Morgunblaðið - 16.07.1947, Blaðsíða 8
M O R GiU NBLAÐIfi
S*
Fimm mínúfna krossgáfan
SKYRÍNGAR
Lárjett: — 1 sóði — 6 skreytt
8 klaki -— 10 tveir eins — 11
frítt — 12 fangamark. —• 13
frumefni — 14 eiska — 16
nema.
Lóörjett: — 2 ósamstæðir —
3 farartækið — 4 tveir samhljóð
ar — 5 blóm — 7 ílátiö — 9
hvíldi — 10 beita — 14 tveir
eins — 15 ónefndur.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárjett: — 1 bar.da — 6 ÁÁÁ
— 8 ós — 10 FA — 11 fjötruð
— 12 I. AÁ. — 13 mi — 14 rök
— 16 hatur.
Lóðrjett: — 2 AÁ -— 3 nátt-
föt — 4 dá — 5 hófið — 7 faðir
-— 9 sjá — 10 fum — 14 RA —
15 KU.
- Löghrot
kommúnista
Framh. af bls. 5
Höimulegt er til þess að vita
að ekki skuli fást lögregluvernd
gegn slíkum lögbrotum, sem
hjer ra ðir um. Virðist það á-
stand svo óviðunnandi að ríkis
valdið verði að koma því máli
í það horf að kommúnistum
geti ekki haldist uppi framvegis
að fótumtroða lög og rjett og
framkvæma ofbeldisverk gegn
mönnum eftir vild sinni.
Þegar litið er til framan-
greindra ofbeldisverka komm
únista er ekki að furða að þeir
gjörðu það að skilyrði fyrir
samningi til þess aðdjúka verk
fallinu að yfirlýsing yrði undir
skrifuð um það að sakir skyldu
niður falla.
Reykjavík, 14. júlí 194/.
Eggert Claessen.
iiu.'iuiiMHinmiiiiii
RAGNAR JONSSON
j hæstarjettarlögmaður. 1
i Laugavegi 8. Sími 7752. j
I Lögfræðistörf og eigna- \
I umsýsla.
■iniiiiiiikiiiiiiimmiiiiiiinrtiMimiiiiiimiiiiiiiiiniiifii;
AUGLÝS1NG
ER GULLS ÍGíLDl
Ásakar breska
Gyðinga
Nothingham í gær.
V. T. R. Ford, matvælaeftir
litsmaður í Nothingham, sagði
sex þekktum þýskum blaða-
mönnum, sem nú eru í heim-
sókn í Bretlandi, að lítið væri
um verslun á svörtum markaði
í East Midlands.
„Helst ber á svartamarkaðs
verslun í London“, sagði Ford
„og þeir seku eru einkum Gyð
ingar. Þeir sem mest standa
fyrir þessari v-erslun, láta sig
litlu skipta fangelsishegningu
eða sektir, og þeir greiða lög-
fræðingum stórfje. Þessum
Gyðingum er sama hversu mik
ið svo sem þeir kunna að þurfa
að borga góðum lögfræðingi.“
— Reuter.
Aukning breskrar
framlelðslu
nauðsynleg
London í gær.
AÐALRITARI sambands
flutningaverkamanna flutti
ræðu á ársþingi sambandsins
í dag. Komst hann meðal ann-
ars svo að orði, að hann væri
því fylgjandi, að ýms styrjald
arákvæði yrðu tekin upp aft-
ur, til þess að auka framleiðslu
Breta. Sagðist hann jafnvel
vilja ganga það langt, að stjórn
in geti með lagaákvæðum
skyldað fólk til ýmiskonar
framleiðslustarfa, ef nauðsyn
krefur.
1 sambandi við nauðsyn auk
innar framleiðslu, vjek aðalrit
arinn máli sínu að ýmsum á-
lyktunum, sem bornar hafa
verið fram á þingi sambands-
ins. Felur ein í sjer tillögur um
að minnka herstyrk Breta, en
í annari er bent á nauðsyn
þess, að útflutningurinn sje
aukinn til muna. — Reuter.
NYR HRAÐSKREIÐUR
KAFBÁTUR
WASHINGTON: — Verið er
að gera teikningar að nýrri teg
und kafbáta fyrir sjóher Banda
ríkjanna. Þetta verða hrað-
skreiðustu orustukafbátar
heimsins. Þeir eiga að verða
fullgerðir árið 1951. Við smíði
þeirra verða notaðar allar
tæknilegar nýjungar banda-
manan og möndulveldanna frá
stríðsárunum.
Ill.-fiokks -mótið
í knattspymu
FJÓRIR leikir hafa þegar
farið fram í lll.-flokksmótinu i
knattspyrnu, sem nú fer fram
í Hafnarfirði. Er þetta útslátt
arkcppni, þannig að það fjelag
sem tapar leik, fellur úr keppn
inni.
Leikar hafa farið þannig, að
Valur vann ÍBH með 2:0, ÍA
(íþróttabandalag Akraness)
vann Fram með 6:0 og enn-
fremur Víking, þar sem Vík-
ingar mættu ekki til leiks, en
íeikurinn á milli KR og Umf.
Keflavíkur varð jafntefli 1:1.
Verða því þessi fjelög að keppa
aftur, og fer sú keppni fram
n.k. fimmtudag.
Tveir Siglufjarðar-
bílar á leið til
Reykjavíkur
Frá frjettaritara vorum
á Siglufirði, þriðjudag
SEINT í kvöld lögðu af stað
hjeðan frá Siglufirði áleiðis til
Reykjavíkur tveir vörubílar.
Þetta er í fyrsta skipti sem
vörubílar fara um Siglufjarðar
skarð af eigin ramleik. I svo-
nefndum Fellum sem er vestan
við Skarðið eru fen, og hefur
jarðýta jafnan orðið að draga
bíla yfir það.
I fyrrakvöld fóru nokkrir
bílstjórar hjeðan úr bænum
með bíla sína þangað upp eftir
og báru ofaní fenið bæði grjót
og sand og gerðu það fært a.
m.k. til bráðabirgða.
Bílstjórarnir tveir sem lögðu
upp í þessa ferð eru báðir hjeð
an úr bænum, Magnús Ás-
mundsson og Jón Gunnlaugs-
son.
Mafvæíaráðsfeína
í Indlancfi
Uew Ðehli í gærkvöldi.
MAT V ÆL ARÁÐHERR AR
frá Bombay, Madras og hjeruð
um í Mið-Indlandi eru komnir
saman til ráðstefnu í New
Dehli. Munu þeir ræða um leið
ir til þess að bæta úr matvæla
skortinum. — Reuter.
ZURICH — 35 Svfsslending-
ar voru nýlega dæmdir fyrir
starfsemi fyrir Þjóðverja á
styrjaldarárunum. Hegningarn-
ar náðu frá 15 ára til sex mán-
aða fangelsisvistar.
Miðvikudagur 16. júlí 1947
Opið brjef ti! isleoskra stúdenta
EINS og áður hefir verið tilkynnt í blöðum og útvarpi efnir
Stúdentasamband íslands til almenns stúdentamóts í Reykja-
vík dagaria 19.—21. þ. m. — Meginviðfangsefni mótsins verður:
1. að gefa íslensku þjóðinni yfirlit um handritamálið og rök
þau, er að því hníga, að vjer íslendingar endurheimtum hin
fornu handrit vor, svo og farna þjóðminjagripi, sem enn eru
í vörslu danskra safna,
2. að sameina alla íslendinga um rök þessi og ályktun, er á
þeim sje reist,
3. og að leitast við að kynna dönsku þjóðinni hinn íslenska
málstað, í fullu trausti þess, að þekking og rjettur- skiln-
ingur Dana á afstöðu vor íslendinga muni reynast oss ör-
uggasta og skemmsta leiðin að settu marki.
í þessu máli veltur því á mjög miklu, að allir íslendingar
standi saman sem einn maður og haldi á málstað sínum með
þeim virðuleika, er honum sæmir, en þó með fullri djörfung
og festu.
Við setningu landsmóts stúdenta, sem fram fer laugardag-
inn 19. þ. m. munu rektor háskólans, prófessor Ólafur Lárús-
son, og prófessor Sigurour Nordal reifa þetta mál.
Á fundi, sem haldinn verður mánud. 21. þ. m., er ætlast til
að mótið geri um málið ályktun, sem gerð verði- síðan kunnug
alþjóð manna.
— Vitandi það, að þjer gerið yður grein fyrir mikilvægi
þessa málefnis fyrir íslensku þjóðina og menningu hennar og
sjáið nauðsyn þess, að sem allra flestir íslenskra stúdenta, eldri
sem yngri, standi að þeirri ályktun, sem gerð kann að verða,
treystum vjer því, að þjer öll, er þess eigið nokkurn kost,
komið til setningar mótsins og mætið á umræðufundinum og
leggið með atkvæði yðar málstað íslands lið.
Reykjavík 10. júlí 1947.
Geirþ. Hildur Bernhöft cand theol.
ftr. Kvenstúdentafjelags Islands.
Lúðvig Guðmundsson, skólastjóri, form. nefndarinnar,
ftr. Stúdentasambands Isíands.
Einar Ól. Sveinsson prófessor
ftr. Háskóla Islands.
Páll S. Pálsson lögfr.
ftr. Stúdentafjelags Reykjavíkur.
Sig. Reynir Pjetursson stjórnarráðsfulltrúi,
ftr. Stúdentafjelags Reykjavíkur.
Geir Hallgrímsson stud. jur.
ftr. Stúdentaráðs Háskóla íslands.
Þorvaldur G. Kristjánsson stud. jur.
ftr. Stúdentaráðs Háskóla íslands.
„Dagný" aflahæsta
AFLAHÆSTA skip á síldveið
unum var s.l. laugardagskvöld
ms. Dagný frá Siglufirði með
2517 mál síldar. Næst hæsta
skip var Edda frá Hafnarfirði
með 2389 mál. Jökull frá Hafn
arfirði var sagður hæsta skip
í síldveiðiflotanum, en er þriðja
skip, með 2337 mál.
úhrarpið
París í gærkvöldi.
BEVIN utanríkisráðherra,
sem nú er staddur í París á ráð
stefnunni um aðstoðarboð
Bandarikjanna, flutti ræðu í
franska útvarpið í dag, i tilefni
af þjóðhátíðardegi Frakka.
í morgun var ráðherrann við
staddur mikla hersýningu. —
Reuter.
&
Eíilr Roberl Slomt
;_____Ú_
L /WEAGRE DE5CSIPTI0N 0F PUEED'& KlLLER
LATTERS FR0A4 fUNDREDG’ OF POLICE TELETVPES
U/M-/M... DOEGN'T
GIVE U£ -MUCN TO L00K
F0R...THE FELLOW W0RE
A MA£K!
In tne cold( grey, early hourg, state and local
P0LICE 5T0P £U£PICI0UG CAR^cOR QUEGTIONING-
BUT LIVER-LIP5 AND THE ALL-I/MPORTANT WTNEÍ6
T0 H1E-CRI/V1E ARE N0T APPREHENDED pr,
Lýsing á morðingja Pleeds er sénd til hundraða
lögreglustöðva. Lýsingin er þó ekki góð, enda var
•morðinginn grímuklæddur, þegar Bing sá hann.
Ýmsir bílar eru þó stöðvaðir, en allir fá að halda
áfram. Og ekki næst í Kalla og aðalvitnið gegn
honum, skrifstofustúlkuna.