Morgunblaðið - 08.07.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.07.1947, Blaðsíða 10
10 Friðrik Magnússon frá Látrum sjötugur í DAG lítur Friðrik Magnús- son frá Látrum í Aðalvík yfir 70 ára æfiferil harðrar lífsbar- áttu hins vestfirska útvegs- bónda. Þótt heimili hans sje nú í höfuðborginni, mun hugur hans, eins og oft áður, en alveg sjerstaklega í dag; fljúga yfir fjöll og firði og dvelja vestur í Aðalvík, þar sem vagga hans stóð, þar sem hann reisti sjer bú fyrir nálega hálfri öld síð- an, ól sín börn og háði sína lífsbaráttu á landi og sjó. Foreldrar Friðriks, Magnús Dósótheusson og kona háns Guðrún Friðriksdóttir bjuggu bæði á Látrum, og þar fæddist Friðrik, hinn 8. júlí 1877, og átti þar heimili í 68 ár sam- fleytt. Tuttugu og eins árs gamall gerðist Friðrik formaður á ára- bát, en svo iið segja undir eins og vjelbátar voru teknir í notk- un hjer á landi, fjekk Friðrik sjer vjelbát, til þess' að geta hert sóknina og dregið meiri björg í bú. Það mun hafa verið árið 1907. Má líkt segja um atfylgi Friðriks við sjósóknina, eins og Grímur Thomsen segir um Þorbjörn Kolka: ,,Enginn fleytu ýtti úr sandi, ef að Þorbjörn sat í landi“. Hann var djarfur sjósóknari, en þó gætinn í hvívetna og ör- uggur stjórnari og hlekktist áldrei á, þótt stundum yrði ' mjótt á milli lífs og dauða. Friðrik Magnússon er þrí- kvæntur. Árið 1899 gekk hann að eiga fyrstu konu sína Gunn- vöru Brynjólfsdóttur hrepp- stjóra á Sljettu. Hófu þau hjón þegar búskap á hálfri jörðinni Látrum, og stundaði Friðrik búskapinn ásamt sjósókninni, eins og algéngt var á Vestfjörð- um þá, og tíðkast reyndár enn á sumum stöðum vestur þar. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Eitt þeirra dó í bernsku, en tveir synir þeirra náðu fullorðins 'aldri, en fórust saman á vjelbát frá ísafirði, að jeg ætla árið 1924. Onnur kona Friðriks var Sig- ríður Pálmadóttir. Hún dó af barnsförum eftir skamma sam- búð. Frá því hjónabandi á Friðrik eina dóttur, Pálínu, sem gift er Guðmundi Rósa Bjarna- syni í Tungu í Skutulsfirði. Með þriðju konu sinni Rann- veigu Ásgeirsdóttur frá Eiði á Friðrik einn son, Gunnar Frið riksson heildsala, og hjá hon- um býr hann nú að Grenimel 13 í Rvík. Friðrik Magnússon frá Látr- um er, eins og sjá má af þess- um fáu línum lífsreyndur mað ur. En hann Ijet aldrei bug- ast. Hann var þrekmikill dugn- aðarmaður, sem átti þess næg- an kost um áratugi að þjálfa seiglu og þol í erfiðri baráttu við úfinn sjá og grýtta jörð. Illa búinn að tækjum sleit hann kröftum sínum fyrir Vestfirði, eins og alþýðumennirnir hafa ojrðið að gera á liðnum öldum oig verða víða að gera enn um sinn. En von hans og von okk- ar allra er það, að vel miði á næstu árum og áratugum að því marki, að skapa alþýðu landsins og þjóðinni allri betri aðstöðu til að neyta hæfileika sinna og líkamlegrar og and- legrar orku. Til hamingju með sjötugs- afmælið. Þú lítur yfir langan og vel nýttan vinnudag. Vest- firðingar mundu unnvörpum vilja taka í hönd þjer í dag, en verða flestir að láta sjer nægja að senda þjer óskir um bjarta elli. Hannibal Valdimarsson. Bresk árttun á vegabrjef ekkl nauðsynleg FRÁ 1. júlí mega íslenskir þegnar fara til Bretlands með gild íslensk vegabrjef, án breskr ar áritunar. Hið sama gildir um breska þegna, er fara vilja til íslands. Framh. af bls. 5 dóttir, Dagbjört Guðbrands- dóttir, Ólöf Bjarmarsdóttir, Sólveig Jónsdótíir, Sigríður Ólafsdóttir, Lilja Enoksdóttir, Sigrún Stefánsdóttir, Maddý Guðmundsdóttir og Þórhalla Gunnlaugsdóttir. Glímufjelagið Ármann sá um mótið að þessu sinni og fór það í alla staði vel fram. Allir leikirnir voru leiknir hjer á íþróttavellinum og var Haf- steinn Guðmundsson, íþrótta- kennari aðaldómari mótsins, — dæmdi alla leikina og fórst það vel úr hendi. Á sunnudagskvöld hjelt Ár- mann samsæti í Breiðfirðinga- búð fyrir alla keppendur og starfsmenn mótsins. Hófst það með sameiginlegri kaffi- drykkju, en meðan setið var að borðum voru sigurvegurunum afhent verðlaun, sem er stytta er Belgjagerðin gaf og kept er nú um í þriðja sinn. Iþrótta- bandalag ísafjarðar vann stytt- una í fyrsta sinn, síðan Haukar og nú Ármann. í hófinu buðu handknattleiks stúlkurnar frá Tý, Ármanns- stúlkunum að koma til Vest- mannaeyja, er þjóðhátíðin verð ur haldin þar í sumar, með það fyrir augum að keppa þar einn eða jafnvel fleiri leiki. Ármannsstúlkurnar tóku boð inu. Á. Á. MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 8. júli 1947 Framleiðsla tfala í hröðum vexti Með síðustu ferð Lyru kom hingað cendiherra ítala, Gugli- elmo Rulli í Oslo, en hann er um leið sendiherra ítala hjer á landi. '■ Kom hann hiftgað til þess að afhenda forseta íslands embætt- isskilríki sín. En auk þess kom hann til að kynnast hjer við- skiftamálum og ýmsum máls- metandi mönnum. Hann fer hjeðan loftleiðis í fyrramálið. , Tíðindamaður frá Morgun- blaðinu hitti sendiherrann að máli í gær að Hótel Borg með ræðismanni ítala hjer, Kjartani Thors, og spurði hann m. a. um erindislok hans hjer og hvernig honum hafi líkað koman hing- að. Hann sagði m. a.: — Áðalerindi mitt var, að flytja hingað fyrstu opinberu kveðju frá Ítalíu síðan íslenska lýðveldið var stofnað Er mjer það hin mesta ánægja sökum þess, hve þjóðirnar hafa lengi haft vinsamleg viðskifti sín á milli bæði á hinu menningar- lega sviði og verslunarviðskift- um. Fisksalan. En annað erindi mitt hingað hefur verið það, að undirbúa að viðskifti þjóðanna megi aukast að nýju, því eins og kunnugt er, seldu þið Islendingar okkur mik ið af fiski fyrir styrjöldina og keyptuð allmikið af okkur í staðinn. Jeg hef hjerna tölurn- ar yfir innflutning ykkar af salt fiski til Italíu. Hann var á árun- um 1927—1939 samtals hvorki meira nje minna en 203.000 tonn. Mestur var hann á einu ári 1931, nál. 24 þús. tonn. Er hjer ekki meðtalinn annar inn- flutningur hjeðan, svo sem af þurfiski. Viðskiftin hafa verið lítil síð- an styrjöldinni lauk. Þau eru að- eins í byrjun. Dálítið höfum við keypt af saltfiski eins og í gamla daga og eins ofurlítið af frosnum fiski. En okkur þykir íslenski fiskurinn góður og við vitum að hann er altaf fyrsta flokks vara. Iðnframleiðslan eykst. — Hverig er útflutningi ykk- ar háttað nú? — Framleiðsla okkar er nú í hröðum vexti. Telja má að iðn- framleiðslan sje nú orðin að magni, um það bil 80—90% af því, sem hún var fyrir styrj - öldina. í vefnaðarvöru er framleiðsl- an orðin nú 10—20% meiri en hún var fyrir stríð. — Var ekki mikið af iðjuver- um landsins eyðilagt í styrjöld- inni? — Sú eyðilegging var ekki eins mikil og maður gat búist við. — Þjóðverjar höfðu sett sprengjur í allar eða flestar verksmiðjurnar, í þeim tilgangi að sprengja þær í loft upp, áð- ur en þeir færu. En heimavarn- arlið okkar, eða skæruliðar höfðu svo góðar njósnir af öll- um tiltækjum Þjóðverja, að þeir gátu náð sprengjunum í tæka tíð, eða gert þær óvirkar, svo eyðileggingin varð ekki eins mik il eins og Þjóðverjar höfðu stofn að til. Óska eftir viðskiftum við Islendinga Samtal við Guglielmo Rulli sendiherra Guglielmo Rulli. Margskomar vörur. — Hvaða útflutningsvörur eru það aðallega, sem ítalir geta látið fyrir þann fisk, sem hjeðan yrði seldur? — Við getum selt margskon- ar vörur, svo sem salt, ávexti, vefnaðarvörur, rafmagnsvörur og allskonar vjelar og verkfæri. Og skip, ekki má gleyma þeim. Norðmenn hafa t. d. keypt af okkur 19 skip, og það stór, síð- an stríðinu lauk. Nokkuð af verði 5 þeirra hefur verið greitt í fiski. Fleiri þjóðir hafa keypt af okkur skip, svo sem Argen- tínumenn og Svíar. -— Endurreisn atvinnuveg- anna hefur gengið sæmilega vel, eftir styrjöldina, úr því iðn- framleiðsla landsins er þegar orðin svo mikil? — Erfiðleikarnir hafa að sjálfsögðu verið miklir á mörg- um sviðum. En nú er alt farið að ganga betur vegna þess við erum farnir að koma fólki til vinnu betur en fyrsta sprettinn eftir styrjöldina. Og vinnuaf- köstin fara mjög batnandi. — Hefur tekist að útrýma at- vinnuleysinu? — Því miður ekki enn. Nú munu vera um 2 miljónir at- vinnuleysingja í landinu. Eu þeim fækkar óðum. — Og hvað um lággengið og dýrtíðina? — Stjórninni hefur tekist að stöðva verðbólguna m. a. með því að setja ný skattalög. Enn vantar okkur tilfinnanlega efni- vörur ýmsar vegna skorts á er- lendum gjaldeyri. En þetta er alt að lagast. Jeg vil að endingu taka það fram, að jeg er mjög hrifinn af komu minni hingað, og þeim móttökum, sem jeg hef hjer fengið. Jeg get fullvissað yður um, að þegar jeg segi þetta, þá er ekki um að ræða innantóm kurteisisorð. Þetta er mín hjart- ans alvara. Mjer hefur líkað svo vel við þá mennGsem jeg hef hitt hjer, og hef kynst. Mjer þykir viðmót þeirra svo aðalað- andi. Það er bæði fljótlegt og gott að kynnast íslendingum. Þó jég hafi ekki verið hjer nema fáa daga, hef jeg eignast hjer vini, sem mjer þykir vænt um að hafa kynst. wimmnmniimieiiiMiiniMiwiinwnnwiinHiwwB j \ Asbjörnsons ævintýrin. — Ógleymanlegar sögur 9 3 | Sígildar bókmentaperlur. bamanna. mmiimnuinnnmiimiiiimiiiiniiuiiniiiiiwiwon Stúlka óskast nú þegar. Húsnæði. Góður vinnutími — Gott kaup. — J4ótel VíL Stofa til leigu í nýju húsi. Upplýsingar í kvöld kl. 8—9 i Stórholti 18. S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.