Morgunblaðið - 13.07.1947, Blaðsíða 6
6
M ORGUKÍBLAÐIS
Sunnudagur 13. júlí 1947.
IðMfe
Útg.: H.f. Árvakur, Rr-ykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands,
kr. 12,00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók.
Iðnþingið
SAMKVÆMT ályktunum þeim og tillögum sem nýaf-
staðið Iðnþing samþykti, og birtar hafa verið í blaðinu
hafa iðnaðarmenn margar framtíðarfýrirætlanir.
Á þessu þingi sínu samþyktu _þeir m. a. að efna til alls-
herjar iðnsýningar á árinu 1949. Má það ekki seinna vera,
að almenningur fái yfirlit yfir iðnað landsmanna, svo
glöggan sem sýning eiji getur gefið.
Ályktanir þingsins bera það með sjer að iðnaðarmenn
hugsi til þess af heilum hug, að efla samtök sín, og gera
þau svo nytsamleg þjóðinni sem frekast er unt. Þeir vilja
að fjelag sitt verði sett á bekk með allsherjarsamtökum
sjávarútvegs og landbúnaðar, Búnaðarfjelaginu og Fiski-
fjelaginu, sem hafa á hendi margskonar leiðbeiningar
hvert í sinni grein.
Ennfremur voru gerðar ályktanir um, að leggja til að
stofnaður verði iðnbanki, gerðar breytingar á vinnutíma,
sem hentugar vrðu fyrir aukin afköst, fjelagssamtök iðn-
aðarmanna verði efld, innkaup komið í hagstætt horf,
og framkvæmdir verði betur skipulagðar, svo ekki verði
ráðist í meira í einu, en með góðu móti verði lokið á til-
settum tíma.
Með öflugum samtökum sínum, og framsækni í starfi,
munu iðnaðarmenn eyða með öllu vantrú, á framtíð iðn-
aðarins hjer á landi. Einmitt í þessari grein, eða þessum
greinum atvinnulífsins, bíða fjöldi verkefna óleyst. Við
þurfum að vinna úr hinni innlendu framleiðslu og gera
úr henni þá bestu vöru, sem hugsanleg er. Með hinu
stórfelda framleiðslumagni, sem hjer er, og væntanlegri
gnægð raforku, á næstu árum getur íslenskur iðnaður
átt ákaflega mikla framtíð, orðið sterkur og mikilsverður
þáttur í afkomu þjóðarinnar.
Tengslin við alþýðuna
SÍÐAN kornmúnistar finna sjálfir til þess, hve andúðin
gegn þeim eykst, tala Þjóðviljamenn með meiri áfergju
en áður, um tengsli flokks síns við alþýðu þessa lands.
Skrifa nú hinir austrænu blöðruselir um það, að enginn
sje raiinverulega alþýðunnar maður, nema hann sje
kommúnisti.
Það er hláleg kenning að tengslin við íslenska alþýðu
ættu hjeðanífrá að liggja ,,pr. Moskva“. Að enginn ætti
að geta borið rjettnefnið íslenskur alþýðumaður, nema
að hann væri jábróðir þeirra liðhlaupa úr íslensku þjóð-
fjelagi, sem halda því fram, að íslenskt frelsi og lýðræði
í sinni rjettu mynd, væri það eitt, sem skorið væri í stakk
þeírra stjórnmálastefnu, er tekið hefir sjer nasistiskar
aðferðir til fyrirmyndar.
Trúlegt væri, að íslenskir alþýðumenn muni þær sneið-
ar, sem Þjóðviljinn daglega rjettir þeim, er hann telur,
að hver sá maður í launastjett sem er' fráhverfur hinu
„austræna lýðræði“, kúguninni, yfirganginum, ein-
ræði og fullkomnu ráni allra mannrjettinda, sje 2. og 3.
flokks íslendingur, borið saman við hina, sem lúta í auð-
mýkt hinu austræna valdi.
Slík skrif Þjóðviljans eru einkar vel til þess fallin, að
minna menn á, að tími sje til þess kominn, að íslendingar
hrindi af sjer öllum pólitískum áhrifum Moskvamanna.
Að þeir dagar verði brátt taldir, er fáeinir kommúnistar
géti smeygt sjer til valda í fjölmennum verkalýðsfjelög-
um, og ráðið þar lögum og lofum með frekju sinni og
yfirgangi.
En kommúnistar ættu síðan að geta velt því fyrir sjer,
og haft til þess góðar stundir, hver er betri íslendingar,
sá sem vill persónufrelsi í landinu og lýðræði í norrænni
mynd, ellegar hinn sem þráir að hið skefjalausa einræði
hinna fáu og rjettleysi einstaklinga nái fósturjarðar-
ströndum.
ÚR DAGLEGA
LÍFINU
Sjóbaðstaður
Reykvíkinga.
„VILTU ekki skrifa um að
við fáum Nauthólsvíkina aftur
fyrir baðstað?“ sagði kunnur
íþróttafrömuður við mig á dög-
unum. — Jú, jeg var eiginlega
til í það — þangaðtil jeg mundi
eftir samtali, sem jeg átti við
Gísla Halldórsson verkfræð-
ing og bæjarfulltrúa fyrir
nokkru.
Gísli var að segja frá hug-
mynd, sem hann hefir haft í
mörg ár, en það er að gera
sycri enda Tjarnarinnar að sjó-
baðstað. — Hann lýsti þessari
hugmynd sinni fyrir mjer á
þann hátt, að jeg hreyfst strax
með, en sagði svo: „Jeg ætla
að biðja þig um að skrifa ekki
um þetta strax“.
•
Rafmagn og hvera-
vatn.
NÚ ER SVO langt um liðið
síðan þetta var, að jeg tel mig
ekki lengur bundinn þessari
bón Gísla Halldórssonar, eink-
um þar sem mjer er kunnugt
um, ap hann hefir loxið við
rannsóknir sínar á framkvæmd
verksins og hefir komist að
þeirri niðurstöðu að það er auð
velt að gera fyrsta flokks bað-
stað úr Tjarnarendanum og
það er hægt'að baða sig þar í
hvaða veðri sem er, því Gísli
ætlar á einfaldan hátt, að hita
upp sjóinn í Tjörninni og meira
að segja sandinn á ströndinni
líka. — Þetta ætlar hann að
gera með hveravatni og raf-
magni.
e
Eins og við MiðjarS-
arliafið eða í Kali-
forníu. —
HJER VERÐUR ekki að sinni
farið itarlega út í það hvernig
Gísli Halidórsson ætlar sjer að
nota heita vatnið. — Fyrst ætl-
ar hann að láta dæla upp leðj-
unni á Tjarnarendanum og nota
hana til að fyila upp á háskóla
lóðinni, en setja í þess stað leir
og sandbotn. Á ,,ströndinni“
verður hvítur skeljasandur,
sem verður hitaður upp með
raflömpum. — Það er því næst-
um sama hvernig viðrar. Bað-
gestir geta lagst í heitan sand-
inn og notað sólarljóssins, þótt
dimt sje yfir og skýjað, því 1
birtunni eru vitanlega sólar-
geislar, þótt þeir hafi brotnað
í skýjunum.
Rúm fyrir þúsundir
manna.
BÚIÐ ER að reikna, að
þúsundir gætu baðað sig 1
þessari sundlaug í einu og hægt
er að endurnýja'vatnið svo vel
að 60000 manns gætu baðað sig
í því daglega, ef reiknað er með
að hver maður sje í vatninu í
hálfa klukkustund í einu.
Alt, er þetta vitanlega hug-
myndaflug ennþá, því bæjar-
stjórnin hefir ekki fjallað um
málið ennþá og þetta yrði nokk
uð dýrt til að byrja með.
•
Og Hótel.
í SAMBANDI við þessa stóru
hugmynd, að sjóbaðstað fyrir
Reykvíkinga inni í miðjum
bænum yrði að vera hótel eða
veitingastaður með allskonar
'böðum og öðru, serp nauðsyn-
legt þykir við baðströnd. Er
hugsað að það yrði reist í garð-
inum milli Tjarnarinanr og
Bjarkargötu.
Og nú er verið að ræða um
að reisa hjer gríðarmikið hót-
el, jafnvel einmitt suður við
Tjörn. — Væri ekki alveg til-
valið að sameina þetta tvennt,
sjóbaðstaðinn og gistihúsið. —
Þá gætu jafnt erlendir sem inn
lendir gestir hótelsins — ásamt
bæjarbúum — spókað sig á bað
ströndinni og látið fara eins vel
um sig og þeir gera í Nizza eða
Palm Beach, Florida, eða á
ströndum Kaliforniu. Þetta er
draumur ennþá, en draumur,
sem verkfræðingar vita að
hægt er að gera að veruleika.
•
Nýtt met.
ÞAÐ ÞYKIR j^fnan tíðind-
um sæta þegar sett eru ný met.
í gær fjekk jeg brjef frá KÓB
þar sem hann segir frá eftir-
farandi (heims) meti:
„Víkverji góður! Jeg var að
lesa um póstbrjef, sem hafði
verið 4 daga á leiðinni milli
manna hjer í bænum. Það er
víssulega nokkuð langt. En
hvað skal segja um 147 — eitt
hundrað fjörutíu og sjö daga.
— í gær barst syni mínum
brjef, sem dagsett var 13. xebr.
í vetur.
•
Borgarstjórabrjef.
OG ÞETTA METBRJEF, sem
hann talar um, var borgar-
stjórabrjef. Síðan heldur hann
áfram:
„Tvö brjef, sem sett voru í
póst til mín fyrir jól, bárust
mjer seint, annað í síðari hluta
janúar, en hitt í febrúar. Þá
fannst mjer nú þeirra útivist
vera orðin nokkuð löng, en jeg
sje nú, að þau hafa farið með
hraðferð á móts við borgar-
stjórabrjefið“.
Já, altaf smáskánar það!
•
Vörður við eginn.
í VOR GERÐU nokkur blöð
það að umtalsefni, að einhverj- .
ir fra.mtakssamir náungar í
Ölfusinu hefðu gert tilraun til
að koma upp vísi að sorphaug
við Kambana. ■— Þótti þetta
heldur ósmekkleg iðja. —
En hvað mætti þá segja um
samskonar viðleitni víða ann-
arsstaðar.
Rjett fyrir neðan Seltjarn-
arnesskólann er geisimikill
„gýgur“ við veginn. Hvernig
á honum stendur veit jeg ekki,
en sennilegt að þar hafi verið
sandnám eða eitthvað þesshátt
ar endur fyrir löngu. —
En nú er hann að fyllast' af
rusli. — Járriruslý kassarusli,
brjefarusli og öðru rusli, sem
nöfnum tjáir að nefna.
e
Við Ártúnsbrekk-
una. —
ÞÁ ER það þrifalegt, eða
hitt þó heldur, í gamla grjót-
námi bæjarins við Ártúnsbrekk
una og gaman að aka þar um
með gesti, sem koma til bæjar-
ins. ■— A aðra hönd þegar ek-
ið er austur er hin glæsilega
nýja rafstöð, sem hægt er fyrir
hvaða Reykvíking að vera
stoltur af, en á vinstri hönd er
gamla grjótnámsgjáin nærri
full af líka þessu endemisrusli.
— Mest er það bárujárn úr
gömlum hermannaskálum.
Það er lítiil sómi að þessum
sóðaskap rjett við bæjardyr
höfuðborgarinnar. —
MEÐAL
•«
ANNARA ORÐA .
>«’“3»"—i« — ii i au iiwfti'■nwtn-—
Finnland er ekkerl leppríki
Eftir SAM WELLES við Time.
ÞEGAR þú ert ókunnur mað
ur í ókunnu landi, geturðu fund
ið margt út um þjóðina éftir
því hvernig fólkið talar við
þig. í Rússlandi þorði enginn
að segja neitt við útlending. í
Finnlandi, sem eiginlega er í
næsta herbergi, segja þeir þjer
allt sem þeir hugsa, — jafnvel
um Rússa. Einn Finni sagði,
hann var raunar orðjnn lítið eitt
heitur yfir ölkollunni sinni:
Því miður. Það er slæmt. Ja,
Rússarnir sjálfir, hver ein-
staklingur er góður. Við er-
um líkir að mörgu leyti, báðir
fyrir sopann. En þegar Rússinn
er í hóp, þá er hann vitlaus,
hægt að æsa hann til hryðju-
verka.
Nú er ekki svo mikið af Rúss
um í Finnlandi, að þeir geti
myndað múg. Það eru aðeins
200, sem starfa í stjórnar-
nefndinni. Flestum Finnum,
sem jeg mætti. líkaði -vel við |
Rússana sem menn en næstum
enginn vildi sjá rússfleskt þjóð
skipulag.
Háar skaðabóta-
greiðslur.
Friðarskilmálarnir, sem
Finnar urðu að skrifa undir,
voru harðir, en þeir gera þó|
allt, sem þeir geta, til að standa ^
við þá. Skaðabæturnar eru!
lang hæstar hlutfallslega, sem!
nokkur þjóð í Evrópu hefur orð (
ið að greiða. Á síðasta ári íóku
skaðabæturnar 14 af allri iðn-
aðarframleiðslu landsins og
meira en 1/8 af öllum þjóðar- 1
tekjunum.
Finnar eru hreyknir af að
þeir standa altaf við gerða
samninga. Jeg sagði við Ilomari!
Harki, sem er í skaðabótanefnd
inni, að Finnar væru mikils
virtir í Bandaríkjunum vegna
heiðarleika þeirra. Hann brosti:
„Já, en því miður er það mjög
dýr.t að vera svona heiðurleg-
ur“.
Það er ekki aðei.ns, að það
kosti þá peninga, heldur kostar
það þá einnig, að þeir geta ekki
sjeð öllum fyrir fullnægjandi
lífsskilyrðum, því að mest allt
vinnuaflið fer í að framleiða
vörur fyrir Rússa. Og húsnæð
islausir eru um 450.000 flótta-
menn frá þeim hjeruðum, sem
þeir urðu að láta af hendi við
Rússa. Hvað margir voru eftir?
spurði jeg. Hæsta talan, sem
jeg fjekk var 40. Það var vinstri
maður, sem sagði mjer þá tölu
og svo bætti hann við: „Ekki
einu sinni kommúnistarnir voru
eftir“.
Stjórnskipun Finna nú er
langt frá því að vera þjóðnýt-
ing, og jafnvel á hún lítið skylt
við ríkisrekstur. Vinstri sinn-
aður maður sagði mjer, að
„jafnvel sósíalistarnir vildu
Framh. á bls. 8