Morgunblaðið - 05.07.1947, Page 7
Laugardagur 5. júlí 1947.
KðRGUNBLAÐIÐ
J
Hjálpin til
A.-Eyíellinga
Alíreð Gíslason, læknir:
LAXNES-BÚIÐ
ÞAÐi hefur oft verið sett í
blöð og útvarp, þegar hlaupið
hefur verið undir bagga hjá ein-
staklingum eða sveitarfjelögum,
þá válegir atburðir ske.
Þykir mjer sæma að við Aust
ur-Eyfellingar gerum alþjóð
kunnugt, með hverjum vinar-
hug og höfðingslund Mýrdæl-
ingar rjettu okkur höndina í
vetur, þegar vikurfallið af völd-
Um Heklugossins breytti okkar
gróðursælu og byggilegu sveit í
svarta eyðimörk, og ekki var
sýnilegt þá að nokkurri skepnu
yrði lífvænt á jörð; og þótt hey
væru mikil hjá öllum þorra
bænda var sýnilegt að innistöðu
tími á fjenaði yrði svo langur,
að full óvissa ríkti um hvað nóg
yrði. Þá var það sem Mýrdæl-
ingar sýndu þann manndóm,
sem seint mun gleymast Eyfell-
ingum, og færast ætti afdráttar
laust í þann annál, sem ritaður
verður um Heklugosið 1947, til
verðugs lofs þeim ágætismönn-
úm er þá voru uppi í vestur-
hluta Skaptafellss. (Hvamms-
og Dyrhólalire'ppi). Þá var það
sem bændur í þessum híeppum
leggja fram aðstoð sína, með'
því að taka á gjöf og hagagöngu !
mikið á annað hundrað af hross
urn A.-Eyfellinga, og geta þeir
er vita Itvað slíkur hópur hrossa
þarf mikið í fullri innistöðu,
sett sig inn í það, hve stórkost-
lega hjálp var hjer um að ræða
fyrir A.-Eyjafjallasveit.
Um flutning á öðrum fjenaði
var ekki að ræða, þar sem bann
að er að flytja sauðfje og naut-
pening austur yfir Jökulsá á
Sólheimasandi, vegna sýkingar-
hættu af völdum mæði- og
garnaveiki, sem báðar hafa bor-
ist í Rangárþing, og þó að þær
plágur hafa ekki herjað okkur
fjallamenn enn þá, er það ef til
vill aðeins tímaspursmál, hve
sá friður varir lengi. Annars
mátti fyllilega heyra það á Mýr-
dælingum að þeir hörmuðu það
að geta ekki bjargað bæði fje
og kúm okkar Eyfellinga og
fullvíst er það að á því hefði
ekki staðið frá þeirra hendi, ef
áðurgreind hætta hefði ekki
verið til staðar.
En eitt er víst og hiklaust ó-
hætt að undirstrika, að það var
fjarri þeim að nota sína sterku
aðstöðu til þess að falast eftir
hrossum okkar til kaups fyrir
„slikk“.
- Þessi stórmannlega hjálp,
ásamt þeirri göfugmannlegu
hluttekningu og bróðurlega hugs
unarhætti, hefði maður getað
búis,t við að flestir hefðu þóttst
vera búnir að gera vel. En svo
var ekki með þá Mýrdælinga,
þegar farið var að vitja þessara
hrossa (sem fóðruð höfðu verið
með þeim ágætum, að sum
þeirra máttu teljast alin) og
áttu nú að rekast út í Holt til
vor- og sumarbeitar, bjóða Pjet-
urseyjar-, Nikhóls- og Eyjar-
hólabændur land á jörðum sín-
um til þess að hafa mikinn
f jölda þessara hrossa á í sumar,
aðeins þurftum við að girða
það, sem þá var gert með góðri
aðstoð þessara manna, auk þess
hafa ýmsir aðrir bændur þar í
Mýrdal hross í sínum högum
fram eftir sumrinu. Þegar til
þess kom að við Fjallamenn
ætluðum að fara að borga fóðr-
ið þá var svar Mýrdælinga
þetta: „Þið eigið ekki að borga".
Þetta sem fram hefur verið
tekið talar sínu máli, að þarna
í Mýrdalnum býr ekki fó'lk með
þrönga sjerhagsmunahyggju,
þarna búa menn og konur, sem
eiga í ríkum mæli þá göfug-
mannlegu kend, að kasta sín-
um eigin hagsmunum fyrir borð
til þess að bjarga og hjálpa með
bræðrum sínum og þó það sje
fjarri mjer að gera lítið úr eða
vantreysta okkur Eyfellingum,
þá verð jeg að draga í efa að
við hefðum verið þess umkomn-
ir að taka jafn höfðinglega á
málunum, sem þessu, ef Mýr-
dælingar hefðu þurft á slíkri
hjálp að halda.
Fyrir þessa miklu hjálp og
stórmannlegu göfuglund biðjum
við Eyfellingar þann guð sem
hrífa mun sveit okkar og hjerað
úr þeim dauðans og eyðilegg-
ingar hramm, sem gripið hefur
það um stund, að launa Mýr-
dælingum með hagsæld og
blessun sinni. Hann blessi ykk-
ar frjósama hjerað og láti tvö
grös gróa þar sem áður var
eitt. Óg um fram allt láti hann
börn ykkar og niðja erfa í rik-
um mæli það hjarta þel, sem
þið hafið nú sýnt.
A ustur-Eyfeliingur.
til Isafjarðar
Frá frjettaritara vorum á
Isafirði.
TÓNLISTARKÓRINN kom
til ísafjarðar með Esju á mið-
mikudagsmorgun. Söng kórinn
í Alþýðuhúsinu um kvöldið. Á
söngskránni voru ættjarðarlög,
lög úr óperum, tvísöngs- og ein-
söngslög.
Einsöngvarar voru Gunnar
Kristinsson, Þórunn Þorsteins-
dóttir og Svava Þorbjarnar-
dóttir.
Á eftir söng Sunnukórinn á
ísafirði og Tónlistarfjelagskór-
inn sameiginléga, þessi lög:
Söngheilsan, eftir Hándel, Ljúf-
ar ljósar nætur, eftir Jón Lax-
dal, Sunnudagskvöld, ^ eftir
Áskel Snorrason og Vor, eftir
Jónas Tómasson.
Undirtektir áheyrenda voru
með ágætum og varð kórinn að
syngja nokkur aukalög. Hús-
fyllir var og urðu margir frá
að hverfa.
Á fimmtudagskvöld endurtók
kórinn söngskemmtun sína
einnig við ágætar viðtökur. ■—
Stjórnandi kórsins er dr. Victor
Urbansehitsch.
Bæjarstjórn ísafjarðar hafði
á fimmtudag boð inni í I.O.G.T.
húsinu og fluttu þar ræður:
Sigurður Bjarnason, forseti
bæjarstjórnar, Þorsteinn Sveins
son, sem er fararstjóri kórsins
og Ólafur Magnússon, forstjóri.
Síðan var ekið í bifreiðum
um nágrenni bæjarins og hjelt
kórinn heimleiðis um nóttina
með Esju.
Var Isfirðingum mikil ánægja
að komu þessara góðu gesta.
— MBJ.
LÆKNASTJETTINNI hefur
stundum verið brugðið um tóm-
læti og afskiptaleysi, þegar um
skipan almennra heilbrigðis-
eða annarra . nauðsynjamála
hefur verið að ræða. Hvort slíkt
ámæli hefur við rök að styðjast,
skal ekki lagður dómur á hjer,
en hitt er víst, að oft hafa lækn-
ar lagt gott til slíkra mála, en
ekki æfinlega hlotið undirtektir
að sama skapi.
Tvö stórmál af þessu tagi
hafa verið ofarlega á baugi síð-
ari árin hjer í Reykjavík:
Sjúkrahúsaskorturinn' og ó-
fremdarástand mjólkurmál-
anna. Þau eru dagleg vandamál
lækna hjer í bænum og sjúk-
linga þeirra, enda klingir oft í
eyrum læknanna viðkvæði sem
þetta: en því látið þið læknarn-
ir ekkert til ykkar taka í þess-
um málum? Þið hafið þó besta
aðstöðuna til að heyja þar góða
baráttu.
Nú er það svo um mjólkur-
málið, að Reykvíkingar hafa ár-
um saman kveinað og kvartað
undan hinni ljelegu neyslumjólk
og hafa læknar sannarlega verið
með í þeim söng. Samt hefur
engu fengist um þokað, og er
mjólkurmálið þó eitt af stærstu
heilbrigðismálum bæjarins, en
öll meðferð mjólkurinnar með
þeim endemum, að ekki verður
um deilt.
Óheilnæm neyslumjólk kemur
harðast við börnin, og er hún
einkum hættuleg korna-börn-
um og þeim, sem vanheil eru.
Á næringu þessarra barna, og
þá fyrst og fremst mjólkinni,
veltur oft hvort sigrar, líf eða
dauði. Framleiðsla kúamjólkur
handa börnum krefst því sjer-
stakrar nákvæmni í allri með-
ferð, frá því að hún kemur úr
spenanum og þar til barnið fær
hana.
Þar eð sýnt þótti að engra
endurbóta í þessum efnum var
að vænta frá hálfu opinberra
valdhafa, ákvað all-stór hópur
reykvískra lækna að heíjast
sjálfir handa um framkvæmdir
til nokkurra úrbóta. Fyrir hálfu
öðru ári mynduðu þeir hluta-
fjelag í þeim tilgangi að stofn-
setja og starfrækja kúabú. —
Skyldi þar eingöngu framleidd
barnamjólk og eftir þeim fyrir-
mælum, sem um slíka mjólk
gilda. Jörðin Laxnes í Mosfells-
sveit var valin, og á síðastliðnu
sumri var aðallega byrjað á
framkvæmdum þar. Hafa fjós
og heyhlaða síðan verið reist
ásamt nauðsynlegum húsakynn-
um til mjólkurvinnslu. Tæki
hafa verið i.tveguð og nýrækt
hafin. Bústoínin hefur smám
saman verið aukinn, og í Lax-
nesi eru nú liðlega 50 kýr. Er
þegar svo komið málum, að þar
er nú framleidd heilsusamleg
barnamjólk, sem daglega er
flutt til bæjarins til dreifingar
þar.
Þetta byrjunarstarf hefur vit-
anlega ekki gengið fyrir sig
fyrirhafnar- og erfiðleikalaust.
Kaup á bústofni og tækjum,
fólkshald og byggingaíram-
kvæmdir — allt hefur þetta
boðið upp á næga erfiðleika.
En stjórn fjelagsins hefur sýnt
fádæma dugnað í lausn þessa
vanda og sjerstaka ósjerplægni,
þegar á það er litið, að þessir
læknar voru fyrirfram störfum
hlaðnir.
Enn er margt ógert í Lax-
nesi. Gagnrýninn gestur getur
hæglega tínt margt til og talið
upp, sem betur mætti fara. Sje
hann góðgjarn, gerir hann það
á sama hátt og væri hann stadd-
ur í hálfbyggðu húsi. Búið allt
er enn í smíðum.
Fjárhagurinn reyndist erfið-
ur þrándur i götu. Kaup á jörð
og bústofni, nýrækt og bygg-
ingar kosta mikið fje á þessum
tímum. Hlutafjeð hrökk ekki
til, og var þá leitað til manna
utan læknastjettar um aukið
fjármagn. Með því móti fjekkst
nægilegt fje til áframhalds. En
þörfin fyrir barnamjólk er rík
í þessum bæ. Hálft hundrað kúa
nær skammt til að fullnægja
þeirri þörf, jafnvel þótt ekki
væri sjeð fyrir mjólk handa
öðrum en ungbörnum og þeim
sem sjúk eru. Hjer þarf því enn
að koma til aukinna átaka og
það að verulegu marki.
Við læknarnir vorum ekki
allir bjartsýnir á þetta fyrir-
tæki í upphafi. Búrekstur hefur
ekki verið talinn neinn gróða-
vegur hjer á landi. Það mætti
, því augljóst vera, að við gerum
þetta ekki í gróðaskyni, heldur
af löngun til þess að koma upp
vísinum að verulegum endur-
bótum í mjólkurmálunum. —
Okkur voru ýmsir erfiðleikar
ljósir fyrir fram og bjuggumst
jafnvel við andúð eða f jandskap.
Einkum óttuðumst við í byrjun,
að stjórn mjólkursamsölunnar
mundi ekki reynast okkur hlið-
holl. Þetta fór þó á annan veg
og mættum við þar ekki öðru
en skilningi og tilhliðrunar-
semi. Aftur á móti gerðum við
ekki ráð fyrir, að bæjarbúar
myndu taka þessu tiltæki okkar
öðru vísi en vel, enda mun al-
mennt sú hafa raun á orðið. En
síðustu dagana hefi jeg orðið
var nokkurra kaldyrða í garð
Laxnessbúsins. Er auðvelt að
rekja þá andúð til eins dagblað-
anna hjer, sem síðustu dagana
hefur varið all-miklu rúmi til
lastmæla um búið.
Um hvatir blaðsins til þess-
ara skrifa er mjer ókunnugt, en
tilgangurinn er augljóslega sá,
að spilla fyrir því að áfram
verði haldið á þeirri braut, sem
læknarnir hafa lagt út á.
Mörgu þjóðnýttu máli hefur
verið hrundið í framkvæmd af
einstaklingum eða hópi ein-
staklinga, en hið opinbera tekið
við, aukið og rekið síðan. —
Þannig hefur það þrásinnis
verið um ýms mannúðar- og
heilbrigðismál. Líkt mætti
gjarna fara um það mál, sem
hjer hefur verið rætt. Liðlega
tuttugu læknar bindast samtök-
um um að stoínsetja og starf-
rækja kúabú til framleiðslu
barnamjólkur. Ekkert væri
eðlilegra en að bæjarfjelagið
gengi ir.n í slíkan búrekstur eða
yíirtæki hann með öllu, og það
því frekar sem bæjarstjórnin
virtist á síðastliðnum vetri full
áhuga á því að hrinda af stað
endurbótum í mjólkurmálunum.
Einungis með því að hið opin-
bera gángist í málið, getur þetta
komið að almennum notum, en
með því er tilgangi þeirra náð,
sem til stofnuðu.
Laxnes er vel í sveit sett hjer
í næsta nágrenni bæjarins. —
Jörðin er að vísu of lítil fyrir
stórfeldan búskap, en það yrði
líka hvaða önnur jörð sem væri.
Jeg sje ekkert því til fyrirstöðu,
að fleiri nærliggjandi jarðir
yrðu teknar til þessarrar not-
kunar, enda hægur nær, þar-
sem Reykjavíkurbær á þegar
nokkrar jarðir í Mosfellssveit
og Kjalarnesi. Landamerki má
þurrka út. Möguleikar til hey-
öflunar eru þarna nærri óþrjót-
andi og næg sumarbeit, ef ekki
er einskorað við einn jarðar-
skika. Starfið er þegar hafið í
Laxnesi. Þar og þaðan á að færa
út kvíarnar, uns nægilegt magn
hollrar barnamjólkur er fengið.
Þá er stigið fyrsta og mikil-
vægasta sporið í þá átt að koma
mjólkurmálunum í rjett horf.
Þeir hljólð e$ reyna
þefla aftur
LANDBÚNAÐAR sjerfræð-
ingur Tímaliðsins og yfir tölu
meistari Páll Zophoníasson
ráðunautur, alþingismaður,
ríkisskatta hagfræðingur m. m.
skrifaði mjög fróðlega grein í
Timann 30. maí s. I.
Sýnir hann þai' fram á það,
með sinni alkunnu rökvísi og
reikningslist, að það hafi orðið
mikill gróðavegur fyrir bænda-
stjettina þegar hið vísa Bún-
a,arþing samþykkti það haustið
1944, að gefa eftir 9.4% af því
verði landbúnaðar afurða, sem
heimilt var að reikna með sam-
kvæmt sexmanna nefndar sátt-
málanum.
Þetta kemur mjög í mótsögn
við það sem forkólfar Selíoss
hreifingarinnar og aðrir bænd-
ur hafa í fáfræði sinni haldið
fram. Vjer erum líka sannfærð
ir um að Tímamenn yfirleitt
taka mikið meira mark á Páli,
eins og þeir eru vanir að gera.
Gildir það ekki einasta kjós-
endur hins góða kjördæmis
Norður-Múlasýslu heldur Tíma
liðið yfirleitt. Nú hefir formað-
ur Búnaðarfjelags íslands og
forseti Búnaðarþings yfirstjórn
landbúnaðarmála. Má því gera
ráð fyrir, að brátt verði farið
að ráðum Páls Zop. og sá gróða
vegur bænda reyndur af bún-
aðarþingi, að gefa eftir helst
árlega 9.4% af því verði land-
búnaðar afurða, sem talið yrði
af öðrum rjettmætt að reikna
með. Þetta er því líklegra sem
telja má víst að P. Z. verði ann
að hvort í hinu nýja framleiðslu
ráði landbúnaðarins eða þá aðal
ráðgjafi þess. Er það mjög heppi
legt að svo auðfengin gróða-
lind skuli hafa fundist og
munu margir annara stjetta
menn óska bændum til ham-
ingju með þessa snjöllu upp-
finningu Páls, ekki síst þegar
það fylgir, að gróða bændanna
á að íylgja, almennur þjóð-
fjelagsgróði samkvæmt grein-
inni.