Morgunblaðið - 20.07.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.07.1947, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur120. júlí 1947 GliSTAV VIGELAND Gosbrunnurinn í Vigelandsgarðinum. Framh. af bls. 9 Þegar Vigeland gerði granít myndir sínar, var hann orðinn fullorðinn og þroskaður lista- maður, er hafði gert sjer grein fyrir stefnumiðum sínum. Hann hafði öðlast hylli. Það mildaði álit hans á mönnunum. En framar öllu hafði hann öðl- ast þroska til þess að taka sjer ákveðið og sjálfstætt form. Oll um tilviljunum og aukaatrið- um, sem naturalisminn lagði áherslu á, fleygði Vigeland frá sjer, til þess að ná hinu hreina, algilda formi fyrir heildina, og rjetta samstilling. Markmið hans er að ná hár- fínasta samræmi í formi ein- stakra hluta hvers verks og verkgins í heild. En þessar klass isku tilhneigingar hans náðu ekki lengra en til formsins. Þeg ar um er að ræða innra líf verks ins. sem formið á að túlka, þá er hann og verður „gotnesk- ur“. Sjereinkenni hans sem listamanns er merkilegur hæfi- leiki til þess að skapa einföld, en áhrifarík form, ótrúlega frumleg sköpunargáfa og inni- leg túlkun á sálarlífi hans sjálfs. Vart mun nokkur lista- maður í heimi hafa lýst til- finningum sínum svo ljóst í ein földu myndfarmi eis og Vige- land í granítmyndunum, en þær munu vera merkastar af „]ífsmyndum“ hans. í eirmyndunum þroskar Vige- land enn meira hið þróttmikla 'óbrotna form sitt. En þar kemur ekki eins vel í ljós hið innra Hf hans. Þar lítur hann á mannlífið með kaldri stilling ellinnar, en af granítmyndunum má sjá, hvernig hann lifði og leið með mönnunum. í hinni risavöxnu steinsúlu, sém Vigeland vann að árin 1919 —1924, blandast saman á merki legan hátt einkenni fyrri „lífs- mynda" hans. í þessu stórfeng- lega verki, þar sem á annað hundrað mannsmyndir eru siungnar utan um 17 metra háa súlu, lýsir hann miskuhnar- lausri lífsbaráttunni, en um leið þrá mannkynsins til hæða, til fullkomnunar, til Guðs. ‘Fíljer er um að ræoa háfleygt Viðféngsefni, víðfeðmt, stórbrot ■‘Steypt í listræna heild. Með formi sínu, svip og mikilleik | verður þessi mikla súla hátind- urinn í minningagarðinum við j Frogner. 1 En auk þessara miklu mynd- verka er lýsa eiga mannlífinu hefur Vigeland gert margar og mikilfengiegar myndir, sem nægðu fyrir sig til þess að vera Stytta á brúnni í Vigelands- garðinum. , ^ æfistarf mikils listamanns og tryggja honum virðulegan sess í heimi listarinnar. Er þar fyrst og fremst að minnast margra (höggmynda af ýmsum helstu mönnum Noregs, og minnis- af myndum verið nefr.d- Öeins minst á híTk. iPPiá minningamynd, sem fyrst var gerð afturreka, og það með rjettu um Eiðsvalla fund- inn 1814, þegar Norðmenn settu sjer sína eigin stjórnarskrá. — Mynd þessi, er í fyrstu var ó- fullkomin byrjun, varð með ár- ununi voldugt skáldverk, um þá föðurlandsást, sem lýsir sjer í landvarnarvilja þjóðarinnar. — Það liggur í augum uppi, hve táknræn mýnd þessi er, þar sem ungir þróttmiklir menn standa vörð um gamla fólkið og börnin. í myndverki þessu er skínandi lifandi hrynjandi, er getur mint mann á slíkt öndvegisverk listarinnar, sem gaflmyndirnar á Pantheon. List Gustavs Vigelands hefur haft áhrif á mig, svo sem mestu listaverk heims. Hann og Björn- son eru einu mennirnir, sem jeg hef hitt, er báru það með'sjer að þeir væru „geni“. Því frá honum streymdi birta og þrótt- ur. Persónuleiki hans var svo hrífandi, gagntakandi, enda þótt hann í framgöngu hefði yf- ir sjer stillingu og kaldhæðni Sörlands — bænda, en væri al- drei hávaðasamur eins og Björn son. I huga hans brann hægur logi, tendraður af guðdóms- neista, þeim sem við köllum sniJligáfu. Það er trú mín, að nafn hans standi í listsögu heims, sem þess manns, erjsam- einaði hina latnesku formkend germónskum innileik. Minningarorð um Magnús Magniísson Eítt bornið af J>ró gosbrunosins í VigeiandsgarSinum. Mynd m er tekin ofan af gosskáiiiini, senj sjest á myndinjti efst! fleira. á þessari síðu. Mœlt er þess minnig, hver menningu er eykur, sanna og þjóöar sóma. ÞANN 6. febrúar síðastliðinn andaðist að heimili sínu, Vill- ingavatni í Grafningi bænda- öldungurinn Magnús Magnús- son. Hann er fæddur 1. jiní 1858. Foreldrar hans voru Magnús Gíslason bóndi og hreppstjóri á Villingavatni, er bjó þar í 37 ár (1850—1887). Hann var sonur Gísla Gíslasonar, sem einnig var bóndi og hreppstjóri á Villinga- vatni í 46 ár (1804—1850). — Gísli faðir hans var Sigurðsson, Ásmundssonar frá Ásgarði, sá Sigurður var afi Jóns Sigurðs- sonar forseta. Móðir Magnúsar var Anna Þórðardóttir frá Ölfusvatni, Magnússonar lögrjettumanns á Núpum í Ölfusi. Magnús var yngstur hinna merku Villingavatnsbræðra. — Hinir voru Guðmundur f. 1852, d. 1912, Gísli f. 1853, d. 1943 og Þórður f. 1857, d. 1916. Bjuggu þeir allir um tíma í Grafnings- hreppi. Magnús tók við búi á Villingavatni 1857 eftir foður sinn. Árið eftir gekk hann að eiga frændkonu sína Þjóðbjörgu Þorgeirsdóttur frá Núpum í Ölf- usi. Þau voru systkinabörn. í tíð afa og föður Magnúsar hafði Villingavatnsheimilið verið í fremstu röð að rausn og mynd- arbrag. Þar var bókakostur góð- ur, bækur Bókmentafjelagsins frá upphafi og önnur tímarit og biöð er gefin höfðu verið út til fróðleiks, mentunar og skemtun ar og skemtunar fyrir alþýðu. Magnús tók strax upp hætti for- feðra sinna og gjörðist hinn öt- ulasti framíaramaður. Hann var með afbrigðum mikill og kapp- samur verkmaður, svo að jeg hefði engan sjeð slíkan við hvað sem hann snerti á. Hann fylgd- ist af alhug með öllum þjóðmál- um bæði andlegum og veraldleg- um. Hann hjelt um 60 ára skeið dagbók yfir viðburði hvers dags. Kona hans var honum í öllu sam hent, sköruleg og skýr og í hví- vetna hin merkasta kona. Þegar á fyrsta ári byggði hann fyrstu heyhlöðuna í sveit- inni, og járnklæddi önnur hús. Á þeim árum kvað hann, að skosku ljáirnir er Torfi Ólafsson innleiddi og þakjárnið hafa ljett mest undir búnaði bænda sunn- anlands. Túnið sljettaði hann mest alt með frumlegum tækj- um, torfljá og ristispaða, en þá voru túnasljettur fyrst að ryðja sjer til rúms. Hann veitti og vatni á engjar meö fyrirhleðsl- um og skurðum. Fyrstur manna í sveitinni veitti hann vatni í bæjarhús og fjós við hin erfið- ustu skilyrði. Magnús var ágæt- ur smiður bæði á trje og málma og var fenginn til að smíða ým- islegt fyrir nágrannana, svo sem fjölda af líkkistum bæði innan sveitar og utan. Hann bjó til marga legsteina er þykja mjög vel gerðir og áletraðir. Vogir smíðaöi hann smáar ög stórar, nákvæmar og rjettar og margt I Opinber störf fyrir sveit síng hafði hann jafnan mörg á hendi; í hreppsnefnd í yfir 30 ár, við virðingu og úttekt um 30 ár, sáttasemjari yfir 30 ár, í skóla- nefnd og skattanefnd yíir 30 ár. Hann var áhugamaður um trú- mál. Safnaöarfulltrúi í 45 ár og mætti á síðasta sumri á Safnað- arfulltrúafundi fyrir sókn sína að Mosfelli í Grímsnesi. Með- hjálpari var hann í 50 ár og þótti tiltækilega lesa vel og há- tíðlega Safnaðarbænirnar. For- feður hans höfðu verið forsöngv arar við Úlfljótskirkju í 60 ár er hann tók við, hann var söng- maður mikill og ljet sjer ant um, góðan ’söng í kirkjunni. Hann mun af áhuga fyrir því fyrstur manna í sveitinni numið að spila á orgel og kaupa sjer það og lánað kirkjunni um 20 ára skeið, nær eða alveg endur- gjaldslaust. VaiÖ þó að flytja þaö á hesti og taka það sundur í hvert sinn sem það var flutt að og frá kirkju. Allar skýrslur af opinberum störfum hans þóttu nákvæmar og vel gerðar, því hann var ágætur skrifari. Magnús var hið mesta prúð- menni í allri framkomu og átti aldrei í deilum við aðra aila sína löngu ævi. Einn af bændum Grafningshrepps er einna lengst starfaði með honum að sveitar- málum, skrifar þannig um hann: „Hann hafði mikinn á- huga fyrir öllum framfaramál- um sveitar sinnar og var örugg- ur fylgismaður als þess, sem hann áleit til nytsemdar og hags bóta.“ Hjálpfús og greiðvikinn við alla, sem til hans leituðu. Gest- risinn og skemtilegur heim að sækja. Hann var einn af þeim mönnum, sem gat talað við alla, æðri sem lægri, unga sem gamla þannig að allir höfðu skemtun af. Áreiðanlegur í öllum viðskift- um, enda báru allir sem til hans þektu fylsta traust til hans. — I-Iann ljet sjer sjerstaklega ant um að öllum liði vel á heimili hans, mönnum og skepnum. — Mintist alt fólk er hjá þeim hjónum hefur verið þeirra með hlýjum hug, og hafði kærar minningar eftir samveruárin. Magnús og Þjóðbjörg bjuggu í ástríku og farsælu hjónabandi í 58 ár. Hún lifir mann sinn og er nú 84 ára. Þau eignuðust 4 börn. Työ hin fyrstu dóu á fyrsta ári, tvö lifa: Anna, gift Þorgeiri Þórðarsyni bónda í Há- teig í Gárðahreppi og Þorgeii* Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.