Morgunblaðið - 20.07.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.07.1947, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 20. júlí 19^7. ^ ÞEGAR NORÐMENNIRNIR KOMU Framh. af bls. 1 son, nje heldur að flytja hann heim í átthagana. Snorra höfum vjer alltaf átt og hjer hefur hann dvalið síðustu sjö ald.irnar. Og aldrei hefur þessi gamli höfð ingi, víðsýnn og djúpsýnn, sinnar aldar andans jöfur, staðið oss jafn ljóslifandi ■fyrir hugskotssjónum, meðal vor, og scm einn af oss, sem einmitt í dag, glað- ur og reifur yfir því, að hon- um megum við þakka það, að nú eru það norskir höfð- ingjar, sem sækja ísland heim í því skyni að frænd- þjóðirnar fái í sameiningu hyllt hann og þakkað afrek hans í beggja þágu. En stytta Snorra, gerð af 'Vigeland, gefin íslending- Lim af Norðmönnum. Betra verður vart á kosið. Prófessor Worm. Möller Ijet orð um það falla að Nor- egur myndi ekki vera frjálst :ríki, ef Snorra hefði ekki aotið við. Þetta voru hans ummæli. Vjer íslendingar tökum undir það sem Sig- urður prófessor Nordal sagði í kveðju sinni til Noregs 9. apríl 1943. Hann gerði þá að umræðuefni að nú væri það orðið viðkvæði, að Norð menn ættu flestu fremur endurreisn sína Snorra og Heimskringlu upp að inria. „En“, sagði Nordal „nú er Heimskringla orðið gamla . testamenti Norðmanna. Ann að nýtt og veglegra er þeg- ar tilorðið“. Þetta nýja testamenti Norðmanna er ekki með öllu framandi fyrir oss ís- lendinga. Það hefst með frásögn- inni um að óvígur óvinaher flæddi yfir land lítillar þjóð ar. Hún átti við engan sök- ótt, en þegar á hana var ráð- ist bjóst hún til varnar und- tr forustu konungs síns, ríkisarfa og ríkisstjórnar. Er vörn sú löngu víðfræg orðin og’ mun þó hin vopn- lausa barátta er aldrei var látin niður falla þykja með engu minni ágætum. Oss íslendingum er það ijóst hver höfuðnauðsyn það -er smáþjóð, að ofmeta ekki afrek annara þjóða. En ,samt sem áður fáum vjer eigi varist aðdáun á hinum óteljandi hetjudáðum Norð- :manna á stríðsárunum. Oss fíkilst gildi þess að á örlaga- stund mannkynsins lagði Noregur lóð sitt í vogarskál- ina. Vjer vitum að norsku blóði var fórnað á altari stórra hugsjóna. Oss er kunnugt um að norskur kjarkur og karlmannslund, samheldni og þolgæði jafnt í blóðugum bardögum sem löngu þöglu stríði, hefir heið urskrýnt nafn Noregs um víða veröld og mun um lang [ an aldur lýsa upp veg óbor- inna norskra kynslóða. Allt þetta og margt fleira var huggun vor og- athvarf á stríðsárunum. í dag fjölyrðum vjer eigi um þetta. Á stríðsárunum svall oss bróðurharmur í brjósti. Nú fögnum vjer og miklumst af sigursælum frændum — hetjum hins nýja norska testamenntis. En einnig vjer Islending- ar . eigum oss sögu sem Snorri ekki þekkti, Hún seg- ir frá harðri baráttu fátækr- ar og fámennrar þjóðar, fyr- ir torsóttum gæðum, þjak- aðri af erlendri ánauð. Sú saga ber nýja frjóanga tek- ur á sig nýja mynd og hraða þegar feður þeirra sem riú eru á vígvellinum hófu nýtt landnám á íslandi. Eins og margar góðar sögur er hún líka ástarsaga. Á blöðum hennar má lesa, að þrátt fyr- ir allt sem á milli ber — og hvergi ber jafn mikið á milli eins og hjá minnstu þjóðinni — sameinaðist þjóð in öll í ást á föðurlandinu og frelsinu, þegar svo að segja hver einasti kjósandi landsins yorið 1944 galt já- kvætt atkvæði við stofnun lýðveldis á íslandi. Vjer íslendingar vonum að þessi saga verði löng við- burðarík og ánægjuleg. Vjer óskum þess, að hún megi jafnan greina frá ágætri frændsemi Norðmanna og Islendinga, gagnkvæmri samúð og skilningi. Og vjer höfum ásett oss að grund- valla hana um allar aldir á virðingunni fyrir lögum, rjetti og mannhelgi, en þá ósk bar Hákon konungur fram íslendingum til handa í kveðju þeirri, er hann sendi oss á 129 afmæli Eiðs- vallastjórnarskrárinnar. Hæstvirtu gestir. Vjer íslendingar teljum oss sóma að komu yðar og gleðjumst af henni. Þess- vegna fjölmennum vjer hjer í dag til að fagna yður og verðum þó ef til vill fleiri í Reykholti. Þessvegna blakt ir nú fáni við hún í höfn- inni og í bænum. Verið allir hjarí anlega vel komnir. Lifi Hákon konungur, Ólafur ríkisarfi, Norðmenn og Noregur. Er Olafur Tiiors liafði lokið mali sínu hrópaði hann ferfalt húrra fyrir Noregi og hinni norsku þjóð, en allur mann- fjöldinn tók undir svo kvað við Lúðrasveitin ljek síðan norska þjóðsönginn en Norðmenn á skipsfjöl sungu með. Að því búnu tók til máls formaður Snorranefndarirmar norsku Johan E. Mellbye. Ræða hans var svohljóðandi: ’ Ræða J. E. Melbye. Kæru Islendingar. Vjer erum hingað komnir, fulltrúar norsku þjóðarinnar undir forystu heiðursforseta vors Ólafs ríkisarfa, til að af- henda minnismerki það um ís- lenska sagnritarann Snorra Sturluson, sem konungsefni vort mun á morgun afhjúpa að Reykholti. Joh. E. Melíbye, fyrverandi ráðherra og íorm. norsku Snorranefndarinnar. Vjer erum hingað komnir með innilegt þakklæti í huga, og segja má að það sje ekki Von- um fyrr að vjer reisum þeim manni minnisvarða, sem með Heimskringlu sinni. — Noregs konunga sögum — hefir gefið oss hinar afburða lýsingar sín- ar á forfeðrum vorum heima og heiman, konungum þeirra og höfðingjum í friði og ófriði, með þeim ágætum að oss svell- ur hugur í brjósti, afkomend- um þeirra. Hin fornu tengsl. Góðir íslendingar! Frá fornu fari hafa sterk tengsl verið okk ar á milli. Fyrir þúsund árum byggðist ísland af Noregi og hinum norsku vestureyjum. I Landnámabók eru talin nöfn nær 400 landnámsmanna, flest- um frá Noregi vestanfjalls, nokkrum frá Noregi norðan- verðum og enn öðrum frá vest- ureyjum, Orkneyjum, Suður- eyjum, Skotlandi og írlandi, sem flestir voru norrænir menn, sumir höfðingjar ættar. Það voru afkomendur þessara manna, og þá fyrst og fremst Snorri, sögumaðurinn mikli, sem skráðu sögur feðra sinna. FuIItrúarnir. Hingað erum vjer komnir, ríkisarfi vor í fararbroddi, full- trúar stórþings óg stjórnar, fulltrúar háskóla og vísinda, og fuilírúar fjelagssamtaka, og þykir mjer þá rjett að taka það fram að forgöngu um reisn þessa minnismerki.s og um för þessa áttu menn úr þeim hjer- uðum Noregs, sem fóstrað höfðu landnámsmcnn þá flesta, sem til Islands hjeldu fyrir þúsund árum. Það var eftir fyrirlestur, sem skáldið og presturinn Anders Kovden hjelt árið 1919, að hugmyndin fæddist með æskumönnum vestanfjails. Hug myndin var sú, að reisa skyldi minnismerki bæði á Islandi og í Björgvin, en það var höfuð- staður Noregs í tíð Snorra. Af- hjúpa skyldi styttuna í Reyk- holti á 700 ára ártíð Snorra, árið 1941. En ófriðurinn olli því að þessu varð að fresta þar til nú. En segja má og, að á sama hátt og frumkvæðið var .tekið af þjóðinni sjálfri, svo hefir og þjóðin framkvæmt þessa hug- sjón. Verk Snorra. Það er erfitt að koma orðum að því, í hverri þakkarskuld | vjer nútíma Norðmenn stönd- } um við Snorra Sturluson og f ævistarf hans. Konungasögur j hans eru tvímælalaust merk- ] asti þjóðararfur vor frá þeim íímum er Haraldur hárfagri sameinaði Noreg og frá því er heilagur Ólafur kom kristni á. Af miklum lærdómi, snild í máli og innilegri samúð lýsir hann lífi feðra vorra á þeim tímum, svo að Heimskringlu hans hefir afburða vísindamað- ur crlendur líkt við Grikkja- sögu Heródóts. Saga vorrar glæsilegu fortíðar auðgar and- ann. Hún hjálpar oss til að halda höfði hátt á hinum erfiðu tímum vanmáttar, og hún átti sinn ríka þátt í endurreisninni 1814. Menn eins og GeOrg Sver- drup, Falsen Jacob Aall Og Christie höfðu allir orðið fyrir áhrifum af Snorra. Síðan hefir verk hans öðlast æ meiri og meiri þýðingu fyrir andlegt líf vort, hvcrt heldur það var fyr- ir atbeina sagnfræðinga eins og P. A. Munch eða fyrir áhrif frá skáldunum Björnson, Ibsen, Sivle og fjölda annara. Verk hans eru framúrskarandi, ekki einungis Trá sagnfræðilégu, heldur einnig frá bókmennta- legu sjónarmiði. Mannlýsingar hans eru framúrskarandi eink- um þegar hann ræðir um hina fornu höfðingja eins og Erling Skjálgsson og Hárek í Þjóttu. Það er rjett, sem Finnur Jóns- son segir í bókmenntasögu sinni að hvernig sem á Heimskringlu er litið, þá er hún ekki einungis mikið andlegt afrek, heldur stór virki, sém ekki á sjer sinn líka á þeim tíma, hvorki innan lands nje utan. Sjálfur get jeg sagt, að ekkert hreif mig meira á æskuárunum, en lýsingar á ævi, starfi og kristniboði Ólafs helga, og gamalt sveitafólk hef- ur sagt mjer frá því, hvernig börnin sátu á æskuárum þeirra í kringum arininn og mamma eða amma sögðu þeim úr forn- sögunum. Leiðir skilja. Góðir íslendingar! Öldum saman hafa leiðir okkar verið skildar. Hjer skal ekki minnst á, að öldum sam- an voru löndin undir danskri stjórn eigi heldur á samning- inn í Kiel nje aðrar ytri að- stæður. Segja mætti, að bæði löndin hafi legið í dvala. Það var engu líkara en útþrá vík- inganna hefði hjaðr.að. Svo leit það út í Noregi og sama var víst upp á teningnum hjer. En það koma fyrir tímabil í sögu þjóðanna jafnt og á ævum ein- staklinganna, þegar svo virðist sem sá, er stýrir örlögum allra þjóða, finnst, að vaxtar sje þörf hið innra. Vjer Norðmenn vökn uðum 1814, og nú hafið þjer einnig byrjað sjálfstætt líf. Margt sameiginlegt. Mjer virðist að þjóðirnaf þurfi hvor annarrar með, og gætu haft margt saman að sælda. Sje litið á. landabrjef kemur í ljós, að ísland iiggur móts við Norður-Þrændalög og suðurhluta Norðlandsfylkis. Yfirleitt má ,segja, að þessi hjeruð af landi voru sjeu meðal þeirra, sem ríkust eru af nátt- úruauði. Hin langa strönd opn- ar möguleika til fiskjar og sigl- inga, en á landi eru möguleikar til jarðyrkju og fjárræktar. I elfunum býr vatnsafl, en í fjöll- unum nytsöm efni og málmar. Það var mjer ánægja að lesa í bók eftir Th. Krabbe „Island og dets tekniske utvikling“, að ísland býr yfir möguleikum, hvað snertir vatnsafl til þró- unar raforku og iðnaðar. Jeg las um þróun fiskveiðanna og um þróun jarðhitáns. Þegar jarðhitinn er frá tekinn eru möguleikarnir svipaðir, og með tilliti til landbúnaðar er um sömu' viðfangsefni að ræða, sem við þekkjum úr okkar sveit- um. Hver öðrum síoð og s?ytía. Hjer skal ekki meira rætí um ytri aðstæður til framtíðarþró- unar landanna. Það scro leggja þarf mesta áherslu á eru menn- ingartengsl og menningarsam- vinna. Iljer er á sterkum undir- stöðum að byggja. Báðar eru þjóðirnar kristnar, báðar erus þær sömu ættar og báðar hafa þær orðið fyrjr áhrifurn vestan um haf. Þaðan barst okkur kristnin báðum í senr. íyrir at- beina Ólafs Tryggva.sOnar og Ólafs helga til forna. Á timum Snorra voru tíðar samgöngur milli sögueyjunnar og Noregs. Smám saman lögðust þær nið- ur. Jeg er viss um að það varð báðum til tjóns. Er vjer erum af sömu rótum, vjer erum sömu trúar og höfum um aldaraðir búið við samskonar rjettarfar og sams konar stjórn. Á þess- um grundvelli ætti oss að veras auðvelt að vera hvor öðrurh stoð og stytta. Þegar vjer komum nú undir forustu ríkisarfa vors, sendimenn sem fulltrúar landa vors og þjóðar, og færum yður minnismerki um hinn mikla sagnritara okkar beggja, þá er þetta kveðja frá þjóð til þjóðar, i og vjer vonumst til þess af ein- l lægni, að hjer megi verða upp- haf að örari samskiftum og samvinnu. Guð blessi ísland og íslensktj þjpðina. Þvínæst ljek Lúðrasveitip Ó Guð vors lands“. j Þegar Mellbye fyrv. ráð- herra hafði lokið máli sínu gekk Olav krónprins á land. ! Við landgönguhrúna voru ráö jherrar allir, borgarstjóri og . Snorranefnd til þess að bjóða I hann velkominn til landsins. Tljett á eftir komu aðrir gestir ' norsku. ráðherrarnir sem eru jmeð í förinni 'og siðan hver af öðrum. Krónprinsinn ók til þinghúss; ins, og var norski sendiherr- ann í fylgd með honum, Gengu þeir á fund forseta ís-> lands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.