Morgunblaðið - 20.07.1947, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.07.1947, Blaðsíða 3
Sunnudagur 20. júlí 1947 MORGUNBLAÐIÐ 3 HERNÁMIÐ varð norska leikhúsinu mikil raun, og gætir ■ áhrifa þess enn. Þýsku ritskoð- uninni var ekki einni um að kenna, þótt hún raunar bægði frá dyrum leikhúsanna mestum hluta innlendra og erlendra leiki-ita, sem einhverja þýðingu höfðu. Hitt var verra, að kjör leikaranna voru slík, að þau hlutu að draga úr listrænum af rekum, og urðu þannig drag- bítur á þroska þeirra. Þegar leikarar verða að vinna árum saman upp á þau býti, að þeir kjósa helst að sýna eins ljeleg- an leik og tiltækilegt þykir, glata allri uppörvun frá áhorf- endum, eiga 1 í útistöðum við „yfirvöldin“, sem siga lögregl- unni á þá, svo þeir neyðast jafn vel til að kveikja í leikhúsi sínu til að þurfa ekki að leika ■— þá hlýtur listinni að hraka, hvað sem segja má um annan árang- ur baráttunnar. Skerfur leik- aranna í hinum pólitísku átök- um stríðsáranna var mikill, en vegna þess, að margir þeirra voru teknir fastir, voru fluttir úr landi eða urðu að flýja land, komst losarabragur á leikflokk ana og samleikurinn losnaði úr reipunum. Þegar friður komst á, urðu nýsköpunarmálin efst á baugi, líka í heimi leiklistar- innar. Einna sárast sveið undan því á hernámsárunum, að vera inni- byrgður írá umheiminum. Troð ið var upp í hverja rifu og smugu svo að hjelt við köfnun. Það lá því einna fyrst fyrir, þegar leikhúsin losnuðu úr viðj um, að ná sambandi við erlenda leikritun að nýju og túlka fýrir áhorfendum vorum málefni, sem brotið hafði verið upp á frá leiðsviðinu erlendis. Líti j maður yfir efnisval leikhúsanna | síðustu tvö leikárin getur að, líta erlenda höfunda alt frá Sófókles til Sartre. Fyrsta minnisverða leiksýningin eftir endurheimt frelsi var harmleik ur Sófóklesar ,,Antigone“, sýnd ur í Norska leikhúsinu í Oslo, : settur á svið af leikhússtjóran- 1 um, Knut Hergel, ^sjerlega stíl- j hreint og kröftuglega. Þá ber ( að nefna Shakespeare meðal annara útlendra, klassiskra höf ( unda.. — Þjóðleikhúsið sýndi „Hamlet“ með Hans Jacob Nielsen í aðalhlutverkinu og „Mikla rellu útaf engu“, en Þjóðlega leiksviðið (Den nasj- onale scene) í Ber'gen sýndi f „Þrettándakvöld“. Hitt er víst ekki ofsagt, að það eru nútíma leikritin útlendu, sem vekja mesta eftirtekt og þá fyrst og fremst amerísk leikrit. Eitt hið allra fyrsta, sem við fengum að sjá, var átakanlegt hernáms- drama John Steinbecks „Mán- inn líður“. Það var í Þjóðleik- hóisinu, en leikrit eftir aðra höf unda kömu fram eins og Max- well Anderson, Thornton Wild- er, William Saroyan, Marc Connelly og Lillian Hellman. Ur amerískri leiðritun vakti samt langmesta athygli hið ein- kennilega leikrit: „Postulíns- dýrin“ eftir hinn unga mann Tennessee Wiliiams, og var það sýnt bæði í Oslo og Bergen, á N U TIMA LIST Eftir Carl Fredrik Engelstad Þjóðleikhúsið í Osló. báðum stöðum við bestu list- ræn skilyrði. Glær og fínn hug- blær þessa leikrits um ósjálf- bjarga fólk í hrjúfri og við- sjálli veröld loðir langa stund í minni manns. Heldur minna hefir farið fyrir enskri leikrit- un' og tekur varla að nefna ann að en tvö leikrit eftir J. B. Priestley, annað ágætt: „Það er frá lögreglunni“, og hitt held ur linara: „Þeir komu í borg eina“, en bæöi voru þessi leik- rit sýnd í Nýja leikhúsinu í Osló. Fremstur í röð franskra leikritahöfunda er Jean -Paul Sartre, postuli existensialism- ans. Áhrifaríkur en óhugnan- legur einþáttungur hans, „Lok- aðar dyr“, var sýndur í Þjóð- leikhúsinu í Osló og á Þjóðlega ^ leiksviðinu í Bergen, en síðasta leikrit frá hans hendi „Hrein- | lífa skækjan“ hefur :iýlega ver- ið sýnt á mjög athyglisverðan ! hátt og við bestu aðsókn í Til- raunaleikhúsinu (Studioteatr- et) í Osló. Frá Spáni komu tvö leikrit eftir skáldið Garcia Lorca, sem Franco Ijet myrða, „Blóðbrúðkaup“ og „Bernarda | húsið“. Úr sænskri nútíma leik ritun fengum við að sjá sýnis- horn eftir Bertil Malmberg og Vilhelm Moberg, en dönsk leik- rit, sem hjer hafa sjest, voru I eftir Kaj Munk, Kjeld Abell, j Knud Sönderby og Soya. Og , síðast en ekki síst er okkur sjer j stök.ánægja að geta sagt, að ísland hefir lagt sitt að mörk- ^ um í norska leikhúsinu árin eftir stríðið. íslensk leikritun, leikstjórn og leildist hefur unn- ið hjörtu vor, fyrst og fremst með sýningunni á „Gullna hlið j inu“ í Norska leikhúsinu í Osló þar sem Lárus Pálsson var leið- j beinandi, en líka með leik frú Öldu Möller í hlutverki Gabri- elle Langevin í leikriti Nordahl Griegs ,,Ósigurinn“ í Þjóðleik- húsinu. Þess er að vænta, að sambandið, sem komið er á milli leikhúsa landanna með sýningum þessum, verði æ traustara og gefi góða raun. Norsk leikritun hefir verið á oddinum, sjerstaklega hjá Þjóð leikhúsinu. Hinir þrír klassísku höfundar: Holberg, Ibsen og Björnson voru að sjálfsögðu á sýningarskránni. Á síðasta leik- ári var einhver mikilvægasta leiksýning Þjóðleikhússins „Grímudansinn“ eftir Holberg, en þá sýningu hafði Stein Bugge leikhússtjóri í Bergen undirbúið og lagt sig allan fram með skaporku og hug- kvæmni. Hiklaust var sýningin endurnýjun á norskum Hol- bergsstíl. Þá má enn nefna leik rit eftir Gunnar Heiberg, Niels Kjær, Nils Collett Vogt og Nordahl Gri.eg. Fátt eitt hefur birst eftir núlifandi norsk leikritaskáld síðan hernáminu lauk Leikrit frá stríðs- og eftirstríðsárun- um eftir höfunda eins og Hans Heiberg, Arthur Omre, Finn Bö, A-Kel Kielland og Öivind Bolstad verða vart dægurgömul sama verður og sagt um drama tísk verk eftir Alex Brinch- mann, Helge Krog og Johan Borgen, sem komið hafa á svið eftir stríðið. Yfirhöfuð er ekki bjart yfir nýustu leikritun vorri. — Maður var að vona, að ágætisverk yrðu til með leynd og í felum meðan ósköp- in riðu yfir, en sú von hefur orðið að engu. Það eru aðeins tvö drama- tísk verk, sem leiða að sjer veru lega athyglii þessi árin. Annað er „Sælgætisbúð Krönu“, sem Helge Krog hefur snúið í leik- rit úr samnefndri skáldsögu eft ir Cora Sandel, en hitt er „Alex ander Paulovitsj“ eftir Sigurd Christiansen. — „Sælgætisbúð Krönu“ gerist í litlu þorpi norð anlands og leikurinn er um konu, betur gefna og með sterk ari þrár en almennt gerist, sem reynir af alefli en árangurs- laust að brjótast undan þrugu smáborgaralegrar vanafestu, sýktri af bæjarþvaðrinu. Þetta er leikrit, sem kannar djúpin í mannssálinni, það á yl og hrifn ingu, fyndni og napurt háð, en persónurnar eru skýrar og full- mótaðar. Leikritið hefir verið sýnt í Norska leikhúsinu í Osló og á Þjóðlega leiksviðinu í Bergen, á báðum stöðum við bestu móttökur. „Alexander Paulovitsj“ er bæði efnislega og að gerð af alt öðru sauðahúsi en „Sælgætisbúðin“. Það er um rússakeisarann Alexander fyrsta, sem sagan segir hafi lagt niður völd og farið huldu höfði til Síberíu, en allir hjeldu að hann væri dauður. Sigurð Christiansen er ekki beint lip- ur og laghentur leikritasmiður, en samt hefir „Alexander Paul ovitsj“ orðið eitt stórbrotnasta leikrit okkar í höndum hans, það er athyglisverð sálfræðileg rannsókn á hræðslu- og sekt- artilfinningum, en á því sviði er skáldið sterkt á svellinu. Þjóðleikhúsið tók leikritið til meðferðar á liðnu leikári og hafði Agnes Mowinckel leik- stjórnina á hendi en August Oddvar Ijek keisarann. Ef spurt er um afrek æsku- mannanna í norsku leikhúslífi árin eftir stríðið, þá verður að minnast sjerstaklega á Til- raunaleikhúsið. Hópur ungs fólks, að nokkru leyti áhuga- menn frá leikfjelögum, sem spruttu upp þessi árin, tók hönd um saman til að koma í fram- kvæmd leiklistarhugmyndum, sem rússneski leikhúsmaður- inn Konstantin Stanislawskij hefur sett fram. Þessi leikflokk ur kom á fót leikhúsi fyrir sig í Osló sköminu eftir frelsis- ' tökuna. Starf þessa leikflokks | hefur mótast af eftirgrenslan | og stundum fálmi í ýmsar átt- , ir, en þrátt fyrir það eru á meðal leikaranna afburða hæfi leikafólk, og fæstar sýningar Tilraunaleikhússins hafa verið leiðinlegar. Bestum árangri hefur leikhúsið náð með ljóm- andi skýrri og fallegrj meðferð á „Bænum okkar“ eftir Thorn- ton Wilder. Leikflokkurinn hikar ekki við að leggja fyrir sig djarfar og erfiðar þrautir, á þessu leikári sýndi hann ,,Tólfskildingaóperuna“ eftir Bert Brecht og „Hreinlífu skækjana“ eftir Sartre. Til- raunaleikhúsið hefur haft :njög örfanai áhrif og vakið áhuga hjá mörgum og trú á listrænan vilja æskumannanna, hugsjón- ir og fórnarlund. Annars er þessa stundina inn an norslta leikhússins mjög uppi á tening'num hugmyndin um svokallað ,,Ríkisleikhús“, áætl- un um það að koma á fót fastri ríkisstofnun, sem miðli bæ og bygð af allsnægtum leikhúss- ins; ■— utan Oslóar eru föst leik hús aðeins í Bergen, Þránd- heimi og Stafangri. Fram- kvæmd málsins er að mestu leyti komin undir ríkisstyrk, en sem stendur er fjárhagsáætlun ríkisins öll miðuð við efnalega endurreisn landsins. Vonandi. yerður viðunandi lausn fundin á næsta leikári, en málið skipt- ir leikhúslíf vort ekki litlu. Hin geysilega aðsókn, sem var að leiksýningum fyrsta leik árið eftir stríðið, hefur dvínað. Því verður ekki neitað, að sem stendur er kreppa hjá leikhús- unum. Stóru leikhúsin geta ekki starfað tekjuhallalaust. Varla er um annað að ræða en að hækka ríkis- og bæjarstyrkina til leikhúsanna, á annan hátt geta leikhúsin ekki verið örugg um heilbrigðan og tryggan grundvöll, sem er þeim nauð- synlegur til að helga sig góðri list og listrænum viðfangsefn- um. Ymsar tilraunir hafa ver- ið gerðar til að koma á fót sam- tökum meðal áhorfenda til styrktar leikhúsum m. a. með svokölluðum fjelagasýningum, eins hefur Alþýðuleikhúsfjelag ið (Folketeaterforeningen) ráð ist í það að gefa út blað um leikhúsmál, blaðið „Tribune“. Alt er þetta spor í rjetta átt til að koma upp nýjum áhorfenda- hópum allrar alþýðu, en lánist þessar tilraunir verða þær til mikils ávinnings fyrir norska leikhúsið. Vonandi fellur nú kýrin ekki úr hor í gróandan- um. L. S. þýddi. | Wolseley 10 | 5 , = | alveg nyr 5 manna bill til | E a | sölu. Tilboð sendist í póst- | ! hólf 824. IIM.IIIIIIIIllff Athugirð! Tökum að okkur að mála þök og glugga í ákvæðisvinnu. Uppl. í síma 3528 kl. 8—9 e. h. — m'nnmiui j Húseigendur I Tökum að okkur eftirfar- i andi: 'Standsetja lóðir, f b-kja bletti. — Útvegum i bökur. Fljót og góð vinna. f Tekið á móti pöntunum i frá kl. 1—3 og G—7 í f síma 2095. | inMitiMtitnHMiMiiasstiiiiiiimiimsMiiiiiiiiiiiiisHtinitm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.