Morgunblaðið - 08.07.1947, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 8. júlí 1947 ^
Niðurstaðan iyrir
kommúnista er hin
hraklegasta
i —
Sjómenn tóku af
þeim ráðin
Þeir verða að samþykkja miðlun
Þorseins M. Jónssonar í Þróttardeilunni
Dagsbrúnarmenn vsrða eiíf cg hálft fiS nái. 3
<ér með óbreySfu verðiagi að vinna opp afvinnu-
tjón vinnusíeðvunarinn ar.
ÞÁ llK verkfalla-alda kommúnista hjöðnuð eftir að hafa staðið
jrúmar fjórar vikur. Henni var ætlað að ná hátt og fara víða.
,'En umfram alt átti hún að fleyta kommúnistum til valda á ný.
- SAMNINGARNIR
Alt hefir þetta farið öðru
vísi en ætlað var. Verkföllin
.tiafa að vísu valdið miklu tjóni.
.Bitnar það á öllum landslýð en
«j harðast á þeim, er trúðu
kommúnistum best, og sjálfir
liafa þeir aldrei verið fjær því
en nú að ryðjast til vaída á
íslandi.
Sjómannaverkfallinu töpuðu
fkommúnistar hreinlega. Þar
aeyddu sjómenn sjálfir þá til
að falla frá öllum þeim kröf-
um, sem nokkru máli skiftu.
Aðalkrafa. kommúnista þar var
sú að heimta a. m. k. 50 króna
verð fyrir málið af bræðslu-
síld. Með þessu átti að kippa
grundvellinum undan fisk-
ábyrgðarlögunum á þann hátt
að svifta ríkið tekjunum, sem
ætlaðar voru til að standa
straum af ábyrgðinni Tilætlun-
:;n var sú að kúga Alþingi og
ríkisstjórn á óþingræðislegan
inátt til að breyta rjettum lands
lögum. Sú tilraun mistókst :neð
öllu-og mun lengi ver^a minst,
sem eirfs mesta vindhöggs kom
múnista.
Þróttardeilan á Siglufirði hef
iir einnig orðið kommúnistum
til megnustu armæðu. . Eftir
smargra vikna verkfall er nú
orði til orðs samið þar um sömu
ikjör og hjeraðssáttasemjarinn,
iÞorsteinn M. Jónsson, stakk upp
á fyrir rjettum mánuði. Þá þótti
kommúnistum svo mikið við
!íiggja, að þeir vörnuðu mönn-
um að taka þátt í löglegri at-
jsvæðagreiðslu um tillöguna, og
efndu sjálfir til annarar at-
jkvæðagreiðslu, þar sem sam-
pyktar voru þær freklegu kröf
ur, sem kommúnistar þá þótt-
ust ætla að standa á vegna sigl-
firskra verkamanna.
Allan tímann, sem síðan er
liðinn, hafa kommúnistar haldið
uppi látlausum rógi um Þor-
stein M. Jónsson fvrir það, að
hann þoldi þeim ekki ólög
þeirra. Nú semja þeir um það
dáginn áður eri fjelagsdómur
átti að kveðast upp, þar sem
skorið skyldi úr lögmæti að-
gerða sáttasemjara, að fallast í
einu og öllu á tillögur þær, sem
hann bar fram.
I því sambandi settu þeir að-
eins eitt skilyrði. Málið fyrir
fjelagsdómi varð að hefja, svo
að úrskurður rjettarins sæist
ekki. Þeir vita auðsjáanlega
upp á sig skömmina en finst
það nokkur sárabót, að henni
sjc ekki lýst yfir með dóms-
orði. Úr því sem komið er, skift
ir þetta ekki máli. Atferli
kommúnista dæmir sig sjálft og
sökin er skráð á enni þeirra,
hvar sem þeir fara. Þeir bera
sinn dóm með sjer.
Korskur sjómaður
stekkur úrbát og
drukknar
í GÆRMORGUN vildi það
slys til hjer í höfninni að norsk •
ur sjómaður, skipverji af e s.
Banan drukknaði.
Slysið varð um kl. 10 er ver-
ið var að flytja skipið inn á
innri höfnina. Maður þessi var
ásamt fjelaga sínum niðri í
björgunarbát skipsins, því gerð
hafði verið tilraun til að taka
bátinn upp í skipið, en vegna
veðurs tókst það ekki. Þegar
Banan var komið á móts við
Faxagarð, þurfti að láta skipið
reka lítið eitt, til þess að ná því
upp að hafnargarðinum. —
Skömmu eftir að skipið er tek-
ið að reka, stekkur annar þeirra
er í björgunarbátnum var, fyrir
borð. — Honum skaut fljótlegá
upp aftur og tók til sundtak-
anna og synti undan veðri í átt-
ina að togarabryggjunni. Er
hann átti skammt eftir sáu
menn hvar hann sökk skyndi-
lega, og sást ekki meir.
Kunnugir telja, að er skipið
tók að reka, hafi hræðsla við
að björgunarbáturinn myndi
lenda undir afturstefni skipsins
og í skrúfuna, gripið manninn
og því hafi hann stokkið fyrir
borð.
Framh. af bls. 1
risið hafði, milli útvegsmanna
og sjómanna um síldveiðikjörin.
En ósamið var þá við síldveiði-
menn á nokkrum stöðum, aem
kunnugt er.
Hinar miklu kröfur, sem
haldið hafði verið fram frá
hendi fulltrúa sjómanna á þess
um stöðum, voru nú orðnar lítil
vægar. Samningar tókust á
skömmum tíma. Enda höfðu
sjómenn í Ólafsfirði þá sagt
skilið við Alþýðusamband Norð
urlands og samið fyrir sig. Kaup
trygging sú sem nú var samið
um var hin sama, og áður hafði
verið gengið að í Vestmanna-
eyjum.
Brjef til aðila.
Það var á miðvikudagsmorg-
un þ. 2. júlí að gengið var frá
samningum um síldveiðikjörin.
En í sambandi við þá samninga
komu aðilar sjer saman um, að
skrifa deiluaðilum í þeim kaup
deilum sem óleystar voru, og
fara þess á leit við þá, að þeir
gengust fyrir því, að þegar í
stað yrði reynt að komast^að
samkomulagi í þeim deilum.
Því samkomulagið um síld-
veiðikjörin kæmu að litlu
gagni nema hinar deilurnar
leystust líka. Segir í brjefi
þessu er aðilar undirrituðu á
þá leið að Landssamband ísl.
útvegsmanna og Alþýðusam-
bandið leggi áherslu á, að
einskis verði látið ófreistað að
leysa allar vinnudeilurnar sem
fyrst því þjóðarhagur sje í veði.
Brjef þetta var sent stjórn
Vinnuveitendafjelagsins, borg-
arstjóra, stjórn Síldarverk-
smiðja ríkisins og stjórn Al-
þýðusambands Norðurlands.
Eftir að það var skrifað, sendi
stjórn Alþýðusambandsins
brjef til stjórnar Vinnuveitenda
fjelagsins þar sem segir m. a.,
að Alþýðusambandsstjórnin
muni vilja beita sjer fyrir því,
að vinnudeilurnar leysist allar
í einu og sem fyrst.
Er hjer var komið sneri for-
maður Vinnuveitendafjelagsins
sjer til sáttasemjara, og bað
hann að gangast fyrir því að
kallaður yrði saman samninga-
fundur sem fyrst.
Á samningafundum.
Sáttasemjari ríkisins Torfi
Hjartarson kallaði síðan fund
saman kl. 8V2 á fimtudags-
kvöld. Þessir voru á þeim fundi:
Framkvæmdaráð Vinnuveit-
endafjelags íslands, Kjartan
Thors form. fjelagsins, Guð-
mundur Vilhjálmsson, Helgi
Bergs, Eggert.Kristjánsson og
Sveinn Guðmundsson forstjóri
f Hjeðni. Ennfremur Eggert
Claessen framkv.stj. fjelags-
ins. — Fyrir Reykjavíkurbæ
voru þar borgarstjóri Gunnar
Thoroddsen og Tómas Jónsson
borgarritari. Fulltrúi fyrir
stjórn Síldarverksmiðja ríkis-
ins, var þar Sveinn Benedikts-
son, fyrir Dagverðareyrarverk-
smiðjuna Ólafur Einarsson for-
stjóri í Hafnarfirði og Guð-
mundur Guðlaugsson fyrir
verksmiðju Akureyrarbæjar í
Krossanesi.
Þrír voru þar fulltrúar Al-
þýðusantbands íslands, Guðgeir
Jónsson, Jón Rafnsson og Stefán
Ögmundsson. Frá Dagsbrúnar-
stjórninni voru þeir Sigurður
Guðnason, Edvarð Sigurðsson
og Hannes Stephensen og Gunn
ar Jóhannesson frá Þrótti á
Siglufirði. Síðar komu þeir
Friðrik Kristjánsson, írá verka
lýðsfjelagi Glæsibæjarhrepps
og Björn J.ónsson frá Alþýðu-
sambandi Norðurlands.
, Sáttanefndin, sem útnefnd
hafði verið, til þess að koma
sættum á í Dagsbrúnardeilunni
sjerstaklega, var að sjálfsögðu
ekki á þessum fundum. Vegna
þess að hjer var um fleiri deilu
mál að ræða, og í þeirri nefnd
var Gunnlaugur Bíiem skrif-
stofustjóri, en hann er einn af
dómendum í Fjelagsdómi, sem
kunnugt er, og varð því að vera
utanvið samninga sem snertu
deilu Þróttar á Siglufirði.
Samningarnir hófust, eins og
fyrr segir, kl. 8V2 á fimtudags-
kvöld. Hjelt sá fundur viðstöðu
laust áfram til kl. 1. miðdegis
á föstudag. Síðan hófst fundur
aftur kl. 8V2 á föstudagskvöld.
Hjelt hann áfram þar til kl. 9
á laugardagskvöld með nokkru
hlje um hádegi á laugardag. En
þá var komið að þeirri niður-
stöðu, sem fyrr greinir, enda
þótt samningarnir gengju ekki
í gildi fyrr en að afloknum Dags
bi>únarfundinum á sunnudags-
morgun.
Einstök atriði samninganna.
Aðalbreytingin á kaupi Dags
brúnarmanna var sem fyrr seg-
ir að grunnkaupið er hækkað
um 15 aura í fjórum kaupflokk
unum, en um 10 aura í einum
þeirra.
Tímakaupið var sem hjer
segir:
í 1. fl. kr. 2,65 hækkun 15 aur.
í 2. fl. kr. 2,90 hækkun 15 aur.
í 3. fl. kr. 3,00 hækkun 15 aur.
í 4 fl. kr. 3,30 hækkun 10 aur.
í 5. fl. kr. 3,60 hækkun 15 aur.
Mánaðarkaup hækkar sem
segir:
Kr. 500 hækkar í kr. 530.
Kr. 550 hækkar í kr. 580.
Kr. 575- hækkar í kr. 605.
Er hjer alstaðar að sjálfsögðu
miðað við grunnkaup.
Kaup varðmanna sem höfðu
kr. 34 fyrir 12 klst. vöku, var
ekki hækkað. En kaup við upp-
skipun á saltfiski sem alment
var í öðrum flokki hækkar í
kr. 3,05 og vinna við stein-
steypu hækkar á sama hátt.
Enda mun það víða hafa tíðk-
ast án samninga.
Samið var um nokkrar til-
færslur á milli flokka í bæjar-
vinnunni sem skifta litlu máli.
Samningur þessi gildir til 15.
okt. næstkomandi og sje hann
uppsegjanlegur með mánaðar
fyrirvara. En hann framlengist
um 6 mánuði sje honum ekki
sagt upp fyrir 15. sept.
„Þróttur“ fjckk ckkert.
Engin breyting var gerð á
samningi þeim, sem stjórn Síld-
arverksmiðja ríkisins gerði við
stjór’n verkamannafjelagsins
Þróttar á Siglufirði, sem komm
únistar þar á staðnum hafa
kröftuglegast mótmælt. En hjer
aðssáttasemjari, Þorsteinn M.
Jónsson, hafði gert að tillögu
sinni, að báðir aðilar hefðu í
gildi. Var atkvæðagreiðsla um
þá tillögu hans, er kommúnist-
ar reyndu að ónýta með ofbeldi.
En sú tillaga var samþykt. Og
síðan skotið til Fjelagsdóms.
hvort sú atkvæðagreiðsla skyldj|
ekki standa og væri lögleg.
Fjelagsdómur var ekki upp->
kveðinn í því máli, því stjóm
Þróttar og Alþýðusambandsins
settu sem skilyrði ,að það mál
yrði hafið til þess að sættum
yrði komið á.
En útkoman fyrir verkamenn
á Siglufirði, er verið hafa í verk
falli, er sú, að þeir fá ekkert
í aðra hönd upp í tjónið a£
vinnustöðvuninni.
Samkvæmt hinum nýju samri
ingum skulu verkamenn við
Síldarverksmiðjur ríkisins á
Raufarhöfn og Skagaströnd og
Húsavík hafa sama kaup og
Þróttarmenn á Siglufirði, og
eins við Krossaness og Dag-
verðareyrarverksmiðju. Kemst
þar á sú samræming kaups sem
við var búist.
\
Tjón verkamanna.
Dagsbrúnarverkfallið stóð y£
ir í 25 vinnudaga. Kauphækk-
un sú sem Dagsbrúnarmenn
hafa fcngið nemur frá 3—5,6%.
Svo hver verkamaður þarf aíS
vinna frá 18—33 daga með hinu
nýja kaupi til þess að vinna
upp eitt dagkaup með hækkun-
inni, eða samtals frá 425—825
daga til þess að hafa unnið upþ
alt atvinnutjónið af vinnu-
stöðvuninni síðaii verkfallið
hófst.
VEGNA ítrekaðra ummæla i
Mbl. (sbr. pistla Víkverja og
grein eftir Sig. Björnsson frá
Veðramóti) um aðgerðaleysi
stúdenta í „Snorra-málinu“ skal
þessa getið:
Þegar er okkur varð það
kunnugt, að e.s. Lyra hefði snú-
ið aftur til Noregs með styttu
Snorra Sturlusonar — þar eð
stjórn Dagsbrúnar synjaði leyf-
is til þhss að styttunni yrði skipí
að hjer í land •— ákváðum við
að boða til sameiginlegs fundar
með stjórnum þeirra stúdenta-
samtaka, er við veitum forstöðu,
til þess að ræða með þeim máí
þetta og væntanlegar tillögur til
ályktana. En áður gn til þessat
fundar kæmi, barst okkur vit-
neskja um þá ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar að láta varðskipiíjj
Ægi sækja styttuna og flytjá
hana aftur hingað til lands. —
Sáum við þá engar frekari á-
stæður til aðgerða eða ályktana,
af hálfu stúdentasamtakanna.
Reykjavík 7. júlí 1947.
LUDVIG GUÐMUNDSSON
varaform. Stúdentasambands
íslands.
PÁLL S. PÁLSSON
form. Stúdentafjel. Rvíkur.
GEIR HALLGRÍMSSON
form. Stúdentaráðs
Háskóla íslands.
Lonaort: — Ríkisstjórn ÁstraluJ
hefur óskað eftir því,-að menn flytt-
ust til Ástralíu sökum skorts á vinnu-
afli þar. Nýlega flutti stórt breskt
skip 4000 menn. af óströlskum og
breskum ættum frá Indlandi til
Ástraliu. ___i