Morgunblaðið - 06.07.1947, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.07.1947, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÖ Sunnudagur 6. júlí 1947. Þónýall Helga Pjeturss ÞETTA er sjötta Nýallsbók- in, sem út kemur, og hún kem- ur á 75 ára afmæli höfundarins. Mikil bók er þetta á fleiri en einn mælikvarða og sýnir glögt elju og áhuga hins aldraða vís- indamanns. Bókin er rúmar 400 blaðsíður, prentuð á góðan papp ír og frágangur allur hinn vand aðasti. ★ Dr. Helgi hefur á einum stað í Nýalls bókum sínum bent á það, að menn skuli ekki kippa sjer upp við það, þótt þeim finn- ist endurtekningar í bókum sín- um, því að altaf sje eitthvað nýtt við það, húgsunin stöðugt færð skrefi lengra. Þetta ættu menn að hafa hugfast, því að boðskapurinn í Þjóðnýal er hinn sami og í fyrri bókunum, en allar eru ritgerðirnar samdar í því skyni, að gera ljósara það, sem áður var sagt og fá menn til að hugsa. Hjer ber meira á því, en í hinum fyrri bókum, hve bjarg- fasta trú höf. hefur á því, að hinni litlu ísl. þjóð sje ætlað stærra og meira hlutverk en stórþjóðunum. Og það er mest á munum og veit jeg ekki hvort einkennilegra er, hvert traust dr. Helgi ber til íslensku þjóð- arinnar, og það traustleysi, sem íslenska þjóðin hefur. sýnt hon- um. Hann hefur verið óþreyt- andi í því að frægja hinn ís- lenska kynstofn, og reyna að koma honum í skilning um, að hann sje þeim vanda vaxinn að vera blysberi alheims. En vegna þess kæruleysis, sem boðskap hans hefur verið sýnt, mætti ætla, ef hann væri sem aðrir menn, að hann væri orðinn upp- gefinn á því að hrósa þjóð sinni og telja henni sem flest til sóma. En hann er ekki eins og aðrir menn. Það sjest best á því hvað hann lætur sjer innilega ant um það, nú á gamals aldri, að koma hinni íslensku þjóð í skilning um, að hún sje of góð til þess að „fara í hund- ana“, og að hún geti vel rækt hina miklu köllun sína, sem hann benti fyrstur á, en Adam Rutherford seinna, og hafði hann komist að þeim skilningi eftir öðrum leiðum en dr. Helgi Pjeturss. ★ Spámannlega komst Hannes Hafstein að orði í aldamóta- kvæði sínu: íslenskir menn! Hvað öldin ber í skildi, enginn fær sjeð, hve feginn sem hann vildi. Eitt er þó víst, hún geymir hel og hildi. Hlífi þjer, ættjörð, guð í sinni mildi. Öldin er nú tæplega hálfnuð, en hún hefur „geymt hel og hildi“ framar en allar aðrar liðnar aldir. — En „guð vors lands“ hefur hlíft hinni íslensku þjóð svo dásamlega, að það þarf sálarsteingjörvinga til þess að sjá það ekki og viðurkenna. Dr. Helgi segir að íslenska þjóðin muni verða farsæl, ef hún ræki köllun sína. Og hann boðar hina fegurstu tíma um batnandi lífskjör og batnandi land. Segir hann svo á einum stað: „Ef hin mikla stefnubreyting tekst, og mannkynið kemst á braut hinna sönnu framfara, þá verða (um næstu aldamót) t. a. m. engar fiskveiðar stundaðar og heldur ekki sauðf járrækt, því að engum manni mun þá koma til hugar, að láta neitt sem er úr dýraríkinu, inn fyrir sínar varir. Menn munu þá hafa fund- ið aðrar aðferðir og betri en nú, til að hressa sig og næra. Gróð- urrækt mun þá verða mikill at- vinnuvegur íslendinga, að ó- gleymdum iðnaðinum. En aðal- undirstaðan undir velmegun þjóðarinnar í þessu farsæla landi, sem ísland þá er orðið, verður þó risna og fræðsla í sam bandi við hið mesta áhugamál mannkynsins, sem þá verður, sambandið við stjörnurnar.“ Mönnum kann nú að finnast það fjarstæðukent að spá því, að sauðfjárrækt og fiskveiðar muni leggjast niður á Islandi, og menn eigi að „Mfa á landinu" sjálfu, þessu ófrjósama landi hrauna og mela, jökla og sanda. En ekki verður þetta jafn ótrú- legt og í fljótu bragði virðist, þegar litið er á hinar nýjustu ræktunaraðferðir, þar sem ekki er sáð í jarðveg heldur í vatns- blöndu, sem inniheldur öll þau næringarefni, sem jurtirnar þurfa. Fæst við það margföld uppskera á skemri tíma en áð- ur og auk þess þarf svo langtum minna land undir þessa ræktun, að sagt er að rúmlega helmingi fleira fólk, en nú er á Islandi, geti lifað á 100 dagslátta landi. Er sennilegt að þá fyrst komi jarðhitinn á íslandi að fullum notum, þegar sú ræktunarað- ferð er tekin upp. Og um allan heim mun verða gjörbreyting og höfuðástæðan fyrir styrjöldum, landvinningagræðgin, verður úr sögunni, þegar þjóðirnar þurfa ekki nema nokkurn hluta lands síns til þess að geta lifað góðu lífi. ★ Dr. Helgi hefur fundið að heimsstefnurnar eru tvær, hel- stefna og lífsstefna. Hann telur helstefnuna ráðandi á jörðu hjer, og mun víst enginn neita því að svo sje á yfirborðinu. Hann dregur þá ályktun af þessu, að mannkynið sje komið á glötunarbarm og muni farast, ef ekki verður breytt um stefnu. Margir fleiri spá nú hinu sama og hefur handsömun kjarnork- unnar ýtt mjög undir þær spár. Og margir helstu vísindamenn og vitmenn halda því fram að nú sje örlagatrúar mannkyns- ins. Jeg trúi því ekki að mann- kynið muni farast þótt úrslita- trúar sje. Og styðst jeg þar ein- mitt við kenningu dr. Helga um stefnurnar tvær. Mannkynið er ,,úr óskapnaði sprottið" og það er ekki svo ýkja langt síðan að „vitöldin“ hófst hjer á jörð, þeg ar mannkynið tók að gera grein armun á rjettu og röngu. Þá hefst baráttan milli lífstefnu og helstefnu, og hefur hin síðar- nefnda jafnan mátt betur. En að sú barátta harðnar, sýnir það, að lífstefnan veitir sífelt öruggara viðnám, þangað til kemur að því að hún sigrar. — Þarf engan að furða þótt ærið stórkostlegri viðburðir verði áð- ur en að því kemur. En þeim mun stórhættulegri sem þeir verða, þeim mun skemra er að bíða ósigurs helstefnunnar. Og þótt mikið mannfall verði um allan heim í þeim átökum, þá mun mannkynið ekki líða undir lok. Þar mun fara eins og segir í Vafþrúðnismálum, að lifa skulu: Líf og Lífþrasir -— en þau leynast munu í holti Hoddmímis; morgundöggvar þau sjer að mat hafa; þaðan af aldri alast. Eða eins og stendur í Völuspá: Upp sjer hún koma öðru sinni jörð úr ægi iðjagræna. Þá munu ósánir akrar vaxa; böls mun alls batna, mun Baldur koma. Og er ekki athyglisvert, ein- mitt í sambandi við hina nýju ræktunaraðferð, sem jeg gat um, að sagt er að hið nýja mann kyn skuli hafa morgundöggvar að mat og þá muni ósánir akrar vaxa? Það er rjett, sem höfundur bókarinnar „Human Destroy", dr. Lecorute du Noiiy, segir, að framvinda lífsins fylgir óskeik- ulu náttúrulögmáli og leiti sí- felt upp á við. En sú framvinda stjórnast af verkum og andagift fárra manna á hverjum tíma. Skoðanir þeirra og kenningar eiga oft langt í land að verða viðurkenndar, en fylgi þær sann leikanum, lífstefnunni, munu þær sigra. Jeg trúi því, að lífsspeki dr. Helga Pjeturs muni sigra. Og jeg trúi því að það verði á þann hátt, sem hann sjálfur óskar, að vísindin muni sanna höfuðkenn- ingar hans. Hann hefur í bók- um sínum sýnt fram á hvernig það megi verða og hvers sje þá að vænta. Þess vegna get jeg tekið undir það sem sagt hefur verið, að Nýallsbækurnar getur enginn látið ólesnar sjer að skaðlausu. Árni Óla. Stálu tönnum lávarH arins FÖLSKU tennurnar, sem stol ið var frá Ismay lávarði um daginn hefði hann síst viljað missa af öllu, sem stolið var. Alls tóku þjófarnir föt og skart- gripi, sem metið er á 500 ster lingspund. Dóttir Ismays, Susan segir frá því að hún og systir hennar hafi flutt rúm sín út í garðinn vegna hitans. Þegar þjófarnir komu, segir hún,munu þei.r hafa komið inn um garðinn, tekið þar svæfla frá okkur systrunum án þess, að við vöknuðum. Síðan fóru þeir inn í húsið og notuðu verin af svæflunum fyrir poka til að bera alla þá muni, sem þeir fundu í. Fölsku tennurnar hans Ismay lávarðar eru sagðar hafa verið alldýrmætar og mikið gull í þeim. — Kemsley. Clark um Rússa. Washington: — Mark Clark hers- höfðingi, hefur haldið því fram í út- varpsræðu, að Rússar í Austurriki hafi gert olíubrunna upptæka og jafnvel tekið eignamámi bandarísk- ar vörui', en allt sje þetta í' beinni andstöðu við Potsdamsamþykktina. Minnin garorð um Árna Sigurðsson frá Húsavík ÞAÐ var hljótt og hávaða- laust um andlát og jarðarför Árna Sigurðssonar frá Húsa- vík, en hann ljest á Elliheim- ilinu Grund, 7. mars s. 1., 78 ára gamall. Þessi hljóðláti við- skilnaður stakk að ýmsu leyti í stúf við ævi Árna, sem öðrum þræði bar svipmót gleðimanns- ins og æringjans. Árni var fæddur að Skógum í Reykjahverfi, en þar bjuggu forfeður hans í margar kyn- slóðir. Móður sína missti Árni ungur, og ólst hann upp með föður sínum, fyrst í Skógum, síðan á Hálsi í Köldukinn. Upp vaxtarárin voru samfelld og hörð barátta við skort og um- komuleysi, og munu þá ýmsar vonir hans hafa orðið úti, marg ir draumar æskumannsins dag- að uppi, þó að hann kyli ekki á hjarta í þeirri viðureign. Á tvítugsaldri vistaðist Árni til Sigurjóns á Laxamýri, er þá var mest höfuðbóí á Norð- urlandi. Hann var enginn burða maður, en verkhyggni hans og lipurð hóf Árna þegar til nokk- urrar virðingar í vistinni. Var hann sauðamaður á vetrum, en laxatekjumaður á sumrum. Á Laxamýri kynntist Árni eftir- lifandi konu sinni, Sigurlaugu Jónsdóttur, hin ágætasta dugn- aðar- og sómakona. Hófu þau hjónin búskap sinn að Hálsi í Köldukinn, og þar fæddist þeim einkabarn þeirra, Lára, kona Snæbjarnar Jónssonar, bók- sala. En búskapurinn á Hálsi var ekki langær. Fluttu þau þá í húsmennsku að Laxamýri og voru þar í nokkur ár, eða uns þau fluttu til Húsavíkur, laust fyrir aldamótin. Þar reisti Árni hús og rak þar sjálfseignar- verslun í mörg ár, en stundaði jafnframt nokkurn búskap. Frá 1925 var hann bæjarpóstur á Húsavík og hjelt því starfi, uns hann fluttist til Reykjavíkur 1942. Dvaldi hann hjer, ásamt konu sinni, á heimili dóttur sinnar og tengdasonar þangað til í febrúar s. 1., að hann tók vist á Elliheimilinu, en þar Ijest hann eins og fyrr segir. Árni var maður fjölgáfaður og listhneigður. Hann mundi sennilega hafa „gengið skóla- veginn“, ef hann hefði fæðst 50 árum seinna en raun var á. Engum getum verður þó að því leitt, hvað úr honum hefði orð- ið, en víst má telja, að hann mundi hafa fallið undir þá manngerð; sem við nefnum nú listamaður, bæði í gamni og al- vöru. Hann var skáldmæltur vel og bókgefinn, söngmaður góður, orgelleikari, bjó yfir næmri kýmnigáfu og mikill á- hugamaður um þjóðmál, gleði og mannfundamaður, undir- hyggjulaus og greiðasamur, — en enginn fjársýslumaður, enda græddist honum aldrei fje. Það er til marks um áhuga Árna fyrir hljómlist, að þegar hann var húsmennskumaður á Laxamýri fargaði hann einu kúnni sinni og keypti sjer orgel fyrir andvirðið. Orgel voru þá sjaldgæfur munaður, enda þótti Sigurjóni bónda nóg um þessa nýbreytni í búnaðarhátt- um og mælti, er hann heyrði Árna leika á hljóðfærið: „Fall- ega baular hún kusa hans Árna míns núna“. Er það síðan haft fyrir orðtak þar um sveitir, þegar menn vilja undirstryka fyrirlitningu sína á gáleysis- legri meðferð fjármuna. En svona var Árni Sigurðs- son. Þráin eftir gleðinni bar fyrirhyggjuna alltaf ofurliði. Er þau Árni og Sigurlaug byrjuðu búskap sinn á Húsa- vík varð heimili þeirra brátt eitt aðalathvarf sveitamanna, er þeir komu í kaupstai arferð- ir til Húsavíkur. Mát i heita svo að heimili þeirra hjó.ia væri „opið hús“ í full 40 ár — og höfðu þau því meiri ánægju af gestum sínum sem þeir voru fleiri. En oft var sungið og ort og leikið dátt, það veit gamla Gilsbakka-húsið, ef það mætti mæla. Þegar Árni flutti hingað suð- ur var hann orðinn of rosk- inn til að skipta um umhverfi. Honum fór því eins og ef flytja ætti gamalt trje úr skógi til að gróðursetja það í listigarði. Rótarskotin mundu sitja eftir í skóginum hversu vel sem til flutningsins væri vandað. Og gamalt trje getur ekki lifað í nýrri mold. Enda var hugurinn ávalt norður á Húsavík, og þangað var hann fluttur til hinstu hvílu. Með Árna Sigurðssyni er genginn fyrir björg einn þeirra ágætu manna, sem meta á- nægju lífsins auði meira, — en þó með fullri sjálfsvirðingu og raunsæi eins og þessar Ijóðlín- ur hans bera með sjer: „Jeg veit það líður á minn æfidag, og um mig verður bráðum kyrt og hljótt. En eilífðin á ekkert sólarlag, og enga kalda, myrka vetrarnótt“. Nú hefir hann lifað sínu „myrku vetrarnótt11, og er sigldur yfir í heiðríkju hins eilífa dags. S. B. íkveikja í Aþenu Aþenu í gær. TVÆR stúlkur ljetu lífið og 20 borgarar særðust, þegar eld- ur kom upp í dag í aðalbæki- stöðvum breska hersins í Aþenu Opinberlega er frá því skýrt, að hjer hafi verið um íkveikju að ræða og hafi eldurinn komið upp samtímis á mörgum stöð- um í húsinu. Málið er í rannsókn. — Reuter. Ébúð 2—3 herbergi og eldhús ; óskast til leigu, helst á I þitaveitusvæði. Mætti vera j í. góðum kjallara. Tilboð ; óskast send afgr. Mbl. I .merkt: „Fámennt — 105“ [ £grir þriðjudagskvöld. !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.