningu hinnar, og íslendingar hafa ekki miður en aðrir undrast afrek hinnar finnsku þjóðar í listum og skáld skap, í hagnýtum verkum, og svo þar sem íþrótt eða atgervi skyldi þreyta. Þjóðþing yðar Finna fjekk á örlagatímum þá skipan, sem nú er. Það var þá endurvakið í nýrri mynd, af djörfum hug, af miklu frjálslyndi og víðsýni, til þess að verða brjóstvörn fyrir frelsi þjóðarinnar, framtíð henn ar, menningu og velferð. Þjer Finnar gerið nú hátíð- lega fjörutíu ára minningu þessa atburðar. Alþingi Islend- inga og alþjóð manna á íslandi færir þjóðþingi Finna og finnsku þjóðinni hinar bestu árnaðaróskir og bróðurkveðjur á þessari þjóðarhátíð. Megi heill og hamingja fylgja þjóðþingi Finnlands og friður og blessun hinni finnsku þjóð. Megi yður Finnum auðnast að standa frjáls ir og sterkir í bræðrafylkingu hinna norrænu þjóða í barátt- unni fyrir betra heimi, fyrir frels(i og mannhelgi með öllum þjóðum. Alþingi íslendinga Jón Pálmason forseti sameinaðs Alþingis Þorsteinn Þorsteinsson forseti efri deildar Barði Guðmundsson forseti neðri deildar - Ræða Trumans Framhald af bls. 1. Bandaríkjamenn hafa gert um aldaraðir. Við ætlum okkur að styrkja þær þjóðir, sem vilja ráða sjer sjálfar á þann hátt, sem þær sjálfar kjósa. Við viljum Ieggja þeim lið, sem virða vilja frelsi einstaklingsins og tryggja hon- um jafnrjetti gagnvart lögun- um og veita honum svo mikið frjálsræði, sem mögulegt er til að skapa sjer sína eigin tilveru í þeim mæli, sem hver og einn hefur hæfileika til. ÞEIR Jónas Þorbergsson, út- varpsstjóri, og Helgi Hjörvar, skrifstofustjóri útvarpsráðs, komu heim í gærkvöld úr ut- anför, en þeir sátu útvarpsráð- stefnu Norðurlanda, sem haldin var í Helsingfors dagana 28. til 31. maí. Ráðstefnur þessar eru haldn ar árlega, til skiftis í löndun- um, og hin næsta verður í Stokk hólmi. Á íslandi hefir slík út- varpsráðstefna ekki verið háð enn,- með því að útvarpsmönn- um á Norðurlöndum þykir ekki fært að fjölmenna svo langa leið, en í ráðstefnunum taka þátt helstu forráðamenn út- varpsins á hverjum stað. Þeir koma saman til að bera sam- an reynslu sína, ræða starfsað- ferðir og samvinnu, og ekki síst vegna persónulegra kynna. Finnarnir tóku gestunum ástúð lega og stórmannlega, þrátt fyr ir hina miklu örðugleika, sem þeir eiga við að búa. Fulltrúar ráðstefnunnar sátu boð Paasi- kivis, Finnlandsforseta, Hels- ingforsbæjar og margar aðrar veislur, og útvarpsstjóri Finn- lands, frú Hella Vuolijoki, hafði sjerstakt boð inni fyrir útvarps stjórana. Þá fóru fulltrúarnir allir í sjerstakri járnbrautar- lest til Tammerfors, sem er stærsti iðnaðarbær Finnlands, og skoðuðu þar iðjuver og menn ingarstofnanir. Áður en Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri fór til Helsing- fors, hafði hann dvalist í Eng- landi og Svíþjóð, m. a. í erind- um mentamálairáðuneytisins, en það fól honum í samráði við þjóðminjavörð s. 1. vetur að rannsaka og ná samningum um gerð á grammófónplötum, í því skyni að koma upp sjerstakri deild í hinu nýju húsi Þjóð- minjasafnsins, þar sem geymd- ar yrðu á plötum raddir merkra manna, lýsingar á merkum at- burðum í þjóðlífinu og þjóðleg tónlist. Utvarpsstjóri kynti sjer sjer þessi mál, bæði í Englandi og Svíþjóð, og eru horfur á því að hægt sje að fá þetta gert með ágætum árangri og tiltölu- lega litlum kostnaði. ÞAÐ hefir dregist lengur en ætlað var, að minnast frænda míns og fornvinar, Sigurjóns sál. Jónssonar. Hann andaðist hjer í Reykja vík 29. jan. síðastliðinn og var til grafar færður 11. febr. s. 1. Sigurjón var fæddur að Vík á Akranesi 5. apríl 1894. Voru foreldrar hans merkishjónin Sigríður Ólafsdóttir og Jón Sigurðsson útvegsbóndi þar. Þegar Sigurjón var eins árs að aldri misti hann föður sinn • og ólst upp með móður sinni ásamt tveim systrum sínum, þeim er enn eru á lífi, frú Soffíu í Miðstræti 5 og frú Sól- veigu í Nesi sem nú eru báðar ekkjur. Þegar hann var 01 ára að aldri fluttist hann til Reykja víkur með móður sinni og dvaldi þar með henni uppvaxt- arárin. Ungur fór hann að vinna fyr ir sjer hjá móður sinni og ekki lá hann á liði sínu hvar sem hann vann. Sigurjón var tvíkvæntur fyrirmyndarkonum. Fyrri kona hans var Vilhelmína Sigríður Vilhjálmsdóttir, sem dó 1918. Eignuðust þau einn son, Vil- hjálm prentara. Síðari kona hans var Sólveig Róshildur Ól- afsdóttir og lifir hún mann sinn, ásamt 9 börnum. Einn son Sigurð, mistu þau 12 ára. Börn þeirra sem nú lifa eru: Vilhelmína Sigríður, Ólafía Þórunn, Soffía allar giftar og Erla yngst 5 ára, Ólafur Jón bílstjóri kvæntur. Heima hjá móður sinni eru þessir: Hörður, Gunnsteinn, Kristinn og Sig- urður Sævar. Annaðist Sigur- jón allan þennan barnafjölda, ásamt konu sinni með kost- gæfni mikilli. Samverkamenn Sigurjóns eru eru orðnir margir, enda hafði hann' margvísleg störf með hönd um, bæði til sjós og lands. Var hann meðal elstu bílstjóra hjer og stundaði þá atvinnu í mörg ár. En 14—15 síðustu árin var hann starfsmaður hjá Gasstöð Reykjavíkur. Alls staðar hvar sem var, kom í ljós sama prúð- menskan og dáð að verki. Sig- urjón var einn þeirra manna, sem hlífði sjer aldrei, harðger við sjálfan sig og þrekmaður. En svo þraut heilsa hans á síð- astliðnu hausti og andaðist hann eftir þunga sjúkdóms- baráttu dag þann, sem fyr getur. Sigurjón var tilfinningamað- ur mikill, hann gat aldrei aumt sjeð eða á annan hallast. Hann var söngelskur og ljóðkær.Hann var viðurkendur dýravinur. — Reiðhesturinn, sem um langa Vegu hefir glatt margan, íslendinginn, átti ríkt rúm í huga hans. , Þeir, sem þektu Sigurjón best, vitna um drenglyndi hans og mannúð, ’og einlæga trygð við ástvinina. Það er gæfuveg- ur fyrir þá alla að hafa slíkari lífsforunaut sem hann og*val- inn vin, enda mun minningin um hann geymast í hjörtum þeirra æfilángt. Ekkja, börn og vinir senda þjer síðustu kveðju og þakka þjer björtu endurminningarnar, er þú hefir eftir skilið. Blessuð sje minning þín. O. J. H. RÆÐISMANNSSKRIF- STOFA í LENINGRAD MOSKVA: — Rússneska stjórnin mun nú hafa gefið leyfi til þess, að Bandaríkin opni ræð ismannsskrifstofu í Leningrað. — Bandaríkjamenn hafa slíkar skrifstofur á aðeins tveim stöð- um í Rússlandi — Moskva og Vladivastok. £k £ £k £i. ák Eflir Robert Slorm | Detective KRUM/H 4RRIVE5 TO TAKE CHARöE , BODV^, 9TILL V" W1 *' f WARM.,.HAD THE ] PRACTíCALlV / AÆiPnrp /íiim I a’.ia'.iicn iha:. .... .... . . « ______________________________________________ L CPF* Kir.r Fcaturc* S*nJicatc, Inc, NK. orlJ nghts re«.-fved • LOOiC, FÁu— vr«J ~ A NiCb ÖUV'... JO l rJ FlEED,. ’*COj Ai; DE££RVL BWHPVN6 ..Lf" ÚÁ,C |' DV TMáA' OUT...WjýU VCc' S' . n. v /’ , Krumm leynilögreglumaður, kemur til að taka ■ við rannsókn málsins. Hann segir: Líkið er ennþá volgt. Og hann hjelt á byssunni, ekki satt? Lög- regluþjónninn: Jú, hann er sama og búinn að und ( irrita morðjátninguna. Krumm: Heyrðu, vinur. Þú virðist vera ágætis náungi. Okkur lögreglu- mönnunum var líká illa við Pleed. Hann átti skilið að vera drepinn. Við skulum ekki vera að draga þetta á langinn. Hvers vegna drapstu hann? Corrigan: Jeg gerði það ekki. Jeg veit ekki einu sinni, hvernig jeg er kominn hingað. Krumm: Kæri vinur, vertu ekki með þessa vitleysu. Jeg er feginn þú gerðir þetta. Og veistu hvað? Jeg er viss um að dómarinn verður mjer sammála. Corrigan: Svo þig langar til að fá mig til að játa Nei takk, ekki jeg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.