Morgunblaðið - 06.07.1947, Page 10
1»
HORGUNBLAÐIS
Sunnudagur 6. júlí 1947.
GULLNI SPORINN
1. dagur
FYRSTI KAFLI.
Frú Muir var lítil kona. Öll-
um bar saman um það. Þegar
talað var um aðrar konur, voru
þær blátt áfram nefndar sínu
rjetta nafni, en hún var ýmist
kölluð „litla frú Muir“, eða
„blessuð litla frú Muir“ og nú
upp á síðkastið var hún venju-
lega nefnd „vesíings litla' frú
Muir“. Það var vegna þess að
maður hennar hafði dáið
skyndilega og skilið hana eftir
með tveimur börnum og ákaf-
lega litlu til að lifa af. Fjár-
hagurinn var meira að segja
svo bágborinn, að hún neydd-
ist til að selja húsið sitt, sem
maður hennar hafði gefið henni
nýsmíðað í brúðargjöf. Hún
varð að selja það til þess að
geta greitt skuldakröfur, sem
streymdu að úr öllum áttum.
Það vantaði ekki að kunn-
ingjar hennar og venslafólk
mannsins hennar gæfu henni
nóg heilræði um það hvernig
hún ætti að koma sjer fyrir.
Sumir sögðu, að hún skyldi
leigja sjer þriggja herbergja
íbúð, aðrir að hún skyldi leigja
sjer sumarbústað. Sumir ráð-
lögðu henni að setja upp hatta-
verslun eða testofu. Enn aðrir
ráðlögðu henni að verða ráðs-
kona hjá einhleypum karl-
manni og koma börnunum fyr-
ir, annað hvort í barnahæli, eða
þá að fá fósturforeldra handa
þeim.
Svo var það einn morgun, er
marssólin vakti hana að hún
reis upp í rúminu og sagði við
sjálfa sig: „Þetta getur ekki
gengið lengur. Jeg verð að taka
til minna ráða“. Þessi ásetn-
ingur veitti henni nýjan kjark,
og henni fanst það góðs viti, að
einmitt í sama bili ómaði dill-
andi þrastasöngur utan úr garð
inum inn um opinn gluggann.
Það var svo mikill vorhugur
og vongleði í þessum söng.
„Jeg fer frá Whitechester“,
sagði hún hátt og fleygði sæng-
inni ofan af sjer. „Hví skyldi
jeg ekki fara frá Whitchester?
En að mjer skyldi ekki detta
þetta í hug fyr. Þetta er eina
lausnin".
Og hún varð svo glöð að hún
fór að syngja eins og þrestirn-
ir, söng gamla söngva, sem hún
hafði ekki sungið síðan hún var
seytján ára, einmitt um það
leyti sem Edwin Muir hafði
komið til föður hennar til þess
að byggja þar álmu við húsið.
Hann settist þar að, því að hon-
um leist vel á hana. Þá var fátt
um laglega unga menn í Neðri-
Whitley, og hún hafði einmitt
verið að enda víð að lesa skáld
sögu, þar sem söguhetjan var
með mikið ljóst hár. Edwin
hafði alveg eins hár. Skáld-
sögunni lauk með því að þau
kystust úti í rósagarði og hún
endaði á þessari töfrasetningu
„og þau unnust vel og lengi“.
Qg þegar hún sjálf, Lucy Muir,
hafði verið kyst úti í garðin-
um, þá hjelt- hún að enginn
endir yrði á ástarsælu sinni. En
söguhetjan í bókinni hafði ekki
verið einkasonur ekkju og átt
tvær ráðríkar systur á næstu
grösum. Þó var ekki svo að
skilja að líf hennar hefði verið
ófarsælt, en hún hafði aldrei
lifað sínu lífi. Hún hafði orð-
ið að lifa lífi gömu frú Muir,
með allskonar meðalasulli, á-
burðum á brjóstið á Edwin svo
að hann skyldi ekki fá kvef,
heitum bökstrum þrisvar á dag
ef hann var venju fremur föl-
ur, og hálstreflum og ullarsokk
um á nóttunni. Hún hafði orðið
að lifa lífi Helenar Gould,
yngri systur Edwins, sem flaug
eins og fiðrildi milli allra
klúbba í borginni, Badminton-
klúbba, Kroketklúbba og spila-
klúbba. Og hún hafði orðið að
lifa lífi Evu Muir, eldri systur-
innar, sem- hugsaði ekki um
annað en að vera 1 söngfjelög-
um, lestrarfjelögum og skemti-
fjelögum. Ekki gat hún einu
sinni lifað sínu lífi á nóttunni,
því að hroturnar í Edwin
smugu þá inn í meðvitund
hennar og sköpuðu henni
drauma í samræmi við það.
Hún fjekk aldrei að vera eins
og hún átti að sjer. Hún fjekk
engu að ráða. Þær völdu henni
vinnukonur, þær völdu hatta
handa henni, bækur til að lesa,
skemtanir og jafnvel lasleika.
„Elsku litla Lucy er svo föl,
hún verður að fá Burgundar-
vín“. „Veslings Lucy litla er að
leggja af, hún verður að drekka
þorskalýsi“. Lucy gat aldrei
fengið sig til að mótmæla, og
ljet þær því ráða. Hún ljet þær
líka ráða öllu viðvíkjandi börn
unum, Cyril og Önnu. Hún
harfði aldrei gefið sjer tíma til
þess að hugsa um það hvað hún
sjálf vildi. En nú var hún í sorg
og kom hvergi, og það höfðu
systurnar fallist á, og þá upp-
götvaði hún það alt í einu að
sjer mundu henta betur aðrir
lifnaðarhættir.
Þegar hún hafði snætt morg
unverð, fór hún í sorgarbún-
inginn sinn, sem Helena hafði
valið henni, og flýtti sjer til
j árnbrautarstöðvarinnar.
„Hvert ætlið þjer að fara?“
spurði farmiðasalinn þegar hún
stóð þar í algerðu ráðaleysi.
„Niður að ströndinni“, sagði
hún alveg umhugsunarlaust.
Það væri annars nógu gaman
að eiga heima út við sjó, og
heilsusamlegt yrði það fyrir
börnin. Þar gætu þau líka leik-
ið sjer, bygt hús úr sandi og
baðað sig. Þar þyrfti enga barn
fóstru, og þar væri engar föð-
ursystur--------—
„Ætlið þjer til Whitecliff?“
spurði farmiðasalinn vingjarn-
lega.
„Já, þakka yður fyrir, jeg
ætla til Whitecliff“, svaraði
Lucy.
*
Þetta var reglulegur mars-
dagur, með sólfari og stórum
skýjum siglandi þöndum segl-
um um loftið. Það var hvast,
svo að vindurinn reif þakhell-
ur af húsum, feykti höttum af
mönnum og skelti hurðum og
gluggum. Það var svo hvast, að
Luevy ætlaði varla að geta fót-
að sig þegar hún kom út úr
járnbrautarstöðinni. Vindurinn
þreif í hattinn hennar, sveifl-
aði pilsunum og slæðunni henn
ar og togaði í handtöskuna. Hún
varð að neyta- allrar orku til
þess að komast fyrir götuhorn-
ið og inn í aðalgötuna. þar sem
fasteignasalarnir Itchen, Boles
& Coombe voru. Hún var svo
móð, þegar hún kom þangað, að
hún hneig niður í hægindastól
fyrir frataan borðið. Innan við
borðið sat Mr. Coombe. Hún
starði bara ráðleysislega á
hann og kom ekki upp einu
orði.
„Vantar yður máske hús?
spurði Mr. Coombe vingjarri"-
lega og horfði á hana í gegn um
stóru gleraugun sín.
Hún kinkaði kolli. Hún hafði.
ætlað sjer að reyna að fá litla
íbúð leigða, en hún gat ekki
stunið því upp.
Það kom gott hljóð í Mr.
Coombe og hann byrjaði að
fletta í stórum doðrant og svo
fór hann að þylja þar upp úr
ýmsar upplýsingar um allskon-
ar hús, sem hann hjelt að væri
við hæfi hennar. Hann las svo
hratt, að henni hefði ekki gef-
ist neinn kostur að grípa fram
í, þótt hún hefði getað talað.
„Mávahlíð —• með öllum hús
gögnum — gasi — dálitlum
garði — tveimur stofum —
þremur þvefnherbergjum — á
fögrum stað — skamt í kirkju
og skóla — rjett í strætisvagna
leið — fimtíu og tvö sterlings-
pund á ári“, romsaði Mr.
Coombe upp úr bókinni og
þagnaði svo.
„Fimtíu og tvö pund á ári fyr
ir hús með öllum húsgögnum“,
endurtók Lucy. „Það er ákaf-
lega ódýrt, ekki nema eitt pund
á viku“.
„Það er vitlaust verð“, sagði
Mr. Coombe og skélti aftur bók
inni.
Með öllum húsgögnum, hugs
aði Lucy. Það sparar dýran
flutning, og svo get jeg selt
öll gömlu mahogny húsgögnin
og járnrúmin og pálmana og
blómin og leirtauið og — •—
„Jeg held að það væri betra
fyrir yður að leigja Efra-Hvol,
eða Fagrahlíð“, sagði Mr.
Coombe. „Við skulum fyrst líta
á Fagrahlíð“.
„Mig langar til þess að fá að
sjá Mávahlíð“, sagði Lucy.
„Hún er einmitt hæfilega stór
fyrir mig og leigan er lág —
hún er svo lág að jeg held að
það hljóti eitthvað að vera að
húsinu. Er frárenslið í ólagi?“
Mr. Coombe horfði alvarlega
á hana um stund, en svaráði
engu. Það var eins og hann
væri á báðum áttum. Að lok-
um svaraði hann:
„Nei, frárenslið er í lagi. Eig
andinn er í Suður-Ameríku og
hann vill leigja húsið fyrir eitt
hvað“.
„Þá skulum við líta á Máva-
hlíð fyrst“, sagði Lucy.
Mr. Coombe varð enn alvar-
legri á svip. Henni fanst hugs-
anir hans koma eins og gneist-
ar í gegnum gleraugun, eins og
hann væri að reyna að koma
henni í skilning um eitthvað,
sem hann vildi ekki hafa orð
á. —
„Jeg spurðist fyrir á járn-
brautarstöðinni og þeir sögðu
mjer þar að hjer væri fleiri
húsmiðlarar“, sagði Lucy þótt
henni fyndist það nokkuð
djarft. „Það getur vel verið að
hinir hafi líka umboð til þess
að leigja Mávahlíð11.
Mr. Coombe brá snögglega
við og opnaði aðra skúffu og
tók þar upp heljar mikinn og
ryðgaðan lykil. '
London: — Þýsk frjettastofa hefur
tilkynnt, að Rússar hafi aftur fengið
Þjóðverjnm i hendur yfirstjórn hafn-
arborgarma Wismar, Rostock og l
Stralsund.
Eftir Quiller Couch.
30.
„Nú, að láta mig standa hjerna og grátbiðja þig um
einn koss“. Svo þurrkaði hún sjer um xhunninn, um leið
og hún rjetti mjer glasið.
„Ó, fyrirgefðu“, sagði jeg um leið og jeg kyssti hana.
Svo bætti jeg við: „Þú skalt fá fleiri kossa ,ef þú segir
mjer hverjir eru gestkomandi hjá ykkur í nótt“.
„Nú“, svaraði hún, „fyrst og fremst er hjerna fína fólk-
ið, sem kom í dag í sínum eigin vagni og með franskan
þjón til að aðstoða sig. Þetta er gamall, veiklaður maður
og dóttir hans. Hann heitir Killigren, að mig minnir. —■
Drottinn minn, hvað gengur að þjer, maður?“
Jeg hafði nefnilega misst ölglasið á gólfið.
„Fyrirgefðu!“ flýtti jeg mjer að segja. „Mjer er kalt
enn þá“.
„Auminginn! Það er glæpur að láta þig sofa hjerna í
kuldanum“.
„Já, og svo er jeg með hita. — Jeg býst varla við að
jeg lifi nóttina af“.
„Talaðu ekki svona, maður,“ hrópaði stúlkan upp yfir
sig, um leið og tárin komu fram í augu hennar. Ætli þú
ekki . . . “ byrjaði hún, og jeg beið óþolinmóður eftir því
að vita hvað hún segði næst. „Jú, húsbóndinn situr inni
í stofu og spilar á spil, og verður sjálfsagt bráðlega orð-
inn fullur. Jeg skal leyfa þjer að verma þig í eldhúsinu,
ef þú lofar aðeins að gera engan hávaða“.
„En hvað segir húsmóðirin?“
„Hún er nú búin að vera á himnum í tvö ár. Slökktu
nú ljósið, og komdu með mjer“.
Hún gekk út úr herberginu og jeg elti hana niður
stigann og út, en þar tók hún í hendi mjer og leiddi
mig, því niðamyrkur var. Auðsjeð var, að hún óttaðist
reiði húsbónda síns, því við læddumst líkt og draugar
og nokkrum sinnum hvíslaði hún að mjer að fara hljóð-
lega, þegar jeg rak mig á í myrkrinu. En í sama andar-
taki, sem mjer fannst við vera að rekast á steinvegg,
teygði hún út hendina, opnaði hurð fyrir framan mig
og leiddi mig inn í dimman gang.
HRÓI HÖTTUR NÚTÍMANS
— Slepptu pílunni, mann-
eskja.
★
Hvernig var það aftur með
manninn, sem var svo fótstór,
að í hvert skifti, sem hann
þurfti að snúa sjer við, yarð
hann að fara út á næstu kross-
götur.
Flóðhestur, sem notar núm-
er 49.
★
dregið var um hver ætti að
hreinsa öskutunnurnar þá vann
jeg.
* ★
Faðirinn (sem hefur stofnað
fjelag með syni sínmu): —
Jæja, hvað ættum við að kalla
fyrirtækið.
Sonurinn: — Jónasson og
faðir.
★
Jói hefur verið á balli um
nóttina og morguninn eftir þeg
ar hann rölti niður að fjósinu
til að mjólka var hann að drep
ast í timburmönnum.
Fyrsta kýrin, sem hann byrj-
aði á, tók fljótt eftir, að það
var eitthvað skrítið með hann
og að allt gekk ekki eins og
venjulega. Þessvegna nuggaði
hún höfðinu upp við hann og
sagði.
— Nú skal jeg hjálpa þjer
Jói, haltu höndunum bara kyrr
um og jeg ætla að hoppa upp
og niður.
★
—Er pabbi þinn ríkur? Gamli skiparinn segir frá:
—Já, og hann hefur svo mikj— Þegar við lágum við Hawai,
ið gull í tönnunum, að hann var svo heitt að við urðum að
verður að sofa með höfuðið
peningaskáp yfir nóttina.
★
fara ofan í kyndaraklefann til
að halda okkur köldum.
★
Hermaðurinn: — Nú hef jeg
spiað tíu ár í happdrættinu og
aldrei unnið, en í gær, þegar
Farandsalinn: ■— Jeg hefi
aldrei sjeð þig fyrr góði minn.
Drengurinn: — Nei, pabbi.