Morgunblaðið - 01.08.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.08.1947, Blaðsíða 1
34. árgangur 171. tbl. — föstudagur 1. ágúst 1947 ísafoldarprentsmiðja h.f. „Ekki hægt að beita sannleikann neitunarvaldi“ lndónesíumálin fyrir öryggisráði New York í gærkvöldi. Einkaskeyti tii Morgbl. frá Reuter. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna kom saman í kvöld til þess að fjalla um deilumál Indónesa og Hollendinga. Fyrst snerust umræðurnar um það, hvort ráðið ætti 'að taka betta mál á dagskrá. Hodson, fulltrúi Ástralíu, sagði, að málið væri próísteinn á starfsemi ráðsins. Tilboð einstakra ríkja um að miðla málum í deilunni hefðu ekki fengið neinn byr. En vegna þess, hve skjótra aðgerða væri þörf, kvaðst hann að svo stöddu ekki fara fram á annað en það, að ráðið beitti sjer fyrir því, að öllum vopnaviðskiftum í Indónesíu yrði þegar hætt. Van Kleffens, fulltrúi HHol- lendinga, lagði á móti þeirri tillögu, að Indónesum yrði boð- ið að senda fulltrúa til þess að flytja mál sitt fyrir ráðinu. — Sagði hann, að Indónesía væri ekki sjálfstætt ríki og því ekki viðeigandi að gera henni slík boð. Tillaga Hodsons. Hodson bar síðar fram álykt un þess efnis, að öryggisráðið skoraði á stjórnir Indónesíu og Hollands að skipa svo fyrir, að öllum vopnaviðskiftum yrði hætt og að samið yrði um deilu málin eins og ráð er fyrir gert í samningi Hollendinga og Indó nesa, sem gerður var í mars- mánuði s.l. Fundi öryggisráðsins var ekki lokið, er blaðið fór í prent- un. R. K. flugvjeiin var skatin niður Batavía í gærkvöldi. FLAKIÐ af indversku Rauða Kross flugvjelinni sem hrapaði til jarðar við Jogjakarta s.l. þriðjudag, hefur nú verið rann- sakað. Kom í Ijós, að flugvjelin var skotin niður, en rakst ekki á trjátopp eins og Hollendingar vildu vera láta. •— Hinsvegar hefur því verið lýst yfir af hálfu Indverja, að fiugmanninum hefði verið sagt það að ef hann brygði út af tiltekinni flugleið, þá bæri hann ábyrgð á því sjálf- ur. Ferö flugvjelarinnar stóð heldur ekki í sambandi við sam- komulag Breta og Hollendinga um flutning sjúkragagna til Indónesíu, og hollensku her- stjórninni virðist ekki hafa ver- ið gert aðvart um vjelina fyrir- fram. — Reuter. í tilefni af minningarathöfn, sem nýlega fór fram í Lille, kom de GauIIe til borgarinnar. A myndinni sjest hann í Asoq- kirkjugarSi (við hægri hiið mannsins í hvítu kápunni). Ofbeldismennirnir hengdu bresku hermennina Ætluðu að tiota líkin sem beítu London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunbl-aðsins frá Reuter. BRESKU stjórninni hefur borist skeyti frá Cunningham, landsstjóra í Palestínu, þar sem skýrt er frá því, að bresku hermennirnir tveir, sem rænt var fyrir 19 dögum síðan og ofbeldisflokkurinn Irgun Zvai Leumi kvaðst hafa tekið af lífi í gær (miðvikudag), hefðu fundist hengdir í trje í morg- un. Læknisskoðun leiddi í ljós, að þeir hefðu andast fyrir sólarhring síðan. Hafa þessar aðfarir ofbeldismannanna vakið viðbjóð og fyrirlitningu. Jarðsprengjur umhverfis afiökustaðlnn. Það voru lögreglumenn úr hópi Gyðinga, sem fundu líkin, en breskir hermenn komu á vett vang til þess að taka líkín í sína vörslu. Er breskur liðsforingi var að taka annað líkið niour úr trjenu, sprakk lííil sprengja seffi særði hann í andliti. Rannsókn leiddi í Ijós, að jarðsprengjum hafði verið komið fyrir alt um- hverfis aftökustaðinr,. Kyrktir. / Hermennirnir tveir höfðu ver- ið hengdir í meters löngum reip- um. Læknisskoðun sýndi, að Framh. af bls. 8 <•> Ný kæra Grikkja til öryggisráðsins Lake Success, New York í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. FULLTRÚANEFND GRIKKLANDS í Sameinuðu þjóð- íunum hefur ákveðið að senda öryggisráðinu nýja kæru út af ástandinu á Balkanskaga. Kæran er borin fram með skír- skotun til sjöunda kafla sáttmála S. Þ., sem fjallar um ráð- stafanir, sem heimiiaðar eru, og árástr er að ræða. ------------------------í Brúðkaup llísabetar og VSounbattens 20. nóveiáer London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbi. frá Reuter. ÞAÐ var opinberlega tii- kynnt í London í kvöld, að Elísabet prinsessa og Mount- batten liðsforingi yrðu gefin saman í hjónaband 20. nóvem- ber næstkomandi. — Hjóna- vígslan fer fram í Westminster Abbey, og verður fyrsta kon- unglega hjónavígslan, sem þar hefir farið fram síðan 1934. Talið er, að erkibiskupinn af Canterbury muni gefa hjónin saman, en- erkibiskupinn af Yoi'k mun einnig þjóna við at- liöínina. Versliínarsamning- ur milli Tjekba og V.-Þýskalands. Hamborg í gærkvöldi. í DAG var undirritaður við- skiptasamningur milli Tjekkó- slóvakíu og bresk-bandaríska hernámssvæðisins í Þýskalandi. Benda frjettamenn á, að þetta sje í rauninni í fyrsta sinn síð- an stríðinu lauk, að tekist hafi að koma á verslunarsambandi milli Vestur-Þýskalands og eins af þeim löndum í Austur-Ev- rópu, sem ekki eru aðilar að Marshalláætluninni. — Reuter. lý flygafireiðsiusföð London í gær. NÝ flugafgreiðslustöð verður opnuð í London eftir áramót. Núverandi stöð er enganveginn nægjanleg, en sú nýja á að geta afgreitt.brottför 40 til 50 flug- vjela á klukkustund. þegar um yfirvofandi friðrof „Ekki hægt aö beita sannleikann neitunarvaldi.44 Constantin Tsaldaris, utanrík- isráðherra Grikklands, ræddi í kvöld nokkuð við blaðamenn út af þessari nýju kæru. Hann sagði meðal annars": „Það er ekki hægt að beita neitunar- valdi gegn sannleikanum.“ Jafn- framt því, sem Grikkland beiddi Sameinuðu þjóðirnar ásjár, þá treystu Grikkir því, að allar frjálshuga þjóðir styddu þá í þeirri viðleitni að tryggja.það, að sannleikurinn verði í háveg- um hafður, en ekki misþyrming sannleikans, sem Rússar og lepp ríki þeirra hefðu í frammi. — Tsaldaris sagði, að Rússum hefði með því að beita neitunarvaldi sínu, tekist að koma í veg fyrir aðgerðir öryggisráðsins í þessu máli, "en hann kvaðst vona, að þessi nýja tilraun Grikkja til þess að leiða heiminum fyrir sjónir, að þeir hefðu verið beitt- ir bláköldum árásum og óduld- um f jandskap, bæri árangur. Að vísu hefði allur heirnurinn feng- ið vitneskju um þessar stað- reyndir af.áliti meirililuta rann- sóknarnefndar S. Þ„ en nú yrði að sjá svo um, að sannleikurinn yrði í heiðri hafður. Onnur ráð. í brjefi til öryggisráðsins kemst Tsaldarís svo að orði, að frjálshuga þjóðir verði að finna önnur varnarráð, ef S. Þ. sjeu þess ekki megnugar að grípa til áhrifaríkra ráðstafana í sam- bandi við kæru Grikkja. Þær þjóðir, sem í raun og veru virði meginhugsjónir sáttmála S. Þ„ verði að koma í vee fyrir\ að S. Þ. verði tæki í höndum þeirra aðilja, sem vilji friðinn feigan. „Oformlegt stríð“. í brjefi sínu segir Tsaldaris að lokum, að Albanir, Júgóslav- ar og Búlgarar hafi að vísu ekki ennþá sagt Grikkjum stríð á hendur, en hafi þó í frammi raunverulega styrjöld gegn þeim Sjöundi kaíli sáttmála S.Þ. heim ili, að ýmsum aðgerðum sje beitt gegn slíkum árásarríkjum, og Grikkir treýsti því. að öryggis- ráðið sjái nauðsyn þess, að slík- um ráðum verði beitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.