Morgunblaðið - 02.07.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.07.1947, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: Stinningskaldi suð-austan og lágning í dag. 3ílorðimtl)la5»0 145. tbl. — Miðvikudagur 2. júlí 1947 SÍÐA S. Ú. S. er á bls. 5 með ályktunum Sambandsþingsins. Landbúnaðar- sýningin 1 GÆRKVÖLDI vlö lok f jórða sýningardagsins á Landbúnað- arsýningUnni voru gestir alls orðnir 20,000. Eru allir gestir rnjög ánægðir með ailan frágang sýningarinn- ar. í gærdag kl. 5 fór fram sýn- ing á nautgripum og kl. 9 á hrossum. Þá var sýnt hvernig skurðgröfur vinna. Var aðsókn- in stöðug nærri allan daginn. Hóf að Hótel Borg. í fyrrakvöld hjelt sýningin hóf að Hótel Borg og var boð- ið þangað forseta íslands, rík- isstjórn, erlendum fulltrúum og ýmsum helstu frömuðum í bún- aðarmálum. Stýrði landbúnaðarráðherra, Bjarni Ásgeirsson, hófinu. For- seti hjelt ræðu og fulltrúar Noregs, Danmerkur og Færeyja fluttu kveðjur. Borgarstjórinn í Reykjavík og ýmsir fleiri tóku einnig til máls. Stóð hófið fram til klukkan 3. Sýningin í dag. í dag er fimmti dagur sýn- ingarinnar. Klukkan 4 verða hrossin sýnd og verður það að ölium líkindum í síðasta sinn, því að þau verða nú á næstunni flutt úr bænum. Afmælismói IR heldur áfram í kvöld Úrslitin í 200 m. hlaupinu. Finnbjörn Þorvaldsson (á annari braut) og Haukur Clausen (á þriðju braut) berjast um fyrsta sætið. Þriðji er Curt Lundqvist (á fyrstu braut) og fjórði Örn Clausen (á fjórðu braut). — (Ljósm.: G. Hjaltason. Sænskt og íslenskt met í kúluvarpi? íslendingum bobin þátttaka í íornleifarannsóknum í Svíþjóð UM 70 fornfræðingar frá Sviþjóð, Noregi, Danmörku, Finn- landi, íslandi og Englandi munu taka þátt í fornleifagref lri í sumar, sem fyrirhugaður er á einu elsta norræna þorpinu, sem vitað er um, en það er Vallhagar í Gotiandi. Fundur í Fjelagi járn- íðflaðarmanna Formaðurinn neitaði að bera tillögu um allsherjar- atkvæðagreiðslu FUNDUR var haldinn í gærkveldi, en fjelagið hefir sein kunnugt er gert samúðar- verkfall með Dagsbrún. Harð- ar deilur urðu á fundinum um afstöðu fjelagsins til deilunn- ar og ljetu margir fundarmenn AFMÆLISMÓT IR heldur á- fram í kvöld og verður keppt í átta íþróttagreinum: 109 m., 400 m. og 2000 m. hlaupum, há- stökki, langstökki, kúluvarpi, spjótkasti og 4x100 m. boð- hlaupi. Gunnar Huseby fær nú tæki- færi til að ná sjer niðri á Nils- son í kúluvarpinu, eftir ósigur- inn s. 1. sunnudagskvöld. Báðir hafa þeir einnig möguleika til þess að ,,slá“ met landa sinna, og verður án efa hörð keppni á milli þeirra. Sama má segja um keppnina á milli Bolinders og Skúla og Lundquist, Hauks og Finnbjarnar. Atterwall, Evr- ópumeistarinn í spótkasti kem- ur til með að vera í sjer flokki í þeirri grein, en Jóel verður með og nær án efa góðum ár- angri. Sundin hleypur 2000 m., en kemur til með að vinna Ijetti lega, ef hann er líkur því sem hann var á sunnudagskvöld. Sænsku íþróttamennirnir fóru til Þingvalla, Gullíoss og Geysis í gær, en halda heim- leiðis á morgun. íjekk sína nót BATUR AKA JAKOBSSONAR og bróður hans, ,,Nanna“ hefur óánægju sína í Ijós útaf henni.! fengið síldarnót sína um borð Kom fram tillaga um að hætta verkfallinu, en stjórn fjelagsins lýsti því þá yfir, að hún myndi ekki fella samúðar- verkfallið niður þótt sú tillaga yrði samþykt á fjelagsfundi. Bar stjórnin fram dagskrár til- lögu um að vísa frá tillögunni um að hætta verkfallinu og var hún samþykt með 63 atkvæð- um gegn 40. Formaður fjelagsins neitaði að bera undir atkvæði tillögu um, að allsherjaratkvæða- greiðsla yrði látin fara fram í fjelaginu um það, hvort sam- úðarverkfallinu skyldi haldið áfram. Fjelagsdémiir tekur „Þróffar'-deiluns fil dóms f MÁLFLUTNINGI fyrir Fjel- agsdómi út af Þróttar-deilunni svonefndu lauk í gærkveldi og var málið tekið til dóms kl. 19,30 í gærkveldi. og það var vörubíll frá „Þrótti" (sem er í verkfalli), sem flutti nótina suður til Keflavíkur s.l. sunnudag. Áki ljet senda skipið til Kefla víkur til að sækja nótina, senni- lega til þess, að það bæri minna á því, en ef hún yrði sett um borð í Reykjavík. Keflvíkingar þeir, sem hindr- aðir voru með ofbeldi frá því að ná nótum sínum úr Höfðaborg í fyrradag hafa tekið eftir þessu atviki og skilja betur en áður hvers vegna verkfall kommún- ista hefur verið kallað pólitískt verjcfall. og keypfi brennlvín í FYRRADAG tók náungi einn hjer í bænum útsvarsskrá til sölu. Fjekk hann 12 stykki, en jafnóðum og hann hafði selt tvær skrár keypti hann sjer brennivín fyrir peningana og hjelt þannig áfram þar til hann hafði selt allar skrárnar. Var þetta athæfi mannsins kært fyrir rannsóknarlögregl- unni og kom þá í ljós, að þetta var gamall kunningi lögregl- unnar, sem þannig notaði út- svarsskrána til að afla ríkinu tekna. Sjómenn í Ólafs- fiíii semja SJÓMENN í Ólafsfirði hafa samið um kaup óg kjör á síld- veiðunum og sömdu án þess, að hafa Alþýðusambandið með í ráðum við þá samninga. Var gerð um það fjelagssamþykkt í fjelagi þeirra, að þeir skyldu einir ráða ráðum sínum. Kommúnistar í Alþýðusam- bandinu höfðu reynt að fá sjó- menn í Ólafsfirði til að gera verkfall og fela Alþýðusamband inu að semja fyrir sig, en sjó- mannaf jelagið samdi upp á svo- nefnd Faxaflóakjör, eins og nokkur önnur af sjómanna- og verklýðsfjelögum hafa gert. á Akureyri Haukar og Ármenn- ingar sigruðu FYRSTU leikar handknatt- leiksmótsins fóru fram í gær- kvöldi og lauk þannig að Hauk- ar sigruðu lR með fimm mörk- um gegn engu, og Ármann FH með sama markamismun. Mótinu heldur áfram í kvöld kl. 7 (en ekki 7,30 eins og aug- lýst hefur verið). Sendiherra liala á embættisskilríki sín SENDIHERRA Ítalíu á ís- landi, með aðseturstað í Osló, dr. Guglielmo Rulli afhenti, þriðjudaginn 1. júlí 1947 for- seta íslands embættisskilríki sín við hátíðlega athöfn að Bessastöðum, að viðstöddum utanríkisráðherra. Að athöfninni lokinni sat sendiherrann, utanríkisráðherr ann og nokkrir aðrir gestir há- degisverð hjá forsetahjónunum. NEMENDAMÓT Möðruvalla- skóla var haldið á Akureyri og Möðruvöllum í gær, en nú eru liðin 45 ár síðan Möðruvalla- skóli brann. Af 226 nemendum, sem luku prófi við skólann í þau 22 ár, sem hann starfaði, mættu um 30 til mótsins, en talið er að um 80 þeirra sjeu á lífi. Forstöðumenn mótsins eru þeir Einar Árnason, fyrrverandi ráðherra, Ingimar Eydal, fyrr- verandi ritstjóri og Jón Dal- mann, ljósmyndari. Mótið var sett ldukkan 10 f. h. í Menntaskólanum af Ingi- mar Eydal og lýsti hann tildrög- um þess, en Sigurður Guðmunds son, skólameistari, hjelt stutta, en mjög gagnorða ræðu um Möðruvallaskóla og þýðingu hans fyrir þjóðlífið. Eftir hádegi var haldið til Möðruvalla. Þar var gengið til kirkju. Þar flutti síra Sigurður Stefánsson ágæta ræðu úr prje- dikunarstól um Möðruvelli og Möðruvallaskóla. Eftrr að nemendur höfðu gengið um staðinn og rifjað upp gamlar endurminningar, flutti Einar Árnason ræðu í kirkjunni um skólann og síðan var haldið til Akureyrar, þar sem Sigurður Guðmundsson, skólameistari, bauð til kvöld- verðar. Voru þar margar ræð- ur fiuttar og stóð það hóf sem hæst er síðast frjettist. þ Er sagt frá þessu í frjettum utanríkisráðuneytisins sænska, en Morgunblaðið hefur fengið það staðfest hjá Kristjáni Eld- járn, að Þjóðminjasafninu er boðin þátttaka í þessum fyrir- hugaða leiðangri og er verið að íhuga að senda mann hjeðan. Sænskur leiðangursstjóri. Leiðangur þessi var undirbú- inn í fyrrasumar, en foringi hans verður sænski fornfræð- ingurinn dr. Márten Stenberger. Hann hefur látið svo ummælt, að fornfræðingarnir búist ekki við að finna neina merka forn- gripi að þessu sinni, heldur er ætlunin að gera nákvæmar rannsóknir á hinu forna þorpi. Þeir vonast til, að geta komist að því hvernig íbúar þessa þorps, sem er frá járnöld, hafa lifað sínu daglega lífi. „Paraclís fomfræðinga“. Gotland hefur stundum verið kallað „Paradís fornfræðinga“, því að þar hafa fundist margar og merkar fornmenjar. Það mun hafa verið nokkru eftir ís- öld hina meiri, að menn íóku sjer bólfestu á eynni. Á bronse-öld gerðust Gotlend ingar sjófarendur og hjeldu því fram yfir Víkingaöld, og áttu þeir mikinn þátt í víkingaferð- um til Garðaríkis og Vestur- Evrópu. Voru Gotlendingar rík- ir og voldugir og einkum aöal- borgin, Visby. ARGENTÍNUFORSETI KROSSAÐUR. Róm: — Frú Eva Peron, sem nú er í heimsókn í ítalíu, sesrir, að konur í Ítalíu og’ Argentínu eigi að sameinast í baráttunni fyrir hugsjónum sínum. — Páf- inn veitir Peron, forseta Argen- tínu stórkross reglu Píusar páfa níunda á næstunni. olíuflutninga mei hólunum KOMMÚNISTASTJÓRN Dagsbrúnar stöðvaði í gær olíu- flutninga úr skipi, sem hingað er komið með olíufarm, sem er nauðsynlegur síldveiðiskipunum á komandi vertíð. Með hótunum tókst þeim að fá menn til að leggja niður vinnu, sem voru að vinna verk, sem Dagsbrúnar- menn hafa aldrei komið nálægt og kom því ekki verkfallinu við. Hingað er komið 8000 smá- lesta olíuskip með farm til olíu- fjelaganna. Eins og venja er t.il þegar þetta stór skip koma hingað, var byrjað á því að ijetta skipið og taka hluta af farmi þess í smærri skip, áður en það færi inn á Skerjafjörð. Var dælt olíu í Skeljung og unnu að því eins og vant er skipverjar einir, sem eru í sjó- mannafjelögunum, eða vjel- stjórafjelögunum, sem ekki eiga í neinu verkafalli. Er hjer um eina ofbeldistil- raun kommúnista að ræða, sem fara nú að gerast æði tíðar, ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.