Morgunblaðið - 19.07.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.07.1947, Blaðsíða 1
lé síður 34. árgangur 160. tl»l. — Laugardagur 19. júlí 1947 ísafoldarprentsmiðja h.f. H. K. H. Olav krónprins. Snorrahátíðin hefst í dag með hátíðlegri athöfn SNORRAFIÁTÍÐIN hefst í dag með því að norsku gest- unum verður fagnað á hafnarbakkanum, er þeir stíga hjer á land.. Búist er við skipunum sem koma með hátíðagestina á 'ytri höfnina um 7 leytið, en klukkan 10 f. h. munu skipin sigla inn á höfnina. Fyrst fer herskipið Oslo, en á því er Olav kfónprins. Þar næst kemur Trondheim og þá Lyra og síðast Stavanger. Skipin leggjast öll að Grófarbryggju, tvö og tvö sitt hvoru megin. kynni við frændþjóiinn sl@ndingum hugleikin I í DAG ber hjer að garði hinn virðulega sta flokk erlendra gesta, sem nokkru sinni hefur kcmiö að íslands strönd þar sem er Olav krónprins Norðmanna, með fríðu föruneyti hans. íslendingar kunna að met a, hve mikil virðing þtjóðinni er sýnd með heimsokn þessari. En tilefni ferðarinnar hingað er, sem kunnugt er, að hingað er komin sú hin kærkomna gjöf, er rjettu lagi skyldi hingað færð á 700. ártíð Snorra Sturlusonar. Fregnin um gjöfina, er varð að bíða í Noregi meðan á styrjöldinni stóð, var hin hlýjasta vinarkveðja, sem nokkru sinni hefir borist frá Noregi hingað til landsins. Að sjálfsögðu hefði það aukið á ánægju okkar, ef við hefðum við þetta tækifæri getað kynnst hinum ágæta forsætisráðherra norsku þjóðarinnar. En við skiljum að sjálfsögðu vel, að maður sem hefir svo ábyrgðarmiklum störfum að gegna heima fyrir getur haft eðlileg forföll frá því, að takast svo langa ferð á hendur. Það er okkur vissulega mikil ánægja að svo margir og mikilhæfir Norðmenn hafa sjeð sjer fært að yfirgefa störf sín um tíma, til þess að gista land vort, og taka á sig það erfiði, sem slíku ferðalagi er samfara. Við horfum með ánægju til þessara heimsóknardaga sem nú fara í hönd. En ennþá meiri og innilegri er ánægja okkar íslend- inga áð mega hugsa til þess, að þessi virðulega heimsókn Olavs krónprins og annara Norðmanna, sem heimsækja ísland í fylgd með honum í dag, mætti verða upphaf að aukinni innilegri samvinnu milli Norðmanna og ís- lendinga. Fyrr á öldum, einmitt þeim er Islendingar lifðu blóma- skeið sitt, átti íslenska þjóðin mest viðskifti sín erlendis við Norðmenn. Segja má með sanni, að þau viðskifti urðu um skeið báðum þjóðum til styrktar og vegsauka. Það er ósk og von íslensku þjóðarinnar í dag, allra flokka og stjetta, að þau kynni Norðmanna og íslendinga, sem hjer er efnt til megi verða til sífeldrar ánægju báð- um þjóðunum. Svo mikið úrvalslið frá norsku þjóðinni hefir valist til þessarar ferðar, að vart munu hug'sanlegir ákjósanlegri fulltrúar Norðmanna til þess að auka bræðraþelið milli þessara tveggja frændþjóða. Norömenn boönir velkomnir. Klukkan 10,30 vcrða skipin lögst við bryggjuna og þá býður Ólafur Thors fyrverandi forsæt isráðherra hina norsku gesti.vel- komna með ræðu. Mun hann að r-æðu sinni lokinni biðja alla við- stadda að hylla Norðmenn með ferföldu húrrahrópi, en Lúðra- sveit Reykjavíkur leikur norska þjóðsönginn. Fc rmaöur Snorranefndarinn- ar norsku, Johan E. Mellbye fyrverandi ráðherra mun avara með i-æðu, en að því loknu leikur lúðrasveitin íslenska þjóðsöng- inn. Framh. á bls. 2 Danir iá ofíu Srá Sovjefríklunum Kaupmannahöfn. DANIR munu nú mjög hráð lega fá allverulegar birgðir af olíu frá Rússum, en þeir voru áður harðir keppinautar Rreta og Bandaríkjamanna 'um olíu sölu í Danmörku. Búist er við fyrsta olíuskipinu frá Sovjét- ríkjunum einhvern næstu daga Mun það hafa meðferðis um 30,000 smálestir af bensíni, steinolíu og hráolíu. — Kemsley. Gestirnir. Hjer fara á eftir nöfn hinna norsku gesta, sem hingað koma í dag. Jens Chr. líauge landvarnaráðherra. BÍLAFRAMLEIÐSLAN STÖÐVÁST WASHINGTON: — A,vncriska verksmiðjan General Motors. hef- ur orðið að stöðva bílaframleiðslu •sina um stundarsakir vegna skorts á stáfi. 1S0.000 menn rnissa við þetta atvinnu. bfaðinu í dsg eru m. a. þessar greinar: ísland í augum Norðmanna eftir Ilákon Shetelig próf. bls. 5. Snorri Sturluson, efíir Andrjes Björnsson magister, bl. 8 og 7. Olav Noregsprins, bls. 9. Grein um Joh. Mellbye formann norsku Snorranefndarinn- ar, bis. 7. Listi yfir norsku gestina á Snorrahátíðinni bls. 1 og 11. Norskir blaða- menn í boði B’aðamanna- fjelagsins bls. 11. Hans konunglega tign Olav, krónprins Noregs. Káre Fostervold, kirkju- og mentamálaráðherra og frú hans. Jens Chr. Hauge, landvarna- málaráðherra og frú hans. Johan Egeberg Mellbye, fyr- verandi ráðherra og formaður norsku Snorranefndarinnar og frú hans. Jakob Lothe, forseti Lög- þingsins. Olav Oksvik, forseti Óðals- þingsins og frú hans. Hákon Shetelig prófessor, Bergen, varaformaður norsku Snorranefndarinnar. Aðrir meðlimir norsku Snorranef ndarinnar: Framh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.