Morgunblaðið - 17.07.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.07.1947, Blaðsíða 12
Veðurútlitið. — (Faxaflói): Allhvass suð-austan og rign- ing 157. tbi. — Fimmtudagur 17. júlí 1947 OLAV KRÓNPBINS afhjúpar hjer minnismerki um norska hermenn. Sjá grein á bls. 2. Mesl var fluit inn af bílum í júní 1 JÚNÍMÁNUÐI s.l. áttu Islendingar mest viðskifti við Bretland. Þangað voru fluttar vörur fyrir kr. 12.701.780. Næst kemur Þýskaland, eða ölíu heldur franska hernáms- svæðið þar í landi. Þangað voru flutt 1502 smál. af óverk uðum saltfiski, til neytslu fyr- ir Þjóðverja. Söluverð saltfisks ins voru kr. 2.668.210. Þriðja hæsta viðskiftalandið eru Bandarikin með kr. 2.115.390 og fjórða er Tjelckóslóvakía með kr. 1.388.590. Stærstu liðir innflutningsins. Samkvæmt upplýsingum frá Hagslofunni urðu stærstu inn- flutningsliðir í júnímánaðar viðskiftum sem hjer segir: Bíl- ar og vagnar fyrir 2,2 miljónir króna. Vjelar fyrir 1,9 milj. raftæki fyrir 1.7 og járnvörur 1,6 milj., þá kol fyrir 1,9 milj. Álnavara og áburður var flutt inn fyrir 1,1 miljón, hvor teg und. Þá voru mánuðina apríl til júní flutt inn 10 skip, fimm eimknúin og fimm vjel skip. Eimskipin eru: Kaldbak- ur, Egill Skallagrímsson, Kári, Eirikur Rauði, og dýpkunar- skipið Grettir. Vjelskipin eru Smári frá Húsavík, 40 smál., Ásúlfur frá Isafirði 100 smál. Björgvin frá Keflavík 70 smál. Steinunn gamla frá Keflavík, 78 smál., og Stjarnan frá Rvík, 100 smál. Þrjú þessara skipa í Redemeshús í Oslo Þessi mynd var tekin er alþjóðaskipamælingaráðstefnan í Oslo var opnuð. Fullírúar frá 10 löndum sátu ráðstefnuna. Olafur T. Sveinsson skipaskoðunarstjóri var þar fulltrúi Islands. (Sjá grein á bls. 2) Torfi Brynpirsson setti ísiands- niet í stangarstökki ífiiiu lýkur í kvöld Á MEISTARAMÖTI Reykjavíkur í frjálsum íþróttum, sem hjelt áfram í gærkvöldi, setti Torfi Bryngeirsson nýtt Islands- met í stangarstökki, og er þetta í annað sinn, sem hann bætir metið i sumar. Torfi stökk nú 3,72 m. — Mótinu lýkur kvöld og verður þá keppt i 4x400 m. hlaupi og fimtarþraut. Veður var enn óhagstætt og®~ — dró það sem hina dagana yfir voru keypt í Sviþjóð og tvö i Danmörku. Verð á þessum 10 skipum er 16,9 miljónir króna. Vilja hefja þýska björframleiðslu ÞÝSKI bjórinn, sem mikinn hluta heimsins er búið að þyrsta í í mörg ár, verður fáanlegur til útflutnings á næstunni, ef farið verður eftir áætlun, sem banda- rískir hagfræðingar hafa gert í því skyni að reyna að reisa við atvinnulíf Þýskalands. Enn hafa Bretar samt ekki getað fallist á þessa hugmynd. Þeir segja, að það að flytja út bjór, sem mikið þarf í af korni og sykri, sje óhæfa eins og á standið er nú í landinu. Bandaríkjarhenn benda á, að fyrir sykur og korn, sem muni kosta 20.000 £, geti Þjóðverjar selt öl fyrir 290.000 £. Fáeinir þýskir bruggarar hafa getað haldið áfram starfi eftir stríðið og hafa tvær tegundir verið bruggaðar, önnur fyrir Þjóðverja og hin fyrir setuliðs- hermenn. Ekkert hefur verið flutt út. — Kemsley. Gengurennábreska | íánií 1 New York í gærkvöldi. BRETAR hafa enn tekið út hundrað milljón dollara af láni því, sem þeir eiga í Bandaríkj unum. Gengur furðu fljótt á það. Hafa Bretar nú alis tekið út 2300 miljón dollara af því. — Reuler, leitt úr árangrinum. Helstu úrslit urðu þessi: 400 m. hlaup: — Evk. meistari: Kjartan Jóhannsson, IR, 52,3 sek., 2. Ásmundur Bjarnason, KR, 53,0 sek. og 3. Reynir Sigurðsson, ÍR, 53,1 sek. Spjótkast: — Rvk. meistari: Finnbjörn Þórvaldsson, ÍR, 54,24 m., 2. Halldór Sigurgeirsson, Á, 52,13 m., 3. Þorvarður Arinbjarn- arson, KR, 51,21 m. og 4. Friðrik Guðmundsson, KR, 46,81 m. 5000 m. hlaup: — Rvk meistari: Þórður Þorgeirsson, KR, 16.46,6 mín., 2. Indriði Jónsson, ICR, 17.26,6 mín. og 3. Steinar Þor- finnsson, Á, 18.42,6 mín. Stangarstölck: Rvk. meistari: Torfi Bryngeirsson, KR, 3,72 m. (Nýtt ísl. met) og 2. Bjarni Linn- et, Á, 3,65 m. U x 100 m. boðhlaup: — Rvk. meistari: ÍR 44,2 sek., 2. KR 45,1 sek. og 3. KR (B) 47,0 sek. Sveit ÍR var þannig skipuð: Finnbjörn, Reynir, Haukur og Kjartan. Eins og áður er sagt lýkur mót- inu í kvöld og hefst keppnin kl. 8,30. — Þ. hermannagröfum SAMKVÆMT skeytum frá Singapore kemur í ljós, að deild úr ástralska hernum, sem átti að sjá um leit að gröfum ástr- alskra hermanna, hefur fundið aðeins um helming allra ástr- alskrá hermanna sem fallið hafa á Malakkaskaga. Á þúsundum grafa stendur ekkert nafn — aðeins: „Breska heimsveldið“. Mesta leyndarmálið hefur j deildin ekki getað fengið neina | lausn á, en það er hvernig heil deild úr flughernum ástralska, 140 menn, hefur týnst án þess að nokkuð meira hafi til hennar spurst. — Kemsley. París í gær. SA'MA sem ekkert var unn- ið í höfnum Frakklands í dag, vegna verkfalls sjómanna á frönskum sfipum. Verkfallið mun standa yfir í 24 klukku- stundir, en er boðað til að mót- mæla því, hversu seint stjórn- arvöldunum gengur að setja á- kvæði um öryggi sjómanna. Verkfallið nær ekki til skipa og báta á skipaskurðum. —Reuter. ingar lil Þýskalands Berlín í gærkvöldi. BANDARÍSKUR matvæla- sjerfivæðingur tjáði blaðamönn um í Dússeldorf í dag, að meir en 31/a miljón tonn af hveiti yrðu flutt frá Bandaríkjunum til hernámssvæða vesturveld- anna í Þýskalandi næsta ár. Sagði hann þetta nauðsynlegt, til þess að takast mætti áð við- halda lágmarks matarskammti, sem inniheldur 1550 hitaeining ar á dag Sjerfræðingurinn sagði einn- ig, að mikill skortur væri nú á feitmeíi í landinu, og þyrftu Þjóðverjar nauðsynlega að fá meir en þau 16,000 tonn, sem þeir hefðu fengið loforð fyrir til þc:sa. — Reuter. í Veiðiveður fór batnandi í gærkveldi I GÆR Arar slæmt veður j’yrir Norðurlandi. Rauk hann upp um morguninn með suðvéstanstormi og leituðu skipin til hafn- ar. En síðast i gærkvöldi var aftur komið logn og stillt veður og voru skipin þá að leggja út. Flugvjel hefur flogið um allt veiðisvæðið en sá hún ekki neina sild eftir að hvessti. Aðatfundur Leik- fjelags Akureyrar Frá frjettaritara blaðsins á Akureyri. í FYRRAKVÖLD var haldinn aðalfundur Leikfjelags Akur- eyrar. Formaður f jelagsins Guð- mundur Gunnarsson skýrði frá starfsemi þess og var hún svo í stuttum dráttum. Þessi leikrit voru sýnd:. 1) Franski gaman- leikurinn Varið yður á málning- unni 7 sinnum, leikstjóri var Guðmundur Gunnarsson. — 2) Skálholt eftir Guðmund Kamb- an var sýnt 14 sinnurh, leikstj. var Jón Norðfjörð og í því Ijek Regína Þórðardóttir, sem gest- ur fjelagsins. 3) Á 30 ára af- mæli f jelagsins 10. apríl var efnt til hátíðasýningar á þáttum úr þremur leikritum, Skuggasyeini, Nýársnóttinni og ævintýri á gönguför. Að lokinni skýrslu formanns las gjaldkeri upp reikninga fje- lagsins. Skýrði hann frá því að í tilefni afmælis fjelagsins hefði bæjarstjórn heiðrað fjelagið með 15,000 kr. gjöf. Kaupfjelag Eyfirðinga veitti því 5.000 kr. úr minningarsjóði. Önefnd hjón sendu því 2.000 kr. og leikhús- gestur 100 kr. Á fundinum átti að kjósa nýja stjórn. Kosnir voru: Guðmund- ur Gunnarsson form., Hólmgeir Pálsson ritari, Björn Sigmunds- son gjaldk., allir endurkosnir. Varaformaður var kosinn Júlíus Oddsson og aðrir í varastjórn: Björn Þórðarson og Ingólfur Kristinsson. Endurskoðendur: Jón Matthíasson og Stefán Jóns- son. — H. Vald. Hömlur á innfluln- ingi lil Indlands New Delhi í gærkvöldi. INDVERSK stjórnarvöld hafa ákveðið að takmarka mjög inn- flutning á um 200 vörutegund- um, sem ekki geta talist þjóð- inni bráðnauðsynlegar. Meðal þessara vörutegunda eru bílar, útvarpstæki, heimilisvjelar og áfengi. Er þetta gert til þess að spara gjaldeyrisinnstæður Ind- verja. Hinsvegar verður ríkulegur innflutningur á helstu nauðsynj um, svo sem matvælum og vjel- um, svo að gert er ráð fyrir því, að gjaldeyririnn verði uppurinn að mestu, er þessar vörur hafa verið greiddar. Ein helsta ástæðan fyrir þess- um ráðstöfunum er sú, að í fram tíðinni geta Indverjar ekki búist við ótakmörkuðum vörulánum Bretlandi. — Reuter, Frá Siglufiröi. Blaðið hefur átt tal við ýms ar veiðistöðvar. Á Siglufirði lá fjöldi skipa inni allan daginn. Verksmiðjurnar tóku við síld af 34 skipum, samtals 6000 mák Fór hún í salt. Skagaströnd. Síðan á mánudag, er verk- smiðjan byxjaði að taka á móti síld til bræðslu hafa borist þang að milli 16 og 17000 mál síldar Þangað komu í gær 11 skip, er öll voru með dálítinn slatta af síld, þetta 200 til 300 mál. Þar inni lá mikill fjöldi skipa er Morgunblaðið átti tal við verk smiðjuna um klukkan 7 í gær kvöldi. Veður var slæmt þar úti fyrir og höfðu skipin því leitað hafnar. Hæsta skip við Skagastrandarverksmiðjuna var Fram frá Keflavík með um 1000 mál síldar. Síldarsöltun hófst þar í fyrri nótt. Hlutafjelagið Húnaþing hefur tekið að sjer söltunina. eitthvað milli 200 og 300 íunn ur. Djúpavík. Skip sem leggja afla sinn upp við verksmiðjuna, hafa lít ið sem ekkert veitt síðan í fyrradag, því bræla hefur verið á miðunum. Sjómenn töldu þó likur til þess að veður færi batnandi. 1 gær komu þangað 6 skip, með 100 til 200 mál hvert. Hæsta skip þar er Edda með hátt á fjórða þúsund mál. Alls liefur verksmiðjan tekið á móti um 30 þúsund málum til bræðslu. Ingólfsfjarðarverksmiðjan. Sömu sögu höfðu þeir að segja við Ingólfsfjarðarverk- smiðjuna. Vonsku veður hefur hamlað veiðtim. I fyrrinót um miðnætti var veður orðið svo slæmt á miðunum, að erfitt var að taka bátana upp. Ann ar bátur ms. Akraborg laskað ist lítilsháttar, svo og gálgar skipsins, er verið var að reyna að taka bátinn upp. I gær bárust þangað um 1400 mál með 7 skipum Söltun hefst þar í næstu viku. Heimildarmaður blaðsins skýrði svo frá að síldin heföi að undanförnu haldið sig nokkuð djúpt. Á Skagagrunni væru mör-g norsk skip. Hefðu þau á norsk an madikvarða fengið mjög góðan afla, þetta um 600 tunn ur af sild á skip. Hjaltcyri. 1 gær lönduðu þar Alden 720 málum og Sverrir 598 mál- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.