Morgunblaðið - 02.07.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.07.1947, Blaðsíða 1
S4. árgangur Ísaloldarprentsmiðja h.l. 145. tbl. — Miðvikudagur 2. júlí 1947 s Komm unistar svívirða vinaþjóð Islendinga: S yttc Snorra fór aftur til Noregs Kaffiskammiurbin 95 grömm á mánuðí KAUPMANNAHÖL N í gærkvöldi. Einkaskeyti til Moigunblaðsins. VEGNA erfiðs gjaldeyrisástands, var í dag enn hert á vöru- skömmtunmni í Danmörku. Gerir stjórnin sjer vonir um að bæta verslunarjöfnuðinn um 75 milljón krónur, en auk ofan- greindra ráðstafana, er almennt biíist við því, að innflutningur verði minnkaður til muna. Minna kaffi. Samkvæmt vöruskömmtunar- ákvæðunum nýju verður kaffi- skammturinri minnkaður niður í 95 grömm á mánuði, en te- skammturinn í 38 grömm. I’ynnri rjómi. í stað helmings. hins venju- lega smjörskammts verður nú látið jafnmikið margaríni frans brauðsskammturinn minnkaður um helming og tóbaksnotkun næstu þrjá mánuði minnkuð um 40 prósent. Þá verður öl og benzínskammtur og minkaður, en ennþá ekki ákveðið um hvað mikið. * Rjómi verður framvegis þynnri, e'n meira byggi blandað í brauðið. Tillögur um herdyrk Sameinuðu þjóðanna New York í gær. SAMKVÆMT beiðni öryggis ráðsins, hafa Bretar, Banda- ríkjamenn og Frakkar nú kom- ið fram með tillögur um vænt- anlegan herstyrk Sameinuðu þjóðanna. Tillögur Breta fela í sjer minnstan herstyrk, en tillögur Bandaríkjamanna mestan. Vilja Bretar að S. Þ. hafi 1200 flug- vjelar, 6 til 8 herdeildir og um 120 herskip. Bandaríkin fara hins vegar fram á yfir 3,000 flugvjelar og 20 herdeildir. Engar tillögur hafa borist frá Rússum. — Reuter. ttast m !íf sitt Budap'est í gærkvöldi. DESZO SULYOK, leiðtogi ungverska þjóðþingsflokksins gekk af fundi í þinginu í dag, eftir að hafa sagt: „Jeg er ekki lengur öruggur um líf mitt. Þið ætlið að gefa Rússum tækifæri til að handataka mig“. Mikill hávaði varð í þinginu, er hann rjeðist á þriggja ára efnahagsáætlun stjórnarinnar, en í ræðu sinni hjelt hann því fram, að hún grundvallaðist á algeru ófrelsi. Matarskorfur háir Ruhrframleiðsl- unni Berlín í gær. PAKENHAM lávarður, her- námsmálaráðherra Breta, sagði í Köln í gær, að verkamenn á bresk-bandaríska hernámssvæð inu í Þýskalandi gætu ekki bú- ist við auknum matarskammti, fyr en ráðstefnu utanríkisráð- herra þríveldanna í París væri lokið. Lávarðurinn ljet þess getið að hjá því gæti ekki farið, að ráðherrarnir tækju vandamál Þýskalands til meðferðar. Þá lýsti hann því og yfir, að ekki mundi mögulegt að auka fram- leiðsluna í Ruhr fyr en matar- skammtur almennings þar yrði aukinn. — Reuter. FLÓTTAMENN FRÁ HERNÁMSSVÆÐI RÚSSA. Frankfurt: — Þúsundum sam- an flykkjast nú menn frá hernáms svæði Sovjetríkjanna yfir á her- námssvæði Bandaríkjanna. Þeir hafa þá sögu að segja7 að þeir hafi verið þvingaðir til að vinna í uraniunámunum, samkvmt skipun, sem gefin hefur verið út til þýskrá uppgjafahermanna. ÞJÓÐVERJAR HEIMSÆKJA TRUMAN. Washington: — Hópur þýskra manna úr þýsk-ameríska fjelag- inu, undir forystu formanns Steuben-fjelagsskaparins og Otto Hauser, formanns þýskalands- hjálparinnar, mun heimsækja Tru man á næstunni og biðjast skýr- inga á tillögum Hoovers til við- reisnar Þýskalandi. Hauser segir, að skjót viðreisn sje nauðsynleg til að stemma stigu fyrir komm- únismanum í Þýskalandi. Drottning og Elizabeth Englandsdrottning og dóttir hennar, Margareth prins- essa, heimsóttu nýlega vörusýn- ingu í London. Á myndinni sjest prinsessan vera aö horfa í smá- sjá, en móöir hennar stendur fyrir aftan hana. Mðlolov fær 24 klst. fresl París í gærkvöldi. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Breta og Frakka gáfu Molotov í dag 24 klukkustunda frest, til þess að hafna eða samþykkja tillögur þeirra um aðstoðartil- boð Bandaríkjanna. Bidault, franski utanríkisráð- herrann, lagði fram tillögur um hjálpartilboðið, sem nálguðust að ýmsu leyti tillögur Molotovs um sama efni. Bað rússneski utanríkisráðherrann þá um frest til kl. 3 á morgun (mið- vikudag), til þess að kynna sjer frönsku tillögurnar. . Frakkar munu líta svo á, að Evrópulöndin verði nauðsyn- lega að leggja fram skrá yfir nauðsynjar þær, sem þau helst skortir, auk þess sem gerð verði áætlun um framleiðslumögu- leika hvers einstaks lands. Ráðherrarnir munu aftur koma saman til fundar á morg- un (miðvikudag). — Reuter. Einn fersf í flug- slysi Lousiana í gærkvöldi. EINN' maður mun hafa látið lífið, en fjögurra er saknað, eft- ir að flugvjel hrapaði til jarðar í dag, fimm kílómetrum fyrir sunnan Sibley í Lousiana. Lögreglan á staðnum segist ekki ennþá vita deili á flugvjel- inni, en líklegt er talið, að hún hafi tilheyrt bandaríska flug- hernum. — Reuter. Stjórn Dagsbrúnar hindraði mú ofbeídishótunum ú styttan kæmi á land hjer HÖGGMYNDIN af Snorra Sturlusyni, sem norska þjóðin gaf íslendingum og sem Olav ríkisarfi Norðmanna ætlaði að af- hjúpa í Reykholti á Snorrahátíðinni þann 20. júlí næstkom- andi, fjekkst ekki sett á land hjer fyrir ofbeldishótunum kommúnista og fór Lyra, sem kom með styttuna, aftur til Noregs í gær með hana. tlafa kommúnistar í Dagsbrún á fádæma fruntalegan hátt sýnt frændþjóð vorri, Norðmönnum, lítilsvirð- ingu, sem meginþorri íslensku þjóðarinnar mun kunna þeim litlar þakkir fyrir heldur fordæma. Er nú ekki hægt að vita nema, að Snorrahátíðin, sem fyrirhuguð var í Reykholti fari út Um þúfur, en á þeirri hátíð ætluðu um 80 Norðmenn, sem hver um sig standa framarlega í norsku þjóðlífi, að heiðra íslcnsku þjóðina með nærveru sinni og æðstu menn Norðmanna, krón- prinsinn, Gerhardsen forsætisráðherra, Langc utanríkis- ráðherra, þingforsetar norska Stórþingsins höfðu tilkynt komu sína hingað. Hótuðu afgreiðslubanni á Lyru. Nokkrum dögum áður en Lyra kom fór Guðlaugur Rosinkranz, sem er framkvæmdarstjóri íslensku Snorranefndarinnar þess á leit við Dagsbrúnárstjórnina, að skipa mætti styttu Snorra hjer á land þrátt fyrir verkfallið með tilliti til þess, að hjer væri um að ræða gjöf frá einni vinaþjóð til íslensku þjóðar- innar og gæti því ekki verið að það skapaði fordæmi, að styttan yrði sett hjer á land, eða gæti á annan hátt haft nein áhrif á vinnudeiluna. Dagsbrúnarstjórnin svaraði þá, að nægur tími væri að tala um þetta eftir að skipið væri komið. En í gær gaf Dagsbrúnarstjórnin svar sitt, sem var á þá leið að hún þverneitaði að skipa mætti styttunni á land og hótaði jafnframt, að sett yrði afgreiðslubann á Lyru í fram- tíðinni og skeyti yrði sent til Noregs með tilmælum um, að afgreiðslubann yrði einnig sett á skipið þar, ef nokkur hlutur yrði hreyfður í skipinu til að setja hjer á land eða annarsstaðar í landinu. Skipstjóranum skrifað hrjef. Dagsbrúnarstjórnin skrifaði skipstjóra Lyru frekt hótunar- brjef, þar sem honum var tilkynt það, sem hjer að framan greinir, hótaði með ofbeldi, ef ekki yrði farið að fyrirmælum Dagsbrúnarstjórnar. Afrjeð skipstjórinn því að halda áætlun skipsins og fór úr höfn um 6 leytið í gærdag. Skömmu áður en skipið lagði úr höfn fór Guðlaugur Rosin- krinz um borð til skipstjórans á Lyru og bað hann að afhenda Shetelig prófessor í Bergen pappírana yfir styttuna aftur. Það mun hafa verið um það leyti, sem hingað til landsins barst frjett um það frá Noregi, að Shetelig prófessor hefði gengist fyrir því ásamt norska sendiherranum á íslandi, að norsk söfn gæfu hingað góðar gjafir til Þjóðminjasafnsbyggingarinnar. Kom ekki verkfallinu við. Þetta ofbeldisvérk kommúnista í Dagsbrún mun lengi í minn- um haft. Það er greinilegt, að það gat ekki komið vinnudeilunni við þótt stytta Snorra Sturlusonar kæmi hjer á land. Það hefir verið haft við orð, að verkfall kommúnista væri pólitískt og hefir nú fengist fyrir því sönnun, því ekki gat það á neinn hátt sakað hagsmuni verkamanna, að höggmyndin kæmi á landi í Reykjavík. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.