Morgunblaðið - 17.07.1947, Blaðsíða 2
I
2
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 17. júlí 19471 j
Minnismerki um norskn hermenn
í Fossvogskirkjiignrði
Olav krónprins afhjúpar
það n.k. mánudag
Minnisvarði norskra hermanna í Fossvogskirkjugarði.
NÆSTKOMANDI mánudag,
daginn eftir Snorrahátíðina í
JReykholti, mun norski krón-
prinsinn afhjúpa minnisvarða í
'Fossvogskirkjugarði, sem reist-
ur hefir verið yfir norska her-
menn er ljetu lífið hjer á landi
í síðustu styrjöld.
Blaðið hefir átt tal við Brynj-
ólf Jóhannesson, leikara, for-
mann minnisvarðanefndarinn-
ar, og beðið hann um upplýs-
ingar um þetta mál.
Minnisvarði þessi er þannig
tilkominn, segir B. J.,a ð á styrj
aldarárunum starfaði frú Gerd
Grieg hjer á vegum Leikfjelags
Reykjavíkur, eins og menn
muna, en eftir það ágæta sam-
starf afhenti stjórn L. R. frú
Grieg fjárupphæð til ráðstöf-
iunar fyrir norska hermenn, en
ihún starfaði þá einnig fyrir þá
'hjer. — Frúin ákvað síðar, í
uamráði við stjórn Leikfjelags-
:"ns, að með peningum þjessum
skyldi myndaður sjóður til að
reisa fyrir minnisvarða hjer í
Reykjavík um norska hermenn
er hjer höfðu látist, en þá ný-
iiega höfðu farist hjer nokkrir
jnorskir flugmenn.
Hvað eru þeir margir sem
iijetu lífið hjer?
Þeir munu vera alls 35.
Sjóðurinn var nú stofnaður
og hlaut nafnið „Gerd Griegs
Fond“.
Leikfjelagið og Tónlistar-
fjelagið gáfu því næst, sam-
eiginlega, upphæð í sjóðinn eft-
:ir sýningar á Pjetri Gaut, sem
:frú Grieg stjórnaði, en þessi
:fjelög unnu saman að þeim sýn-
ingum og höfðu notið ýmsrar
aðstoðar norskra hermanna.
Síðan hafa sjóðnum borist
gjafir frá ýmsum einstakling-
um íslenskum og norskum hjer
' í Reykjavík. En betur má ef
duga skal, bætir Brynjólfur við,
;jeg tek enn á móti fje 1 sjóð-
inn, því þetta er orðið töluvert
dýrara en búist hafði verið við.
Til að annast þetta mál hefir
starfað nefnd — minnisvarða-
nefnd — en í henni eiga sæti:
Brynjólfur Jóhannesson form.
L. R., Matthías Þórðarson, þjóð-
minjavörður og Sigurður Nor-
dal, prófessor.
Á síðastliðnu hausti ákvað
nefndin, að nokkru, útlit minnis
varðans og gerði því ráðstafan-
ir til að nálgast efni í hann, en
það var sótt austur að Hrepp-
hólum í Árnessýslu og naut
inefndin til þess ágætrar aðstoð-
ar Geirs Zoega vegamálastjóra
er lán\ði menn, verkfæri og
’bíla og erum við honum mjög
jþakklátir fyrir þá myndarlegu
aðstoð.
Arsæll Magnússon, steinsmið
ur á Grettisgötu 29 hefir sjeð
um alla áletrun á steinana og
að koma þeim fyrir á stallinum
en Helgi Guðmundsson, kirkju-
garðsvörður hefir annast alla
upphleðslu og steypu.
Fyrir hönd nefndarinnar vil
jeg biðja yður að flytja öllum
þeim, sem unnið hafa að þessu
máli og stutt hafa það á einn
•eða annan hátt, bestu þakkir
okkár.
Þar sem nú að æðsti maður
norska hersins, Ólafur ríkis-
arfi, kemur hingað á Snorra-
hátíðina mun hann afhjúpa
minnisvarðann við hátíðlega at-
höfn.
Hvernig verður sú athöfn?
Það skal jeg segja yður, þó
aðeins í stórum dráttum: Sig-
urður Nordal, prófessor flytur
ræðu. — „Fóstbræður11 syngja,
m. a. nýtt lag eftir Pál ísólfs-
son við nýtt kvæði eftir Davíð
Stefánsson frá Fagraskógi en
hvorttveggja er samið fyrir
þessa athöfn. —- I beinu fram-
haldi af þessu verður svo messa
í Dómkirkjunni kl. 14, en þar
prjedikar norskur dómprófast-
ur Sigurd Fjær. — Bjarni Jóns
son, vígslubiskup, sem jarð-
söng flesta þessa menn, verður
fyrir altari en Dr. Páll ísólfs-
son sjer um alla hljómlist.
Jeg vil að lokum geta þess,
til að fyrirbyggja misskilning,
að þar sem að hjer verður
fjöldi norskra gesta, sem sækja
Snorrahátíðina, en Dómkirkjan
rúmar takmarkaðan fjölda
fólks, verður þeim er hafa boðs
kort fyrst veittur aðgangur, en
síðan er, að sjálfsögðu, öllum
heimill aðgangur á meðan hús-
rúm leyfir og vonar nefndin að
menn skilji það fullkomlega. —
Sama gildir og um athöfnina í
kirkjugarðinum.
Árangur Parísarráð-
stefunnar ágætur
Bevin bjartsýnn á framltSina
LONDON í gærkveldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
NEFND SÚ, sem skipuð var á Parísarfundinum í gær og
fjalla á um efnahagslega samvinnu Evrópulanda, er þegar tek-
in til starfa. Héfur hún ákveðið að senda öllum löndum ráð-
stefnunnar fyrirspurn, þar sem þau eru beðin að gefa upplýs-
ingar um eftirfarandi:
1. Hvað endurreisnarstörfun-
um hafi miðað áfram síðan
stríðinu lauk.
2. Hvaða aðstoð hvert land
geti veitt öðrum löndum.
3. Hverrar aðstoðar hvert land
þarfnist.
Bjartsýni.
Allmikillar bjartsýni virðist
gæta í sambandi við ákvarð-
anir Parísarfundarins. Bevin
utanríkisráðherra, er nú kom-
inn heim til Bretlands aftur,
eftir að hafa sagt frönskum
frjettamönnum, að árangur ráð
stefnunnar hefði ekki getað orð
ið betri. Bætti hann því við, að
öll aðkallandi mál hefðu verið
rædd og væri hann mjög bjart-
sýnn á framtíðarhorfurnar.
<3-----------------------------
Safnar upplýsingum.
Samvinnunefnd sú, sem nú
er tekin til starfa, mun eiga að
safna upplýsingum um efna-
hagsástandið í Evrópu og koma
þeim áleiðis til Bandaríkja-
stjórnar. Er þess vænst, að
þetta muni taka nefndina um
mánaðartíma.
Styðja Marshall.
Þess má loks geta, að ráð-
stefna fylkisstjóra þeirra, sem
Marshall, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, ávarpaði fyrir
tveim dögum síðan, samþykkti
í dag að styðja tilraunir ráð-
herrans til að efla frelsi og frið
í veröldinni.
Alþjóða skipamælinga-
ráðstefna í Oslo
--------- I
8 þjéllr undlrrila „ensku regluna"
ÓLAFUR T. SVEINSSON skipaskoðunarstjóri ríkisins
er fyrir nokkru kominn hingað heim frá Noregi. Þar var
hann fulltrúi íslands á alþjóða skipamælingaráðstefnu er
haldin var í Osló. — Morgunblaðið átti í gær stutt viðtal
við skipaskoðunarstjóra um ráðstefnu þessa og tilgang
hennar.
Það var norska ríkisstjórnin
er boðaði til ráðstefnu þessar
ar sagði Ólafur. Takmark henn
ar var að koma samræmi á í
skipamælingum í heiminum-
Ráðstefnan kom saman hinn
29. maí s.l. í sölum „Norges
Rederforbundets" í Oslo, og
stóð yfir til 10. júní. Á ráð-
stefnunni mættu fulltrúar frá
tíu þjóðum: Belgíu, Danmörku
Finnlandi, Frakklandi, Stóra-
Bretlandi, Islandi, Niðurlönd-
um, Noregi, Svíþjóð og Banda
ríkjunum. Hinir breslcu og
amerísku fulltrúar mættu á
ráðstefnunni sem áheyrnar-
fulltrúar, en tóku fullan þátt í
fundarhöldunum.
Fruinkvæðið að alþjóða
skipamælingaráðstefnu áttu
forstjórar skipamælinganna í
Noregi og Hollandi, þeir L.
Aall og A. van Driel. Þeir
hafa unnið að þessu máli yfir
20 ár. Þá voru það þeir er
sömdu reglur þær um skipa-
mælingar er lagðar voru fyrir
ráðstefnuna.
Margir fundir höfðu áður
verið haldnir um málið og síð
ast árið 1939, en þá kom stríð
ið, er truflaði allar frekari fram
kvæmdir.
Eins og jeg sagði áðan, var
það verkefni ráðstefnunnar, að
koma á samræmi í skipamæling
um, sagði Ólafur. Skipamæl-
ingareglur þær, er lagðar voru
fyrir fundinn eru hinar svo-
nefndu „Ensku reglur“. Og
hlutu þær samþykki ráðstefn-
unnar.
Samningurinn var siðan und
irritaður hinn 10. júní s.l. af
átta þjóðum, í þeirri von að við
komandi ríkisstjómir gæfu
samningnum samþykki sitt. Er
þess vænst að aðrar þjóðir ger
ist fljótlega aðilar að samningn
um þegar viðhorfið í hcimin-
um hefur færst í heilbrigðara
horf.
Ólafur telur að þessi alþjóða
ráðstefna komi til með að hafa
stórkostlega þýðingu fyrir all
ar þær þjóðir er stunda sigling
ar um heimshöfin.
Það sem áunnist hefur er í
stuttu máli það, að tollaf-
greiðsla í höfnum verður auð-
veldari, vegna sameiginlegra
mælingaaðferða á rúmlesta-
fjölda skipa, að tala mælinga-
brjefa sem skip hafa þurft að
hafa, sem fara um öll heims-
höf, fækka. Svíar og Belgir
höfðu sínar eigin reglur, en nú
koma þeir til að nota ensku
regluna, en hún er langmest
notuð um allan heim.
Skip, sem fara um Panama-
og Súesskurðina verða þó að
greiða gjald eftir sjerstökum
skipamælingareglum.
Fyrir okkur Islendinga er
þetta einnig mikil bót. Skip frá
þeim löndrnn er aðilar eru að
®------------------------------
jsamningnum, þarf ekki að
mæla upp er þau koma í böfn
í landi samningsaðila. Þá verða
mælingar á skipum er við kaup
um frá t.d. Bretlandi eða Sví-
þjóð ójiarfar, því mælingarnar
verða hinar sömu hjer og i
þessum löndum, og þær viður
kendar af stjórnarvöldum við-
komandi landa. Það er ósk og
von okkar að með samningn-
um verði öll viðskifti skipa við
land auðveldari og á margant
hátt hagstæðari fyrir þjóðirnar
Kapprelðar á
Nesodda
SUNNUDAGINN 6. þ. m.
efndi Hestamannafjelagið Glað
ur í Dalasýslu til kappreiða á
skeiðvelli sínum á Nesodda S
Miðdölum.
Þótt veður væri mjög óhag-
stætt, norðan stormur, með af-
taka kulda og rigningu öðru
hverju, sóttu um 400 manns
kappreiðarnar, og ber það aug-
ljóst vitni um sívaxandi áhuga
Dalamanna fyrir þessari þjóð-
legu íþrótt. Þarna voru ekki
eins margir hestar og jafnan áð
ur á knppreiðum Glaðs, en þó
munu þeir hafa verið um 300.
Sökum hins óhagstæðá veðurs
komu og þangað margir menn
í bifreiðum.
Skrásettir voru 9 hestar £
300 metra hlaupi, 6 í folahlaupi
og 3 skeiðhestar, eða 18 hestar
alls.
Úrslit urðu þessi:
Stökkhestar.
(300 m. hlaupvöllur).
Fyrstu verðlaun hlaut „Tíg-
ull“, 12 vetra, eigandi Magnús
Jósefsson, Hlíð, hraði 23,3 sek.
Önnur verðlaun hlaut
„Stjarna“, 7 vetra, eig. Sumar-
liði Jónsson, Miðskógi, hraðl
23,5 sek. Þriðju verðlaun hlaut
„Háski“, 8 vetra, eig. Kristjár?
Jósefsson, Oddsstöðum, hraðj
24 sek.
Folahlaup.
(250 m. hlaupvöllur).
Fyrstu verðlaun hlaut „And-
vari“, 6 vetra, eig. Gunnar
Jósefsson, Smirlhóli, hraði 19,8
sek. Önnur verðlaun „IIrefna“,
6 vetra, eig. Bergjón Kristjáns-
son, Snóksdal, hraði 20 sek.
Þriðju verðlaun „Skjóni“, 6:
vetra, eig. Kristján Kristjáns-
son, Bessastöðum, Gullbr.sýslu,
hraði 20 sek.
Skeiðhestar.
(250 m. skeiðvöllur).
.Aðeins einn skeiðhestui’
rann sprettfærið, en náði þó
ekki tilskyldum hraða til 1. eða
2. verðlauna og hlaut því 3. verci
laun. Var það „Skjóna“, 8 vetra
eig. Oddur Eysteinsson, Kols-
stöðum, hraði 28 sek. J