Morgunblaðið - 02.07.1947, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.07.1947, Blaðsíða 5
P" H Miðvikud,agur 2. júlí 1947 MORGUUBLAÐIÐ Þingnefndir og skipun þeirra ÞESSAR nefndir voru kosnar á 9. þingi S. U. S. á Akureyri: Lýðfrelsisnefnd: Magnús Jónsson, Akureyri. Hannes Hafstein, Húsavík. Jón ísberg, Blönduósi. Sigurbjörn Pjetursson, Hjalt- eyri. Vilhjálmur Sigurðsson, Siglu- firði. Menntamálanefnd: Eggerf Jónsson, Reykjavík. Eggert Steinsen, Akureyri. Gísli Júlíusson, Akureyri. Laura Cl. Pjetursson, Reykja- vík. Sigurður Ringsted, Akureyri. Allsherjarnefnd: Jóhann Hafstein, Reykjavík. Baldur Jónsson, Mel, Skaga- firði. Baldvin Tryggvason, Ólafsfirði. Gunnar Sigurðsson, Selja- tungu, Árnessýslu. Hilmar Gunnarsson, Keflavík. Lúðvík Hjálmtýsson, Reykja- vík. Sigurlaug Bjarnadóttir, Vigur, I N.-ísafjarðarsýslu. Fjelagsmálanef nd: Gunnar Helgason, Reykjavík. Eirný Sæmundsdóttir, Reykja- vík. Gísli Jónsson, Hofi, Eyjafirði. Helgi Sveinsson, Siglufirði. - ' Sigurður Helgason, Miðey, Rangárvallasýslu. Sjávarútvegsnefnd: Jónas Rafnar, Akureyri. Dagmann Þorleifsson, Dalvík. Ingvar Ingvarsson, Reykjavík. Jóhannes Proppé, Reykjavík. Lúðvík Jónsson, Akranesi. Ragnar Friðriksson, Keflavík. Þorsteinn Jónsson, Ólafsfirði. Landbúnaðar- og samgöngu- málanefnd: Páll Daníelsson, Ilafnarfirði. Eggert Th. Jónsson, Reykjavík. Guðmundur Þórðarson, Rangár- vallasýslu. Kristján Pálsson, Eyjafjarðar- sýslu. Sveinn Ágústsson, Ásum, Árnes sýslu. Verslunar og iðnaðarnefnd: Hjörtur Pjetursson, Reykjavík. Eyjólfur K. Jónsson, Stykkis- hólmi. Gunnar Árnason, Akureyri. Konráð Díómedesson, A.-Húna- vatnssýslu. Stefán Friðbjarnarson, Siglu- firði. 9 Síða sambands ungra Sjálfstæðismanna. .................... Ritstjórn: Sambandsstjórnin. LANDSMÁLAÁLYKTANIR UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA Frjálslyndi og einhugur, móta afstöðu þingsins| Sambandsþings ungra Sjálfstæðismanna, sem haldið var Sambandssíðan byrjar í dag að birta ályktanir níunda á Akureyri um síðustu helgi. Þingið markaði afstöðu sína til hinna helstu þjóðmála. Sambandsstjórn hafði lagt sig fram um það að búa þing- inu góð skilyrði til málaafgreiðslu, enda fór hún fram af miklum myndarskap. Öll mál fóru til nefnda, en síðan rædd á þingfundum. Umræður voru miklar og fjörugar og fjöldi breytingatillagna fram bornar og ræddar af kappi en gott samkomulag um lokaafgreiðslu allra mála. r Avarp til íslenskrar æsku NÍUNDA þing Sambands ungx-a Sjálfstæðismanna, haldið á Akureyri 20.—23. júní 1947, beinir eftirfarandi ávarpi til ís- lenskrar æsku: „Miklar gjörbreytingar hafa átt sjer.stað í íslensku þjóðlífi á síðari árum. Efnahagsstarfsemi og afkoma þjóðarinnar hefir tekið meiri stakkaskiptum en áður á aldabili. Djúpar rætur þessara umbrota má rekja til þeirra áhrifa, sem styrjaldarárin og afleiðingar þeirra hafa haft á íslenskt þjóðlíf. Aukin velmegun á efnahagssviðinu, nýir og áður óþekktir möguleikar til öflunar mikilla verðmæta við góð og næg atvinnu- skilyrði, hafa fært æsku landsins og upprennandi kynslóð nýjar vonir og bjartari viðhorf til mannsæmandi lífsafkomu og þrótt- mikillar uppbyggingarstarfsemi. Æskan hefir litið á þá alhliða nýsköpun, sem í framkvæmd er á sviði atvinnulífsms til lands og sjávar, sem öruggastan varasjóð framtíðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn sameinaði sundurleit öfl andstæðra stjórnmálaflokka um nýsköpunarstefnuna. Þjóðin skipaði sjer um þá stefnu í aiþingiskosningum á liðnu ári. Einn markverðasti vitnisburður stjórnmálabaráttunnar í land- inu á liðnu ári er sá, hversu æska landsins skipaði sjer ein- dregið til fylgis við sjálfstæðissteínuna. Enginn stjórnmála- flokkur hjer á lar.di hefir, hvorki fyrr nje síðar, átt slíku æsku- fylgi að fagna sem Sjálfstæðisflokkurinn í bæjar- og sveitar- stjórnarkosningunum og alþingiskosningunum síðast liðið ár. Með einsdæmum er sú efling fjelagslífs ungra Sjálfstæðis- manna, sem raun bar þá vitni um. Sjálfstæðisstefnan geymir vaxtarbrodd og gróanda lýðræðis- hugsjónanna, áræðis og framtaks upprennandi kynsióða og frelsishyggju þjóðarinnar. Sambandsþing ungra Sjálfstæðismanna sendir æsku landsins áskorun sína um að fylkja liði í sókn og vörn um varðveislu þjóðlegra verðmæta, fágun íslenskrar tungu og menningar. Sjálfstæði og frelsi er fjöregg kynslóðanna.“ StjórRijrsainslarflð ÞINGIÐ lýsir fylgi sínu við núverandi stjórnarsamstarf, enda aðhyllist þingið frjálsa samvinnu allra stjórnmáiaflokka, er byggist á þjóðlegum jafnrjettisgrundvelli og lýðfrelsi, en álítur, að tortryggni og einstrengingsleg flokkasjónarmið hindri farsæla úrlausn vandamálanna. Telur þingið, að kommúnistar hafi einangrað sig frá þátttöku i stjórnarstörfum, er þeir rufu fyrrverandi stjórnarsamstarf, ekki vegna ágreinings um samningsgrundvöll stjórnarinnar, heldur af tækifærissinnuðum ásetningi vegna ímyndaðra hags- muna annarra ríkja, og með þeirri skemmdarstarfsemi, sem þeir nú reka í þjóðfjelaginu. Þingið telur mestu máli skipta þann ásetning núverandi ríkis- stjórnar, að sameina flokkana til framhalds nýsköpunarstefn- unni og til þess að tryggja, að ekki verði komið í veg fyrir áframhaldandi framkvæmd hennar með sívaxandi dýrtíð og verðbólgu, — og heitir á æsku landsins að veita öflugan stuðn- ing sinn til þess að styrkja þessa meginstefnu rikisstjórnar- innar. Minnlsvarðl um lýðvehHsstofnunina ÞINGIÐ samþykkti áskorun til almennings um það, að reistur yrði minnisvarði um lýðveldisstofnunina á 10 ára af- mæli lýðveldisins. Lúðvig Hjálmtýsson talaði fyrir tillögunni. Hann minntist þess, er hin fyrsta almenna þjóðhátíð var haldin að tilhlut- un Reykjavíkurbæjar á fyrsta afmæli lýðveldisins. Ludvig var þá formaður þjóðhátíðarnefnd- ar Reykjavíkur. Hin skelegga sjálfstæðishetja Sigurður Egg- erz flutti þá ræðu í hljómskála- „Sambandsþing ungra garðinum á hinum mikla mann fagnaði þar um kvöldið þann 17. júní. Sigurður talaði um það við Ludvig, að reisa þyrfti minnisvarða um lýðveldisstofn unina, en síðan kvaðst Ludvig hafa rætt þetta mál við ýmsa áhugamenn. Jóhann Hafstein lagði á- herslu á að slíkur minnisvarði ætti að reisast af fólkinu sjálfu af frjálsum huga og væri til- lagan við það miðuð. Samþykkt þingsins er svo- hljóðandi: Sjálfstæðismanna, haldið á Akureyri 20.—23. júní 1947, beinir þeirri áskorun til fjelagasamtaka og alls almennings, að hafist verði handa um að efna til frjálsrar fjársöfnunar meðal þjóðarinnar í þeim tilgangi að reisa veglegan minnisvarða um endur- reisn lýðveldis á Islandi 17. júní 1944. Verði komið á framkvæmdarráði, skipuðum fulltrúum víðtækra fjelagasamtaka til þess að standa fyrir fjár- söfnuninni og undirbúa gcrð og staðsetningu minnisvarð- ans, og sje við það miðað, að hann verði vígður á 10 ára afmæli lýðveldisins 17. júní 1954.“ Myndin lijer til vinstri var tekin á Akureyri af fulltrúum á níu.nda þingi Sambands ungra Sjálfstæðismanna. ----- Ljósmyndina tók Eðvard Sig- urgeirsson, en liann kvik- myndaði einnig nokkur störf þingsins og kynnisferð, er fulttrúarnir fóru um Akur- eyri, iiin í Eyjafjörð og í Vaglaskóg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.