Morgunblaðið - 18.07.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.07.1947, Blaðsíða 6
6 M O R G tTKBí, ABI8 Föstudagur 18. júlí 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Rf-ykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Krabbagangur Þjóðviljans EFTIR því sem lengra líður frá verkfallinu, eftir því verður Þjóðviljinn langorður um það mál. Um síðustu helgi var eytt miklu af dálka rúmi blaðs- ins, til þess að reyna að færa sönnur á, að hin nýafstöðnu verkföll hefðu að öllu leyti verið frá ríkisstjórninni runnin. , Þessi langhundur Þjóðviljans sýnir best, hve verkföllin hafa orðið óvinsæl meðal almennings. Annað sýna þessi skrif ekki. Nema hvað þau eru ein af óteljandi sönnunum þess, hve gersamlega kommúnistar telja að almenningur sje dómgreindarlaus. Meðan á verkföllunum stóð sagði Þjóðviljinn að útí þau hefði verið farið, og þeim væri haldið uppi, til þess að sanna þjóðinni að ekki væri hægt-að stjórna landinu, án þess að erindrekar „hinna austrænu“ ættu sæti í stjórn. Hjer væri ekki um að ræða kaupdeilu, í venju- legri merkingu. í augum kommúnista voru verkföllin því algerlega pólitísk. Þeim var beint gegn ríkisstjórninni. Það var þessvegna sem t d. stjórn Dagsbrúnar hjelt fund eftir að Dagsbrúnarverkfallið hafði staðið vikum saman án þess að minnast einu orði á það, að leggja ætti áherslu á, að fá enda bundinn á verkfallið. En svo þegar alt er um garð gengið, og kommúnistar finna, hve verkamenn eru sáróánægðir yfir atvinnutjón- inu er skrifað í Þjóðviljann, dálk eftir dálk, að það sje ríkisstjórnin sem hafi komið allri vinnustöðvuninni á, og því sje alt atvinnutjónið henni að kenna(!) Niðurstaða Þjóðviljans er því þessi, wef niðurstöðu skyldi kalla: Efnt hefir verið til verkfalla í landinu, til þess að steypa núverandi ríkisstjórn af stóli Og það er ríkisstjórnin sjálf, segir Þjóðviljinn, sem hefir gerst svo ósvífin, að eiga upptökin að þessum verkföllum, til þess að steypa sjálfri sjer, og reyna að leiða alþjóð fyrir sjón- ir að ekki sje hægt að stjórna landinu, nema með því móti, að hafa andstæðinga hennar með í stjórninni, menn sem eru sannir að því, að þeir sitja á svikráðum, ekki aðeins við núverandi ríkisstjórn, heldur við þjóðina í heild sinni og sjálfstæði landsins. Þetta er í fám orðum sá krabbagangur hugsunarinnar, sem einkennir skrif Þjóðviljans um verkfallsmálin. Minnismerki um lýð veldisstofn unina Á LANDSÞINGI Sambands ungra Sjálfstæðismanna, sem haldið var á Akureyri í júnímánuði var gerð merki- leg ályktun, sem þessi fjelagsskapur á þakkir skildar fyrir að hafa vakið máls á. Ályktunin var þess efnis, að sambandið beitti sjer fyrir því, að reistur yrði veglegur minnisvarði um endurreisn lýðveldis á íslandi. Þetta er sjálfsagt mál, sem allir Islendingar munu taka vel í og sjá, að ekki er annað sæmandi, en að reisa slíkt minnismerki, sem um aldur og æfi verði óbornum kvn- slóðum íslands áminning og hvatning um þann glæsilega áfanga í íslandssögunni er lýðveldið var endurreist. Og þegar hefur það sýnt sig, að tillaga ungra Sjálf- stæðismanna hefur fallið í góðan jarðveg. Á þingi íþrótta- sambands íslands, sem haldið var í Haukadal nokkru eft- ir sambandsþing Sjálfstæðismanna var samþykt tillaga, þar sem gert er ráð fyrir að íþrqttasamtökin bjóði aðstoð sína við tillögu þeirra. Nú er þess að vænta, að fleiri fjelög og fjelagasambönd Iýsi skoðun sinni í njinnisvarðamálinu og væntanlega verður það á einn veg. Og vel væri það, að einmitt æska landsins hefði for- ystu í minnisvarðamálinu og þá bæði veg og vanda af því. verji ÚR DAGLEGA LÍFINU Happdrættis- vinningar. ÞAÐ LÍÐUR VARLA sá dag- ur nú orðið, að ekki sje dregið í þessu happdrættinu, eða hinu. Happdrættismiðum er þrengt upp á fólk, bæði af sölumönn- um, sem láta menn ekki í friði fyr en þeir hafa keypt miða, eða með fagurgala og áróðri. Ár- angurinn af öllu þessu verður sá, að margir liggja með happ- drættismiða í tugatali og botna hvorki upp nje niður í hvað er hvað. Þegar svo loks er dregið í happdrættunum koma smáklaus ur unl það, hvaða númer hafa komið upp, í blöðunum. Þeir, sem ekki lesa blöðin þann dag- inn geta ekki sjeð hvort þeir hafa unnið eða ekki. • Ætti að birta í Lögbirtingi. ÞAÐ KEMUR víst fyrir oft, að happdrættisvinningar eru al- drei sóttir og stafar það vitan- lega af því að eigandi miðans hefur ekki sjeð að hans númer hefur fengið vinning. Það ætti að fyrirskipa, að birt ir sjeu allir happdrættisvinning- ar í Lögbirtingarblaðinu og auk þess með auglýsingum, áberandi auglýsingum í dagblöðunum. í Lögbirtingarblaðinu væri auðvelt að finna happdrættis- númer. Næst þegar einhver sæk- ir um (og þess verður víst ekki langt að bíða) og fær leyfi til að hafa happdrætti, ætti að gera það að skyldu, að vinningarnir verði birtir í Lögbirtingi. — Best væri þó að neita um leyfið. • Önnum kafnar. í GÆR kqm kona inn í mjólk- urbúð hjer í bænum. Þar voru fyrir tvær afgreiðslustúlkur í hvítum sloppum og með hvíta skýluklúta um höfuðin. Ekki voru aðrir viðskiftavinir í búð- inni en umrædd kona. Afgreiðslustúlkurnar voru báðar að lesa blöð, en litu ekki við viðskiftavininum alllanga stund, eða þangað til hún kall- aði til þeirra. Konan, sem sagði mjer þessa sögu, sagðist skilja, in, en þetta fanst henni fullmik- að fólk væri spent að lesa blöð- ið af því góða, og kann svo fleir- um að þykja. • Tómlæti af- greirðslufólks. En ÞAÐ eru ekki bara af- greiðslustúlkur í mjólkurbúðum, sem sýna viðskiftavinum tóm- læti og alt að því ókurteisi. Það er mjög álgengt, að fólk er lát- ið bíða í verslunum eftir af- greiðslu, þótt ekkert sje að gera í búðinni og það er stundum engu líkara, en að viðskiftavin- irnir sjeu að gera afgreiðslufólk inu ógreiða og ónæði með því að versla við það. • „Ekkert dýrt á íslandi“. ÞAÐ KOM til mín kunningi i gær, sólbrendur, bústinn og hýr á brá. Hann var að koma úr siglingu. (Hamingjan má vita, hvar hann hefur fengið gjald- eyrinn). „Bannsett rugl er þetta sífelt í ykkur, að hjer á landi sje svo dýrt, að ekki sje hjer lifandi,“ sagði hann. „Það er hreint ekk- ert ódýrara víða úti í löndum, ef menn þurfa að kaupa sjer gistingu og mat. Blessaðir hætt- ið þið þessu væli.“ Jeg sel söguna ekki dýrari en jeg keypti hana, en jeg verð að segja það alveg eins og er, að mjer fanst kunninginn alls ekki billegur. Islenskri sendi- sveit hrósað. „OG SVO er það annað, sem jeg vildi að þú mintist á í blað- inu,“ bætti sá nýsigldi við. „Mik ið ágætisfólk er það, sem er í sendisveitinni okkar í Stokk- hólmi með Vilhjálm Finsen sendiherra í broddi fylkingar. Þetta fólk er sífelt á þönum fyr- ir íslendinga, sem eru á ferða- lagi í Stokkhólmi. Það er ekki sá greiöi til, sem ekki er gerður með glöðu geði. Það er munur fyrir íslending, að koma í land, þar sem við eigum slíka full- trúa.“ Þessu trúði jeg betur en dýr- tíðarsögunni, því jeg hef heyrt svo marga segja það sama. Getur beðið. ÞAÐ LIGGJA hjá mjer nokk- ur brjef um sundbaðstað fyrir Reykvíkinga. Satt að segja hef jeg ekki skap í mjer til að birta þessi brjef eins og stendur og vil heldur ekki ergja lesendurna með því. Það eru víst flestir búnir að fá nóg af vætunni, þótt ekki sje verið að tala um sjóböð í viðbót. Sagan segir, að í Færeyjum rigni svo mikið, að mönnum þar sje hætt við lungnabólgu ef þeir koma heim að kvöldi þurrir í fæturna. — Ætli það fari ekki að verða eitthvað svipað hjer á Reykjanesskaganum ? MEÐAL ANNARA ORÐA . ... < • *■" " Múftinn af Jerúsalem Múftinn af Jerúsalem er vold- ugasti maður Araba því að orð hans eru Aröbum í Palestínu og Norður-Afríku næstum því lög- mál. Ævi hans hefur verið mjög viðburðarík og er hann meðal annars nú ásakaður fyrir stríðs- glæpi, því að hann gekk í lið með Hitler í heimsstyrjöldinni og var hann eftir stríðið hafður í varðhaldi í Frakklandi, en það- an slapp hann til Egyptalands. Hjer fara á eftir brot úr grein um hann eftir George Bilainkin. I augum 80 milljón Araba virðist hann vera mjög áhrifa- mikil og virðingarverð persóna. Sumir spyrja: Verður múftinn fyrsti þjóðhöfðinginn í nýju al- Arabaríki, sem nær yfir Iraq og Saudi-Arabíu, Sýrland, Egypta- land og alla Norður-Afríku? Þessi sterkasti foringi, sem Arabar hafa átt um langt skeið býr nú í stóru húsi í Egypta- landi, á veislum Egyptakonungs og egyptsku stjórnarinnar. Fyr- ir utan húsið stendur egyptskur hermaður, vopnaður byssu, til þess að verja hann allri ásælni. Múftinn hefur tvær stórar Rolls Royce bifreiðar til umráða, og auk þess tvo smærri bíla, svo að auðsjeð er, að hann býr ekki smátt. Hvernig hann lít- ur út. Bilainkin segir frá því, þegar hann heimsækir múftann og lýs- ir öllu hinu mikla skrauti, scm er þar á öllu. — Hann heldur áfram: Og svo gekk múftinn inn. Hann hafði á höfðinu gullinn imama, en svo heitir tyrkneska höfuðfatið og var í síðum svört- um kirtli. Hendurnar voru fram úrskarandi hreinar og mátti sjá að þetta var maður, sem aldrei hafði difið hendi í kalt vatn. — Augun voru djúp og virtust stundum vera lítið eitt dapurleg. Mjer fanst eins og þau skiftu stundum lit, voru ýmist brún eða gráblá. Hann talaði lágt en vandaða frönsku, sem hann hef- ur lært í háskólum í Cairo, Jerú- salem og Konstantínópel. Hann talar' svo hægt, að það mátti heyra, að hann yfirvegaði hvert orð áður en hann sagði það. Hann sagði mjer, að hann hefði komið til þessa húss í júní 1946. Áður hafði hann verið í Egyptalandi 1937, en á milli hafði hann ferðast víða, til Lí- banon, Sýrlands, Persíu, Evrópu síðast í Frakklandi uns hann slapp þaðan. Saga múftans. Múítinn er sonur velþekkts múhameðstrúarmanns, sem átti heima í Jerúsalem. I heimsstyrj- öldinni var 'hann liðsforingi i tyrkneska hernum og eftir stríð- ið tók hann upp fyrir alvöru bar áttuna við Gyðinga, sem þá voru farnir að flytjast til Palestínu í stórum stíl. 1920 var hann dæmdur í æfilangt fangelsi fyrir að hafa valdið uppþoti í land inu. En landstjóri Breta Sir Her bert Samuel sýknaði hann og næsta ár varð hann að viður- kenna kosningu hans sem Múfta af Jerúsalem. Honum hlotnuðust miklar nafnbætur á næstu árum. 1922 var hann gerður forseti múham- eðstrúarbandalagsins og fyrir hans starf tók Arababandalag Palestínu upp sterka andstöðu gegn Gyðingum í landinu. 1937 varð hann að lokum forseti hæstaráðs Arababandalagsins. Það er sagt, að hann hafi stutt Rashjid Ali í upþreisninni í Iraq 1941 og eftir það munu Þjóðverjar hafa komið honum til Evrópu. Er það sannað mál, að hann gerðist samstarfsmaður Hitlers í styrjöldinni, en líklega verður hann aldrei dreginn fyrir neinn dóm þrátt fyrir það, því að hann hefur sterkari stoð en svo, því að ef múftinn yrði færð- ur fyrir stríðsglæpadómstól, myndi allur hinn arabíski heim- ur rjúka upp í reiði. NÆG OLÍA FYRIR BANDARÍKIN WASHINGTON: — Olíusjer fræðingar innanríkisráðuneyt- is Bandaríkjanna hafa skýrt Þjóðjarðanefnd öldungadeild- arinnar svo frá, að í náinni framtíð muni verða næg olía í Bandaríkjunum, enda þótt skortur kunni að verða á henni á einstaka stað í vetur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.