Morgunblaðið - 05.07.1947, Page 6

Morgunblaðið - 05.07.1947, Page 6
8 MORGXJ'KBiiAÐIÐ Laugardagur 5. júlí 1947. I Útg.: H.f. Árvakur, Rr-ykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. f lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Þeir eru eins hjer sem þar AÐFARANÓTT þess 22. júní 1941, var lokið hinni póli- tísku einangrun íslands. Menn veittu þessu ekki athygli fyrri en seint og síðarmeir. Það var á því eftirminnilega augnabliki, er slitnaði uppúr vináttu Hitlers og Stalins. Þetta breytti gersamlega aðstöðunni í styrjöldinni, eins og öllum er minnisstætt. En þá kom það í fyrsta skifti í Ijós að sá hluti hins alþjóðlega flokks kommúnista, sem hefir íslenskan borg- ararjett, var ekki nema angi af kommúnistaflokki allra landa. Svo gersamlegá sýndu hinir íslensku kommúnistar hlýðni við þær fyrirskipanir, er þeir, sem öðrum flokks- mönnum voru gefnar. Fram til síðustu ára höfum við íslendingar litið svo á, sem við hefðum stjórnmál okkar útaf fyrir okkur. Við hefðum okkar vandamál að leysa. Þau kæmu ekki öðrum við. Og annara mál væru okkur óviðkomandi. Frá því augnabliki, sem einn af stjórnmála flokkum landsinsær ekki sjálfstæður flokkur, heldur deild úr al- þjóðasamtökum, og fylgir í blindri hlýðni þeim fyrir- mælum, sem koma frá erlendum yfirboðurum geta ís- lensk stjórnmál, á hvaða augnabliki sem er, orðið þáttur úr átökum og togstreytu, sem ná til annara þjóða, og eru rekin án nokkurs tillits til þess, sem íslensku þjóðinni hentar. Þegar íslenskir kommúnistar efna til verkfalla, og segj- ast gera það í því skyni, að bæta hag íslenskra verka- manna, þá trúa því ýmsir í dag að hjer sje verið að vinna að íslensku máli, hag íslenskra manna, hvort þeir fái meira eða minna að bíta og brenna. Ýmsir menn eru ekki enn farnir að setja verkföll þau, sem kommúnistar stofna hjer til, í samband við það sem samtímis er að gerast í öðrum löndum. Aðgerðir hinna íslensku kommúnista undanfarnar vik- ur hafa þó orðið til þess, að þeim fækkar óðum sem átta sig ekki á hvernig verkfallsbrölt kommúnistanna hjer, er í beinu sambandi við aðgerðir sama flokks annarstaðar í heiminum. Sá hluti kommúnistaflokksins, sem á heima fvrir vestan „Járntjaldið“ hefir það á stefnuskrá sinni, að eyðileggja fjárhag og lífsafkomu þjóða þeirra sem hafa ekki gengið Rússum á hönd eða eru ekki komnar undir hið rússneska ok. Þar er það stefna þeirra að auka á dýrtíðina, eftir því sem þeir frekast geta. En afleiðingarnar af mikilli dýrtíð og lágu peningagildi verða, og hafa orðið, fyrst og fremst þær, að verkafólk lendir í háskalegu atvinnuleysi, og verður að líða margskonar skort. Þegar svo er komið, er áróðurinn fyrir hinu austræna lýðræði magnaður um allan helming. Því kommúnistar líta svo á, að eftir því sem hinar vinnandi stjettir þjóð- anna hafa við verri lífskjör að búa eftir því geti þær orðið tilleiðanlegri, til þess að afsala sjer frelsi sínu og mann- rjettindum, á sama hátt og þær þjóðir hafa orðið að gera sem lúta hinu austræna valdi. Meðan á verkföllunum hjer hefir staðið, hefir málgagn kommúnista þrásinnis skýrt frá því, að kommúnistum í Frakklandi miði áfram, í skemdarstarfsemi sinni þar. En þar vinna þeir einbeittlega að því, að draga stjórnar- taumana hækka dýrtíðina og þar með torvelda heilbrigt atvinnulíf í lanainu, í þeirri von að þeim muni takast að koma áhrifum sínum betur fram, þegar komið er almennt og algert fjárhagshrun í landinu. Til þess að skilja aðgerðir,hinna íslensku kommún’sta í verkfallsmálum og aðrar athafnir þeirra til fulls, er það nauðsynlegt að veita því athygli, og gefa því gaum sem flokksbræður þeirra erlendis eru að bjástra við. Ef það er ekki tekid með í reikninginn, er hætt við að margir éigi erfitt með að átta sig á því, sem íslenskir kcmmúnistar aðhafast, ' '\Jiluerji ólripar: ÚR DAGLEGA LlFINU Pestinni boðið heim. HUGSANDI menn í bænum hafa miklar áhyggjur af því, að ekki skuli vera hreinsað sorp við hús manna núna um hásumarið. Ástæðan fyrir því er kunn. Það er verkfallið, en svo hlálega vill til, að það er ekki af því að sorphreinsunar- menn sjálfir sjeu í verkfalli, heldur stafar það af því, að það fæst ekki bensín á hreins- unarbílana. Hjer er því miður um meira en hneykslismál að ræða, því með því að láta sorpið safnast fyrir í bænum er bókstaflega verið að bjóða pestinni heim. • Sóttkveikjur — maðkar og rottur. FYRIR alllöngu síðan var ráð inn til bæjarins ungur og efni- legur læknir, dr. Jón Sigurðs- son, til að koma heilbrigðis- málum bæjarins 1 lag. Hugðu margir gott til þessarar ráð- stöfunar. í gær sneri jeg mjer til dr. Jóns og spurði hann hvernig honum litist á þetta á- stand, að ekki skuli vera hreins að sorp í bænum. „Illa líst mjer á það“, var svarið. „Sóttkveikjur hljóta að magnast gríðarlega. Maðkur kviknaj og flugum og rottum fjölgar ískyggilega mikið. Sjúk dómshættan eykst einkum, þeg ar smábörn eru að leikjum í námunda við fleytifull sorp- ílát, róta þá e. t. v. í sorpinu með fingrunum og setja síðan upp í sig, eins og börnum er tamt. Jón Sigurðsson hef- ir ekki heilbrigðis- eftirlit. „EN HINSVEGAR ber jeg ekki ábyrgð á heilbrigðiseftir- litinu í bænum“, segir Jón Sig urðsson. Varð jeg satt að segja dálítið hissa á þeirri yfirlýs- ingu hans, því jeg vissi ekki betur, en að hann hefði verið ráðinn til þess. „Jeg hefi enn ekki tekið að mjer að sjá um sorphreinsunina, eða hafa eftir lit með mafvælaverslunum, veitingahúsum, e. þ. h. — Hver annast þau störf?“ spurði jeg Jón. — Þeir sömu og áður, hjer- aðslæknir, Ágúst Jósefsson og heilbrigðislögreglan. „Strax og verkfallið er búið“. i DR. JÓN SIGURÐSSON sagði, að sjer væri kunnugt um, I að strax og verkfallinu væri lokið myndu verða gerðar ráð- j stafanir til, að fá nógu marga ( menn til að hægt væri að hreinsa sorpið í bænum á stuttum tíma. Það er útaf fyrir sig virð- ingarvert, að bæjaryfirvöldin eru vakandi fyrir þeirri nauð- syn, en krafa bæjarbúa hlýt- ur að vera sú, að sorphreins- unarbílar fái nú þegar nægjan legt bensín til að sorphreinsun- armenn, sem ekki eru í verk- falli geti unnið sitt starf. Það getur ekki verið í þágu verkfallsmanna, að bærinn fyllist af rottum og óþrifnaði og að sýkingarhættan sje auk- in svo gífurlega í bænum, að í hreinan voða sje stefnt. • „Þjóðvörn“ í skóg- artúr. • HVAR ERU nú hinir sjálf- kjörnu „útverðir íslensks þjóð- ernis og menningar", sem hæst hefir látið í stundum, spyrja menn í sambandi við styttu- hneyksli kommúnista. Hvar er Þjóðvarnarfjelagið mikla? — í skógartúr með for- manninum, segja gárungarnir. Hvar eru stúdentarnir? spurði Sigurður frá Veðramóti í Morgunblaðinu í gær. — Ekkert svar. Dýrt að vera gras- æta. SENNILEGT má telja, að Bretar verði ekki eins hrifnir af bananaræktinni á íslandi, er þeir heyra verðið. Það er að vísu langt síðan að þeir hafa fengið tækifæri til að kaupa þá, en að þeir fáist til að borga 5 krónur fyrir stykkið af þeim er vafasamt. En það er ekki til neins að vera að tala um ávaxtaræktun á íslandi eins og er. Það getur verið gaman að því, að gera sjer það til dundurs, að rækta suðræna ávexti, en svo er það búið. Það þarf ekki annað en að sjá hvað það er dýrt að jeta gras og grænmeti. Það er dýrt að vera grasbít- ur á Islandi. • We have no bananas! NOKKUR BRESK blöð hafa undanfarið birt rosafrégnir um, að nú væri hægt að fá nóg af bönunum frá Islandi. Merkt blað, eins g Yorkshire Post. skrifar alllanga grein um málið og skýrir út hvernig á því standi, að íslendingar geti framleitt þenna lostæta ávöxt. Það er vitanlega hverahitinn, sem veldur því. Auðsjeð er á öllu, að einhver sem hjer hefir verið, hefir hlaupið með þessa bananasögu. En hætt er við, að það verði að bíða enn um stund, að Bretar fái að kitla bragðlauka sína með íslenskum banönum. Fyrir allmörgum árum var dægurlag eitt mjög vinsælt „We have no bananas“. Firma eitt hjer á landi, sem fjekk fyrirspurn frá Englandi um hve mikið það gæti fengið af þess- um ávexti og bað um sambönd, skrifaði aftur: „We have no bananas“. MEÐAL ANNARA ORÐA Marshall ræðir um ulanríkismál MARSHALL utanríkisráð- herra Bandaríkjana lýsti því yfir fyrir öldungadeildinni. að hann teldi það hafa meginþýð- ingu ,að aðrar þjóðir gætu skil ið friðsamlegar fyriráetlanir Bandaríkjanna. Hann lýsti því yfir, að stjórn málastefnur og athafnir Bandaríkjana væru oft mis- skildar og færðar úr vegi er- lendis. Hann skoraði á þingið, að samþykkja sem fyrst reglu- gerð um stöðuga upplýsinga- deild. Utanríkisnefnd öldungadeild ar hefur nú til meðferðar Mundt-frumvarpið, sem að fulltrúadeildin* hefur samþykt. Með því frumvarpi gengu í gildi víðtæk nemenda og kenn- araskifti milli Bandaríkjanna og Evrópu. Einnig væri þá haf- ist handa um að koma banda- rískum bókasöfnum upp í öðr- um löndum. Staðreyndum hef- ur oft verið snúið við. — Marshall hjelt áfram. Stað- reyndir og sannleikurinn um Bandaríkin er oft látinn falla niður og jafnvel er honum oft tjlgjörlega rangsnúið. Athafnir okkar eru alls ekki altaf svo skýrar að fólk geti skilið hina rjettu meiningu þeirra og því þurfum við að fá ofurlítinn skilning frá öðrum þjóðum. Starfandi og sterk upplýs- ingadeild með útbú um allan heim, yrði mjög þýðingarmik- ill liður í utanríkisviðskiftum okkar. Sem svar við spurningu, sagði Marshall, að eins og al- heimsstjórnmálunum væri nú háttað, væri það augljóst, að Bandaríkin ættu í miklum erj- um nú sem stendur, og ef mink uð yrði upplýsingarstarfsemin, væri það hið sama og að af- vopna her í styrjöld. Marshall sagði, að skifting á tæknilegum sjerfræðingum gæti orðið þýðingarmikill þátt- ur í að skapa Bandaríkjunum álit meðal annara þjóða. Einn- ig benti hann á að eitt aðal- starf bókasafna ætti að vera að kynna verklegar framfarir í Bandaríkjunum. Utanríkisráðuneyti Banda- ríkjanna hefur fengið beiðnir frá mörgum erlendum ríkis- stjórnum um að fá bandaríska tæknilega ráðunauta, en eins og málum er nú komið, er ekki leyfilegt að senda verkfræð- inga erlendis á vegum ríkisins. Barátta milli tveggja hugsjóna. Alexander Smith öldunga- deildarmaður frá New Jersey, benti á það, að upplsýingaþjón- usta ætti fyrst og fremst að bera fram bandarískan anda og áætlanir eftir styrjöldina. Hann sagði að hún ætti líka að vera gagnráðstöfun gegn andstæð- um áróðri. Heimurinn stendur í baráttu milli tveggja hugsjóna. Bar- áttu milli einræðis og hins vest ræna frelsis, sagði Smith. í þessari baráttu milli hug- sjóna ætti að leggja staðreynd- irnar fyrir fólkið, svo að ekki sje hægt að læða ósannindum þar að. Það skal fá að vita hvað bandaríska þjóðin hefur trúað á, síðan hún var stofnuð. Við ætlum að fara að leggja biljónir dollara í að reisa við Evrópulöndin, og það er þýð- ingarmikið, að þjóðirnar skilji hví við gerum það. Þjóðir veraldarinnar ættu að vita, hvað við erum að gera og hví við erum að reyna að byggja upp úr styrjöldinni frið. Coloradobjöllur í Englandi. Londonu — Tvær Coloradobiöllur fundust nýlega i grennd við Dover í Englandi. Eru garðeigendur áhyggju- fullir út af þessu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.