Morgunblaðið - 29.07.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.07.1947, Blaðsíða 1
34. árgangur 168. tbl. — Þriðjudagur 29. júlí 1947 ísafoldarprentsmiðja h.f. ÆGILEG SPREIMGIIMG í HÖFIMIIMIMI í BREST -3> Þingmannafund- urinn befst í dag NORSKU, dönsku, finnsku og sænsku þingmennirnir, seín þátt taka í Norræna þihgmannafuftd inum, sem hefst hjer í dag, komu hingað til lands á sunnu- dag, eins og gert hafði verið ráð fyrir. Kl. 10,30 f.h, í dag koma saman til fundar stjórnir allra þingmannadeildanna og munu þær ræðast við í hálftíma. Kl. 11 f.h. hefst þingmanna- fundurinn í neðri deild Al- þingis og verður almenningi heimill aðgangur að áheyrenda- pöllum eftir því sem rúm leyfir. Á þessum fundi verður fyrsta mál fundarins tekið fyrir, en það er: Norræn samvinna um fiskveiðar og fisksölumál. — Framsöguræðu fyrir máli þessu flytur Jóhann Þ. Jósefsson, fjár- málaráðherra. Matarhlje verður frá kl. 12,30 til kl. 2,30. Þá hef jast umræður um málið á ný og munu þær standa fram á kvöld. Meðan þingmenn eru að störfum, fara konur þeirra í skemmtiferð um borgina. í kvöld hefur bæjarstjórn Reykjavíkur boð inni fyrir þing mennina og konur þeirra í Sjálf- stæðishúsinu. Frá komu norrænu þingmannanna til Reykjavíkur Efri myndin er frá komu dönsku þingmannanna á Reykjavíkur- flugvöllinn. A myndinni sjást, talið frá hægri: Dahlgaard, fyrv. ráðherra, Nielsen Man, fólksþingsmaður (með töskuna), Hauch, fyrv. ráðherra, Buhl, fyrv. forsætisráðherra, Gunnar Thorodd- sen, borgarstjóri, Bruun, sendiherra Dana á íslandi og Chr. Christiansen. — Á neðri myndinni sjást fulltrúar Norðmanna, Svía og Finna, er þeir stigu á land úr flugbátnum, er flutti þá. (Sjá grein á bls. 12). — Ljósm. Guðm. Hannesson. Ný skýrsla um efna hagsörðugleika Brefa London í gærkvöldi. STJ ÓRNMÁLAFREGNRIT ARAR í London segja, að um þessar mundir hafi Attlee, for- sætisráðherra Bretlands, tíða fundi með ráðuneyti sínu til þess að ræða um efnahagsörð- ugleika Breta. Mun þar vera rætt um skýrslu um ástandið í þessum málum, en hún verður lögð fyrir fund þingflokks Verkamannaflokksins á mið- vikudaginn. Fundur þingflokksins er haldinn til undirbúnings víð- tækum umræðum um efna- hagsmálin, sem fram eiga að fara í báðum deildum breska þingsins í næstu viku. — Fregn ritarar telja, að Attlee leggi nú stöðugt meiri áherslu á þýð- ingu kolavinuslunnar fyrir þjóðarbúskap Breta, enda mun hann þegar að loknum fundi þingflokksins kveðja á sinn fund leiðtoga sambands kola- námumanna til þess að ræða við þá um möguleika á þvi að fá fleiri menn til að stunda námuvinnu. — Reuter. Bræðslusíldaraílinn orðinn 825 þús hl. í gærkvöldi Rúmlega 100 skipkomu til Siglufjarðar 1 GÆRKVÖLDI var bræðslusíldaraflinn á öllu landinu kominn upp í 550 þús. mál, en það eru 825 þúsund hektó- lítrar. Síldarsöltun hefur lítið miðað í vikunni sem leið. 1 gær var talið að heildarsöltun myndi nema um 15 þúsund tunnum. Sigluf jörður. Frjettaritari Morgunblaðsins á Siglufirði símaði í gærkvöldi, að til Siglufjarðar hefðu 140 skip komið síðan á hádegi á laug ardag með um 80 þús. mál. — Flest fluttu þau fullfermi. Og síldina fengu þau austur við Langanes. Þar um slóðir var á- gæt veiði í fyrrakvöld og sjó- menn töldu síldarlegt þar í gær- kvöldi, er blaðið átti tal við frjettaritara sinn. Síðast í gærkvöldi var látlaus straumur síldarskipa til Siglu- fjarðar og var búist við enn fleiri er líða tæki á nóttina. Aflahæstu skip. Skrifstofu Fiskifjelags ís- lands, vanst ekki tími til að vinna úr síldveiðiskýrslunni í gærkvöldi, en hún verður vænt- anlega birt hjer í blaðinu á morgun. Þrjú aflahæstu skip síldveiði- J flotans eru þessi og er afli þeirra miðaður við miðnætti aðfara- nótt sunnudags: Edda frá Hafnarfirði með 6461 mál, Hug- j ;nn, Reykjavík, 5938 mál og Siglunes, Siglufirði, 5860 mál. Verksm ið jurna r. Á miðnætti aðfáranótt sunnu- dags var bræðslusíldaraflinn 640,505 hektólítrar og skiptist (Framhald á bls. 8). Bresk sjérnskipun sem fyrirmynd New Delhi í gærkvöldi. HINDÚAR virðast ætla sjer að taka sjer til fyrirmyndar breskt stjórnarfar fremur en bandarískt, er þeir stofna ríki sitt í Indlandi 15. ágúst n.k. — Indverska stjórnlagaþingið hef- ur samþykkt meginatriði breska þingræðisins. Forsætisráðherr- ann á að vera aðalleiðtogi þess flokks, sem meirihluta hefur í neðri deild þingsins á hverjum tíma. Hann verður tilnefndur af forseta ríkisins. Forsetinn á ennfremur, samkvæmt tillögum forsætisráðherrans, að skipa aðra ráðherra í embætti sín. — Reuter. Frækilegl sundafrek London í gærkvöldi. UNGUR skoskur maður lauk í dag við að synda yfir sundið milli Norður-írlands og Skot- lands. Sundið er þarna 25 mílur á breidd, og tók það sundkapp- ann 15 y2 klukkustund að kom- ast yfir það. Þetta er í fyrsta skipti að synt er þarna yfir, og þykir hið frækilegasta afrek. Sundmaður þessi synti yfir Ermasund fyrir 10 árum síðan. — Reuter. Nýr breskur helicopfer London í gærkvöldi. FJÖGURRA 'farþega helicopt er, sem smíðaður er hjá Bristols fjelaginu breska, hefur verið reyndur og gefist veí. Er þetta fyrsti helicopterinn, sem Bretar smíða til borgaralegrar notkun- ar. Ætlunin er, að smíða síðar 10 farþega helicoptera. Breska stjórnin hefur gengist fyrir smíði tækja þessara. — Reuter. 20 farast og yfir 250 særast — Tjón metið á 100 miljónir franka PARÍS í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. GEYSIMIKIL sprenging varð í höfninni í Brest skömmu eftir hádegi í dag, er norska flutningaskipið „Ocean Liberty“ sprakk í loft upp. Fyrstu fregnir herma, að 20 manns hafi látið lifið og 250 særst, en óttast er, að talan sje hærri. Franska innanríkisráðuneytið áætlar að tjón af völdum sprengingar- innar nemi að minnsta kosti 100 miljónum franka. Kveiknar í skipinu. „Ocean Liberty“, sem var meðal annars með nitrat amm onia innanborðs, var nýkomið frá New York. Um klukkan tvö eftir hádegi kom eldur upp i skipinu, en er tilraunir til að slökkva eldinn reyndust árang urslausar, ákváðu flotayfirvöld in í Brest að láta draga það út úr höfninni. Vöru dráttarbátar þegar fengnir, en um fjögur leytið, er skipið var að fara framhjá gasgeymum við höfn ina sprakk það i loft upp. Við sprenginguna kveiknaði í gas og oliugeymum, en geysimill rauðlitaður reykjarmökkur gaus í loft upp. Fannst í Bretlandi. Sem dæmi um það, hversu sterk sprengingin hefur verið, má geta þess, að fregnir frá London herma, að áhrifa henn ar hafi orðið vart á suður- strönd Bretlands allt frá Thur lestone í Devon til Falmouth í Cronwall, sem er mn 190 kílómetrum frá Brest. Kveiknar í húsum. Við sprenginguna kveiknaði í húsum og vörubirgðum við höfnina og símasambandslaust var við borgina um tíma. 1 kvöld var þó tilkynnt, að verið væri að ráða niðurlögum elds ins. ,Ocean Liberty“ var í eigu norsks skipafjelags í Lillesand Það var byggt 1943 og var 7176 smálestir að stærð. Danskir og íslenskir þingmenn (boði sendiherra Dana í GÆRKVÖLDI hafði danski sendiherrann, C. A. Bruun og frú hans boð inni fyrir danska og íslenska þingmenn. Voru þar fulltrúar danska þingsins og alþingismenn, sem mæta á fundi norræna þing- mannasambandsins í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.