Morgunblaðið - 04.07.1947, Page 10
1»
MORGUHBLAÐIB
Föstudagur 4. júlí 1947
Á FARTINNI
cJteynltögrefftuiaffa ejkir jf^eter (^tieWFlCU
49. dagur
,,Þú skalt ekki vera að draga
dár að mjer, Lemmy“, segir
hann. „Jeg varð að hlýða fyr-
irskipunum. Júlía Wayles vildi
hafa það svona og hún átti að
ráða. En hver skyldi nú eiga
að ráða?“ segir hann og gef-
ur mjer hornauga.
„Það er ekkert út á Júlíu að
setja", segi jeg. „Hugmynd
hennar var góð, en hún kunni
bara ekki að framkvæma hana.
Það hefði alt verið í lagi' ef
hún hefði ekki farið á hak við
mig. En samt fór það nú svo
að vegna þess komst jeg á snoð
ir um alt saman og fann bóf-
ana“.
„Það getur vel verið", segir
hann. „En jeg held nú samt að
það hafi verið rangt að leyna
þig nokkru“.
„Heyrðu nú, Herrick11, segi
jeg. „Þessi Júlía Wayles er ekki
aðeins lagleg stúlka, heldur er
hún líka greind. Ef alt hefði
farið_eins og hún gerði ráð fyr-
ir, þá hefði hún farið út úr
þessu með sóma, og þú líka“.
„Hvað áttu við með því?“
segir hann.
„Það er deginum ljósara“,
segi jeg. „Reyndu að gera þjer
grein fyrir því sjálfur. Rudy
kemst á snoðir um það, að
stúlka, sem heitir Júlía Wayles
og er í leyniþjónustunni, er á
höttunum eftir honum og fje-
lögum hans. Einhver telur hon
um trú um að hún geti flett
ofan af þeim. Þá fær hann á-
gæta hugmynd. Hann afræður
að ræha henni. Þá getur hann
máske komist að því hvort hún
veit nokkuð og að minsta kosti
hefir hann ráð hennar í hendi
sjer, og þykist munu geta not-
að það til þess að komast að
samningum, ef illa ætlar að
fara“.
Hann kinkar kolli til merk-
is um að hann skilji þetta.
„Jæja, svo ræna piltar hans
annari stúlku í misgripum. Þeir
ræna Karen í staðinn fyrir að
ræna Júlíu. Og þeir urðu ekki
feitir á'því að ná í hana. Hún
hafði bókstaflega enga hug-
mynd um það að Júlía væri í
leynþjónustunni, og í öðru lagi
þá er hún svo heimsk, að það
er sárgrætilegt. Hún er bara
snoppufríð, en maður gleymir
því alveg þegar hún fe rað tala.
En Rudy vissi ekki um mistök-
in. Hann sendir hana til vinar
síns Max Schribners og segist
svo koma- með næstu ferð til
að ráðstafa henni. Júlíu frjett-
ir þetta að Karen hefir verið
rænt og að hún hefir verið flutt
til Englands. Þá kemur henni
gott ráð í hug. Hún fer hing-
að og hefir með sjer stúlku,
sem er alvön tuskinu — stúlku
sem er kölluð Dodo Malendas.
Júlía veit það að Schribner hef
ir aldrei sjeð Tamara og þess
vegna sendir hún Dodo til hans
sem Tamara Phelps. og Schribn
er lætur fleka sig. En svo kem
ur hitt bragðið hjá Júlíu, að
gera leynilögreglumann út af
örkinrti til þess að leita að hinni
rændu Júlíu Wayles. Jeg er
ekki.við, svo að Charlie Milton
er fenginn til þess arna. Eftir
fyrirmælum frá Júlíu er hann
sendur til þín, og þú segir hon
um að hann verði að byrja á
því að finna Schribner. Er það
ekki rjett?“
„Það er rjett“, segir hann.
„En jeg skil ekki enn“.
„Það kemur að því að þú skil
ur“, segi jeg. „Þetta er einmitt
þungamiðjan í ráðagerð Júlíu.
Hún hjelt að Schribner mundi
verða hræddur þegar leyrrilög-
reglumanni væri sigað á hann.
Hún hjelt að hann mundi gugna
og ráðfæra sig við Tamara
Phelps. Þannig ætlaði hún að
komast að því hvar Karen væri
niður komin. Og þegar hún
hafði komist að því þóttist hún
mundu hafa ráð bófanna í hendi
sjer“.
,Nú skil jeg“, segir Herrick.
„Þetta var ekki svo afleit ráða-
gerð. En hún varð nú samt ekki
að neinu gagni“.
Þá hlæ jeg beint upp í opið
geðið á honum.
„Það var mjer að kenna“,
segi jeg. „Það var vegna þess
að jeg sagði Schribner frá því,
að þessi Tamara, sem hann hjelt
að væri. væri engin önnur en
Dodo Malendas. Afleiðingin
verður sú, að Rudy Zimman
lætúr ræna Dodo og ætlar að
pína hana til sagna. Og hún
verðyr til þess að segja hon-
um frá misgripunum, að það
sje Karen en ekki Júlía, sem
þeir höfðu rænt. Og hún segir
honum einnig frá því að hún
sje í þjónustu Júlíu Wayles,
sem sje komin hingað til þess
að laupa þeim lambið grá“.
Herrick kinkar kolli. Það er
nú að renna upp Ijós fyrir hon-
um.
„Jeg komst að því að Dodo
hafði farið á fund Tamara“,
segi jeg. „Og þá vissi jeg að
þeir mundu hafa hrætt hana
til þess að leysa frá skjóðunni.
Svo náði jeg í Dodo og fjekk
hana til að segja mjer ýmis-
legt. Það besta af því, sem hún
sagði, var það, að Lorella Ow-
en væri Karen Wayles. En svo
áskotnaðist mjer meira. Jeg fór
að finna Tamara. Og hún hafði
langa sögu á reiðum höndum.
Húp sagðist vera orðin þreytt
á Rudy og gjarna vilja koma
sjer út úr þessu. Hún sagði
mjer ýmislegt um samband
þeirra Rudy, og það er líka
góð .saga. Hún sagðist skyldu
sanna mjer það að hún væri
einlæg með því að láta mig vita
hvar Júlía Walyes væri niður
komin. Með öðrum orðum: hún
var fús til þess að framselja
mjer Karen Wayles. .... Þá
skyldi jeg hvað þau ætluðust
fyrir. Dodo hafði frætt þau um
það að þau hefði rænt stúlku
í misgripum og nú var um að
gera að ná í þá rjettu. Támara
býðst til að framselja Karen,
og þá þykist hún vera laus við
mig. En svo átti ekki að bíða
boðanna. Það átti að ræna frú
Lorella Owen eða Júlíu á með-
an jeg færi að sækja Karen.
Þannig ætluðu þau að leika á
okkjir og ná tilgangi sínum.
Skilurðu nú?“
Hann blístrar. „Þetta er ekki
svo vitlaust“, segir hann.
„Nei, það er langt frá því
að vera vitlaust“. segi jeg. „En
jeg sá við þeim. Jeg fjekk Calla
ghan til að senda nokkra menn
’ heim til frú Owen, og þegar
hóígr Zimmans komu þar voru
þeir allir teknir fastir og þú
getur gengið að þeim vísum á
annari hæð þar í húsinu. Var
það ekki laglega af sjer vikið?“
Hann hlær hátt.
„Altaf ertu eins, Lemmy“,
segir hann, „nema hvað þjer er
altaf. að fará fram í brögðun-
um“.
„Vogun vinnur og vogun taþ
ar“, segi jeg. „En til þess að
orðlengja þetta ekki, þá er best
að ieg segi þjer að Nikolls og
piltar hans rændu Júlíu. Hún
hjelt að þetta væru bófar Zimm
ans. Þeir fluttu hana á vísan
stað og á meðan náði jeg í Kar
en. Segðu svo að ekki sje alt
í lagi. Hvað, gamli vinur?“
„Sjáðu“, segir hann þá,
„þarna koma vinir þínir, Tam
ara og Rudy Zimman“.
Lögregluþjónarnir koma með
hóp af bófum og fara að troða
þeim upp í bíla sína. Meðal
þeirra er Tamara, og hún er
einsjig drottningin af Saba úti
í stórhríð. Hún er hlekkjuð við
háan mann — Rudy Zimman.
Jeg geng þangað. <.
„Halló, Tamara“, segi jeg.
„Hvað gengur nú á? Mjer þykir
leitt að sjá að þjer hafið komið
yður í nýja klípu. Hvað hafið
þjer nú gert — stolið gulltönn-
um úr barni eða brotið sótt-
varnarlögin? Þjer verðið að
fara varlega, annars skal jeg
segja Hitler frá þessu og þá
verður hann vondur“.
„Óþokkinn yðar“, hvæsir
hún, „Þjer — skriðkvikindi •—
kynblendingur grænna högg-
orma — lúsablesi — flaðrandi
ístrumagi — skoffín — ■—“
Hún kallar mig ýmsum fleiri
gælunöfnum, sem jeg hirði
ekki að greina.
„Þjer hafið fengið makleg
málagjöld, Virginia“, segi jeg.
„Jeg heiti ekki Virginia,
kvikindið---------“
„Jeg veit það“, segi jeg. „En
langamma mín hjet Virginia
og þjer minnið mig á hana, þótt
hún væri miklu unglegri. En
nú skuluð þjer hafa yður hæga
því bjer hafið nógan tíma til
þess^að liggja á meltunni“.
Zimman segir: „Þjer hælist
um Caution. Þjer hafið nú bor
ið hærra hlut, en einhvern tíma
skal jeg launa yður þetta. Og
þá skal jeg ekki hlífa yður.
Jeg skal kreista úr yður líftór-
una“.
„Hvað heldurðu að þú get-
ir apakötturinn þinn?“ segi
jeg. „Þú færð ekkert tækifæri
til þess. Fyrst og fremst fáið
þjer nú fimtán ára fangelsi og
að því loknu fæ jeg yður dæmd
an á Alcatras til nokkurra ára.
Það hefði verið betra fyrir yð-
ur að fæðast aldrei heldur en
lenda í klónum á mjer. Farið
þið svo' í grábrókarhald bæði
tvö“.
Bíllinn ekur á stað. Jeg stend
þarna og horfi á eftir aftur-
ljósinu og er að hugsa um
hvernig fangabúningurinn
muni fara Rudy.
Herrick segir: „Jeg vænti
þín á morgun. Jeg þarf margt
við þ.ig að tala“.
BEST AÐ AUGLYSA
I MORGÍINBLAÐINU
GULLNI SPORINN
Eftir Quiller Couch.
28.
geta skilið gleði mína, þegar jeg í hnakktöskunni fann
töluvert af gullskildingum.
Skifti mín við höfuðsmanninn höfðu borið góðan ár-
angur, því fyrir þá fimm til sex gullpeninga, sem jeg
hafði fleygt á götuna, hafði jeg fengið næstum 30 ster-
lingspund og til viðbótar þennan dásamlega hest. Jeg var
í ágætis skapi, er jeg hjelt áfram ferð minni.
Þó hafði jeg engan löngun til að halda áfram alla nótt-
ina, enda var kalt úti, jeg var ókunnugur þarna og eng-
inn maður var sjáanlegur. Jeg varð því mjög glaður, þeg-
ar jeg ofan af hæð nokkurri kom auga á hús með skærum
ljósum í öllum gluggum.
Húsið reyndist vera veitingahús, þó ekki af betri end-
anum. Jeg reið upp að því, steig af baki og barði að
dyrum.
Mjer til mikillar furðu var strax lokið upp, og jeg sá
tvo menn standa í ganginum fyrir innan.
„Jeg heyrði f hestinum, höfuðsmaður", sagði annar
þeirra. „Heyrðu .... Nei, hver skollinn hefur nú komið
fyrir?“
„Ef þið eruð húsráðendur hjerna“, ’svaraði jeg, „þá
ætla jeg að biðja ykkur um tvo hluti — í fyrsta lagi að
vera svo lítið kurteisari í tali og öðru lagi að láta mig
fá gott herbergi“.
„Og hvorug bónin skal þjer verða veitt“.
„Það stendur þarna á skiltinu, að þetta sje opinbert
veitingahús“.
„Já, en hjer er alllt yfirfullt“.
„Jeg er handviss um, að þú lýgur“.
Mjer fjell svo illa við framkomu þessara náunga, að
mjer kom til hugar að stíga á bak á nýjan leik og halda
áfram ferð minni, en á sama andartaki heyrði jeg að kona
var að syngja uppi á lofti. Það enginn vafi á því, að þetta
var rödd stúlkunnar, sem jeg hafði hitt í Hungerford.
Jeg sneri mjer því aftur að mönnunum, og brá nú öðru
sinni. Sá þeirra, sem þagað hafði til þessa, teygði sig nú
fram úr skugganum og starði á hest minn. Erfitt var að
sjá vel framan í hann, en þó hefði jeg getað svarið, að
— Má Pjetur koma út að
leika sjer.
★
— Þegar maður segir hálf-
ur, hvort meinar maður hálf-
fullur eða hálf tómur?
Flóðhestur, sem á hálfbróður.
★
— Af hverju speglar þú þig,
Andrjes?
—Jeg ætlaði bara að sjá
hvernig jeg liti út ef jeg hefði
verið tvíburi.
★
— Hvað myndirðu gera Lísa
ef jeg kyssti þig?
— Kalla á pabba.
— Þá þori jeg það ekki.
— Vertu óhræddur, pabbi er
ekki heima.
★
Ritstjórinn: — Hafið þjer
öðrum blöðum?
Skáldið: — Nei.
Ritstjórinn: — Það er ágætt.
Kanske þjer hafið þá einhvern
sjans.
★
— Hversvegna hefur þú sagt
skilið við Geir gamla vin
þinn?
— Hversvegna? segir þú. —
Jeg hafði heyrt, að hann hefði
verið á eftir konunni minni.
— Nú — og hvað svo?
— Nú og svo gat hann ekki
gifst henni.
★
Stytsta giftingarathöfn fór
fram nýlega á giftingarkontórn
um í borginni Milwaukee x
B andarík j unurn.
— Viltu hann? spurði fóget-
inn.
— Já.
— Viltu hana?
— Já.
— Gift. Tveir dollarar.
★
Prófessor, sem rannsakaði
það3 hefur komist að því, að
meðal orðaforði kvenna er
minna en þúsund orð. En hann
bætir við: — En þær hafa að
minsta kosti 30 tónbrigði a£
hverju orði. ^