Morgunblaðið - 26.06.1947, Page 10

Morgunblaðið - 26.06.1947, Page 10
- 10 MORGUNBLAÐIfl Fimmtudagur 26. júní 1947 A FARTINNI cjCeyniíöcjrecflbióacfci eptir jf^eter (fheijvieij GULLNI SPORINN Eftir Quiller Couch. 22. Jeg reis úr rekkju um klukkan þrjú, greiddi herbergis- leigu mína og gekk svo út til að skoða bæinn. Jeg hafði hugsað mjer að kaupa hest, en tekið var að dimma og mjer til mikillar gremju var búið að loka hestamarkaðinum og markaðsgestirnir farnir að safnast saman i kringum hörpuleikarana, vísnasöngvarana og búðarholurnar, þar sem selt var ýmiskonar sælgæti. Jeg var að rangla fram og aftur um markaðstorgið, þeg- ar allt í einu heyrðist hróp og hávaði. Allt fólkið tók til fótanna, til þess að sjá, hvað væri á seiði. Jeg fylgdist með hópnum, og ekki leið á löngu, þar til sjá mátti, hvað valdið hafði öllum þessum ólátum. Þetta var horaður og gamall þorpari, sem sakaður hafði verið um vasaþjófnað og átti því að kaffærast í hegning- arskyni. Þannig er nefnilega mál með vexti, að í gegnum Wantagi rennur lítil á, sem oft var notuð til að kaffæra í skaþillt kvenfólk. Til þess var notaður einkennilegur stóll, sem festur var á endann á langri stöng. Vasaþjófsræxnið hljóðaði og sparkaði, en þetta hafði engin áhrif — enginn hafði meðaumkun með vesalingn- um, hann var bundinn í stólinn og ýtt út yfir ána. Og allt í einu var hann og stóllinn horfinn á kaf í fljótið, svo var allt saman dregið upp aftur, og einmitt þegar vasaþjófurinn var að byrja að ná andanum á ný — hvarf hann beint niður í dýpið aftur. Þetta var voðaleg meðferð á manntetrinu, og í þetta skipti hjeldu þeir honum í kafi í meir en hálfa mínútu, en á sama augnabliki, sem hann var dreginn upp aftur, heyrði jeg á ný hávaða og einhver hrópaði: „Björninn, björninn.“ Jeg sneri mjer við og kom auga á stórt bjarndýr, sem kom hlaupandi niður götuna, en á undan honum fór hópur af hljóðandi fólki. Fólkið við fljótið þaut strax æpandi og skrækjandi í allar áttir, en þjófurinn í kaffcðringastólnum steyptist á kaf á nýjan leik, þegar þeir, sem hjeldu í hinn enda lyfti- stangarinnar, lögðu á flótta. 42. dagur „Jú. vinur, þetta er alveg rjetta, þetta eru staðreyndir“, segi jeg. ,Það er ágætt“, segir hann. „Og, þá er það minn úrskurður að þú takir við öllu málinu hjeð an af. Við þurfum að ná í þau Zimman og Tamara og hina bóf ana^ sem að þessu standa. Þeg- ar við höfum náð í þau, þá er mestu lokið. Hvað ætlarðu nú að gera?“ „Skiftu þjer ekki af því“, segi jeg. „Jeg ætla að fara mín- ar eigin götur og jeg þarf ekki nema á lítilli aðstoð að halda. Ætlarðu að skipa Callaghan að hætta þessum refshætti og að- stoða mig eins vel og hann get- ur? Eða á jeg að kasta honum fyrir borð líka?“ Hann segir: „Gerðu þáð ekki. Callaghan er ágætur. Hann er slunginn og hann getur orðið þjer að miklu liði. Jeg skal nú segja honum hvernig í öllu liggur“. Hann tekur símann. Hann biður skiftistöðina að hringja til Callaghans. Tveimur mínút- um seinna eru þeir farnir að tala saman. Herrick segir: „Ert það þú, Slim? Heyrðu, þær fyrirskipanir, sem jeg gaf þjer um það, að tilkynna mjer alt sem Caution hefðist að, eru hjer með afturkallaðar. Hann hefir komist að þessu. Hann sagði mjer að við yrðum að fara fyr á fætur ef við ætluð- um að snúa á sig. Og jeg held að hann hafi rjett að mæla“. Herrick brosir. „Hjeðan af áttu að gera eins og hann segir.þjer. Hefirðu skilið það? Ágætt“. Og svo leggur hann símatólið á. „Jeg ætla að skrifa Callag- han og staðfesta þetta samtal“, segir hann. „Og nú er hann þinn þjónn, Lemmy. Og eftir því sem mjer skilst á þjer þá hefirðu lokið þessu öllu eftir nokkrrar klukkustundir“. „Ekki er nú víst að það gangi svo fljótt“, segir jeg. „En má- ske eftir einn eða tvo daga“. „Jæja“, segir hann. „Og þá er best að jeg hringi strax til frú Owen og láti hana vita hvernig komið er“. „Ónei, þú lætur það vera“, segi jeg. „Jeg er orðinn leiður á þeirri konu. Hvern skrattann vill svo lagleg stúlka vera að vasast í leyniþjónustunni. Hún er alt of glæsileg til þess. Hún ætti heldur að vera skrifari hjá okkur í leynilögreglunni“. Hann hlær gletnislega. „Jeg hugsa að þú gætir nú haft gott af svo fallegri stúlku hvar sem væri ef jeg þekki þig rjett“, segir hann. „En ef jeg má ekki segja henni frá þessu þá verðurðu að lofa mjer því að segja henni frá því sjálfur“. „Þú getur bölvað þjer upp á að jeg geri það“, segi jeg. „Jeg ætla að fara til hennar nú á eftir og segja henni upp alla sögu“. Hann kveikir aftur í pípu sinni. Mjer sýnist honum vera hughægra. En jeg hugsa með sjálfum mjer, að fjandinn megi í haus minn heita ef jeg fari að segja frú Owen frá öllu. Nei, i hún skal fá að komast að því .að það borgar sig ekki að reyna að leika á Lemmy. Munið þið hvað hann Konfusius gamli sagði? „Það er ilt að vera lyg- ari, en kona sem lýgur og þekk ir ekki sannleikann, er eins og snákur á veginum“. Og ef þessi Owen er snákur, þá er jeg van- ur að fást við snáka. Og altaf er hægt að stríða þeim áður en maður tekur þá. Jeg kveð Herrick og lofa því að láta hann vita hvernig mjer gengur — einhvern tíma. Jeg tek hattinn minn og fer. Uti á götu næ jeg í bíl. Jeg bið bíl- stjórann að aka mjer til Berke- ley Square. * Callaghan og Nikolls sitja á háum stólum við veitingaborð- ið í Zouave Lounge í Albemarle stræti. Þeir eru báðir með viskýglös fyrir framan sig. Callaghan glottir þegar hann sjer mig. „Halló, Caution“, segir hann. „Yður hefir verið sagt hvar þjer gætuð hitt okkur. Má bjóða yður drykk?“ „Jú, mjer var sagt það“, segi jeg, „og jeg skal þegar taka það fram að það er ekki forsvaran- legt af karlskrögg eins og yður að hafa svo laglegan skrifara eis og Effie Thompson er. En máske hefir einhver sagt yður það fvr. „Margir“, segir hann. Hann pantar óblandað rúg- viský. Jeg næ mjer í háan stól. Hann segir: „Þjer voruð hjá Herrick þeg- ar hann símaði til mín svo að þjer vitið hvernig málum er nú komið. Jeg vona að þjer skiljið það að við fórum aðeins eftir fyrirskipunum. Callaghan stofnunin fer altaf eftir þeim fyrirskipunum, sem henni eru gefnar — þegar hún álítur það rjett“. Hann lítur til Nikolls, en hann glottir. „Jæja, piltar“, segi jeg, „ef þið ætlið að hjálpa mjer, þá megið þið ekki vera með neina hrekki. Það getur verið að þetta mál sje ekki byrjað enn“. „Svo?“ segir Callaghan. „Hve nær á það að byrja?“ „Einmitt á þessari stundu“, segi jeg. „Nú skal jeg segja ykkur frá því, hvernig ástatt er: Ykkur grunar nú máske ýmislegt. en jeg ætla að segja ykkur fá því eins og það er. Rudy Zimman og bófar hans ræna stúlku, sem heitir Julia Wayles og flytja hana hingað til Englands. Þeir mega best vita .í hvaða skyni þeir hafa gert það. Ættingjar hennar og unnusti — ef hún átti þá nokk- ufn unnusta — verða óðir og uppvægir og fá að lokum leyni lögregluna til þess að skerast í málið. En svo hefir leyniþjón- ustan komist að því að óaldar- flokkur Zimman er hjer í öðr- um erindagerðum sem fimtu herdeildar menn. Á því ætla þeir að leggja Zimman, og þeir gera hina fögru Lorella Owen út af örkinni í því skyni. Hún á að rannsaka landráðastörf flokksins. En svo fela þeir mjer að hafa upp á Julia Wayles. Og sendiráðið gefur Scotland Yard fyrirskipanir um það, að jeg eigi aðeins að rannsaka hvarf Juliu, en jeg megi ekki fá neitt að vita um hitt. Og þið, sem áttuð að hjálpa mjer, eruð gerð ir að njósnurum fyrir Herrick, og Herrick á svo að spýta öllu í frú Owen“. Jeg þríf glasið og tæmi það í einum teyg. Það á fjarska vel við mig. Jeg bið um í öll glösin aftur. „Þetta er nú alt saman blátt áfrarg og auðskilið“, segi jeg. „En nú kemur flækja í alt sam- an. I nótt fór jeg að heimsækja Tamara. Og þegar jeg kem þar, hver haldið þið að komi þá frá henni nema Dodo Malendas, stúlkan, sem rænt var ásamt Nikolls?11 Nikolls sperrir brýrnar. „Hvert í sjóðandi ....“, segir hann. „Skiljið þjer það ekki?“ segi jeg. „Þess vegna drifu þeir í yður svefnlyfin, að þjer skyld- uð sofa og ekki verða var við það að þeir gerðu samninga við Dodo. Hún hefir víst orðið laf- hrædd. Þeir munu hafa hótað henni því að hún skyldi fá fyr- ir ferðina, ef hún segði ekki upp. alla sögu. Þeir hafa hótað henni öllu illu. Þá hefir hún mýkst og orðið hrædd. Þess vegna var hún opinskárri við mig. Og hvað haldið þið að hún hafi sagt mjer?“ Callaghan segir: „Ekki veit jeg það, en nú fer þetta að verða skemtilegt. „Á, finst yður það?“ segi jeg. „Jæja, hún sagði mjer að frú Lorella Owen væri engin önn- ur en Karen Wayles, systir Juliu, og hún væri komin hing- að til að leita að Juliu“. Jeg þagna. Callaghan lítur á Nikolls. Og Nikolls lítur á Call- aghan. Svo fer Calaghan að blístra. „Hvað getið þið sagt mjer um þetta?“ segi jeg. Callaghan segir: „Það renn- ur upp ljós fyrir mjer. Jeg held að jeg sje farinn að skilja“. „Jeg líka ....“, segi jeg. Nikolls segir: „Jeg held að jeg skilji þetta líka. Hefi jeg nokkurn tíma sagt ykkur frá stúlkunni með eldrauða hárið, sem. jeg hitti í Minnesota? Þessi stúlka ....“ Callaghan segir: „Hættu þessu, Windy. Jeg hefi heyrt þessa sögu áður“. •* „Jæja, jæja“, segir Nikolls. „En í hvert skifti sem jeg segi einhverja sögu, þá er hún eitt- hvað í ætt við það sem talað er um“. Hann hvolfir í sig úr glasinu. Callaghan segir við mig: „Hefir yður dottið eitthvert gott ráð í hug?“ Jeg kinka kolli. „Já, mjer hefir komið ráð í hug“, segi jeg. „Og þið verðið að hjálpa mjer. Og þið verðið að halda ykkur saman. Enginn má fá að vita neitt um það“. Callaghan segir: „Jeg held að þetta ætli að verða mjög skemtilegt mál“. „Það er jeg viss um“, segi jeg. Hann biður um þrjú glös af viský enn og við tölum saman í hljóði. BEST AÐ AUGLYSA ! MOKGUNBLAÐINU ÁSTARATLOT. — Verður þú eklti þreyttur að halda á mjer, Georg. ★ •— Hverjum líkist litli dreng urinn þinn? — Hann hefir augun frá mjer, hárið frá móður sinni, nefið frá afa sínum og restina hefir hann frá bílflautunni. ★ Lögregluþjónn í París tók nýlega í sína umsjá áttatíu og þriggja ára gamla konu, sem hafði tapað minninu, og hafði ekki hugmynd um hver hún var. Þegar föt hennar voru skoð uð á lögreglustöðinni, ef ein- hver lausn fyndist þar, kom það upp úr kafinu, að hún geymdi miljónaauð á sjer. Hún hafði á sjer í gullmynt, skart- gripum og í seðlum samtals 3 miljónir franka. Þrátt fyrir margra daga eftirgrenslanir hefir ekki enn tekist að finna út hver hún er og mesti brand- arinn í þessu er hvernig lög- reglan gat vitað að hún var áttatíu og þriggja ára en ekki áttatíu og fjögra. ★ Úr skólastíl. Nýja Sjáland er hinum meg- in á hnettinum, svo að þar verða menna að snúa bókunum á höfði ef þeir ætla að lesa í þeim. ★ Elsa litla segir kenslukon- unni að hún hafi eignast syst- ur, og þá læðist Þórunn litla upp að kennaraborðinu og hvíslar að kennslukonunni, að bráðum eignist hún lítinn bróð ur. — Hvernig veistu það, spyr kenslukonan. — Jú, í fyrra varð mamma veik, og þá eignaðist jeg litla systur. Og nú er pabbi orðinn veikur. ★ — Jeg gaf stráknum hans Guðjóns lúður. — Nú, eruð þið Guðjón ekki ósáttir? — Jú! : tj ■4.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.