Morgunblaðið - 16.07.1947, Blaðsíða 12
Veðurútlitið. — (Faxaflói):
SUÐ-VESTAN stinnings
kaldi. — Skúrir.
ISLENSKU FISKIMIÐIN I
HÆTTU. — Sjá grein á bls. 7.
156. tbl. — Miðvikudagur 16. júlí 1947
Rúml. 60 þús.
sau Landbún-
aðarsýninguna
HINNI stórfenglegu Land-
búnaðarsýningu var lokað í gær
kvöldi. Þá hafði sýningin stað-
ið 18 daga og alls höfðu sótt
hana rúmlega 60 þúsund manns.
í sambandi við lokun henn-
ar fluttu ráðamenn sýningar-
innar ræður. Bjarni Ásgeirsson
landbúnaðarráðherra, er sagði
sýningunni lokið. Steingrímur
Steinþórsson búnaðarmálastj.,
ávarpaði sýningargesti og
Kristjón Kristjónsson fram-
kvæmdarstjóri sýningarinnar,
þakkaði samstarfsmönnum sín-
um fyrir vel unnin störf. Þá
söng Guðmundur Jónsson nokk
ur lög með undirleik Weishapp-
els.
í gærkveldi var mikill fjöldi
manna á sýningunni, en það var
um klukkan 10 sem tala sýn-
ingagesta náði sextugasta þús-
indinu.
Samningar í lndiandi
Myndin er tekin á hinni sögulegu ráðstefnu í N ew Dehli, þar sem örlög Indlands voru ráðin. —
Við samningsborðið sjást (frá vinstri): Pandit Nehru, leiðtogi Þjóðþingsflokksins, Mountbatten
varakonungur og Jinnah, Ieiðtogi flokks Múhameðstrúarmanna.
Ármenningar sýna
enn í Finnlandi og
Svíþjóð
ÍÞRÓTTAFLOKKAR Ár-
manns, sem fóru til Finnlands,
eru nú í Stokkhólmi og koma
hingað sennilega á fimmtudag.
Flokkarnir hjeldu sýningu í
Vierumáki og Heinola dagana
11. og 12. júlí við ágætar und-
irtektir áhorfenda. Eftir að
flokkarnir komu til Stokkhólms
sýndu þeir þar fyrir mikinn
fjölda áhorfenda og mikla hrifn
ingu. Sjerstaka athygli vöktu
sem fyrr æfingar kvennanna
á hárri slá, handstaða sjö
manna á kistu og dýnustökkin.
Heldur urðu menn ekki fyrir
vonbrigðum, hvað snertir ís-
lensku glímuna, en mörgum
leikur nú mjög hugur á að sjá
þá íþrótt. Vekur hún hvívetna
mikla athygli.
Siórkostleg tjós-
myndasýnmg í
byrjun næsia árs
I BYRJUN- næsta árs eru
liðin 100 ár síðan að ljósmynda
smíði hófst hjer á land-i.
1 tilefni af afmælinu ætlar
Ljósmyndarafjelag Islands að
efna til ljósmyndasýningar,
með þátttöku allra atvinnuljós
myndara landsins.
Sýningin, sem væntanlega
verður haldin hjer í Reykja-
vík, verður í sex flokkum. 1
fyrsta flokki verða manna-
myndir, í öðrum landslags-
myndir,í hinurn þriðja, mynd
ir úr atvinnulífi þjóðarinar, }>á
þjóðlífsmyndir, í fimta flokki
inimyndir og í sjötta flokki
hlóma- og dýramyndir.
Ljósmyndarafjelagið hefir
kosið nefnd manna til þess -a$
annast allan nauðsynlegan und.
irbúning að sýningunni. ’
Reykjavíkurmeisiaramólið:
Haukur Clausen vann
200 m. á 22,2 sek.
Hótið heldur áíram í kvöld
MEISTARAMÓT Reykjavíkur í frjálsum íþróttum hjelt á-
fram í gærkveldi, og mótið heldur enn áfram i kvöld, en þá
er næstsíðasti dagur þess. Það sem mesta athygli vakti i gær
var, að Haukur Clausen vann 200 m. hlaupið á 22,2 sek., sem
er nýtt dren^jamet og aðeins 1/10 sek. lakara en Islandsmet
Finnbjörns Þorvaldssonar.
Tími Hauks er ennfremur^
besti tími, sem náðst hefir hjer
á vellinum. (Metið er sett
ytra) og sami timi og náðst hef
ir bestur á Norðurlöndum í ár.
— Finnbjörn hljóp á 22,3 sek.
en Ásmundur Bjarnason hljóp
einnig innan við 23 sek., eða á
22’8'
I öðrum greinum náðist ekki
neinn frábær árangur og er
veðrinu þar mikið um að kenna
Helstu úrslit urðu þessi:
200 m. hlaup: — Rvk.-meistari:
Haukur Clausen, lR, 22,2 sek.
(Nýtt drm.). 2. Finnbjörn Þor-
valdsson, lR, 22,3 sek., 3. Ásmund-
ur Bjarnason, KR, 22,8 sek. og 4.
Trausti Eyjólfsson, KR, 23,4 sek.
Kringlukast: — Rvk.-meistari:
Friðrik Guðmundsson, KR, 39,51
m., 2. Ólafur Guðmundsson, ÍR,
38,88 m., 3. Jóel Signrðsson, ÍR,
37,17 m. og 4. Gunnar Sigurðsson,
KR, 36,95 m.
. Hástökk: — Rvk.-meistari Skúli
Guðmundsson, KR, 1,80 m. og 2.
Rúnar Bjamason, ÍR, 1,55 m.
1,00 m. grindahlaup: — Rvk.-
meistari: ÍHaukur Clausen, ÍR,
61,1 sek., 2. Reynir Sigurðsson,
ÍR, 61,1 sek. og 3. Sveinn Björns-
son, KR, 64,2 sek.
1500. m. hlaup: — Rvk.-meist-
ari: Óskar Jónsson, ÍR, 4.06,8
mín., 2. Ilörður Hafliðason, Á,
4.23,4 min. og 3. Pjetur Einars-
son, ÍR, 4.24,6 mín.
I kvöld vdrður keppt í 400
m. hlaupi, stangarstökki, 5000
m. hlaupi, spjótkasti og 4x100
m. boðhlaupi. Keppnin hefst
kl. 8,30, en kl. 8 fara undan-
rásir í 400 m. hlaupi fram. —
Þ.
(.
nyr
Ferðaskrifsfofa
ríkisins á Akureyri
FRJETTARITARI Morgun-
blaðsins á Akureyri hefir .átt
viðtal við Ferðaskrifstofu ríkis-
ins á Akureyri. Hefir verið
mjög mikið um ferðafólk í bæn-
um undanfarið og hafa hundr-
uð manna komið daglega með
flugvjelum og bæði áætlunar og
einkabifreiðum. Flefir ferða-
skrifstofan greitt götu fjölda
fólks, sem til hennar hefir leit-
að, tekið á móti hópferðum og
sjeð fyrir bifreiðum til slíkra
ferða útvegað fæði og gistingu
á Akureyri og víðsvegar- um(
Norðurland, leiðbeint erlendum
ferðamönnum og verið þeim
innan handar á allan hátt. Þyk-
ir mönnum sem von er til mikil
þægindi að hafa þannig vissan
stað að leita til viðvíkjandi
hverskonar fyrirgreiðslu. Ferða
skrifstofan hefir aðsetur sitt í
Strandgötu 5 og er opin frá kl.
10 til 12 og 2 til 5. Opið einnig
á kvöldin um það leyti, sem hrað
ferðin frá Reykjavík er að
koma. — II. Vald.
Á HAUSTI komanda lýkur
starfsferli Sir Geralds Shep-
herds, sem verið hefir sendi-
herra Breta hjer á landi síðan
snemma á árinu 1943. I hans
stað hefir breska utanríkisráðu
neytið stungið upp á herra
Charles William Baxter, C.M.
G., M.C., sem nú er forstjóri
austurlandadeildar utanríkis-
ráðuneytisins í London. Hefir
ríkisstjórnin fallist á þetta og
veitt herra Baxter viðurkenn-
ingu til að vera eftirmaður Sir
Geralds Shepherds.
Allt efni í vatns-
veituna kemur
á næstunni
NOKKRU áður en verkfallið
hófst, var svo komið að efnis-
skortur virtist vera yfirvofandi
við hina nýju kaldavatnsleiðslu
til bæjarins. Meðan á verkfall-
inu stóð barst mikið af efni með
skipum og er nú svo komið, að
telja má víst að allt efni til
veitunnar, verði komið hingað
til lands í þessum mánuði. Verð
ur nú allt kapp lagt á að hraða
framkvæmdum eins og hægt
er.
Voru 80 nú 50.
Þegar verkfallið skall á unnu
við vatnsveituna um 80 verka-
menn. Á fyrsta degi, eftir að
samningar tókust, mættu aðeins
um 40 menn til vinnu. Síðan
hefir tala þeirra verið um og
yfir 50. Að sjálfsögðu hefir þessi
stórkostlega fækkun verka-
manna áhrif á gang verksins.
Verður því ekki að sinni, sagt
með neinni vissu hvenær fram-
kvæmdum við hina nýju kalda
vatnsleiðslu verði lokið að fullu
og vatni hleypt inn á kerfið.
Sjálíslæðishúsinu
lokað
VEGNA hreingerningar og
málunar í Sjálfstæðishúsinu,
verður veitingasölunum lokað
frá deginum í dag til laugar-
dagsins 19. þessa mánaðar.
Glæsileg dagskrá stúdenta-
mótsins
Mólið setl í hálíðasal háskélans
TÆKI A MOTI FRU PERON
LONDON: — Utanríkisráðu-
neytið hefur látið þess getið,
að Bretadrottning myndi taka
á móti frá Peron, ef hún kæmi
til Bretlands, en hinsvegar
hafi fritnni ekki verið sent
neiít opinbert heimboð.
GENGIÐ hefir verið að fullu frá dagskrá stúdentamótsins,
sem hefst n. k. laugardag. >
Setning mótsins fer fram í hátíðasal háskólans kl. 2 e. h.
Stúdentar mæta við Gamla Garð upp úr kl. 1V2 og ganga þaðan
undir fánum skóla sinna til háskólans, en Lúðrasveit Reykja-
víkur leikur á meðan nokkur lög fyrir framan anddyri háskól-
ans.
-ufí' ~s vr s.k. ------------------------------------
AUK þeirra dagskráratriða.
sem áður hefur verið getið,
mun. Karlakórinn Fóstbræður
syngja við setningu mótsins.
Þá hefur framkvæmdanefnd
mótsins fengið Einar Kristj-
ánsson óperusöngvara til að
syngja þar og aftur á kveðju-
hófi mótsins að Hótel Borg á
mánudaginn. Einar er nú í
Danmörku en er væntanlegur
hingað með flugvjel áður en
mótið hefst. Að loknum ræð-
um þeirra prófessoranna Ólajs
Lárusonar og Sigurðar Nordal
mun Steingrímur Þorsteinsson
háskólakennari í nafni stúd-
enta ávarpa heiðursgesti móts-
ins, Sigurð Guðmundsson skóla
meistara og frú hans. Þá flyt-
ur Lúðvíg Guðmundsson, vara
form. Stúdentasambandsins,
lokaorð. Setningarathöfninni
lýkur með því að tríó leikur
þjóðsönginn.
Sunnud. 20. júlí efna stúdent
ar til ferðar til Snorrahátíðar
inar 1 Reykholti.
Á mánudaginn kl. 2 síðd.
verður umræðufundur og er þá
gert ráð fyrir að þar verði
gerð ályktun um handritamál-
ið. —
Þá um kvöldið lýkur mót-
inu með kveðjuhófi að Hótel
Borg. Prófessor Einar Ól.
Sveinsson flytur ræðu kvölds-
ins, Einar Kristjánsson óperu-
söngvari syngur, flutt verða
minni og loks dans.
(