Morgunblaðið - 19.06.1947, Side 10
10
Fimmtudagur 19. júní 1947
MORGUNBLAÐIB
Á FARTINNI
cjCeyniföffrecjluáafya eftir j^eter (fheijYieiý
*f <9
VEt'mm
GULLNI SPORINN
Eftir Quiller Couch.
17.
metra, þegar jeg í flaustrinu hrasaði og steyptist á höf-
uðið.
Áður en mjer tókst að staulast á fætur, fann jeg að
einhver lagði höndina á öxlina á mjer og hvíslaði:
„Fyrirgefðu, fjelagi, við erum víst í sömu klípunni".
Þetta var þjófur, sem hafði staðið við götuhornið og
sett bragð fyrir mig, um leið og jeg hljóp framhjá hon-
um. Hann hafði heyrt hrópin og komið hlaupandi á móti
mjer.
„Jeg er enginn þjófur“, sagði jeg.
„Fljótur!“ Hann dró' mig inn í skuggann af húsunum.
„Áttu nokkra peninga?“
„Hvers vegna spyrðu?“
„Þá skal jeg hjálpa þjer. Mig langar til að hjálpa þjer
að leika á fíflin þarna. — Þakka þjer fyrir, fjelagi“,
sagði hann svo, þegar jeg rjetti honum þá fáu aura, sem
jeg hafði. „Kastaðu nú sverðinu þínu yfir vegginn þarna
og stígðu í greiparnar á mjer. Fyrir innan vegginn er
garður auðugs manns. Jeg hafði hugsað mjer að heim-
sækja hann í nótt, en það getur beðið.
„Já, herra Carters á heima þarna“, sagði jeg, „og jeg
er skyldur honum“.
„Fari það nú norður og niður — en jæja, sama um
það, upp með þig nú!“ Hann lyfti af öllum kröftum, jeg
náði taki í veggbrúninni og stökk yfir. Svo stóð jeg upp
og hlustaði.
„Hvert hljóp hann“, hrópaði einhver, um leið og hann
kom að götuhorninu.
„Niður götuna þarna!“ „Nei, upp götuna!“ „Rólegir,
jeg er handviss um, að hann fór niður eftir!“ „Flýtið
ykkur með ljóskerið!“
Meðan þeir töluðu svona hver í kapp við annan, stóð
sá, sem hafði hjálpað mjer, fast við vegginn hinum meg-
in við hornið; en nú heyrði jeg hann allt í einu hlaupa
af stað niður götuna, eins og hann væri með
dauðann á hælunum. „Þarna hljóp hann! Stöðvið
hann!“ Og allur hópurinn tók enn til fótanna, hrópandi,
sparkandi og bölvandi.
Það ljetti yfir mjer og jeg leit í kringum mig. Garð-
36. dagur
„Hvað eruð þjer að fjarg-
viðrast út af því nú?“ segi jeg.
„Þjer fóruð“.
„Já, jeg fór“, sagði hún. „Jeg
vildi komast í ævintýr — og
jeg hefi fengið nóg af þeim“.
Hún andvarpar. „Jeg fjekk at-
vinnu í stjórnarráðsskrifstofu
í Chicago“, segir hún. „Mjer
leið vel og jeg var ánægð ....
en svo rakst jeg á Rudy“.
Það brennur eldur úr aug-
um hennar. Þessa stundina er
hún þannig útlits sem Rudy
mundi ekki eiga sjö dagana
sæla ef hún gæti hefnt sín á
honum.
„Jeg var bara krakki og gá-
laus“, segir hún. „Rudy var ó-
sköp kurteis og elskulegur við
mig.. Jeg hjelt að hann ætlaði
að giftast mjer. Þjer trúið því
nú máske ekki heldur? En jeg
var ekki lauslát stúlka, sem er
með einum í dag og öðrum á
morgun. En það var ekki fyr
en eftir ár að jeg sá til hvers
leikurinn var gerður. Og þá hót
aði hann mjer öllu illu ef jeg
færi frá sjer. Því miður hafði
jeg bá líka flækst í ýmislegt
með honum“.
Jeg get ekki annað en hleg-
ið. J2Jeg hvorki trúi yður nje
rengi yður, barnið gott“, segi
jeg. „En hvernig stendur á
þessari gremju við Rudy núna?
Hann hefir vérið góður við
yður — er ekki svo? Eða að
minsta kosti eins góður og bófi
getur verið við fylgikonu sína“.
„Haldið þjer það?“ segir
hún. „Ónei, hann er bæði ó-
þokki og nískur. Hann eys út
fje á báðar hendur eins og
handarlaus maður“.
Hún stendur á fætur og
gengur til mín. Hún fyllir
glasið mitt aftur. Og þegar hún
hellir í sitt glas sje jeg að það
er engifervatn.
„Drekkið þjer ekki áfengi?“
spyr jeg.
„Nei, ekki núna“, segir hún
brosandi. „Jeg verð að gæta
þess að fitna ekki“.
„Einmitt“, segi jeg. „Jeg er
ekki í bindindi og þó mætti
jeg ekki verða feitari. Hefir
nokkur maður nokkurn tíma
sagt yður það að þjer hafið
hæfileika, Tamara?“
„Hafi jeg þá eru þeir mjer
gagnslausir“, segir hún. „Hald
ið þjer að það sje gaman að
láta Rudy segja sjer fyrir verk
um og verða að gera hvaða
skítverk sem honum dettur í
hug? Nei, jeg hefi orðið að gera
margt, sem mjer er þvert um
geð“„
Hún rjettir mjer glasið og
horfir raunalega á mig.
Jeg segi ekkert. Jeg er far-
inn ^ð vona að jeg geti haft
eitthvað upp úr henni.
„Ástæðan til þess að mig
langaði til að tala við yður,
Lemmy, er þessi: Hvort sem
þjcr trúið því eða ekki, þá
ýeit ieg ekki hvað hann Rudy
hefir á prjónunum núna. En
jeg finn það á mjer að það er
eitthvað sem mjer líkar ekki.
Jeg kinka kolli. „Þjer álítið
að tími sje kominn til þess fyr
ir yður að draga yður út úr
þessu?“ segi jeg.
Hún yptir öxlum.
„Hvernig ætti jeg að fara að
því?“ segir hún. „Hvað á jeg
að gera? Hvert á jeg að fara?
Jeg er hjer í framandi landi
og jeg kemst ekki burtu hve
fegin sem jeg vildi“.
Mjer dettur í hug að freista
hennar. Jeg segi:
„Það er enginn vandi fyrir
yður að komast úr landi ef
þjer viljið. Jeg get sjeð um
það“.
Hún kinkar kolli og er al-
varleg.
„Þetta er nú einmitt það
sem jeg ætlaði að tala um við
yður“, segir hún. „Þjer eruð
leynilögreglumaður. og þess
vegna getið þjer hjálpað mjer.
Þjer getið útvegað mjer vega-
brjef. Og ef til vill getið þjer
komið mjer á einhvern stað í
Bandaríkjunum þar sem Rudy
nær aldrei til mín?“
„Þjer skuluð ekki hafa á-
hyggjur út af Rudy“, segi jeg.
„Hann mun aldrei ná í neinn
eftir að jeg hefi náð í hann“.
„Þetta datt mjer í hug“, seg-
ir hún. „En hann á fjelaga11.
„Gerið þjer nú eitt fyrir
mig“, segi jeg. „Setjist þjer nú
aftur í stólinn yðar og fræðið
mig um ýmislegt sem mig lang
ar til að vita“.
„Sjálfsagt“, segir hún.
Svo sest hún á stólinn. Hún
krossleggur fæturnar með sjer
stökum yndisþokka. Jeg hefi
sagt ykkur það áður að hún
hefir fallega fætur, og hún veit
af því sjálf. Og jeg held að það
sje býsna fátt sem hún veit
ekki.
„Segið mjer nú frá þessu
Júlíumáli“, segi jeg.
Hún setur upp vandræða-
svip.
„Jeg vildi að jeg gæti það“,
segir hún. „En jeg veit ekki
meira um þetta mál en hver
annar. Zimman er enginn glóp
ur. Hann veit að það verður
aldrei togað upp úr manni sem
maður veit ekki. Hann hefir
komið með fjölda manns hing-
að og lætur þá vinna fyrir sig,
en ef þjer spyrðuð einhvern
þeirra um það hvað þeir sjeu
að gera, þá býst jeg við að hann
geti ekki svarað því“.
„Það getur vel verið“, segi
jeg. „En þjer hljótið að vita
eitthvað".
„Það er satt“, segir hún. „Og
það sem jeg veit er þetta: Hvað
svo sem þeir ætla sjer með
Júlíu Wayles, þá er hugmynd-
in komin frá Jakie Larue,
manni sem nú situr í Leaven-
worth fangelsinu, dæmdur til
lífstíðar“.
Jeg sperri upp eyrun. Þarna
er hún komin á skrið.
„Hugmyndin var sú“, segir
hún, „að ná Larue úr fangels-
inu og Rudy átti að gera það.
En það mistókst. Þeir reyndu
tvisvar eða þrisvar sinnum, en
það tókst ekki. Þá var 'snúið að
því að Rudy skyldi taka að sjer
þetta Júlíumál. Ef henni var
rænt — og jeg hygg að svo
hafi verið — þá hefir það ver-
ið gert á venjulegan hátt. Jeg
veit ekki hvernig þeir fóru að
því, en þeir komu henni hing-
að til Englands. Hún var send
á undan okkur og heimsking-
inn hann Schribner átti að
vera nokkurs konar móttöku-
nefnd“.
„Bíðið þjer við“, segi jeg.
„Hvernig er þessi Schribner?“
„Hálfviti með klækja!vit“,
segir hún. „Mjer fellur hann
ekki í geð. Meira veit jeg ekki
um hann“.
Jeg kinka kolli. „Haldið þjer
áfram með söguna“, segi jeg.
„Jæja, þegar Júlía var kom-
in hingað, komum við. Nokkr-
ir fleiri komu líka en þeir fóru
sinn með hverju skipi, og alt
var vandlega undirbúið. Þeir
fengu allir vegabrjef svo að
þeir sluppu frá New York og
fengu landleyfi hjer“. Hún hló
hæðnislega. „Jeg veit ekki
hvort það tekst að koma þeim
úr landi aftur, og þegar þess
er gætt að þjer • eruð hjerna,
þá hygg jeg að það muni reyn-
ast torvelt“, segir hún.
„Þjer segið mjer frjettir,
Tamara", segi jeg. „En hver
var tilgangurinn með því að
ræna Júlíu Wayles?“
„Hefi ekki hugmynd um
það“, segir hún. „Jeg hefi
aldrei sjeð hana og jeg veit
ekki hvort hún er nokkurs
virði. Hún er áreiðanlega ekki
rík og jeg hefi aldrei heyrt
minst á lausnargjald fyrir
hana“.
„Nú, það lítur þá út fyrir að
þetta sje ekki gróðafyrirtæki“,
segi jeg.
„Ekki svo ,jeg viti“, segir
hún. „Það getur samt vel ver-
ið þótt jeg viti það ekki“.
„Hvar er Júlía núna?“ segi
jeg.
Hún hristir höfuðið.
„Jeg veit það ekki“, segir
hún, „og jeg held að enginn
viti það nema Zimman. En
....“. Hún brosir til mín. Hún
lygnir augunum og gefur mjer
hýrt tillit í gegn um augna-
hárin. „Jeg fæ að vita það“,
segir hún. „Eftir svo sem mín-
útu getur einhver fengið að
vita hvar hún Júlía litla er.
Um það ætla jeg að semja við
yður“.
„Ágætt“, segir jeg. „Og
hverjir eru skilmálarnir?“
„Jeg ætla að komast að því
hvar Júlía er“, segir hún. „Og
þegar jeg veit það, ætla jeg
að segja yður frá því. Og jeg
skal sjá svo um að þjer getið
fundið hana“. Hún andvarpar.
„Mig gildir það einu þótt Rudy
verði einu sinni svikinn á kven
mann“.
„Og svo?“ segi jeg.
„Og svo eigið þjer að kló-
festa Rudy“, segir hún. „Þeg-
ra jeg hefi sagt yður hvar Júlía
er, þá er enginn vandi fyrir yð
ur að ná í hann. Grípið hann,
og þegar þjer hafið gert það,
þá mun hann játa alt, því að
hann er aðeins borubrattur á
meðan hann hefir fjelaga sína
í kring um sig“.
Jeg segi ekkert. En þessi
seinasta upplýsing er ekki í
samræmi við það sem jeg hefi
heyrt um Rudy Zimman.
„Og þegar þjer hafið svo náð
í þau Júlíu og Zimman“, segir
hún, „þá hjálpið þjer mjer til
þess að komast hjeðan. Jeg
ætla að komast heim og byrja
nýtt líf. Þetta er það sem fyrir
mjer vakir“.
EITTHVAÐ GRUNSAMLEGT
— Heyrðu Guðjón, hvar
fjekkstu efni í leppana þnía?
★
— Þú átt ekki að vera að
blístra þegar þú ert að vinna,
sagði skrifstofustjórinn við
skrifstofumanninn.
— Allt í lagi, jeg er ekki að
vinna.
★
Kona eins íbúans í þorpinu
Poitou í Frakklandi varð mjög
veik, og fjell í dá svo að lækn
arnir hjeldu, að hún væri
dauð og undirbúningur undir
jarðarförina hófst. Samkvæmt
siðvenjum þar var líkaminn
hjúpaður líkklæði og síðan áttu
fjórir valdir menn að bera lík-
ið kistulaust til kirkjugarðs-
ins og líkfylgdin gekk í ein-
faldri röð á eftir á mjóúm stíg
sem lá um hrjóstruga velli.
Við eina beygju á brautinni
vildi svo til, að þyrnirunnur-
stóð fast við, og þegar þeir
komu þangað rispuðu þyrnar-
ir líkið, svo að blóð rann úr
sárunum og konan komst
skyndilega til meðvitundar.
Fjórtán árum síðar dó kon-
an loks fyrir fullt og allt, og
sami viðbúnaður var hafður og
áður, konan sveipuð í líkklæði
og borin áleiðis til kirkjugarðs
ins.
Þegar komið var að sömu
beygjunni á brautinni, kallaði
maður hinnar látnu konu til
burðarmannanna:
— Þið þarna, varið ykkur á
þyrnirunnanum.
★
Leikritið var hundleiðinlegt,
margir fóru út í lok fyrsta
þáttar og þegar öðrúfn lauk
risu flestir aðrir úr sætum. —
Kaldlyndur gagnrýnandi stóð
upp og hrópaði:
— Bíðið við, konur og börn
fyrst.
BEST AÐ AUGLYSA
I MORGUNBLAÐINU i