Morgunblaðið - 05.07.1947, Side 8

Morgunblaðið - 05.07.1947, Side 8
MOKGUNBLAÐIH Laugardagur 5. júlí 1947. Fjmm míRútna krossgáfan yjjj auka {jýska vöruframleiðslu SKÝRINGAR Lárjctt: — 1 sjór — 6 sendi- boði — 8 komast — 10 tónn — 11 óvarkárir — 12 tveir eins — 13 tala (erl.) — 14 fæða — 16 detta. Lóðrjett: — 2 líkamshluti — 3 barnaleikfang — 4 fanga- mark — 5 ilmur — 7 særð — 9 meðal — 10 ílát — 14 ryk — 15 eftirhermur. Lausn á síðustu krossgátu. Lárjett: — 1 sögin — 6 örn — 8 au — 10 me — 11 skamm- ir — 12 ku — 13 G. J. — 14 auð — 16 gorta. Lóðrjett: — 2 öö — 3 grimm ur — 4 in — 5 tuska — 7 verja — 9 uku — 10 mig — 14 ao — 15 ðt. ■ Vísindaíeiðangur áform- aður fii SuSurheim- skaufsins London í gær. ÞRÍR breskir vísindamenn munu fljúga til Oslo næstkom- andi mánudag, til viðræðna við norska og sænska vísindamenn um fyrirhugaðan vísindaleið- angur til Queen Maud lands í norska hluta Suðurheimskauts ins. Vísindaleiðangur þessi mun verða undir norskri yfirstjórn og meginmarkmið hans jarð- fræði og jöklarannsóknir. Leið- angurinn verður að öllum lík- indum farinn að hausti næsta ár. — Reuter. Berlín í gær. HARRIMAN, verslunarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði á fundi með blaðamönnum hjer í Berlín í dag, að hann væri kominn til Þýskalands, til þess að kynna sjer, hvort ekki væri mögulegt að auka fram- leiðslu og útflutning landsins, til þess að lækka skattbyrðar þær, sem almenningur í Bret- landi og Bandaríkjunum nú yrði að bera vegna hernáms- kostnaðarins. Landbúnaðarráðherra Banda ríkjanna, sem er með Harri- man, sagði við sama tækifæri, að hann mundi tryggja það, að að minnsta kosti 300,000 tonn af matvælum yrði sent mánað- arlega til bresk-bandaríska hernámssvæðisins. Gerði hann ráð fyrir, að með því mundi mögulegt að viðhalda 1550 hita eininga matarskammti á dag. Prins gerður heiðurs- dokfor. Stokkhólmur: — Vilhjálmur prins, yngsti sonur Gústafs Svía konungs, var nýlega gerður heiðursdoktor við Stokkhólms- háskóla. Hefur prinsinn fengist all-mikið við skáldskap og önnur ritstörf. Presfurinn kveikfi í kirkjunni New York. SJÖTÍU og þriggja ára gamall prestur í Milwaukee, Bandaríkj- unum, hefur verið sekur fund- inn um að brenna til grunna kirkju sína í janúar síðastl. Prestur þessi, sem heitir John Lewis, var sakaður um að hafa kveikt í kirkjunni, til þess að komast yfir tryggingarfjeð og fá tækifæri til að byggja nýtt og betur búið guðshús. Kirkjan var virt á 35,000 doll- ara. — Kemsley. Lokað til 21. júlí vegna sumarleyfa. Byggir h.f. Minningarorð um Herdísi Sigurð- ardóttir írá Varmalæk HERDÍS SIGURÐARDÓTTIR fæddist 19. júlí 1854, en ljest 30. mars 1947. — Þessi nýlátna merkiskona gerði garð sinn frægan um 62 ára skeið. Jeg tel því bæði skylt og maklegt að minnast hennar. — Ailir, sem lesiö hafa Njálssögu, kannast við jörðina Varmalæk í Borgar- firði. Þar 'lifði Hallgerður Hös- kuldsdóttir bestu æviár sín eftir sögunni að dæma. Annað veit aimenningur lítið um sögu þess- arar jarðar um margar aldir. En um og eftir miðja 19. öld bjó þar áberandi maður, Gestur að nafni norðlenskur að kyni. Hann var nafnkendur um allan Borgar- fjörð sökum úrvalshesta, kyns, er hann átti, og tamdi hann góð- hesta svo vel að af bar. Ekki ílentust niðjar hans á Varma- læk og eigi heldur niðjar þeirra bænda, sem þar bjuggu næst eftir hann. En árið 1884 hefst nýr þáttur í sögu Varmalækjar. Ung hjón —, Jakob Jónsson frá Deildar- tungu í Reykholtsdal og kona hans, Herdís Sigurðardóttir frá Efstabæ í Skorradal keyptu jörðina það ár og reistu þar bú. Eigi höfðu þau erfðafje í hönd- um, en meðfætt búvit ásamt kappi með forsjá nægði þeim til að reisa og reka þar fyrirmynd- arbú. Þáttur úr búnaðarsögu þeirra birtist í Óðni 1919. Þessi sami þáttur er prentaður í: Úr byggðum Borgarfjarðar. Er þar gerð grein fyrir ætt Jakobs og uppruna, ennfremur er drepið á' þær stórstígu umbætur, sem urðu á Varmalæk í búskapar- tíð þeirra hjóna. Jakob hafði þá hlotið heiðursverðlaun úr styrkt arsjóði Kristjáns konungs IX. fyrir framúrskarandi husa- og jarðabætur. Jakob ljest 1912 —, tæplega sextugur að aldri. Hafði hann þá búið á Varmalæk 28 ár. Þótt miklu væri búið að af- kasta á þessum árum, blöstu þó hvarvetna við ný verkefni á þessari stóru jörð. En merkið stendur, þótt mað- urinn falli. Fjórir voru synir þeirra Varmalækjarhjóna. Voru þeir bæði hagir og smekklegir. Með ráðdeild og viljastyrk var því haldið áfram þeirri umbóta- stefnu á Varmalæk, er þau hjón höfðu markað í sínu giftudrjúga samstarfi. ■— En þó var það fyrst eftir að stórvirk jarðyrkju áhöld koma til sögunnar, sem nýræktin fjekk byr undir báða vængi. Sökum þessara miklu umbóta. hafa aínot jarðarinnar aukist svo mjög, að nú ætti þrerrfur bændum að vera þar eins vel eða betur borgið en einum bónda fyrir 60 árum. Herdís bjó á Varmalæk 34 ár eftir lát manns síns. Bræðurnir tveir, Jón og Sigurður, studdu móður sína með óskiptum bróð- urhuga öll þessi ár. Var Sigurð- ur bústjóri móður sinnar en Jón fjölskyldufaðir og stundaði bú- skap á jörðinni. Átti Kristín tengdadóttir Herdísar sinn góða þátt í því að virða og meta þessa fyrirmyndar konu og styðja hana og styrkja í önn dagsins. Faðir Herdísar var Sigurður Vigfússon síðast bóndi í Efsta- bæ í Skorradal. Hann var talinn vitsmunamaður, bóklesinn og fróður um margt. Hildur, kona hans, Jónsdóttir frá Efstabæ, Símonarson var af borgfirskum bændaættum, sem hafa í marga ættliði staðið í fremstu röð að manndáð og ættgengu hyggju- viti. Níu börn þeirra Efstabæj- arhjóna komust til fullorðins ára og frá átta þeirra eru komn ir afkomendur. Á öðrum stað hef jeg skriíað um þau systkini öll, hæfileika þeirra og kynsæld- ir. Verður því eigi farið út í það mál hjer. Sonur Sigurðar í Efstabæ, en hálfbróðir Herdísar og elstur þeirra systkina var Sigurður bóndi á Þorvaldsstöðum í Hvít- ársíðtj. Nú eru liðin 65 ár, síðan jeg leit Herdísi Sigurðardóttur í fyrsta sinni. Var hún þá við úti- ■ verk í vetrarharðindum á heim- ili foreldra sinna. — Þessi hetju lega og hispurslausa stúlka kom mjer þá svo fyrir sjónir sem hún væri ætluð til þess að leysa mikil verk af hendi í lífinu eins og síðar rættist. Meðan hið frá- bæra vinnuþrek hennar entist, var henni eigi ofraun að standa fyrir stórbúi í þjóðbraut og sjá öllum fyrir þörfum dagsins: börnum, hjúum svo og gestum og gangandi. — Með skapfestu >r og viljaþreki gekk hún að hverju starfi jafnt úti sem inni. Aldrei ætlaði hún öðrum þyngri byrði en sjálfri sjer. Var ráð- deild hennar og fyrirhyggju við brugðið eigi síður en iðni henn- ar og afköstum. Af hæfileikum sínum nje sinna miklaðist hún ekki. Henni var fjarri skapi að haida á loft ávirðingum annara. Hún lagði aldrei margt til mála, en tillögur hennar vitnuðu jafn- an um gáfur og góðvild. Var heimili hennar hollur skóli börn um hennar og fósturbörnum. Herdís á Varmalæk átti því láni að fagna að njóta vináttu og virðingar alls heimafólks síns og granna, enda var hún reiðu- búin að bæía úr þörfum allra, er hún náði til. Síðastliðið vor, er Herdís var 92 ára að aldri, var þreki henn- ar að mestu lokið, en sjón var góð og viljinn vakandi. Að ráði allra sona sinna lagði hún þá búið í hendur Jakobi, sonarsyni ‘ sínum. Herdís á Varmalæk var mikil gæfukona alla ævi. Hún hlaut gott uppeldi hjá merkum for- eldrum í hópi velgefinna syst- kina. Hún lifði við búsæld í fögru hjeraði. Hún elskaði maka og börn og naut vinsælda bæði skyldra og vandalausra. Ellin varð henni aldrei ofraun. Hún las bækur af kappi eða vann ull þvínær til síðustu stundar. Lífið fjekk hún að kveðja í návist alira sona sinna og skylduliðs, sátt við alt og alla. Fimm börn þeirra Varmalækj arhjóna komust til aldurs: Jón og Sigurður, tvíburar, hafa alið allan aldur sinn á Varmalæk, Magnús bóndi á Snældubeins- Framh. á bls. 11 Bing: Þú segist hafa verið sofandi og þó er út- varpið ennþá heitt. Jeg lít nú svo á, að aðeins fimm mínútur sjeu síðan þú slökktir á því. Jeg er að vísu ógiftur, en mjer er sagt að konur noti hreins- unarkrem, áður en þær fara í háttinn. Ekki er það sjáanlegt á þjer. — Þú notar ágætt vellyktandi. Hvaða tegund notarðu annars? Jeg verð að fá mjei; svona. — Frale: Hvað áttu við með þessum skrípa- látum? %■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.