Morgunblaðið - 17.07.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.07.1947, Blaðsíða 6
6 moegi/wblabie Fimmtudagur 17. júlí 1947 1 Útg.: H.f. Árvakur, Rrykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stef 'msson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. f lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Hafa þeir gleymt verkföllun um ? FYRIR nokkrum dögum lýsti Þjóðviljinn undrun sinni og hneykslun yfir því, að ein af síldarverksmiðjum ríkis- ins væri ekki tilbúin til þess að hefja starfrækslu. Þótti blaðinu þetta vera hið mesta hneyksli og hafði mörg orð um. Þegar svo býður við að horfa, reynast kommúnistar vera allra manna gleymnastir, sem kunnugt er. En í þessu tilfelli virðist gleymska þeirra vera með allra rnesta móti. Ekki alls fyrir löngu háðu kommúnistar verkfall hjer á landi, einsog öðrum en þeim sjálfum mun vera í fersku minni. Verkfall þetta náði til síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði. Kommúnistar lögðu svo mikla áherslu á, að vinna yrði einmitt stöðvuð þar, að þeir hjeldu áfram verkfalli með ofbeldi, þvert ofan í atkvæðagreiðslu í verkamannafjelaginu Þrótti. Málið fór fyrir Fjelagsdóm, eins og kommúnistar e. t. v. rámar í, og endaði með því, að kommúnistar báðust undan því, að fjelagsdómur kvæði upp úrskurð sinn, af því þeir vissu alla tíð, að þeir hefðu framið lögbrot, beinlínis til þess að koma í veg fyrir að undirbúingurinn við síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði kæmist að öllu leyti í kring, áður en síldveiðar byrjuðu. Nokkrum dögum eftir að þetta er svo um garð gengið, skrifa „ritsnillingar“ Þjóðviljans .grein, þar sem þeir þykjast vera mjög hneykslaðir á því, að ekki skuli öllum undirbúningi síldarverksmiðjanna vera lokið, alveg einsog ekkert verkfall hefði verið, engin stöðvun á vinnu við undirbúning verksmiðjanna, og þjóðin hefði alveg komist hjá því tjóni, sem þeir sjálfir kommúnistarnir hafa bakað henni, með verkföllum sínum á þessu vori. En til verkfallanna var boðað, og þeim haldið uppi, sem alþjóð er kunnugt til þess fyrst og fremst að reyna að sýna þjóðinni í tvo heimana að ekki væri hægt að reka síldveiðar hjer á landi, nema að kommúnistar væru í stjórn ríkisins. Þetta mistókst fyrir þeim. Ríkisstjórnin er fastari í sessi en áður, eftir þetta tiltæki kommúnista. Og síldveið- ar eru byrjaðar, ekki fyrir tilverknað kommúnista, held- ur vegna þess, að þegar veiðitíminn nálgaðist, þá tóku sjómenn sjálfir fram fyrir hendur komma, er vildu eyði- leggja afkomu sjómanna og fjárhag þjóðarinnar. Landbúnaðarsýning- unni lokið LANDBÚNAÐARSÝNINGUNNI er lokið og Ijúka allir upp einum munni um að hún hafi tekist hið besta. Á þessari sýningu gaf að líta bæði gamalt og nýtt. Gömlu verkfærin, sem íslenskir bændur notuðu um alda- raðir og nýtísku og hraðvirkar vinnuvjelar, sem auðvelda bóndanum hans erfiða starf, húsfreyjunni heimilisverkin og starfsfólkinu skyldustörfin utan húss og innan. Á þessari sýningu mátti sjá sögu íslands í aldaraðir. Hin frumstæðu og einföldu verkfæri sem þar voru gætu sagt sögu erfiðis og langs vinnudags, ef þau mættu mæla. Myndirnar af húsbyggingum í sveitum landsins sögðu sina sögu og sýndu þær miklu framfarir, sem orðið hafa.. Blómin og sýnishorn af korni og grasi báru vitni um, að hjer á landi er hægt að rækta, ef viljinn er fyrir hendi. Landbúnaðarvjelarnar gáfu fyrirheit um stórtækari ræktun og fullkomnari afköst. Það hresti hvern sannan íslending að koma á þessa sýningu, því um leið og hún sýndi hið gamla og úrelta gaf hún mikil og stór fyrirheit Nú þarf að stuðla að því að fleiri atvinnuvega-sýningar ^ verði haldnar hjer á landi. Sýningar eins og landbúnaðar-! sýningin örfa til nýrra dáða og sýna hvað hægt er að gera í voru hrjóstruga landi: 1 Uíhverji ihrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Fágætt listaverk. VEGFARENDUM um Ingólfs stræti, framhjá sýningarglugga verslunar Jóns Björnssonar & Co., hefir verið starsýnt á fá- gætt listaverk, sem þar hefir verið til sýnis í sumar. Er þetta manntafl, sem íslenskur ungl- ingur gerði austur á Fjörðum í tómstundum sínum. Taflið er sjerstaklega vel gert og tafl- mennirnir eru alt íslenskir fornmenn í litklæðum. Allir, sem sjeð hafa þenna grip, ljúka upp einum* munni um, að hann sje hin mesta völ- undarsmíði. — Listamaðurinn, sem gerði þetta tafl, dó ung- ur og fátt annað er til eftir hann, en taflið. Hann hjet Sóf- ús Sveinsson, ættaður úr Við- firði. • Það hefir sagt mjer Ríkarð- ur Jónson, að aldrei hafi hann sjeð jafnvel gerða gripi eftir nokkurn ungan hagleiksmann og ólærðan sem tafl þetta. • Verður það selt úr landi? ÞAÐ, SEM kemur mjer til að fjasa svona mikið um þetta tafl. er það, að jeg hefi heyrt að það geti komið til mála að taflið verði selt úr landi. Am- eríkumaður nokkur vilji kaupa það fyrir 1000 dollara eða meira. Og dollarinn hefir lengi verið almáttugur. En það má ekki ske, að þetta tafl fari úr landi. Það á heima í Þjóð- minjasafninu, eða bygðasafni Austfjarða. • Má ekki ske. ÞETTA ER MERKUR heim- ilisiðnaður, sem ekki verður metin til fjár, en er dæmi um hvað íslenskir hagleiksmenn hafa getað gert svo að segja með sjálfskeiðingnum sínum. Það er nóg komið af íslensk- um gersemum til útlanda, bæði á söfn og til einstaklinga. Nú verðum við að stinga við fæti. « En hver getur bjargað? EN HVER getur nú bjargað? Þjóðminjasafnið á ekki til neina sjóði til að kaupa muni eins og þetta tafl og það er ekki til nein önnur opinber stofnun, sem gæti keypt taflið til að tryggja það, að það yrði áfram í íslenskri eigu. Það er helst, að til sje ein- hver vel stæður maður. sem vildi kaupa taflið til að gefa það safni, eða eiga það sjálfur á meðan hann lifir, en mæli svo fyrir, að það fari ekki úr landi. Það væri vel gert. 0 Ekki til grútartýra. OG í SAMBANDI við þetta tafl er ekki úr vegi að minna íslensku þjóðina á hvernig hún hefir sóað merkilegum verðmætum með því að gefa út úr landinu eða selja fyrir peninga. Það er nú svo kornið, að ekki er hægt að komast yfir grútartýru á landi hjer. Þær hafa allar vérið fluttar út með ferðamönnum, sem hingað hafa komið. Askar og spónar eru ekki til nema í eftirlíkingum og þannig mætti margt upp telja. Við höfum oft farið með verð- mæta þjóðlega muni eins og skran, því miður. 0 íslensk gestrisni í afturför. MÖNNUM VERÐUR tíðrætt um beina þann, sem veittur er í veitinga- og gistihúsum úti á landi um þessar mundir. — Sannleikurinn er sá, að íslensk gestrisni er í afturför. Það er ekki hægt annað en að skamm ast sín fyrir hvernig mörg ís- lensk gisti- og veitingahús eru rekin, þótt vitanlega sjeu til heiðarlegar undantekningar. Margir hafa teldð að sjer veitingar án þess að hafa nægj anlega þekkingu í faginu og án þess að hafa nokkra getu til að selja beina, bæði hvað húsnæði snertir og framleiðslu á mat. 0 Okurverð. VERÐIÐ ER hreint okur víða. Það er sannarlega ekki glæsilegt fyrir þreytta og svanga ferðamenn að koma í veitingastað og fá þar ljelegan mat, illa framborin og illa til- búin fyrir offjár og þurfa ofan í kaupið að bíða eftir beina langan tíma. « Eftirlit nauðsynlegt ÞAÐ ER NÚ svo komið í þessum efnum, að það opinbera verður að taka í taumana og fylgjast betur með veitingum og gistihúsarekstri en gert hefir verið. Það á víst að heita svo, að til sje eftirlitsnefnd með þessum málum, en árangur af hennar starfi hefir ekki sjest ennþá. Það þarfa að vera strangt eftirlit með því hverjir fá leyfi til veitingahúsreksturs í land- inu og hverskonar húsakynn- um og kunnáttu þeir þúa yfir. Það er hvorki meira nje minan en þjóðarsómi sem er í veði. Og það er síst of seint, að byrja nú þegar á framkvæmd- um í þessum efnum. 0 Mikil hátíðahöld. í SAMBANDI við hátíðahöld in, sem verða hjer um helgina, ætti ekki að þurfa að taka það fram, að ætlast er til, að all- staðar þar sem flaggstengur eru fyrir hendi, hvort sem það er í bæjum, eða úti í sveitinni, verði flaggað. Skip, sem liggja í Reykjavíkurhöfn þessa daga, laugardag og sunnudag, verða vafalaust öll skreytt hátíðarfán- um. — MEÐAL ANNARA ORÐA .... . , —— - - - ———— ■ - °0 Þegar nasistar og kommúnisfar voru vinir • ÁTTA ÁR eru nú í sumar frá þeim eftirminnilegu atburðum, þegar nasistarnir og kommún- istarnir voru í „hjónabands- hugleiðingum“. Lítið hefur ver ið látið uppi um orsakir þess, að þeir fóru að draga sig sam- an. En nú hafa fundist í Ber- lín skjöl, sem raunar láta lítið uppi um orsakir, en af þeim má sjá hve undirferlislega Rússar hafa hagað sjer í samn- ingunum við Englendinga og Frakka. Greinin er stytt úr skýrslu frá Ian Colvin frjetta- ritara í Berlín. Rússar studdu Þjóðverja. Sannanir liggja nú fyrir um það, að löngu áður en síðari heimsstyrjöldin hófst, höfðu Rússar ákveðið að styðja Þjóð verja í landvinningastefnu þeirra. Þetta má sjá í skjölum, sem fundust í Þýskalandi og nú eru geymd í Bandarísku skjalasafni. Hefur verið ákveð ið að gefa nokkuð af þeim út. Það var ákveðið eftir fund, sem bandarískir ritstjórar og sagnfræðingar áttu með sjer, undir stjórn John Wheeler Bennets. — Þó verður sjálfur þýsk-rússneski vináttusamn- ingurinn, sem ekki var látinn koma fram í rjettarhöldunum í Núrnberg ekki birtur fyr en árið 1950. Einn af sagnfræðingunum, sem fundinn sátu, hefur sagt mjer eftirfarandi: Heimsókn í Þýska utanríkisráðu- neytið. I febrúar kom rússneski sendifulltrúinn í Berlín til að- stoðarutanríkisráðherra Þjóð- verja von Weisæcker og stakk upp á vináttusamningi milli ríkjanna. I viðræðu, sem þeir áttu sín á milli, sagði rússneski sendi- fulltrúinn: Rússland æskir þessa ekki vegna neinna hug- sjóna, heldur af hagsmunaástæð um. Rússland og Þýskaland eiga engin deiluefni. Fyrstur Þjóðverjanna til að samþykkja bandalag við Rússa var Göring og farið var að ræða um það við Ciano og Mússolini í apríl og nokkru seinna fóru að berast boð beint á milli Stalins og Hitlers. Hiíler fjekk þær upplýsingar, sem Iiann vildi. Skjölin sýna, að áhugi Gör- ings á málinu fór mjög skyndi lega að vaxa einmitt sama dag og ensk-franska samninga- nefndin kom fyrst til Moskva og á ýmsum öðrum stöðum í skjölunum má sjá. að Rússar gáfu Þjóðverjum allar upplýs- ingar um störf ensk-frönsku nefndarinnar. Óvissa Rússa í maí, júní og júlí varð til þess að Hitler fyr- irskipaði að slíta öllum samn- ingum við þá, en þá — i al- eina skiftið, sem vitað er, ó- hlýðnaðist- utanríkisráðherrann honum, því að von Ribben- trop sjálfur ákvað, að samning unum skyldi haldið áfram. og loks tókst samkomulag 23. ág. 1939. Skjölin sýna að ákvarð- anir Þjóðverja voru að hefja árásarstríð og að Rússar ætluðu að styðja þá. Hvað olli því eiginlega, að Rússar vildu frekar semja við Þjóðverja en Vesturveldin. — Þyngst á þeim metaskálum hefur ábyggilega orðið að RúsS ar ( ágirntust austurhluta Pól- lands og Þjóðverjar fjellust á að fylgja þeim við það. Bretar buðu þeim aftur á móti ekkert nema vináttu sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.