Morgunblaðið - 20.07.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.07.1947, Blaðsíða 6
6 MORGUlStíLAÐIÐ Sunnudagur 20. júlí 1947 Framh. af bls. 5 holti. Kann hvort-tveggja að, vera rjett, en hvorugs mun þó getið annars staðar. Páll prestur Sölvason. Sölvi átti tvo sonu, Olaf, prest á Helgafelli og Pál, prest 1 Reykholti. Kemur Páll allmik ið við Sthflungasögu, fyrst í sarhbandi við gjaforð dóttur sinnar, Þórlaugar, er giftist Þóri presti auðga í Deildartungu, og við erfðamálin eftir þau, en þau dóu á Rómferð 1177, fyrst Þórir, en Þórlaug síðar, og kvaðst Páll prestur vera henn- ar arfi, og tók allt fjeð undir sig. Spunnust út af þessu mik- il málaferli og flokkadrættir, því að stórmenni, sem leitað var liðs hjá, áttu hjer hlut að máli. Sáttafundur var haldinn í Reykholti haustið 1180. „Kom þá þar til Böðvar Þórðarson", er átti Helgu, bróðurdóttur Páls prests; hann var náfrændi Þór- is og Vigdísar, systur hans, „og taldi hann Vigdísi rjettan arf- tökumann Þóris, því að hún var skyldust skilgetinna manna“. Þórir hafði átt 2 sonu áður en hann kvæntist, ,,og þótti þeim, sem þeim myndi berast arfur eftir föður sinn“. Sturla Þórðarson í Hvammi átti Guðnýju, dóttur Böðvars, og veitti honum að málum. Var hann og á sáttafundinum. „Sátu menn úti á velli fyrir sunnan hús, og var ^rætt uin sættina“. — „Þorbjörg, kona Páls, var grimmúðug í skapi og líkaði stórilla þóf þetta. Hún hljóp fram milli manna og hafði hníf í hendi og lagði til Sturlu og stefndi í augað“. „Lagið kom í kinnina og varð það mikið sár“. Sturla tók þessu með dæmafárri ró og tókst að stilla til friðar. Páll sá sitt óvænna og gekk til sætta um arfamálið, og handsalaði Sturlu sjálfdæmi um bætur fyr ir árás konu sinnar. A sátta- fundi næsta vor gerði Sturla Ivö hundruð hundraða fyrir á- rás Þorbjargar, ,,og þótti öllum mönnum mikil undur, er hon- um kom í hug að kveða slíkt upp“. Páll sendi Brand, son sinn, suður í Odda, til að leita liðveislu Jóns Loftssonar, sem áður hafði veitt honum lið í arfamálinu. Komu nú allir hlut- aðeigandi höfðingjar til alþing is um sumarjð, og er greinileg og skemtileg frásögn í Sturl- Ungasögu um meðferð málsins þar. Páll prestur gekk á fund Þorláks byskups (hins helga síðar); nefndi byskup hann dýr- legan kennimann^ eins og Jón Loftsson hafði einnig gjört, og rjeð honum til að bera vopn á þinginu. Byskupinn á Hólum, Brandur Sæmundarson, frændi Vigdísar, móður Sturlu, bað Jón einnig veita Páli; þeir voru svilar. Gekk Sturla að því, að Jón Loftsson gerði um málið, og varð það úr. „Síðan gengu menn heim frá lögbergi og heim til búða. En áður þing inu lauk, bauð Jón Sturlu barn fóstur, og bauð heim Snorra, syni hans“. — „Síðan fylgdi Sturla suður sveininum og þá síðan virðulegar gjafir af Jóni, en gjald snerist mjög, og var helst ákveðið, að væri þrír tig- ir hundraða". Hjer kemur Snorri Sturluson fyrst til sög- unnar og var hann þá einungis j þrevetur. Tveim árum síðar, 1183, dó faðir haris. Páll prestur andaðist 2 árum síðar en Sturla, 1185, og mun þá hafa verið háaldraður. Hann er einn þeirra 40 kynborinna ís- lensku presta, er voru taldir hjer á landi helstir 1143. Sem beinn afkomandi Geitlendinga átti hann Reykhyltingagoðorð og var talinn mjög merkur og auð- ugur höfðingi. Er kosinn skyldi Skálholts-byskup 1174 eftir ósk Klængs byskups Þorsteinssonar var Páll einn þeirra þriggja, er til voru nefndir, sem „lærdóms- maður mikill og hinn mesti bú- þegn,“ en kosningin var lögð undir Klæng byskup sjálfan og kaus hann Þorlák ábóta Þór- hallsson (hinn helga síðar). Páll prestur átti 2 sonu, Brand og Magnús, er báðir urðu prest- ar. Brandur drukknaði 1183, 2 I árum áður en faðir hans dó, en | Magnús tók við staðarforráðum | í Reykholti eftir föður sinn. — Hann var kvæntur Hallfríði Þor gilsdóttur, prests á Snæfellsnesi, Arasonar prests hins fróða, og höfðu þau búið áður á Helga- felli. Þau áttu 2 sonu, Brand og Ara, er báðir eru nefndir prest- ar. Snorri Sturluson í RevkhoRi. Snorri Sturluson ólst upp í Odda hjá Jóni Loftssyni og var orðinn 19 áija, er Jón dó, 1197. Var hann síðan með Sæmundi, syni hans, í Odda. Snorri kvænt- ist næsta ár eftir dauða Jóns, Herdísi, dóttur Bessa prests hins auðga Vermundarsonar á Borg, haustið 1198, en þó munu þau hafa verið áfram í Odda, uns Bessi prestur var fallinn frá, 1202, þá fóru þau að búa á Borg, sennilega um vorið. Þórður Bárðarson, móðurbróð ir Snorra, og Magnús prestur í Reykholti voru þremenningar; móðir Þórðar, Helga, var dóttir Þórðar í Reykholti bróður Sölva föður Páls prests, föður Magn- úsar. Þórður þóttist „vera næst erfðum um staðarvarðveislu í Reykjaholti, því að Páll var ekki skilgetinn sonur Sölva. En Magn úsi presti eyddist fje, er hann Snorralaug. tók að eldast, en synir hans þóttu ekki færir til staðarfor- ráða. Snorri Sturluson feldi mik inn hug til staðarins og fjekk heimildir af Þórði og þeim öðr- um, er erfðum voru næstir á staðnum. Síðan átti hann vio Magnús prest, að hann gæfi upp staðinn, og sömdu þeir með því móti, að Snorri skyldi taka við staðnum og þeim hjónum, og koma sonum þeirra til þroska þess, er auðið yrði.“ Er senni- lega lítill vafi á því, að ráð þessi og krafa Þórðar hafa verið runn in undan rifjum Snorra. Ekki er fullvíst, hvers vegna hann hefur felt svo mikinn hug til Reykholts, en sennilega hafa það verið mannaforráð Reyk- hyltingagoðorðs. Að sönnu var Ileykholt í miklu áliti; mun Páll prestur hafa stórum bætt jöroina og húsað þar vel. Er Reykholt néfnt staður góður og dýrlegur í jarteinaéögu einni, er þar gerðist og skráð var í jarteinabók Þorláks helga, sem lesin var upp á alþingi 1199. Snorri var kominn af Mýra- mönnum í móðurætt; Þórður afi har.s, faðir Böðvars í Görð- um, var 5. maður í beinan Iiarl- legg frá Agli Skalla-Grímssýni. Sagt er, að Egil Halldórsson, er var heimamáður Snorra á Borg og einnig kominn af Agli Skalla Grímssyni, hafi dreyrnt, er Snorri var í þessum ráðbrotum, að Egill Skalla-Grímsson kæmi að sjer, ,,og var mjög ófrýnileg- ur“. Hann mælti: „Ætlar Sriorri frændi várr, í brott heðan?“ „Það er mælt,“ segir Egill Hall- dórsson. „Þat gerir hann illa“, segir draummaðurinn, „því at lítt hafa menn setit yfir hlut vár Mýramanna, þá er oss tímg- aðist, ok þurfti hann eigi of- sjónum yfir þessu landi at sjá.“ Kvað hann síðan uggvænlega vísu, „og sneri þá í brott. En Egill vaknar.“ Snorri mun hafa farið búi sínu í Reykholt vorið 1206, en Herdís virðist ekki hafa farið þangað með honum, heldur bú- ið áfram á Borg; þar andaðist Hallbera dóttir þeirra hjá henni 1231. Tveim árum síðar dó Her- dís, sennilega þar einnig. Henn- ar er aldrei getið í Reykholti, nje an*ars staðar með Snorra eftir að hann fór frá Borg. Þau Magnús prestur og Hall- fríður hafa sennilega ekki fárið frá Reykholti, er Snorri tók þar við staðarforrúðun, heldur dval, ist þar til cviloka; þau dóu | bæði 1223. Næsta sumar, 1224,: gerði Snorri helmingarf jelag við Hallveigu Ormsdóttur, sonar- dóttur Jóns Loptssonar í Odda, ekkju Bjarnar Þorvaldssonar, bróöur Gissurar, síðar jarls; var hún þá kona „fjeríkust á ís- landi.“ Ormur faðir hennar var þá dáinn. Hann hafði verið vell- auðugur að fje, spekingur að viti og hið mcsta göfugmenni. Kolskeggur hir.n auðgi í Dal, Eiríksson, ,,er einn var auðgast- úr maður á íslandi“, móðurbróð- ir Hallveigar, haföi andast skömmu áður en hún fór til bús með Snorra, „cn eftir hanri tók hún alt hans f je“; jafnframt tók Snorri „til varðveislu fje sona hennar, Klængs og Orms, átta hundruo hundraöa." Sagt er í Sturlungasögu, að Snorri hafi átt I-Iallveigu, en „ekki lifði | barn þeirra“. — Sama ár, um haustið, giftist Ipgibjörg, dóttir Snorra, Gissuri Þorvaldssyni, og Þórdís, önnur dóttir hans, Þorvaldi Snorrasyni Vatnsfirð- ingi. — Snorri hafði nú miklu ■neira f je en nokkur annar mað- ur á íslandi. ÞórÖi bróður hans ■agði ekki vel hugur um þetta, enda hafði Snorri ekki haft ráð hans við. Sagui Þórður svo, að hjer af myndi Snorra „leiða aldurtila, hvort er honum yrði ao skaða vötn eður menn.“ FrægS og fiáfall Snorra. , Það yrði of langt mál og ó- barft í þessu sambandi, að rita hjer langt rnál um Snorra Sturlu son, ævi hans og ævistörf. Hann var um sína tíð þjóðfrægur höíð ingi. Hann var tvisvar lögsögu- maður, 1215—18 og 1222—31, samtals 14 ár. Fyrir ofríki Sturlu Sighvatssonar, bróður- sonar síns, og Sighvatar bróður síns yfirgaf hann Reykholt síðla vetrar 1236 og fór með alt skuldalið sitt suður að Bessa- stöðum; átti hann þar bl, og um sumarið var hann austur í Skál í Skaftafellssýslu, en fór j þaðan næsta vetur til bús, er hann átti í Dal undir Eyjafjöll- | um, og síðan aftur til Bessa- staða. Sá hann brátt, að honum yrði ekki vært hjer á landi fyrir • yfirgangi Sturlu, og fór því til Noregs sumarið 1237. Var hann í Niðarósi -nægta vetur. Næsta ár fjeilu þeir Sighvatur og Sturla í Örlygsstaða-bardaga, og þó að Spprri þyrfti þá ekki að óttast þá lengur, var hann cnn næsta vetur í Niðarósi, 1238— 1239. Er hann vildi heim næsta sumar bannaöi Hákon Nöregs- konungur honum sem öðrum ís- lendingum för úr landi, en Snorri virti það að vettugi, fór út og kom til Vestmannaeyja. Þaðan hjelt hann til Breiðaból- staðar í Fljótshlíð og var Hall- veig þar fyrir. Riðu þau þá heim aftur saman til Eeykholts. Konungur skrifaði nú Gissuri Þorvaldssyni sumarið 1Ú40, að hann skyldi koma Sno:: : utan aftur eða drepa hann aö öðrum kosti; kvað hann vera landráða- mann við sig, þar sem hann hefði fariö úr landi í banni hans. Þeir Snorri og Gissur hittust á alþingi sumarið eftir, 1241, og virtist fara skipulega með þeim. Hallveig var heima í Reykholti, var veik um þingtímann og and- aðist um sumarið, 25. Júlí. —■ Snorri hafði jafnan haft á hendi f járráð sona hennar, Klængs og Orms, og heimtuðu þeir nú að honum móðurarf sinn, kváðust eiga helming fjár þeirra Snorra. Ekki vildu þeir láta sjer það nægja, er Snorri vildi eftirláta þeim, og leituðu styrks hjá Giss- uri, föðurbróður sínum. Þóttist hann nú hafa tvær ástæður til að fara að Snorra. Stefndi hann nú mönnum að sjer, þeim bróð- ursonum sínum og fleirum, og gjörði þeim kunnugt brjef Há- konar konungs. Ekki ljet hann uppskátt við þá, að hann ætlaði að drepa Snorra, en þóttist ætla að taka hann og senda utan. Ormur vildi ekki taka þátt í þessu og yfirgaf Gissur, en Klængur fór og safnaði liði. — Komust þeir á laun um nóttina milli 22. og 23. september í Revkholt, brutu upp hús það, er Snorri svaf í, og’er hann komst undan niour í kjallara, tókst Gissuri að komast að því með svikum og sendi 5 menn niður til að taka hann af dögum. — „Þannig korn Gissur sviksam- lega að tengdaföður sínum ó- vörum og óviðbúnum á náttar- þeii, og Ijet drepa hann. Nán- ustu rnægðir voru honum eigi helgar“, segir Jón rektor Þor- kelsson í bók sinni um Gissur. En svo þjóðfrægur höfðingi sem Snorri Sturluson var um sína daga er hann þó nú orðinn enn kunnari, svo víðfrægur um öll Norðurlönd og víðar um heim að fáir samtíðarmenn hans munu kunnari. Frægð sína hlaut hann fyrrum fyrir völd þau og veraldargæði, er hann komst yfir, mikil mannaforráð, forustu stórra flokka og fjöl- mennra veisluhalda í vinahóp. En frægð sína á síðari öldum hefur hann áunnið sjer með auð- legð anda síns og þeim störfum, er hann stundaði í kyrþey og einveru, skáldskap, sagnaritun og bókagerð, f jársjóðum er hann skapaði og safnaði sjálfur, ekki fyrst og fremst handa sjálfum sjer heldur öðrum mönnum, öld- um og óbornum um hans eigin daga, já, enn um vora daga. Framh. á fcls. 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.