Morgunblaðið - 20.07.1947, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.07.1947, Blaðsíða 4
4 MORGUISBLAÐIÐ Sunnudagur 20. júlí 19471 NORSKT RITMÁL EINS og kunnugt er, er tvennskonar ritmál í Noregi. Annað er blendingur úr norsku og dönsku og er kallað ríkis- mál eða bókmál. Hitt er bygt á nýnorskum mállýskum og hef ur verið nefnt landsmál eða öllu heldur nýnorska. En í raun rjettri ber að líta á þessi tvö ritmál hvort um sig sem safn ritmállýskna, því hvorki ríkis- málið nje nýnorskan eru í raun inni fastmótuð, heilsteypt mál, heldur gefa þau breitt svið per sónulegum eða staðbundnum einkennum í orðavali og rjett- ritun. Það er einkum tvennt, sem veldur þessu. í fyrsta lagi hef- ur það gengið svo til í Noregi síðasta mannsaldur, að rjett- ritunarreglum hefur verið breytt á ca 10 ára fresti. í öðru lagi er mjög mikið um mál- lýskur í Noregi, og er töluvert djúp staðfest milli aðalflokk- anna, Austur- og Vestur- norsku. Og hvorttveggja þetta, stöðugt nýjar rjettritunarregl- ur og mállýskurnar, setja sterk an svip á ritmálið. Meira að segja heimila nýjustu rjettrit- unarreglurnar að láta koma fram í ritmáli sjerstök mál- lýskueinkenni, þannig að mál- ið fái á sig staðbundinn blæ. Þetta á einkum við um ný- norskuna, en þar er ætíð auð- velt að greina milli Austur- og Vestur-norsku. Að því er snert ir ríkismálið, sem reyndar er að verða æ norskara, getur notk un orðmynda og beygingar- mynda verið mjög mismunandi hjá þeim, sem málið rita, og þannig gefið málfari hvers og eins sjerkennilegan blæ. Danskan, sem er í raun rjettri grundvöllur ríkismáls- ins, á sjer djúpar rætur í Nor- egi, og þannig hefur það verið allt aftur til síðustu alda mið- aldanna. En þá varð hin forna norska að þoka fyrir dönsk- unni. Meðan samband Norðmanna og Dana stóð, en þá voru bæði kóngurinn og hirð in og önnur æðstu stjórnar- völd ríkisins í Kaupmanahöfn, var vonlaust um framgang norskunnar. Síðasta konungs brjefið á norsku gaf Kristján II. út í Bergen árið 1450, en kanslarinn í Oslo gaf þó enn um skeið út landvistarleyfis- brjef á norsku allt fram til árs- ins 1567. Annars má segja, að í fjórar aldir, 1450—1850, hafi vart ver ið ritað norskt mál í Noregi. Danskan varð einvöld sem rit- mál. Þetta hefði ef til vill far- ið öðru vísi, ef Norðmenn hefðu eins og íslendingar fengið biblíuna á sínu eigin máli. En er siðbótin komst á, fengum við danska biblíu og danska sálma. Danskan, sem rituð var í Noregi þessi 400 ár, var að vísu dálítið blönduð norskum orð- um og talsháttum, Að því kvað þó ekki mikið. Er tímar liðu og danskt ritmál fjekk á sig fastara form í Danmörku, hurfu þau sjerstöku einkenni, sem hægt var að finna hjá norskum rithöfundum á 16. og 17. öld. En Norðmenn, sem Eftir Hák voru uppi á 18. öld, eins og t.d. Holberg, Hermann Wessel og skáldið Chr. Tullin, skrifuðu svo að segja hreina dönsku. Já, meira að .segja á síðustu öld skrifuðu norsk skáld og rithöf- undar svo hreina dönsku, að maður verður að leita bæði vel og lengi til þess að finna norsk einkenni í máli þeirra, t. d. Welhavens, Ibsens, Kiellands, Jonasar Lie. Hinsvegar reyndu ýmsir and ans menn að gefa dönskunni dálítið norskari blæ, með því að nota alnorsk orð, eins og til dæmis Wergeland og Björn- son, og umfram alla Asbjörn- sen og Moe, sem gáfu út norsku ævintýrin. Verulegur munur á hreinni dönsku og norsku rík- ismáli verður ekki fyrr en með breytingunum á rjettritunar- reglunum árin 1907, 1917 og 1938. Þróunin hefur gengið í þá átt, að með stöðugum breyt- ingum á rjettrituninni hefur ritmálið verið fært til samræm ingar við norskan framburð, það er að segja norskan fram- burð á upprunalega danska rit- málinu í Noregi. Samtímis þessu hafa horfið úr málinu ýms aldönsk orð, en norsk kom in í staðinn. Ríkismálið er þannig orðið all ólíkt dönsku ritmáli. En norskt þjóðarmál er það ekki. Til þess eru hinir dönsku þættir þess enn of sterkir, og það er bæði raun- verulega og sögulega sjeð ó- norskt. Hið fornnorska ritmál, sem við þekkjum frá handritum og brjefum frá 13. og 14. öld, líkt- ist mjög forníslensku, einkum rithátturinn í Suðvestur-Noregi. En síðast á miðöldunum varð mjög ör þróun í norsku talmáli, og mönnum telst svo til, að þeg- ar um siðskiptin hafi nýnorsku mállýskurnar verið komnar á það stig, sem þær standa á í dag. Á þeim tíma hafði dansk- an, eins og fyrr er getið, alger- lega rutt sjer til rúms sem rit- mál, og hið norska ritmál frá síðari hluta miðaldanna var ekki lengur notað. Þróunin var meira að segja svo ör, að um 1530 var orðið nauðsynlegt að þýða hin fornu, norsku lög, því að það var orðið erfitt fyrir menn að skilja þau. En lögin voru því miður ekki þýdd á neitt ný- norskt mál, heldur á dönsku. — Hvorki á 16., 17. eða 18. öld verður maður þess var, að ný- norska sje notuð sem ritmál. — Einu minjarnar um nýnorskuna frá þessum tímum eru nokkrir orðalistar og orðasöfn frá ýms- um landshlutum og nokkrar vís- ur og söngljóð, rituð á byggða- máli. En um 1800 fór hugmynd- inni um að skapa hreint, norskt ritmál að vaxa þróttur. Það er ekki hægt að segja neinum á- kveðnum manni til heiðurs, að hann hafi fyrstur komið fram með þessa hugmynd. Hún varö einhvern veginn til smám sam- an, bættist svo lið frá ýmsum aðiljum, og um 1830 var hún sett fram í mörgum, frægum on Hamre tímaritsgreinum, sem fremstu menn okkar á þessu sviði rit- uðu. Sumir vildu gera danska ritmálið norskara með því að bæta í það norskum orðum og talsháttum. — En aðrir vildu byggja upp raunverulega mál- fræði þjóðarinnar af raunveru- legu máli hennar og skapa þann- ig á vísindalegum grundvelli norskt ritmál, byggt á mállýsk- unum. P. A. Munch prófessor lagði til, að ein af hreinustu mállyskum okkar yrði lagfærð að formi til og við það verk höfð hliðsjón af fornmálinu í stað þess að blanda sam- an mállýskum. Munch hefur hjer án efa haft í huga einhverja af elstu mállýskum okkar með rithætti, sem hefði gert ritmál- ið töluvert líkt færeysku nútíma ritmáli. En maðurinn, sem mestu ork- aði um myndun nýnorsks rit- máls, var Ivar Ásen, fæddur í Suður-Mæri árið 1813. Á fjórða og fimta tug aldarinnar fjekkst hann við ítarlegar og umfangs- miklar rannsóknir á máli og mállýskum en um 1850 gaf hann út hin frægu verk sín, þrjú tals- ins, og þar gerði hann grein fyr- ir afstöðu sinni til myndunar nýs norsks ritmáls, sem hann sjálfur kallaði „landsmál“. Hið fyrsta þessara þriggja verka hans er „Det norske Folkesprogs Grammatik“, árið 1848, annað „Ordbog over det norske Folke- sprog", árið 1850, og hið þriðja „Pröver af Landsmaalet i Norge“, árið 1853. Hugmynd Ásens var sú að vinna allsherjar ritmái úr öllum mállýskum landsins, án þess að leggja höf- uðáhcrsluna á neina sjerstaka mállýsku, heldur á það, sem sam eiginlegt væri þeim öllum. Sam- kvæmt sinni eigin skoðun og skoðun samtíðarinnar á máiinu og málssögunni lagði Ásen höf- uðáhcrsluna 'á vestur-norsku mállýskurnar, sem yfirleitt eru fornari en þær austur-norsku. Menn komust brátt að því, að Ásen hafði valið hina rjettu leið og það leið ekki á löngu, að landsmálinu yrði tryggður sess sem ritmáli. Árið 1850 var það ekki til nema sem hugsjón, en er nú orðið jafnrjetthátt hinu dansk-norska ríkismáli. Hjer skal getið nokkurra helstu á- fanga í þessari endurreisn tung unnar, sem við köllum svo: Árið 1878 var samþykt, að „barnafræðslan skyldi, að eins miklu leyti og unt væri, fara fram á talmáli barnanna sjálfra". Árið 1885 samþykti Stórþing- ið, að nýnorskan skyldi í megin- atriðum sett við hlið ríkismáls- ins. Árið 1902 var fyrirskipað, að við kennaraskóla skyldi vera skriflegt próf í báðum málun- um. Árið 1907 var skipað svo fyr- ir, að skrifleg próf í báðum mál- unum skyldu tekin við stúdents próf. Á r.æstu áratugum komu ýms lög og fyrirmæli, sem smám magister saman tryggðu nýnorskunni jafnháan sess og ríkismálinu á öllum sviðum innan kirkjunnar, skólanna og í stjórn ríkis og bæja. Hagskýrslur frá árinu 1939 sýna þó, að tæplega 2/5 af skó! um landsins hafa tekið nýnorsk- una upp sem kennslumál. Tæp- lega fjórðungur af kirkjum landsins hefur tekið upp guðs- þjónustur á nýnorsku. Um það bil fimtungur bæja- og sveita- fjelaga í Noregi nota nýnorsk- una eina á opinber skjöl. Ef maður lítur á hina ein- stöku landshluta, kemst maður að raun um það, að enginn bær í "landinu hefur tekið upp ný- norsku, en ýmsir hafa verið hlut lausir á þessu sviði. Nýnorskan er í greinilegum minnihluta um allan Austur- og Norður-Noreg, en í öflugum meirihluta um all- an Vestur-Noreg, alt frá Líðand isnesi til Þrándheimsfjarðar. Eins og sjest af ofangreindu, þá er ríkismálið öflugra enn sem komið er, en það er á undan- haldi. Skólar, kirkjur og opin- berir aðiljar snúa sjer æ meir að nýnorskunni. Og jafnframt eykst upplausnin í herbúðum ríkismálsins. Og sú upplausn kemur innan að. Menn eru stöð- ugt að verða norskari og hlynt- ari nýnorskunni. En nýnorskan hefur einnig beðið dálítinn hnekki, því að mörg orð, sem eru sjerstaklega vesturnorsk eru að hverfa úr málinu, en aust ur-norsk orð koma í staðinn og þau standa nær ríkismálinu. Það er ekki aðeins ríkismálið, sem er breytingum undirorpið, heldur breytist nýnorskan líka. Eins og fyrr er getið, höfðu til- lögur Ásens um nýnorskt rit- mál á sjer greinilegan vestur- norskan blæ, og það kom í ljós, að málið í þeirri mynd reyndist mönnum í Austur-Noregi dálít- ið örðugt viðfangs. En þó var næstum þvi alveg farið eftir til- lögum Ásens, er hinar fyrstu opinb. nýnorsku stafsetningar reglur voru samþyktar 1898. En þegar fram liðu stundir varð vart tilhneigingar hjá mörgum þeirra, sem málið rituðu, til þess að bregða út af hinum opinberu rjettritunarreglum og nota ung legri orðmyndir, sem voru í sam ræmi við málvenjuna í þjettbýl ustu hjeruðunum. Þessi tilhneig ing varð síðan að skipulaðri mót spyrnu gegn hinum vestur- norska svip nýnorskunnar. Árið 1917 voru svo settar fram nýjar rjettritunarreglur, þar sem tek- ið var tillit til þessarar mót- spyrnu. Heilmikið af austur- norskum orðmyndum var leyft að nota í málinu jafnframt að- alorðmyndunum. — Nýnorskan varð þannig auðveldari fyrir menn um alt landið og gat, ef menn vildu, fengið á sig blæ máls hinna einstöku hjeraða. En menn voru samt ekki ánægðir með þetta. Mörgum þótti auka- orðjnyndirnar sem leyfðar voru •of fáar, og þeir kærðu sig koll- ótta um allar rjettritunarreglur og skrifuðu eins og þeim sýnd- ist. í bókmentum eftir 1917 verð ur þess mjög vart, að rithöfund ar skrifa mállýsku síns hjeraðs, Menn í Vestur-Noregi hjeldrj sig að gömlu rjettrituninni og skrifuðu innan sviðs hennar mál með vestur-norskum svip. Sem£ dæmi úr hópi þekktari rithöf- unda, sem nýnorsku skrifuðu* get jeg nefnt Olav Duun, semí notaði mikið af þrænskum orð- um, og Inge Krokann, og eri orðfæri hans mjög mállýsku- skotið og ber merki af mállýsk um frá Opdal og Syðri-Þrænda- lögum. Olav Aukrust og Tore Örjaster rita mál, sem ber mik- inn svip mállýskunnar í Guð- brandsdalnum. Þessi veigamikla efling aust- urnorskunnar, einkum eftir' 1917 og mikil áhrif mállýskn- anna í nýnorskum bók- mentum hefur á margan hátt styrkt stöðu nýnorskunnar sem bókmentamáls. Þetta hefur auk ið. orðaforða ritmálsins og fylt það liíandi krafti og lipurð frá talmálinu. Jafnvel þótt ný- norska ritmálið virðist hafa klofnað og fallio í sundpr, svo að þar sje alt á ringulreið, er raunin samt sú, að norska mál- ið er í ríkari mæli orðið eigH þjóðarinnar en elsta norska rjettritunin nokkurntíma varð, en fólki fanst hún vera skrítin og stirð. Menn verða að líta á þriðja og fjórða tug þessarar aldar sem tíma framþróunar, umbrotatíma, þar sem norskt rit mál hefur enn ekki fengið fast mót. í lok fjórða tugsins starfaði ný rjettritunarnefnd að tillög- um um nýjar ritreglur sem gætU samlagað þessi tvö, ef til vilí þrjú norsku ritmál, bæði rík- ismáliö og nýnorskuna og fært þau r.ær hvort öðru. Árangurinn af því varð samþykt Stórþings- ins um nýja rjettritun árið 1938. Þessari rjettritun var ætlað að svipti að nokkru burtu þokunni í þessum efnum með því að sam ræma sem mest tilbrigðin af ný- norskunni og um leið að ganga einu skrefi framar í norskun ríkismálsins með þvi að fyrir- skipa notkun ýmissa alnorskra ormynda og um leið að leyfa aðrar orðmyndir til vara. Nú er svo komið, að innan takmarka rjettritunarinnar frá 1938 er hægt að nota yfirleitt hvaða sam bland af ríkismálinu og nýnorsk unni sem er og í því liggur mikil raunveruleg samlögun milli rík- ismálsins og nýnorskunnar. Það virðist svo, að ef þróunin held- ur áfram í þessa átt verði ár- angurinn samnorskt mál. Að minsta kosti sjá margir það sem takmarkið. Margt fólk í Noregi álítur það tjón fyrir okkur að hafa ekkert ákveðið venjufast ritmál. En margir líta á núverandi ringul- reiðaitímabil sem nauðsynlegan kafla í þróuninni. Það er ágætt, að skrifandi menn okkar geti ausið úr öllum brunnum máls vors. 1 mállýskum okkar er f jöldi af góðum norskum orðum, sem enn hafa ekki verið tekin í notkun og auk þess mikið af góðum orðatiltækjum og máls- háttum Norskt ritmál er enn svo Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.