Morgunblaðið - 16.07.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.07.1947, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ' Miðvikudagur 16. júlí 1942] Bræðslnsíldarverðið var ákveðið með fiskábyrgðarlögum Áka Jakobssonar Bræðslusíldarverðið í sumar var ákveðið með fiskábyrgðar- lögum Áka Jakobssonar, fyr- verandi atvinnumálaráðherra. í 6. gr. þeirra laga segir svo: „Til þess að standast þau út- gjöld, sem kann að leiða af ábyrgðum samkv. 2.—4. gr., skal ríkisstjórnin halda eftir og 'leggja í sjerstakan tryggingar- «jóð þann hluta af söluverði síldarafurða 1947, sem er um- fram hrásíldarverð eins og það var 1946, að viðbæitri hækkun, er svarar til fiskverðshækkun- ar samkv. 1. gr. og vinnslu- kostnaði. Nú verður afgangur af fje tryggingarsjóðs, og skal hann jþá greiðast útvegsmönnum og sjómörinum að tiltölu við síld- arafla hvers skips.“ Hækkun sú á fiskverðinu, sem umræðir í þessari laga- grein nam 30% af fiskverðinu. Hækkunin á bræðslusíldar- verðinu á skv. lögunum að vera ;sú sama þ. e. 30% eða úr kr. 31,00 upp í kr. 40,30 málið. Uppbót gréiðist því aðeins að afgangur verði áf fje trygging- arsjóðs, en til þess eru litlar líkur. Horfur eru á að fje það, sem greitt vei'ður af bræðslusíldar- afurðum í tryggingarsjóð muni ekki hrökkva neitt svipað því fyrir þeim útgj.öídum, sem ríkis sjóður verður fyrir vegna á- byrgðarinnar á fiskverðinu og því muni ekki verða lim neina uppbót á bræðslusíldarverðinu að ræða. Til þess að nokkur afgangur verði á bræðslusíldarafurðun- um, er geti runnið í trygging- arsjóð fiskverðsins, verður bræðslusíldaraflinn að vera meiri en hann hefir mestur orð- ið áður þ. e. 1650 þúsund mál. Áki Jakobsson, fyrverandi atvinnumálaráðherra flutti frv. iim fiskábyrgðina á Alþingi /yrir jól s. 1. vetur. Þóttist kommúnistaflokkurinn leggja svo mikið upp úr samþykt lag- anna að tilkynnt var með miklu yfirlæti, að þeir myndu draga ráðherra sína úr stjórninni ef ábyrgðin væri ekki samþykt fyrir áramót. Þeir voru nú reyndar búnir að segja af sjer út af flugvallarmálinu, en nú átti að fara strax, ef ekki væri brugðið við. Talið var sennilegt að fisk- ábyrgðin myndi kosta ríkissjóð ívo eða þrjá milljónatugi króna. Skv. frumvarpi Áka átti hvergi að taka peningana Slík ábyrgð á fiskverðinu hefði vérið markleysa. Á fundi Landssambands út- vegsmanna, sem haldinn var í desember í Reykjavík skýrði Lúðvík Jósefsson, alþingismað- ur frá því, að samkomulag væri orðið milli stuðningsflokka fyrr verandi ríkisstjórnar um ábyrgð áj fiskverðinu gegn verðjöfn- wn á bræðslusíldarafurðir sbr. 6. grein laganna. Þegar til kom sviku flokks- menn þessa alþingismanns þó samkomulagið og framsókn var á móti þessari leið til að afla fjár til að standa straum af ábyrgðinni. — Úrslit á Alþingi urðu því tvísýn og leit út fyr- ir, að frumvarpið myndi falla. Á síðustu stundu lánuðu komm ar Hermann Guðmundsson til þess að fleyta 6. greininni í gegn til þess ríkissjóður fengi tekjuvon í bræðslusíldarafurð- unum, ef vel gengi til þess að mæta útgjöldum, er hann yrði fyrir vegna fiskábvrgðarinnar. Aðstoð Hermanns Guðmunds sonar reið baggamuninn og frv. Áka var samþykkt með þessari breytingu. . Síðan tók Áki ábyrgð á lög- unum með því að undirrita þau sem atvinnumálaráðherra, sbr. stjórnartíðindi 1946 A. 5. bls. 246. Það kemur því úr hörðustu átt, þegar málgagn þessa fyrrv. ráðherra, eða hann sjálfur, ræðst að stjórn Síldarverk- smiðja ríkisins fyrir að fara eft ir lögum, sem hann ber stjprn- skipulaga ábyrgð á að sett voru. Stjórn Síldarverksmiðja ríkis ins hefur aldrei ákveðið síld- arverðið. Það hefur, þar til í ár, verið ákveðið af atvinnu- málaráðherra skv. tillögum verksmiðjustj órnarinnar. Verðið í sumar var ákveðið með fiskábyrgðarlögum Áka Jakobssonar. Núverandi atvinnumálaráð- herra skýrskotaði til þeirra laga um ákvörðun bræðslusíld- arverðsins í sumar. Framkvæmdarstjóri SR á- ætlaði, að kr. 4,00 á mál yrði afgangs til að leggjast í trygg- ingarsjóð skv. 1. nr. 97/1946, ef SR fengju eina milljón mála, en það er sama magn og áætl- að var í fyrra. Sú áætlun var samþykkt af Áka Jakobssyni og Þóroddi Guðmundssyni. í fyrrá bárust SR ekki nema um 437 þúsund mál og 155 í hitteðfyrra og mest hafa SR tekið á móti 920 þús. málum á einni vertíð. Þóroddur Guðmundsson, full- trúi kommúnista í stjórn SR, barmar sjer mjög yfir því að hafa ekki verið kvaddur til að ræða um rekstursáætlun Síld- arverksmiðja ríkisins í sumar. Um það bil sem verkföllin voru að hefjast tilkynnti Þór- oddur, að hann gæti ekki mætt á fundum verksmiðjustjórnar- innar fyrst um sinn og sagðist hafa tilkvatt varamann sinn. Varamaður Þórodds, Harald- ur Guðmundsson skipstjóri, Isafirði, mætti á tveim fundum, en sagðist síðan verða að fara til að búa skip sitt á veiðar. Formaður stjórnar SR óskaði síðan margsinnis eftir við Þór- odd, að hann kæmi á fundi í verksmiðjustjórninni, en Þór- oddur mátti ekki vera að því hann færastan manna til að sjá um að þau hjeldu áfram, svo verksmiðjurnar yrðu í sem mestu ólagi í vertíðarbyrjun. Þegar fulltrúi kommúnista veit* ekki hvað gerst hefir í verksmiðjustjórninni í fjarveru hans, hefur hann aðeins flokk sinn um að saka,. því að fyrir ímyndaða hagsmuni kommún- istaflokksins en síst til hags- bóta fyrir Síldarverksmiðjur ríkisins var hann að vinna meðan brotthlaup hans úr stjórn SR stóð, en því hlaupi lauk um leið og verkföllunum. RM — myndlis! heitir nýtt límarif RM — Ritlist og myndlist heitir nýtt tímarit sem hafið hefir göngu sína. Ritstjóri þess er Gils Guðmundhson. Mun ritið bæði flytja innlent og erlent efni og koma út ann an hvern mánuð. Efni þessa fýrsta heftis er sem hjer segir: Ávarpsorð útgefenda, Auðunar þáttur vestfirska, Um Auðun- ar þátt, eftir Einar Gl. Sveins- son. Smámunir, smásaga eftir Hjalmar Rergman, Ölafur hlíð an, kvæði eftir Jón úr Vör, Lif andi vatn, eftir James Hanley, Hamskipti, saga eftir Anton Tsékoff, Flugur, smásaga eftir Þóri Rergsson, Tvö kvæði, eft- ir Andrjes Rjörnsson, grein um Pahlo Picasso með myndum af verkum hans, Munir, eftir D. H. Lawrence, Jörðin Dagur inn, Nióttin — jeg, saga eftir William Saroyan, Mannslát, saga eftir Wladyslaw Reymont Gamalt hrjef, eftir Reiner Maria Rilke, Helgisaga, eftir Gottfried Keller, Rænastund, eftir Albert Engström, Spænski Arfurinn, eftir Margrjetu af Navarra og Rankaviðskifti mín eftir Stephen Leacock. — Enn fremur fylgja teikningar flest um greinum ritsins. Indlandsfrumvarpið staðfes! á fösiudag London í gærkveldi. FRUMVARPIÐ um sjálf- stjórn Indlands var til síðustu umræðu í neðri málstofu breska þingsins í dag, Fullkomin ein- ing var um málið. Við umræð- una tók Sir Stafford Cripps til máls, og lýsti þýðingu sjálf- stjómar Indverja. Við lok um- ræðunnar flutti Attlee forsætis- ráðherra stutfa ræðu. Þakkaði hann stjórnarandstæðingum einhug þeirra og skilning á nauðsyn fljótrar afgreiðslu málsins. — Á morgun fer frum- varpið til lávarðardeildarinnar, og er þess vænst, að það geti orðið afgreitt þar svo fljótt, að hægt verði að leggja það fyrir vegna verkfallanna á Siglu- konung til staðfestingar á föstu firði, því flokkur hans taldi | daginn. — Reuter. Snerrir var með full- fermi er hann sökk -'s* Skipstjóri og stýrimaðurvita ekki ástæðuna SKIPSTJÖRI og stýrimaður á ms. Snerrir, er sökk á Skaga-* grunn s.l. laugardagskvöld, gáfu Sjórjetti skýrslu sína í gær, Hvorugur þeirra gat gefið nokkra sjerstaka skýringu á því, hvað það var er varð þess valdandi að skipið sökk. Sjórjettur tók til starfa klukk an 2 í gær og klukkan sex í gærkvöldi var rjettarhöldum frestaö til kl. 10. árd. í dag. Fyrir rjetti í gær mættu að* eins skipstjórinn, Jón Sigurðs* son og bróðir hans, Vilhelm Sigurður Sigurðson, er var stýrimaður á Snerri. Það sem fram kom við rjetí ar höldin í gær, var meðal anrí ars það, að skipið var með því. nær fullfermi um 1200 mál síldar. Þá skýrðu þeir svo frá að er byrjað var að háfa upp úr síðasta kasti, sem var um 300 mála kast, hafi skipið verið farið að gerast all óstöðugt. Hvorugur þeirra taldi að áfram haldandi háfun úr þessu síðasta kasti myndi hafa neina hættu í för með sjer. En þegar nokk ur slatti var eftir í nótinni, tók skipið að hallast enn meira yf ir á stjórnborðshlið, en við hana var nótin. Var sjór þá komhm inn á lágdekkið frá hálfdekki fram að háfunargrindinni, sem var á miðju fordekki eins og stýrimaðurinn kallaði þessi þih för. Aðalfundur B.Í.S. AUKA-aðalfundur Randalags ísl. skáta var haldinn dagana 4.-7. júlí. Sóttu hann 33 full trúar frá skátafjelögunum auk stjórnarinnar. Fundurinn var settur að kvöldi föstudags í Skátaheimilinum við Hring- braut í Reykjavík en næsta dag fóru þátttakendur austur að Ulfljótsvatni til að vera þar viðstaddir hátíðahöld kvenskáta í tilefni af aldarfjórðungs af- mæli þeirra. Var umræðufurid um haldið þar áfram á sunnu dag en lokið við aðalfundar- störfin í Skátaheimilinu á mánudagskvöld. Eina málið sem aðalfundur þessi tók til meðferðar voru til lögur til nýrra laga fyrir banda lagið, enda hafði sjerstaklega verið til hans boðað í því skyni eftir ákvörðun reglulegs aðal- fundar á síðaslliðnu voru. All- miklar umræður urðu um til- lögurnar og var nefnd kosin til að athuga þær og samræma milli umræðufunda. Hlutu nið urstöður nefndarinnar sam- þykki með lítilsháttar breyting um. Hjer má bæta því við, að lögin ganga þá fyrst í gildi, er næsti aðalfundur hefur aftur samþjkkt þau óbreytt. Hin nýju lög fela í sjer all viðtækar breytingar á skipulagi og yfirstjórn skátahreyfingar- innar hjer á landi og eru þær í fullu samræmi við útbreiðslu hennar og framsækni á síðustu árum. I setningarræðu sinni minnt ist skátahöfðinginn Rrynju Hlíðar, kvenskátaforingja frá Akureyri, er fórst á hinn svip lega hátt í flugslysinu mikla við Hjeðinsfjörð. Bresku hermennimir ófundnir Haifa í gærkvöldi. BRESKU hernaðaryfirvöldin í Palestinu hafa nú framkvæmt þá hótun sína að setja þorpið Nathania undir hernaðareftir- lit, þar sem ofbeldisflokkur Gyð inga hefur ekki látið lausa þá tvo breska hermenn, sem rænt var í þorpinu á , laugardags- kvöld. Hafa ofþeldismenn getið þess, að hermennirnir hafi ver ið teknir sem gislar fyrir þá þrjá Gyðinga, sem dæmdir hafa verið til dauða fyrir árás ina á Aka-fangelsið, sem er tmd ir stjórn Breta. — Bresldr her menn og lögregla leita nú að hermönnunum á allstóru svæði umhverfis Nathania. All margir Gyðingar hafa verið handteknir í sambandi við leit ina. Talið er, að tveir leiðtog ar ofbeldisflokksins Irgun Zwai Leumi sjeu meðal þeirra. — Björgunartilraunir árangu rlau sai*. Gerðar voru tilraunir til þess að rjetta Snerri við. Fagriklett ur setti tóg í hið sökkvandi skip en þær tilraunir báru ekki ár- angur. Hjelt skipið nú áfram að hallast yfir á stjórnborðsíðxs og lagðist á hliðina svo að möst: ur og yfirbyggíng námu við> vatnsfjötinn. Skipsmenn vora þá allir komnir í nótabátana og rjett á eftir seig skipið niður að> aftan og sölck. Þar sem skipið liggur er 8Cjí faðma dýpi. Ekki um mishleðslu að raiða,. Stýrimaður var að því spurS ur, hvort hann teldi að mis- hleðsla gæti hafá orsakað slys- ið. Þessu svaraði Vilhelm net- andi og sagðist hafa fullvissaS sig um að svo vari ekki skömmu áður en skipið sökk. Hinsvegar skýrði stýrimaðurt svo frá að skipið hefði verið dautt undir farmi, þ.e.a.s. afi aldan hreyfði skipið lítið. Sjór* var þó ládauður. Þá skýrði hann einnig frá því, að er 8 til. 900 mál hafi verið komin í skipið varð það vangæft og eftir það varð að gæta fyllstu', varúðar við háfunina. Ekkert athugavert. Þá skýrðu þeir skipstjóri og stýrimaður svo frá, að er þeir tóku yið skipinu hafi þeir ekki fundið neitt athugavert við það„ Nokkiar breytingar höfðu ver ið gerðar á því áður en það hói: síldveiðar, en ekki höfðu |>eir neitt við þær að athuga. Eins og fyr segir þá hefjasí rjettarhöld að nýju í dag og munu þá vjelstjórar gefa skýrslu. Gert er ráð fyrir að prófum í máli þessu verði lols ið áfimmtuclag. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.