Morgunblaðið - 26.06.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.06.1947, Blaðsíða 6
^TT^IPPS MORGUWBLABID Fimtntudagur 26. júní 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Rrykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson ' Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Æskufylgið | SÁ ATBURÐUR gerðist í sambandi við Alþingishá- tíðina á Þingvöllum 1930, að ungir Sjálfstseðismenn efndu til fundar í Almannagjá og stofnuðu Samband ungra Sjálfstæðismanna. Skyldi sambandið vera lands- samtök ungra Sjálfstæðismanna. Ekki væri rjett að segja, að borið hefði mikið á þessum stofnfundi Sambands ungra Sjálfstæðismanna í hinu mikla mannhafi hátíðahaldanna, sem þarna fóru fram. En á þessum tíma voru hin einstöku fjelög ungra Sjálf- stæðismanna fá og á fyrsta bernskuskeiði — en Heim- dallur í Reykjavík, sem var elsta fjelagið og fjölmenn- ast, hafði haft höfuðforgöngu um Sambandsstofnunina. Eins og kunnugt er, hjelt Heimdallur 20 ára afmælis- fagnað sinn í vetur. Um síðustu helgi var háð níunda Sambandsþing ungra Sjálfstæðismanna á Akureyri og er það fyrsta þing S. U. S. utan Reykjavíkur eða Þing- valla. Hvorttveggja eru þetta nokkuð merk tímamót, en með þeim það sameiginlegt, sem gerir þau merkust. Heim- dallur hefir aldrei verið fjölmennara og öflugra fjelag en nú og Samband ungra Sjálfstæðismanna hefir aldrei verið öflugra en nú, þegar það ræðst í það í fyrsta skifti að efna til þinghalds á Norðurlandi. Frjettir af Sambandsþingi ungra Sjálfstæðismanna bera það með sjer, að um glæsilega samkomu ungs fólks er að ræða. Hundrað og ellefu þingfulltrúar, víðsvegar að af landinu sitja þingið. Það tekur til meðferðar og ályktar um afstöðu ungra Sjálfstæðismanna til helstu iandsmála. Það vakti sjerstaka athygli að fjelagssamtök ungra Sjálfstæðismanna voru einu fjelagssamtökin meðal stjórn málsamtaka ungra manna, sem efndu til Fulltrúaráðs- íundar í fyrra vor, og mörkuðu með eindregnum ályktunum stjórnmálaafstöðu sína og viðhorf til kosning- anna. Sjálfstæðisflokknum er að sjálfsögðu ómetanlegur styrkur í öflugu fjelagslífi ungra flokksmanna. Hið öfl- uga fylgi æskunnar í landinu við sjálfstæðisstefnuna er þá einnig eitt vissasta táknið um framtíðareflingu og lífrænt gildi þessarar stjórnmálastefnu. í almennu ávarpi Sambandsþingsins til íslenskrar æsku segir m. a.: „Aukin velmegun á efnahagssviðinu, nýir og áður ó- þektir möguleikar til öflúnar mikilla verðmæta við góð og næg atvinnuskilyrði, hafa fært æsku landsins og upp- rennandi kynslóð nýjar vonir og bjartari viðhorf til mann sæmandi lífsafkomu og þróttmikillar uppbyggingarstarf- semi. Æskan hefir litið á þá alhliða nýsköpun, sem í framkvæmd er á sviði atvinnulífsins til lands og sjávar sem öruggastan varasjóð framtíðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn sameinaði sundurleit öfl and- stæðra stjórnmálaflokka um nýsköpunarstefnuna. Þjóðin skipaði sjer um þá stefnu í alþingiskosningunum á liðnu ári. Einn merkasti vitnisburður stjórnmálabaráttunnar í landinu á liðnu ári er sá, hversu æska landsins skipaði sjer eindregið til fylgis við sjálfstæðisstefnuna. Enginn stjórnmálaflokkur hjer á landi hefir, hvorki fyrr nje síð- ar, átt slíku æskufylgi að fagna sem Sjálfstæðisflokk- urinn í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum og alþing- iskosningunum síðastliðið ár Með einsdæmum er sú efl- ing fjelagslífs ungra Sjálfstæðismanna, sem raun bar þá vitni um. Sjálfstæðisstefnan geymir vaxtarbrodd og gróanda lýðræðishugsjónanna, áræðis og framtaks upprennandi kýnslóða og frelsishyggju þjóðarinnar. Sambandsþing ungra Sjálfstæðismanna sendir æsku landsins áskorun sína um að fylkja liði í sókn og vörn um varðveislu þjóðlegra verðmæta, fágun íslenskrar tungu og menningar“. DAGLEGA LÍFINU Enginn með strætó. ÞEGAR STRÆTISVAGN - ARNIR stöðvast sjest best hve mikill þáttur þeir eru í dag- legu lífi fólksins í bænum. Reyþjavík er bygð á svo stóru svæði, að það eru hreint ekki litlar vegalengdir, sem margir verða að fara til að komast til og frá vinnu sinni. í gærmorgun mátti líta hópa af fólki á leið til bæjarins úr öllum áttum. Innan úr Klepps- holti, Kringlumýri, Fossvogi og Kópavogi og Seltjarnarnesi. Margir urðu að fara á fætur klukkustund fyr en vant er til þess að komast til vinnu sinn- ar nógu snemma. Það er ekki viðlit fyrir þá, sem búa í út- hverfunum að fara heim í há- degismatinn og á kvöldin koma menn dauðþreyttir heim eftir langa göngu. • Breyting matmáls- málstímans. EKKI ER ÓLÍKLEGT, að menn muni einmitt nú á með- an strætisvágnarnir eru stöðv- aðir taka betur eftir því en ella hve kjánalegt það er, að þenja sig í einum spreng á hverjum degi langar leiðir frá vinnu- stað, til þess að borða hádegis- mat í stað þess að hafa hann með sjer á vinnustað, njóta hvíldarinnar betur og hætta fyr á kvöldin. Hefir oft verið orðað hjer í dálkunum, að tími væri til kominn, að breyta matmálstím anum um hádegið. Hafa þær tillögur yfirleitt fengið góðar undirtektir. Og þótt ekkert hafi verið gert í því alment, hafa einstöku fyrirtæki tekið upp hið nýja fyrirkomulag með á- gætum árangri. • Aðeins tvö dæmi. „ÞÚ HEFIR svo oft í dálk- um þínum verið að dá hversu við íslendingar værum háttvís- ir þjóðhátíðardaginn okkar 17. júní, m. a. hversu menn, sem annars neyta víns, gættu þess van^lega að vera ekki við öl opinberlega“, skrifar O. B. „Þetta er víst að mörgu leyti alveg. rjett, þó verð jeg að segja að út af þessu var brugðið s. 1. 17. júní. Jeg átti leið urn Hafn- arstræti kl. rúmlega 10 um kvöldið og þar var hina vönu sjón að sjá, drukknir menn — jeg man ekki hve margir -—- flangsandi utan í þeim, er um götuna gengu. Er jeg svo nokkru síðar gekk Hringbraut- ina hjá gamla Stúdentagarðin- um ,sá jeg 3 unglinga alla drukna vera að drekka „Svarta dauða“ af stút vestan undirher mannabílskúrunum, er standa við veginn að Háskólanum.“ • Þarf meira til. ÞAÐ ÞARF VÍST meira til en einn þjóðhátíðardag til þess, að þeir þarna í Hafnarstræt- inu breyti út af vana sínum og ef dæma má eftir ástandi þeirra flesta daga ársins vita þeir víst ekki altaf hvaða dagur er, karl arnir þeir. En sem betur fer eru þeir ekki neinn samnefn- ari fyrir almenning í bænum. Hitt er ljótara að heyra um unglingana og' svartadauðann. En því aðeins læra börnin mál- ið, að það er fyrir þeim haft. Áfengisreglugerð okkar er þann ig, að það er ætlast til þess. að meiin drekki brennivín af stút og það ekki úr neinum smáílát- um,_ því sá drykkur er ekki seldur . í minni' skömtum en þriggja pela flöskum. Er sú ráð stöfun að undirlagi bindindis- manna í landinu, að því að for stjóri Áfengisverslunarinnar upplýsti á árunum. — Má segja, að þar hafi höggvið sá er hlífa skyldi. • Tekið undir. í EFTIRFARANDI BRJEFI tekur einn af lesendum okkar undjr málefni, sem lengi heí'ir verið hamrað á í „Daglega líf- inu“: „Herra Víkverji! Það er gott að heyra að út- lendingar taki eftir því, sem vel fer hjá þjóð vorri eins og þjer getið um í sambandi við 17. júní. En er það því miður of marg ir útlendingar, sem hafa orð á sóðaskapnum að því er snertir yfirgefnu braggana umhverfis bæinn. Jeg átti nýlega tal við mann, sem hafði dvalið hjer um stund. Þessi. maður, sem vill íslenskri þjóð áreiðanlega alt hið besta, vítti mjög harð- lega seinaganginn á því að af- má stöðvar setuliðsins, sem hjer dvaldi. Þá má líka með sanni segja að þetta er smán — þjóðarsmán. • Rjett lýsing. „HJER MJÖG NÆRRI bæn- um, eru gömul braggahverfi, sem fljótt á litið líkist meira sorphaugum, en gömlum her- bækistöðvum, sem orðið hefðu fyrir loftárás. Margir kofarnir niðurfallnir •— sumir brunnir og iárnaruslið þekur landið — rúður og hurðir farnar — húsa líkin standa þarna, sem talandi tákn hernámstímabilsins í sögu þjóðarinnar og framtaksleysi og aumingjaskapar lands- manna að þrífa ekki af sjer ó- þverrann. Á kostnað land- eigenda. NÚ FER að líða að Snorra- hátíðinni og von margra góðra gesta. Það er því nauðsynlegt að láta þetta ekki viðgangast lengur, ríki og bæir ætti að af- má ósómann og þar sem að um landareignir einstaklinga er að ræða verður ríkisvaldið að láta framkvæma þetta á kostnað landeiganda, sem fengið hafa herstöðvarnar fyrir landspjöll og eru þegar búnir að rífa og selja fvrir stórfje alt nýtilegt, en ætla sjer síðan að láta skrokkana standa öllum til ills, en þjóðinni í heild til smánar“. Og rjett er nú það. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . Hjálpin til Evrópuþjóðanna Washington, 23. júní. Truman forseti hefir skipað þrjár nefndir til þess að rann- saka vandlega á hvern hátt framhaldandi hjálp til Evrópu- þjóða getur komið að bestum notum, en sú hjálp er nauðsyn- leg til að lífga við heimsversl- unina og er eina leiðin tfl frið- ar, sem er grundvallaður á lýð- ræði og frelsi. Forsetinn sagði í ræðu, sem hann flutti sunnudaginn 22. júní, að ópólitísk nefnd skipuð 19 mönnum undir forustu versl unarmálaráðherrans Harri- mans, ætti að kynna sjer fjár- mál, verslun og atvinnumál Bandaríkjanna til hlítar og síð- an að ákveða hvernig og hve mikil hjálpin eigi að vera og vera ráogjafar forsetans um hve mikið er mogulegt að auka hana. Rannsókn á hve mikil hjálpin getur orðið. Tvær aðrar rannsóknir munu fara fram nú á næstunni. Önn- ur verður gerð af sjerfræðing- um til að fá nákvæmt yfirlit yfir auðlindir Bandaríkjanna sjálfra til að sjá hve mikið má af þeim taka. Hin verður rannsókn á því hvaða áhrif slík hjálp hefir á atvinnulíf Banda- ríkjanna. Forsetinn bauð þessum nefnd um að skila áliti innan skemsta mögulegs tíma. Hann benti á að þetta mál hefði vakið eftirtekt margra ríkisstjórna og nú | mætti ekkert til spara að árang! ur af starfi nefndanna yrði sem mestur. Hjer fer á eftir hluti af ávarpi forsetans. „Áhrif þau sem þessi aðstoð til Evrópuþjóðanna getur haft ^ er mál, sem er mjög þýðingar- mikið fyrir hvern Bandaríkja- mann. Jeg trúi því, að við sjeum yfirleitt sammála um það, að | endurreisn iðnaðarins erlendis j sje frumskilyrði, fyrir friðj bygðum á lýðræði og frelsi verði komið á í heiminum. | Hjálpin er líka nauðsynleg til þess að lífga heimsverslunina j svo að verslunarmenn, bændur og verkamenn njóti góðs af út- flutningi, sem að viðskiftavinir þeirra geta borgað. Aftur á móti er nokkuð erfiðara að á- kveða hve mikil hjálpin á að vera til þess að hún hlaupi ekki út í öfgar og um það verður að fara fram nákvæm rannsókn. Ríkisstjórnirnar hafa áhuga á málinu. Margar ríkisstjórnir eru full- ar áhuga á þessum ráðagerð- um. og auk þess margir ein- staklingar, sem sýna þeim mik inn áhuga. Árangur af fyrri at- hugunum hefir ekki verið sam- ræmdur eða færður í slíkt form, að geti orðið til leiðbein- ingar í þessum málum. Þessvegna, voru þessar þrjár nefndi.r skipaðar og eiga þær ao hraða störfum sínum eins og mögulegt er og rannsaka hvern ig best er að samræma slíka stórfelda hjálparstarfsemi og innlent atvinnulíf. Tvær nefnd anna munu starfa með ríkis- stjórninni, en ein mun verða algiörlega borgaraleg, en vera undir forsæti innanríkisráð- herrans. Borgaralega nefndin á að ákveða hve langt Bandaríkin Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.