Morgunblaðið - 08.07.1947, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIt
Þriðjudagur 8. júlí 1947
Jón Pálmason:
KOSNINGAR OG KJÖRDÆMASKIPUN
Á SÍÐASTA degi Alþingis í
vor var samþykt þingsálykt-
unartillaga um skipun milli-
þinganefndar til að undirbúa
breytingar á stjórnarskrá Is-
lands. Var hin fjölmenna stjórn
arskrárnefnd, sem til hefur
verið á undanförnum árum, þar
með lögð í gröfina þegjandi og
hljóðalaust. Mun og tæplega
hafa verið gert ráð fyrir, að
hún skilaði áliti fyrst um sinn,
enda þó hún hefði viðað að sjer
miklum fróðleik um stjórnar-
skrár annara ríkja og fleira. —
Var það Gunnar Thoroddsen
borgarstjóri, sem á sínum tíma
vann aðallega að því, að fá
þenna fróðleik.
Hvprt hin nýja nefnd, er vafal.
verður bráðlega skipuð, verð-
ur fljótvirkari í þessum efnum,
er náttúrlega óvíst. Úr því fær
reynslan skorið. Má þó ætla,
að gerð verði tilraun til að fá
samþyktar stjórnarskrár breyt-
ingar fyrir næstu alþingiskosn-
ingar. Ber margt til þess, eins
og kunnugt er, að það verður
að telja nauðsynlegt.
Þó er það eitt mál í sambandi
við stjórnarskrána; sem þing-
menn og flokkar hika nokkuð
við vegna ‘þeirra æsinga, sem
því eru jafnan samfara, en það
er breytingar á kjördæmaskip-
un og kosningafyrirkomulagi
landsins. Um það mál hafa ver-
ið háðar harðá'r deilur á síðari
árum, og svo mun verða. hve
nær, sem við því verður hreift.
Að taka til meðferðar í sam-
bandi við endurskoðun stjórn-
arskárinnar, komast menn þó
ekki hjá, því ástandið í þess-
um efnum er fjarri því, að vera
gott. Þetta hefir reynslan sann
að.
Við þær breytingar, sem síð-
ast hafa verið gerðar þ. e. 1933
og 1942, var það eitt höfuð sjón
armið, sem mestu rjeði. Það
var, að tryggja það nokkurn
veginn, að þingmannatala
stjórnmálaflokkanna yrði í sam
ræmi við atkvæðafylgi þeirra
við almennar kosningar. Þess-
um tilgangi hefir tekist að ná
að mestu við tvennar síðustu
kosningar. Nokkuð skortir þó
á, því í bæði skifti hefir Fram-
sóknarflokkurinn nokkru færri
atkvæði á þingmann en hinir
flokkarnir. Þó stóð svo nærri
við kosningarnar 18. og 19. okt.
1942, að ef rúmir 20 kjósend-
ur hefðu kosið gagnstætt í því
kjördæmi, sem síðast var talið
1 N.-Múlasýslu og Sveinn á Eg
ilsstöðum komst að í stað Páls
Zophoníassonar, þá hefði þing-
mönnum fækkað um tvo. Það
hefði með öðrum orðum þytt
það, að 9 uppbótarþingmenn
hefðu nægt til þess að jafna
milli flokka og 10. og 11. land-
kjörinn þingmaður hefðu fall-
ið úr.
í síðustu -kosningum munaði
nokkru meira, og nokkurn
glundroða gerði það þá, að
Frarhsóknarflokkurinn gekk þá
skiftur til kosninga í tveimur
kjördæmum. í bæði skiftin
stappaði þó svo nærri því, að
þetta takmark næðist, að eng-
inn hefur verulega ástæðu til
umkvörtunar af þeim sökum.
En með því er vissulega ekki
alt fengið, því margt fleira kem
ur til greina, sem vert er að
taka með í reikninginn. — Eitt
m. a. er það, að uppbótarsæta
kerfið, sem nú gildir, hefir gef-
ist illa á ýmsa lund. M. a. hefir
reynslan leitt það í ljós að upp
bótarþingmennirnir, sem bera
heitið landkjörnir þingmenn,
hafa ekki öðrum fremur skoðað
sig sem þingmenn alþjóðar. ■—•
Flestir þeirra hafa nánast starf
að sem fulltrúar þeirra kjós-
enda, em þá hafa kosið, og því
reynst uppbótarmenn þeirra
hjeraða, sem þeir hafa boðið
sið fram í. Hefir þetta stundum
haft í för með sjer hinn leið-
inlegasta skrípaleik, og átti»það
sjer einkum stað á fyrstu árum
þessa skipulag. ,
Nokkrar heiðarlega undan-
tekningar eru til frá þessari að
alreglu og helst þannig, að ein
stakir flokksforingjar hafa
„spekúlerað“ í uppbótarþing-
sætum og þó ekki orðið bein-
línis bundnir hagsmunum við-
komandi kjördæmis.
Hve rík sú skoðun er í mörg-
um, að uppbótarmennirnir sjeu
fulltrúar viðkomandi kjördæma
má m. a. marka af því, að í
Reykjavík hjeldu allir flokk-
arnir, sem þar hafa von um
þingmenn fram sömu rökvill-
unni fyrir síðustu kosinngar,
bæði á fundum, blöðum og í út
varpi. Hún var sú, að telja það
listasæti baráttusæti, sem von
var um 'u.ppbótarsæti á. Allir,
sem til þektu vissu að raun-
verulega baráttusætið var 5.
sæti á Sjálfstæðislista og 3.
sæti á Sósíalistalista. En marg-
ir Sjálfstæðismenn töldu Bjarna
Benediktsson í baráttusæti, sem
var 6. maður á listanum. Sósíal-
istar töldu Katrínu Thoroddsen
í baráttusæti og fylgdu sömu
villunni. — Alþýðuflokkurinn
skaut þó það næst yfir markið,
að hann taldi inn 3. mann, Har
ald Guðmundsson í baráttusæti
þann mann, er kunnugir vissu
að kom ekki einu sinni til
greina sem uppbótarþingmað-
ur.
Þetta sýnir, að margir líta
á uppbótarþingmennina úr
Rvík sem þingmenn Reykja-
víkur, enda starfa þeir oftast
sem slíkir. Væri það miklu nær
að ákveða Rvík 11 þingmenn
næst, þegar stjórnarskránni
verður breytt og að uppbótar-
þingsæti komi ekki til greina
þaðan.
Frá þessu sama sjónarmiði
er svartasta dæmið um galla
þessa skipulags augljóst frá úr
slitum síoustu -kosninga, það, að
úr báðum fámennustu kjördæm
unum, Seyðisfirði og A.Skafta-
fellssýslu komu uppbótarþing-
menn. Á Seyðisfirði voru þá
511 á kjörskrá og í A.-Skafta-
fellssýslu 745. Þetta þýðir það
að 1256 kjósendur á kjörskrá
hafa samkv. framansögðu fjóra
menn á Alþingi nú. Það sem
einna mest stingur í stúf að
hinu leytinu, eins og nú er, felst
í því, að S.-Þingeyjarsýsla
með 2395 á kjörskrár kjósend-
ur, hefir 1 þingmann.
í hlutfalli við hin kjördæmin
ætti h’ún að hafa 7. Þetta sann-
ar, að skipulaginu þarf að
breyta. Hvernig sú breyting á
að verða, er hinn mikli vandi,
og seint munu menn verða sam
mála í því efni. Hætt er og við
að ekkert fyrirkomulag sje
hægt að finna, sem ekki hefir
verulega galla í för með sjer.
Þrent er það einkum, er ynenn
hafa orðað sem framtíðar skipu
lag:
1. Landið alt eitt kjördæmi
og almenn hlutfallskosning.
2. Landinu skift í einmenn-
ingskjördæmi eingöngu. Ohlut-
bundnar kosningar allsstaðar.
Engir uppbótarþingmenn.
3. Landinu skift í 6—8 kjör-
dæmi. Hlutfallskosning í öll-
um. Engir uppbótarmenn, eða
örfáir.
Allar þessar aðferðir hafa
þann kost, að það er í þeim
samræmi frá vissu sjónarmiði.
Osamræmi núv. skipulags væri
útilokað með hvorri aðferðinni
sem er. En allar hafa þær mikla
vankanta og tæplega kemur til
að þær verði lögfestar fyrst um
! sinn að minsta kosti, hvað sem
síðar verður.
Landið eitt kjördæmi er fyr-
irkomulag, sem sveitahjeruðin
geta aldrei felt sig við. Valdið
yrði með því lagt í hendur
Rvíkur og flokksstjórnanna fyr
ir fult og alt. Persónuleg áhrif
einstakra manna utan höfuð-
borgarinnar hefðu lítið að
segja. Hætt er þá líka við, að
hagsmunamál strjálbygðarinn-
ar sætu á hakanum.
Landinu skift í eintóm cin-
menningskjördæmi er fullkom
in andstaða við hitt, að því
leyti, að með því væri persónu
fylgi og persónulegt sjálfstæði
þingmanna einna öruggast. Þó
hefir reynslan sýnt, að undar-
legustu fyrirbrigði geta komið
fram við áhrif slíks skipulags
jafnvel þó það sje ekki útfært
að fullu. Minnihl. flokkar hjá
þjóðarheildinni getur með slíku
skipulagi náð meirihl. þing-
manna ef hann er nægilega
sniðugur í blekkingum og
bralli. Þetta sannar dæmið frá
1931.
Að gera landið að 6—8 kjör-
dæmum hefir mesta kosti og
minsta annmarka, af þeim þrem
ur tillögum, sem hjer að fram-
an eru nefndar. Þar í eru minst
ar öfgar og fult samræmi gæti
fengist á þann hátt. Hinsvegar
mundi þessl leið auka mjög
mikið vald höfuðborgarinnar
og flokksstjórnanna og minka
til muna áhrif persónulegra
vinsælda frambjóðenda og um
leið rýra um of persónulegt
sjálfstæði alþingismanna. Auk
þess er svo það, að margir
menn mundu fella sig illa við
svo .mikla samsteypu á kjör-
dæmurn, sem þessi leið hefir
í för með sjer, enda þó ýmislegt
sje hægt að færa fram henni til
meðmæla.
Jeg hygg að flestir geti felt
sig best við þær endurbætur á
skipan þessara mála, sem minst
ar breytingar hafa í för með
sjer frá núv. skipulagi. Flestir
munu sammála um, að það geti,
ekki haldist óbreytt til lengdar
og þá er að leita samkomulags
um það, hvað koma skal. Raun-
ar þykist jeg viss um að ekkert
fyrirkomulag er unt að finna
sem ekki hefir fleiri eða færri
galla og því síður nokkuð, sem
allir væru sammála um.
Jeg ætla nú hjer að hreifa
einni uppástungu um afgreiðslu
þessa sem verið gæti umræðu
grundvöllur, svo eigi sje sterk-
ara að orði kveðið. Hún er í að-
al atriðum bygð á því ,að miða
kjördæmin við hin gömlu lög-
sagnarumdæmi. Þau hafa enn
meiri sameiginlega hagsmuni
innbyrðis, en á sjer stað um
önnur fjarlægari hjeruð, og með
því móti eru hvergi sjerlega
stór kjördæmi og örðug yfir-
ferðar.
Þessi tillaga er þannig um
skiftingu:
1. Reykjavík 11 þm.
2. Gullbringu og Kjósarsýsla
og' Hafnarfjörður 4 þm.
3. Borgarfjarðarsýsla og
Mýrasýsla 2 þm.
4. Snæfellsness- og Hnappa-
dalssýsla og Dalasýsla 2 þm..
5. Barðastrandasýsla og
Strandasýsla 2 þm.
6. ísafjarðarsýslur og ísafjarð
arkaupstaður 3 þm.
7. Húnavatnssýslur 2 þm.
8. Skagafjarðarsýsla 2 þm.
9. Eyjafjarðarsýsla, Akureyri
og Siglufjörður 5 þm.
10. Þingeyjarsýslur 3 þm.
11. N.-Múlasýsla með Seyð-
isfirði 2 þm.
12. S.-Múlasýsla með Nes-
kaupstað 2 þm.
13. Skaftafellssýslur 2 þm.
14. Rangárvallasýsla 2 þm.
15. Vestmannaeyjar 2 þm.
16. Árnessýsla 2 þm.
Alls 48 þingmenn.
Hlutfallskosning sje í öllum
kjördæmum og um leið vara-
þingmenn. Nú eru varaþingm.
fyrir 31 þingmann, en engir
varamenn fyrir 21 þingmann.
Er í því óeðlilegt og óheppilegt
ósamræmi.
Með þessu skipulagi ætti
enga uppbótarþinm. að hafa.
Rjettur flokka yrði mjög jafn
og best er að sleppa við upp-
bótarsæta regluna alveg. — Ef
menn vildu eigi sætta sig við
það, mættu ugpbótarþingmenn
í hæsta lagi vera 4 og þá yrðu
þeir að koma inn af landslistum
flokka, þar sem þá eina mætti
bjóða fram, sem hvergi væru
frambjóðendur í kjördæmum.
Annars væri best að binda sig
eingöngu við eina kosningaað-
ferð.
Um þingmannatölu kjördæma
verður náttúrlega altaf ágrein
ingur. Með þessu móti eru til-
tölulega litlar breytingar í því
efni en útilokað svo 'gífurlegt
ósamræmi, sem nú er milli
hjeraða. Uppbótarmennina verð
ur að svifta þeirri aðstöðu og
freistni að skoða sig sem kjör-
dæma þingmenn.
Ætla má, að helsta m ítbáran
gegn þessu fyrirkomuia i verði
sú, að kjördæmin sjeu of lítil
til þess að hlutfallskosning
njóti sín. Til þess að halda því
fram, hafa þeir þó einna versta
aðstöðu, sem komið hafa því í
lög, að viðhafa hlutfallskosning
ar til sýslunefnda um land alt,
þar sem þó er ekki kosinn nema
einn maður í stað. Því komu
þeir á 1936 Framsóknarmenn
og Alþýðuflokkurinn og
hefir það gilt síðan og mjög
víða verið notað, þó eigi sje það
ófrávíkjanleg skylda.
Vera kann, að einhverja
furði á því að ætla Vestmanna
eyjakaupstað 2 þm., en því er
til að svara, að hann er nokk-
uð sjerstæður og verður tæp-
lega sameinaður öðrum hjer-
uðum. Kjósendafjöldi er nokk-
uru meiri en í Rangárvalla-
sýslu nú, og fer þó bilið að lík-
um vaxandi. Hann mundi og
verða líkur og N.-Múlasýslu,
með Seyðisfirði og hærri en í
báðum Skaftafellssýslum. Auk
þess má á það benda ,að síðan
uppbótarsæta kerfið var lög-
leitt, hefir altaf verið uppbótar
þingmaður úr Vestm.-eyjum.
Jeg slæ þessari tillögu fram
til þess að koma hreyfingu á
máíið. Mjög almenn óánægja
er með núv. skipan og fyrst
taka á stjórnarskrá Islands til
gagngerðrar endurskoðunar, þá
er nauðsyn á að þetta við-
kvæma mál sje rætt af hóf-
semi og stillingu óður en það
er tekið til afgreiðslu. — Komi
margar tillögur fram, er úr
meiru að velja fyrir Alþingi og
að líkum betri úrlausnar von.
- Akri, 24. júní 1947.
Jón Pálmason.
Hús
og einstakar íbúðir í bænuxn og utan við bæinn, höfum
.við til sölu.
FASTEIGNASÖLUMIÐSTÖÐÍN
Lækjargötu 10 B. Sími 6530
Síldarstúlkur,
Nokkrar síldarstúlkur vantar á Söltunarstöð Jóns Hjalta
líns á Siglufirði í sumar.
Upplýsingar hjá Jöni Halldórssyni í sima 9127 og Gunn
I ari Ásgeirssyni, síma 9437.
BEST AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINU