Morgunblaðið - 02.07.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.07.1947, Blaðsíða 10
1* rT*1^j|P MORGUKBLASI3 Miðvikudagur 2. júlí 1947 Á FARTINNI oCeyniíöíjreíf Liia^a ejkir jf^eter’ (Slieijney 47. dagur XIII. KAFLI Svo ek jeg áleiðis til Brock- ham. Jeg er ánægður með sjálf an mig og blístra af kátínu, því að hvað svo sem kann fyrir að koma, og sjerstaklega ef það er eitthvað slæmt, þá kemur það í hlut Herricks en ekki minn hlut. Klukkan er langt gengin eitt þegar jeg kem til Marsh. Þetta er stórt og skuggalegt hús. stendur nokkuð. frá veg- inum og er hálfbyrgt af trjám. Umhverfis það er hár steingarð ur. Mjer líst ekki vel á stað- inn. Jeg fer út úr bílnum og geng meðfram garðinum. En þegar jeg sje ekkert hlið á honum, afræð jeg að klöngrast yfir hann. Trje stendur þar rjett hjá. Jeg klíf upp í það og kemst á þann hátt upp í garðinn. Svo stekk jeg niður og kem ofan í runna en milli þeirra og hússins er sljett grasflöt. Jeg • sje hva'r braut liggur heim að húsinu og þykist því vita að hliðið sje hinum megin á garð inum. Jeg tek upp marghleyp- una mína svona til vonar og vara ef einhver skyldi ætla að hrekkja mig. Síðan geng jeg heim að húsinu og hringi dyra- bjöllunni. Það var nú meiri bjallan. Það ljet í henni eins og alt slökkviliðið í London væri þarna. Glaumurinn fer um alt húsið og er sjerstaklega óhugn anlegur sem jeg stend. Þetta er e_itt af þeim húsum sem virð ast jvera í eyði þótt hundruð manna sje þar inni. Jeg bíð í tvær eða þrjár mínútur og ekkert skeður. En svo heyri jeg eitthvert þrusk handan við hurðina. Þar er ein hver á ferli og er að losa hlekkjakeðju. Svo er hurðinni aðeins lyft frá stafnum. Jeg rek fótinn undir eins í rifuna. Ein- hver segir fyrir innan: „Hvað gen.gur á?“ „Hjer er Mr. Caution“, segi jeg. „Opnið þjer dyrnar vinur. Jeg þarf að tala við yður“. Hann opnar dyrnar og jeg geng inn. Þar kem jeg inn í stórt og vítt anddyri og er stór stigi fram undan. Á veggjun- um hanga sverð og hausar af dýrum og ýmislegt annað. Jeg geri ráð fyrir því að þetta sje eitt af hinum gamaldags ensku sveitasetrum. En þrællinn, sem stendur fyrir framan mig er hvorki enskur nje gamaldags. Hann er enginn annar en Lanny Flayne — írsklítalskur bófi, sem tekið hefir þátt í mörgum skálkastrykum. Hann hjer .. ,.Lanny“, segi jeg. „En hvað það er gaman að hitta yður aft ur. Hvað eruð pjer að gera hjer? Voruð þjer hræddur um að þjer mynduð verða gripinn þegar hreingerningin fór fram?“ „Siáu'm til“, segir hann. „Hafið þjer gert yður ferð alla leið Jiingað til þess að spyrja mig að þessu? En sje yður eitt- hvað annað að höndum. þá far ið þjer ónýtisferð. Það er því best fyrir yður að hypja yður á burt strax“. „Að þjer skuluð taka svona á móti mjer, Lanny“, segi jeg. Svo lít jeg yfir öxlina á hon- um og læst verða hissa. „Nei, hver kemur þarna?“ segi jeg. Hann snýr sjer við og þá læt jeg hann hafa það. Jeg hitti hann beint undir kjálkann og það er eins og spýta brotni. Hann þurfti ekki meira. Hann hnígur niður og liggur þar. Jeg virði hann fyrir mjer. Og jeg held gð jeg þurfi ekki að óttast hann fyrst um sinn. Jeg fer í vasa hans og finn þar marghleypu og stóra lykla- kippu. Svo fer jeg að skoða mig um. Þetta er stórt hús eins og jeg hefi áður sagt og það virðist vera mannlaust. Jeg tek eftir því að húsgögnin sem þarna eru eru rykug. Þess vegna afræð jeg að athuga heldur efri hæð- ina. Þegar jeg kem upp úr stig anum er þar langur gangur og í endanum ~á honum er hurð og þar sjest ljósglæta við þrösk uldinn. Jeg kími með sjálfum mjer. Það er engu líkara en að þorpararnir sjeu að vísa mjer leið. Jeg geng að dyrunum og tek í hurðina. Hún er læst. En einn lykillinn á lyklakippunni geng ur þar að. Jeg opna og fer inn. Hurðinni loka jeg á hæla mjer. Og svo stend jeg þarna og er kampakátur. Þarna er hún. Hún liggur þar á bekk. Það er bundið fyrir augun á henni og hún er með kefli í munn- inum. Hún er bundin á hönd- um qg fótum. En þótt hún sje þannig til reika þá sj.e jeg und- ir eins og þetta er allra lag- legasta stúlka. Og jeg fer að hugsa um það að langt sje síð- an að jeg hefi komist í mál sem svo margar fallegar stúlk ur sjeu við riðnar. Hún stynur þegar hún heyrir fótatak mitt. Jeg segi: „Raunum yðar er nú lokið, barnið gott. Jeg heiti Caution — Lemuel H. Caution, fulltrúi leynlögreglunnar. Og þegar jeg tek þetta kefli út úr yður, þá getið þjer sagt mjer hvern- ig yður fellur að kynnast mjer“. Jeg byrja á því að leysa hana. Jeg sníð sundur böndin á hönd um hennar og fótum og tek bindið frá augum hennar. Hún lítur á mig djúpbláum augum, og bað er engin sorg í þeim. Svo tek jeg keflið út úr henni. Jeg veit ekki hvort þið haf- ið nokkru sinni tekið munn- kefli úr xvenmanni. En það er vandaverk. Eftir fimm mínút- ur er hún laus við það. Og þá segir hún: „Æ, hvílíkur ljettir. Eruð þjer leynilögreglumaður?“ „Jú, það er rjett“, segi jeg. „Og þjer eruð Karen Wayles, er ekki svo? Það er skrítið að allir hafa verið að reyna að telja mjer trú um það að þjer væruð Júlía. En jeg veit að þjer eruð Karen. Jeg skal segja yð- ur seinna hvernig á því stend- ur“. Hún kinkar kolli. „Segið mjer þá líka“, segir hún. „hversvegna svona hefir verið farið með mig. Mjer hef- ir verið þvælt fram og aftur, jeg hefi verið höfð í fjötrum og jeg hefi verið kefluð í hvert sinn, sem mig langaði til að hljóða. Þetta hefir gengið í margar vikur. Hvað er að ger- ast?“ Jeg brosi við henni. „Það er alt of löng saga“, segi jeg. „En þjer fáið að heyra hana bráð- um“. „Jeg vona það“, segir hún. „Jeg er hrædd við þessa ó- vissy“. Jeg virði hana fyrir mjer. Lorella Owen sagði að hún væri heimsk. Já. það getur vel ver- ið að hún sje ekki bráðgáfuð. „Sjáið þjer nú til“. segi jeg. „Við verðum að komast hjeðan sem allra fyrst. Jeg get búist við bví að þessi staður verði ekki nein paradís eftir svo sem hálftíma. Hafið þjer nokkuð á móti því að verða mjer sam- ferða nú þegar. Okkur gefst nægur tími til þess að tala sam an seinna“. „Jeg er til“, segir hún. „En hafið þjer nokkuð á móti því að segja mjer fyrst hvar jeg er“. Jeg hlæ. „Þjer mynduð verða litlu nær“, segi jeg. „Nú er árið 1941 og það er heimsstríð og þjer er uð í stað sem heitir Betchworth og er í Sussex í Englandi11. „Guð minn góður“, hrópar hún. Jeg greip hana áður en hún datt. Það er undarlegt að líða skuli yfir stúlku út af því að hún frjettir það að hún sje í öðru landi en hún átti von á. Þessi stúlka hefir haldið það að hún væri í Bandaríkjunum ennþá. Jeg nam staðar fyrir utan húsið hans Schribners. Jeg dreg Karen út úr bílnum og ber hana inn í húsið. Inni í stof- unni eru piltarnir, sem jeg bað að bíða mín þarna. Og Nikolls er þar líka. Hann er að reykja og drekka viský. Jeg held að það sje hans mesta keppikefli í lífinu. Hann stendur á fæt- ur. „Hjer koma þá gestir?“ seg- ir hann. „Já“, segi jeg. „Þetta er Kar en Wayles og hún hefði gott af því að fá hressingu. Henni líð- ur ekki vel“. Svo sný jeg mjer að hinum og segi: „Er Lorella niðri?“ „Já“, segja þeir. „Hún er í kjallaranum. Henni líður vel“. Nikolls segir: „Hvað er nú á seyði? Hvaða skollaleikur er þetta?“ --t- uim iiu „m i.a „Æ, haldið yður saman“, segi jeg. „Reynið þjer heldur að skemta stúlkunni. Þjer get- ið til dæmis sagt henni sögurn- ar af þeim ljóshærðu, sem þjer hafið komist í kast við hingað og þangað. Jeg kem aftur til yðar_ Karen. Máske að jeg geti þá fært yður óvæntar frjettir“. Jeg fer út úr stofunni, geng í gegn um eldhúsið og niður í kjallara. Jeg loka kjallara- hurðinni á eftir mjer. Hún liggur þar í hæginda- stól sem þeir hafa borið niður úr stofunni handa henni. Er hún lagleg, eða ekki? Jeg virði hana fyrir mjer. Hún er með bundið fyrir augun. Hún hefir jarpt hár og hörundsliturinn er aðdáanlegur. GULLNI SPORINN Eftir Quiller Couch. 26. Þetta var svört, hávaxin skepna, og jeg keypti hana strax fyrir um helming upphæðar þeirrar, sem jeg nú átti eftir. Klukkan tíu lagði jeg svo af stað í suðurátt, eins og unga stúlkan hafði ráðlagt mjer. Jeg var farinn að bera bjarg- fast traust til heilræða hennar. Klukkan tólf var jeg þó á ný kominn að dvrum veit- ingahússins og krafðist þess að ná tali af þorparanum, sem selt hafði mjer hestinn. Skepnan var sem sje vart komin mílu vegar, þegar hún varð draghölt. „Drottinn minn!“ hrópaði gestgjafinn, „þeir fóru hjeð- an hálfri stundu eftir að þjer lögðuð af stað. En þeir koma aftur eftir hálfan mánuð, og svo átti jeg að muna eftir að segja þeim, hvort þjer hefðuð snúið aftur, því það höfðu þeir veðjað um“. Jeg lagði enn af stað. Jeg þrammaði mílu eftir mílu og teymdi hestinn, þar til mjer að lokum fannst hand- leggurinn á mjer vera að fara úr liði. Jeg hefði gjarna viljað sleppa hestræflinum og þóttst góður að sleppa við hann, hefði það ekki verið vegna söðulsins óg beislisins. Klukkan var að verða fimm, þegar rauðbrúnn hestur stökk skyndilega yfir limgirðinguna á hægri hönd. Mað- urinn á honum stökk fimlega af baki og gekk í veg fyrir mig. Hann hafði beint skammbyssu sinni að höfði mjer, áður en mjer tækist að ná til minnar. — Og hvað hefurðu svo hugs að þjer að gcfa mjer fyrir að sitja fyrir. ★ Mikið var jeg lengi að brjóta heilann um það, hver væri munurinn á ríkisarfa og bara venjulegum arfa. ■— Narfi Skarfur Flóðhestur. ★ Tveir flækingar á ferð. — Ja, hver ansinn, segir ann ar, — komið gat á buxurnar mínar. — Hva, kliptu það í hvelli úr. ★ Stýrimaður (við hásetann, sem hefur bjargað honum frá druknun): •— Á morgun mun jeg þakka þjer í áheyrn allrar skipshafnar. Hásetinn: — Nei, ekki gera það. Þeir drepa mig, þegar þeir vita það. ★ Frúin (við farandsalann): — Nei, takk fyrir, við kaup- um aldrei neitt af farandsölum. Hann: — Þá hef jeg einmitt það, sem þjer þurfið á að halda. Hjer er skilti, sem á stendur: Við viljum enga farandsala. ★ — Hvað sagði pabbi þinn, þegar hann komst að því að þú varst búinn að keyra bílinn x klessu? — Má jeg sleppa blótsyrð- unum? — Já. — Hann sagði bara ekki stakt orð. ★ Læknirinn: — Drukkuð þjer soðið vatn klukkutíma fyrir miðdagsmatinn. Sjúklingurinn: ■— Jeg verð að biðja læknirinn að fyrirgefa en jeg gat ekki með nokkuru móti haldið út lengur en í kortjer.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.