Morgunblaðið - 29.07.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.07.1947, Blaðsíða 10
10 ^Í1 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. júlí 1947 20. dagur „Nei, en hún gerir það strax og skólinn er búinn, og þá verð- ur rifrildi milíi hennar og Cyr- ils. Taktu eftir því sem jeg segi“ sagði skipstjórinn. „En hversvegna það?“ spurði Lucy, „þau verða bæði að lifa sínu lífi.“ „Cyril hefur ekki verið sami maður síðan hann fjekk styrk- inn og biskupinn af Witchester gerði hann að uppáhaldinu sínu“ sagði skipstjórinn, „og þröng- sýnni mann hef jeg aldrei þekt.“ „Hvernig veistu alt þetta?“ spurði Lucy. „O, jeg hef áhuga á þessu, og svo ferðast jeg um,“ sagði skip- stjórinn. „Hefurðu ferðast," sagði Lucy og þrýsti Ming að sjer. „Jeg hef sjeð Miles,“ sagði skipstjórinn hljótt. „Það var gott að það fór eins og það gerði, góða mín. Hann er orðinn feitur og sköllóttur og smekkur hans fyrir konum yngist um leið og hann eldist. Þær hlægja að honUm og narra út úr honum það, sem þær geta og snúa síðan við honum bakinu, en þá hleyp- ur þann aftur til konunnar til þess að hugga sig.“ „Hún er ekki ákilin við hann?“ s'purði Lucy. ■ „Nei,“ sagði skipstjórinn „hún er ákaflega trúlynd eiginkona og fyrirgefur honum altaf.“ „Hún er betri eiginkona en jég myndi hafa orðið,“ sagði Lucy. „Hún elskar hann, en ekki á rómantískan hátt,“ sagði skip- stjórinn, „og sönn ást er ekki blind, hún sjer alt og hefur tak- markalausan skilning og fyrir- gefur.“ „Varstu nokkurntíma ástfang inn?“ spurði Lucy. „Jeg hjelt oft að jeg væri það,“ svaraði skipstjórinn, „en aldrei nógu mikið til þess að giftast neinni þeirra. Það næsta sem jeg hef komist að biðja mjer konu var einu sinni í Dublin. Hún hafði svart hár og blá augu og svartar brýr og írskan hör- undslit." „Hvað hjet hún?“ spurði Lucy stirðlega. „Skrattinn hafi að jeg muni það,“ svaraði skipstjórinn, „jeg var vanur að heimsækja hana á hverju kvöldi meðan við vorum í höfn. Hún var vön að syngja fyrír mig. En hafið og skipin komu fyrst.“ „Cyril finst einlífi afar falleg hugsjón," sagði Lucy. „Augnablik," sagði skipstjór- inn. „Biskupinn á dóttur, sem hefur alt aðrar hugmyndir.“ „Hann hefur aldrei sagt mjer neitt um það,“ sagði Lucy, „en það er honum Iikt, hann er svo dulur — alt öðruvísi en Anna — sem kemur mjer til að halda, að þú hafir á röngu að standa, þeg- ar þú segir að hana langi að verða dansari, því jeg er viss um að hún myndi hafa sagt mjer það.“ „Hún segir þjer frá því bráð- Uih,“ sagði Gregg „og þá byrja vandræðin. Vertu nærgætin við hana, Lucy, þetta er henni fyrir miklu.“ Vandræðin byrjuðu viku síð- ar, þegar Anna hafði sýnt dans á góðgjörðasýningu. Húu kom heim og augun ljómuðu af á- kafa. „Mamma," hrópaði hún um leið og hún kom hlaupandi inn í eldhúsið, þar sem Lucy var að útbúa kvöldmatinn, „mamma, Madame Lachinsky, sá sýning- una og bauðst til að taka mig.“ „Taka þig, elskan,“ sagði Lucy, „taka þig hvert?“ „í dansskólann hennar í Lon- don,“ sagði Anna. „Hún er á skemtiferð hjer og býr á hótel- inu, og hún sagðist myndu koma og sjá mig dansa og jeg hjelt hún myndi aldrei gera það, og svo kom hún og nú vill hún kenna mjer. Ó, mamma, jeg ætla að verða dansari,“ og svo greip hún utan um móður sína og sveiflaði henni um eldhúsið eins og í vals. „Hvaða hávaði er þetta?“ sagði Cyril um leið og hann kom út úr dagstofunni, þar sem hann hafði verið að skrifa, því nú var vika þangað til skólinn byrjaði. „Jeg ætla að verða dansari, dansari, dansari,“ söng Anna og hjelt áfram að sveifla Lucy, þangað til hún fjell örmagna í stólinn og með pönnuna í annari hendi. „Dansari,” sagði Cyril tor- tryggnislega, „hverskonar dans- ari?“ „Fögur balletdansmær," sagði Anna um leið og hún greip svunt una og setti hana á sig. „Ekki á leiksviði,“ sagði Cyril. „Auðvitað á leiksviði,“ svar- aði Anna, „hversvegna ekki?“ „Marrfrna, hún má það ekki,“ sagði Cyril og sneri sjer að móð- ur sinni. „Hvað mundi biskup- inn segja.“ „Hvað kemur mjer við hvað biskupinn segir?“ spurði Anna. „Mjer kemur það við,“ svar- aði Cyril. „Mjer ekki,“ sagði Anna og fleygði þurkunni í höfuðið á Cyr il. „Skilaðu þessu til gamla bisk- upsins.“ Cyril tók þurkuna, sneri sjer að systur sinni og sagði reiði- lega: „Það getur verið að þú skiljir það ekki, en ef þú ferð á leiksviðið, eyðileggur það fram tíð mína.“ „Og hvernig fer þá um mína framtíð?“ spurði Anna. „Mjer finst nú kirkjan mikils- verðari en leikhúsið,“ sagði Cyr- il, „og meir að kristinna manna sið.“ „Ekki þinni tegund af krist- indóm,“ sagði Anna, „guðsótti hugsar ekki um lífsstöður, í- þróttir og biskupsmítur“. „Svona, börn, ekki hleypa ykk ur í æsing,“ sagði Lucy og stóð á fætur, „við getum talað um þetta rólega seinna.... “ „En mamma, komdu honum í skiln.... “ „En mamma, komdu henni í skiln....“ „Við tölum um það eftir mat“ sagði Lucy. „Anna, farðu og legðu á borðið.“ Ekki vildi hún hlusta á þau meðan þau borðuðu, svo það var heldur dauft við borðið. Cyril sat steinþegjandi og fölur í fram an, en Anna, rjóð í kinnum, tal- aði um Ming, garðinn og yfir- leitt alt sem henni datt í hug. „Jæja,“ sagði Lucy, þegar bú- ið var að þvo upp, „nú förum við inn í dagstofuna og tölum um þetta eins og fullorðið fólk, en ekki eins og börn. Hvað hef- ur þú, Cyril, á móti því að systir Iþín verði dansari?“ sagði hún | um leið og hún settist í hæginda stólinn. „Biskupinn er mótfallinn leik- húsum,“ sagði Cyril, „og ef hann frjettir að systir mín sje að sýna sig á leiksviði svo til nakin.... “ „Hver segir að jeg verði hjer- umbil nakin?“ hrópaði Anna. „Augnablik, Anna, við skul- um hlusta á hvað Cyril segir fyrst,“ sagði Lucy. En hvað hún hataði rifrildi, og nú var það að byrja og þar með eyðileggja frið heimilisins. „Það er alkunna að flestir leik arar sjeu sneyddir siðferðistil- finningu," sagði Cyril. „Auðvit- að er Anna systir mín, svo jeg býst við að henni væri óhætt, en jeg vil ekki vera bendlaður við leiksviðið, það gæti eyðilagt mik ið fyrir mjer.“ „Ertu ekki dálítið gamaldags í skoðunum, góði minn?“ sagði Lucy. „Þetta eru ekki hans skoðan- ir, heldur biskupsins,“ sagði Anna hæðnislega, „og hann setti Nói í örkinni í misgripum fyrir úlfalda.“ „Anna,“ sagði Lucy strang- lega, og bældi niðri í sjer hlátur- inn, því að Winstanly biskup var ekkert ólíkur úlfalda. „Ef þú þegir ekki þangað til að þjer kemur, þá ferðu í rúmið.“ „Ef hún verður að dansa,“ sagði Cyril, „því lærir hún það þá ekki með það fyrir augum að verða kennari, og kenna fólki, sem við þekkjum“. Anna hjúfraði sig upp í sóf- anum og tróð teppinu upp í sig. „Þetta er alt sem jeg hef að segja,“ sagði Cyril, „nema að ef hún heimtar að vera svona eigin gjörn, þá eyðileggur hún alt fyr- ir mjer.“ „Og þú, finst þjer þú ekki vera eigingjörn?“ spurði Anna, „mig hefur langað til þess að dansa síðan jeg var barn. Jeg hef æft mig altaf síðan jeg lærði að ganga, en Cyril hefur ætlað að verða hitt og þetta, læknir, þú manst það, þegar hann skar upp alla froskana, og banka- stjóri og stjórnmálamaður. Það er aðeins síðan hann komst í uppáhald hjá biskupinum, sem hann. langar sjálfan að verða biskup. Dansinn er köllun mín og jeg ætla að dansa. Madame Lachinsky tekur ekki hvern sem er í skólann sinn, það er heiður.“ „Það hlýtur að vera einhver úrlausn,“ sagði Lucy. Þau voru enn að leita að henni klukkan ellefu, þegar Lucy rak þau í rúmið. „Mjer finst jeg vera eins og slitinn fjaðrahnöttur,“ hugsaði hún um leið og hún fór upp í kalt rúmið. „Ef jeg hefði ekki sagt, að jeg skyldi aldrei aftur blanda mjer inn í málefni annara, þá myndi jeg bera fram úrlausní“ sagði rödd Greggs. „Hvaða úrlausn?“ spurði Lucy. f „Segja þeim, að þau bæði yrðu að láta dálítið undan,“ sagði hann, „ef Önnu langar til að verða dansari, þá verður hún að breyta u mnafn, og þau geta far ið hvort sína leið í lífinu og al- drei þurft að hittast." En finst þjer það ekki dálítið sorglegt", sagði Lucy, „algjör skilnaður milli systkina?“ AUGLYSING ER GULLS ÍGILDI 1; ■ ÍVí GULLNI SPORINN Eftir Quiller Couch. „Vegna þess“, flýtti jeg mjer að segja, „að þjer berið þetta traust til mín. Jeg er hreykinn af því, að þjer skuluð vilja vera fjelagi minn, en nú segi jeg — ungfrú Killi- gren, leyfið mjer að vera þjónn yðar!“ „Já, ef þjer viljið. En jeg hafði raunar hugsað mjer að þúa þig og þætti vænt um, ef þú vildir gera það sama við mig“. Svo veifaði hún brosandi til mín hendinni og sagði: „Vertu nú góða barnið, Jack — því það mun jeg kalla þig í framtíðinni — og hengdu teppið, sem liggut þarna, þversum yfir herbergið“. Svo veifaði hún aftur til mín, jeg héngdi upp teppif og við buðum hvort öðru góða nótt. ÁTTUNDI KAFLI. Jeg missi konungsbrjefið og er færður til Bristoi Eldsnemma næsta morgup vorum við komin á fæt og lögð af stað. Við tókum veginn til Marlborough, ; um hádegi vorum við komin upp á hæð nokkra og ví > sýnn og fagur dalur lá framundan okkur. Um þetta leyti heyrðum við drunur í fjarska, og í ar sem við vissum, að þetta gátu ekki verið þrumur, í r m við nú varlegar en áður. Er við höfðum gengið í gegnum dalinr beygðu' við inn í skóg í þeirri von, að við gætum stytt okku: : :ð. Við hjeldum, að þetta væri aðeins smáskógur, en efti■ oví sem við komum lengra inn í hann, breikkaði hann og stækkaði allur. Þó var það ekki fyr en byrjaði að dimma og enginn endi virtist ennþá vera á skóginum, að jeg fór að verða áhyggjufullur. Hann varð þjettari og þjettari, og nú byrjuðum við á ný að heyra fallbyssudrunurnar, sem nú voru svo nálægt, að jörðin nötraði undir fótum okkar. Við byrjuðum að hlaupa og höfðum farið um mílu vegar, þegar jeg heyrði undarlegt hljóð fyrir aft :n mig. J eg leit við og sá, að Delía hafði dottið. „Ó, Jack, hvað á jeg að gera?“ „Hvað er að?“ „Mjer finnst vera að líða yfir mig“. Hún hafði vart fyr sleppt orðinu, en við heyrðum hávaða skammt frá okkur, og tvær marineskjur komu hlaupandi á móti okkur — karlmaður og kvenmaður. Konan var með barn í fanginu og enda þótt jeg hrópaði til hennar að nema staðar, hlupu þau bæði áfram og’ skiptu sjer ekki frekar af okkur en við hefðum verið gerð úr steini. Lögregluþjónninn: Það var hringt á lögreglustöðina og sagt, að hjer væri verið að mis- þyrma manni að nafni Schu- bert. ★ Sá feiti: — Þegar maður horfir á þig, heldur maður að það sje hungursneyð í landinu. Sá magri: — Og þegar mað- ur horfir á þig, heldur maður að hún sje þjer að kenna. Flugforinginn Ray Scott í London fjekk skilnað við konu sína snemma í stríðinu vegiia þess að hún var farin að vera með Arthur Williams. Seott giftist henni aftur 1943 en nú hefur hann í annað sinn feng- ið skilnað. Ástæða: Aftur far- in að vera með Arthur Wili’. ■ ams. ★ Prófessor var að leita að gler augunum sínum, og hann tók þau upp úr vasanum til þess að geta leitað betur að þeim. ★ í Montinn borgarmaður kom inn í langferðabíl, sem var að leggja af stað, horfði á bænd- urna og sagði svo háðslega: — Er fjósið orðið fullt? Einn bóndinn vísaði honum inn með hendinni og svaraði: — Nei, það vantar einn kálf. ★ Fínt skal það vera, sagði kerl- ingin, þegar hún f jekk mahogni- flís í sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.