Morgunblaðið - 19.06.1947, Side 1

Morgunblaðið - 19.06.1947, Side 1
34. árgangur 134. tbl. — Fimmtuilagur 19. júní 1947 Ísaíoldarprentsmiðja h.í. Hjálpartilboði Bandaríkjanna vel tekið í Evrópulöndum Forselinn leggur blómsveig Forseti íslands leggur blómsveig við fóístall styttu Jóns Sig- urðssonar. Að baki forseta standa Stefán Jóh. Stefánsson, forsætisráðherra og stúdinurnar tvær er báru blómsveiginn. Ra'ða forseta er á 7. síðu hlaðsins. (Ljósm. Morgunblaðsins). Hernaðaraðgerðir í Póllándi Bardagar milli pólskra stjórnarhersveita og ukraniskra skæruliða ZAMOSE, Póllandi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá frjettaritara KEMSLEY, Nicholas Carroll. POLSKAR hersveitir standa nú í meiriháttar hernaðaraðgerð- um gegn vel vopnuðum and-kommúnistiskum skæruliðum frá Úkraníu. 44 A Settur í gæslu. Koma mín hingað til þessarar litlu markaðsborgar, sem ligg- ur 50 mílum fyrir suðaustan Lublin, orsakaði töluverðan upp steit. Jeg var þegar settur í gæslu, var spurður spjörunum úr og mjer var að lokum sagt ákveðið, en kurteislega af full- trúum öryggislögreglunnar, að jeg fengi ekki að ferðast lengra suðaustur í landið. Mjer var haldið í öruggri gæslu allan þann dag, sem jeg dvaldi hjer, og allir, sem jeg átti tal við, voru þegar í stað spurðir af öryggislögreglunni. Leynd yfir atburðunum. Engar upplýsingar um atburð ina í suðausturhluta Póllands, hafa verið fáanlegar í Warsjá, en það er almennt talið, að 4 pólskar herdeildir, sem jafn- gilda 2 enskum fótgönguliðs her deildum, taki þátt í þessum hernaðaraðgerðum. Liðsforingi nokkur sagði mjer, að svæði það, sem bannað væri venju- legum ferðamönnum lægi í fer- hyrning milli staðanna Rzeszow Framh. á bls. 2 Qr- GulKundur í Noregi Oslo, þriðjudag. TÖLUVERT af gulli hefir að undanförnu fundist í Karasjok í Norður Noregi, og eru gull- grafarar komnir á staðinn og vinna af kappi við að reyna að finna gull í fljótum og lækjum á allstóru landsvæði. Til þessa hefir enginn stór gullfundur verið tilkynntur, en norskir jarðfræðingar eru þeirr ar skoðunar, að mikið gull sje að finna þarna norðurfrá. Noregsstjórn hefir ákveðið að senda sex jarðfræðinga á stað- inn, til þess að hefja rannsókn- ir. — Kemsley. Ný gerð fSugvjela. NEW YORK: — Bandaríkja- herinn hefir nýlega gert samn- ign við Douglas fulgvjelaverk- smiðjurnar um að þær hefji smíði nýrrar flugvjelategundar sem á að geta farið þrisvar sinn um hraðar en hljóðið og fljúga í 300.000 feta hæð. Rtíssnesk atnm- sprengja fyrir 1949 Washington. NOKKRIR meðlimir fjárveit- inganefndar Bandaríkjaþings hafa látið á sjer skilja, að þeir liti svo á, að Rússar muni kom- ast yfir leyndarmál atom- sprengjunnar fyrir árslok 1949. Upplýsingar þessar voru gefnar, er viðræður fóru fram milli nefndarinnar og bandaríska her málaráðuneytisins. Sömu fregnir herma, að Bandaríkjaþingi hafi verið tjáð, að það sje skoðun bandaríska flughersins, að Rússum hafi nú tekist að smíða þrýstiloftsflug- vjelar, sem komist hraðar en vjelar Bandaríkjamanna, en geti hins vegar ekk.i flogið jafn langt. — Kemsley. Islendingar í Kaupmannahöfn og Oslo minnast 17. júní ISLENDIN G AF JEL AGIÐ í Kaupmannahöfn hjelt 17. júní hátíðlegan með samkomu, þar sem saman voru kómnir 200 gestir. Forseta Islands var sent skeyti í tilefni dagsins. — Þor- finnur Kristjánsson, sem nú gegnir formannsstörfum í fje- laginu, minntist í upphafi ræðu, er hann hjelt, þeirra Islendinga, er undanfarið hafa farist í flug slysum, en gestir vottuðu hin- um látnu virðingu sína með því að rísa úr sætum. — Þá talaði Jakob Möller, sendiherra, fyrir minni íslands, Alfreð Andrjes- son las upp, Haraldur Sigurðs- son ljek á píanó og að lokum var þjóðsöngurinn sunginn. í Oslo minntist íslendingaf je- lagið þar í borg einnig dagsins með hátíðasamkomu. Formaður fjelagsins setti samkomuna, en Jóhannes úr Kötlum hjelt snjalla ræðu fyrir minni Nor- egs. Berdal, forstjóri, talaði fyrir minni íslands og Gunnar Akselsson fyrir minni kvenna. Páll Jónsson, söngkennari, söng lög eftir Kaldalóns við mikla hrifningu áheyrenda. 60 manns sóttu samkomuna. Bevin vill nefnd til að rannsaka málið PARÍS í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. BEVIN, utanríkisráðhefra Breta, og Bidault, franski utan- xíkisráðherrann, hafa ákveðið að senda Rússum orðsendingu, þar sem þeir fara fram á það, að Rússar taki þátt í stofnun sjer- stakrar fjárhagsnefndar, sem síðan taki til athugunar tilboð Bandaríkjanna um efnahagslega aðstoð til handa Evrópulönd- um. Bevin utanríkisráðherra, er nú staddur í París Hefir þegar komið fram mikill áhugi með Bretum um að notfæra sjer að- stoðartilboð Bandaríkjanna, en þau setja það skylyrði, að Evrópulönd komi sjer fyrst saman um, á hvern hátt slík aðstoð yrði hagnýtt. Bretar krefjast enn upplýsinga um Ungverjaland London í gærkveldi. McNEIL, varautanríkisráð- herra Breta, upplýsti það í spurningatíma í neðri málstofu þingsins í dag, að breska stjórn- in hjeldi ennþá fast við kröfur sínar um að fá afrit af öllum þeim gögnum, sem haldið er fram að hafi orðið til þess að Nagy, forsætisráðherra Ung- verja, varð að segja af sjer. McNeil kvað stjórnina enn bíða eftir fyllri upplýsingum frá breska sendiherranum í Moskva. Nagy, sem kominn er til Bandaríkjanna, hefir tjáð blaða mönnum þar, að ráðuneyti hans hafi verið fellt samkvæmt bein- um fyrirskipunum frá Rússum. Alvarlegt efnahags- ástand í Danmörku K.höfn í gær. Einkaskeyti til Mbl. HIÐ alvarlega efnahagsástand í Danmörku veldur nú vaxandi áhyggjum. Heldur „Socialdemo kraten“ því fram, að sparnað- aráætlun stjórnarinnar ætli að bera mun verri árangur en upp haflega hafði verið gert ráð rfy- ir. Líklegt er talið, að ástandið hafi það í för með sjer, að enn verði að minka innflutning til landsins. Brelar veiía borgararjell. LONDON: — í s. 1. mánuði veittu Bretar 1.450 útlending- um ríkisborgararjettindi í Bret landi. Hvað gera Rússar? Samkvæmt tillögum þeirra Bevins og Bidaults, er til þess ætlast, að hin væntanlega fjár- hagsnefnd taki til athugunar kola og stálframleiðslu Evrópu, vöruflutninga og landbúnað. Er með öllu ótækt að segja, hversu mörg lönd fara fram á hjálp Bandaríkjanna, fyr en vit að er um afstöðu Rússa til máls- ins. Líklegt er þó talið, að full- trúar frá þýskú hernámssvæðun um mundu fá að sitja fundi nefndarinnar. Góðar undirtektir. Hollenska útvarpið hefir þeg ar tilkynnt, að Hollendingar, Belgíumenn og Luxemborgbúar mundu fagna því, gæti orðið úr fjárhagsaðstoð Bandaríkjanna. Þá hefir ítalski sendiherrann í Washington og tjáð blaðamönn- um, að stjórn hans taki hjálpar- tilboðinu með þökkum. Dr. Wellington Koo, sendi- herra Kínverja í Washington, hefir sagt, að æskilegt væri, að Bandaríkin ljeðu og Asíulönd- um aðstoð sína. Nýr leynilegur arabiskur fjelags- skapur Rómaborg í gær. MARGIR áhrifamenn í Róm hafa að undanförnu fengið brjef sem bera undirskriftina „Verj- endur Araba í Palestínu". I brjefum þessum segir, að þetta sje nýr fjelagsskapur, und ir forystu arabisks föðurlands- vinar, sem undanfarin ár hafi verið í útlegð. Þá er og sagt, að hreyfrng þessi hafi ekki í hyggju að berjast gegn „sak- lausum Gyðingum", heldur þeim, sem noti saklausa karl- menn og kvenfólk, til að full- nægja valdagræðgi sinni. —Kemsley.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.