Morgunblaðið - 01.08.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.08.1947, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 1. ágúst T947’ ^ Skógræktin fær fræ frá Noregi eftir þörfum „Sjá allt er hjer nýtf In memoriam Kristján Jónasson læknir ( -------------------------- I Frásögn Hákons Sjarnasonar ! ' skégræklarsljéra SKÓGRÆKT RÍKISINS hefur nú aflað sjer góðra sam- banda um útvegun trjáfræs frá Noregi. Von er á fyrstu fræ- sendingunum hingað í haust. — Hákon Bjarnason skóg- ræktarstj. er nýkominn heim úr ferð um Noreg. Sótti hann fyrst fund norrænna skógræktarmanna, sem haldinn var í Oslo og víðar um miðjan júni, en að því loknu ferðaðist hann um Norður-Noreg, einkum Troms fyiki. «----------------------- jFundurinn. Fundir norrænna skógræktar- manna eru haldnir annaðhvert ár og koma menn' þar saman til þess að ræða öll þau mál, sem efst eru á baugi á hverjum tíma. , Þar gefst ágætt tækiíæri til þess að ræða ýms áhueamál, og er mönnum skipað í ceildir eftir því, hvað menn helst hafa áhuga fyrir. Á mótinu í Noregi voru 850 þátttakendur, en þrátt fyrir jtiinn mikla fjölda var öllu vel fyrir komið, svo að auðvelt var að komast í samband við hvern bann, sem menn viidu hitta. — Gestrisni Norðmanna á móti jþessu var svo frábær, að allir átlendu þátttakendurnir voru á einu máli um. að hún mundi al- veg eins dæmi. jí Tromsfylki. Að mótinu loknu ferðaðist Há jkon til ýmissa gróðrarstöðva í Norðanverðum Noregi til að ikynnast rekstri þeirra og mögu- jieikum á að fá plöntur þaðan, ef til þess skyldi koma. Ennfrem ur komst hann í samband við ýmsa menn, sem geta útvegað olckur fræ af rauðgreni og skóg- arfuru frá þeim stöðum, sem itiafa svipað veðurfar og Island, en þeir eru á ströndinnl frá iSodö og norður fyrir Tromsö. jÞar ferðaðist liann og um með fylkisskógræktarstjóranum Rei- iar Bathen og sýndi hann af sinni miklu þekkingu, hvernig skógur er ræktaður í Troms fylki. Var sú ferð mjög fróðleg Dg margt undravert var að sjá. Þannig rækta menn nú rauð- jreni norður við 70. breiddar- stig með góðum árangri. Sáu þeir m. a. 30 ára rauðgreniskóg, sem var um 6 metra á hæð og var farinn að bera þroskað fræ. Annars er skógarfuran og birkið aðaltrjátegundirnar norð ur þar, og má heita að landið alt sje skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Enda er slíkt ekki ein- kennilegt, þar sem öll byggð í Troms fylki er innan við 200 ára að undanskildri strandræmunni, : þar sem fiskimenn bjuggu. Ann- ars svipar Troms fylki til ís- jlands um margt auk veðrátt- unnar. Það er 25 þús. ferkm. að |að stærð og þar búa 110 þús. ‘imanns, sem lifa á fiskiveiðum jog landbúnaði. En samfara land- búnaðinum hafa nærri allir ibændur skóg og drjúgar tekjur ;af honum auk eldiviðar og viðar til allra heimilisþarfa. Fólkið, Jsem byggir þetta hjerað, er i st^ypt í sama mót og Islending- É\ Er það ekki síst þess vegna jög athyglisvert og fróðlegt að rðast um landið. Fjallamynd- anir eru með öðrum hætti en í suður og mið Noregi og undir- lendi er þarna meira og svipar því náttúrunni þar og meira til íslands en annars staðar í land- inu. Norðmenn fá fræ frá Síberíu. Þess má geta ,að lokum, að Norðmenn hafa einnig útvegað okkur lerkifræ frá Síiseríu og munu gera það áfram, ef þeir afla einhvers þar. Hins vegar höfum við getað útvegað þeim nokkuð af fræi frá Alaska, sem þeim leikur mjög mikill hugur á. Trípoll opnar á morgun Á MORGUN (2. ágúst> verð- ur fyrsta kvikmyndasýning í Tri polibíó Tónlistarfjelagsins. Hef- ur fjelagið nú gert þær endur- bætur og breytingar á húsinu, sem krafist var til þess að hægt væri að sýna þar kvikmyndir. — Kvikmyndavjelarnar eru af allra nýjustu gerð frá De Vry og eru tóngæði þeirra með af- brigðum mikil. Undanfarið hafa verið haldn- ir æði margir hljómleikar í Tri- poli og ber öllum, jafnt söng- fólki og hljóðfæraleikurum sam an um að húsið sje ágætt til hljómleika. Leiksviðinu hefur verið breytt, settir hliðarveggir úr krossvið og parketgólf. Allar rafleiðslur hafa verið settar nýj- ar, steyptur sýningarklefi, sett- ar nýjar öryggisdyr og alt húsið málað. Eftir af gömlu Tripoli eru aðeins veggirnir. Að sjálfsögðu verður Tripoli eftir sem áður fyrst og fremst notað fyrir aðra starfsemi fje- lagsins. Næsta vetur er gert ráð fyrir að þar verði óperettusýn- ingar, auk þess sem húsið verð- ur yfirleitt leigt fyrir hljómleika og fyrirlestra á venjulegum bíó- tíma. Ennfremur hefur skólastj. Tónlistarskólans ákveðið að hefja mikla almenna tónlistar- fræðslu á vegum skólans næsta vetur og þar munu framvegis fara fram æskulýðstónleikar f je lagsins. Hinsvegar munu hljóm- leikar styrktarf jelaga Tónlistar- fjelagsins framvegis fara fram í Austurbæjarbíó. Fyrsta kvikmyndin, sem sýnd verður í Tripoli, er ensk, með Paul Robeson, hinum heims- fræga söngvara, í aðalhlutverki og síðar í næsta mánuði Strauss óperetta með hinum glæsilega þýska tenór, Richard Tauber í aðalhlutverki. Auk amerískra mynda hefur fjelagið í hyggju að tryggja sjer nokkuð af ensk- um og frönskum myndum. Frá þingmannaför- Inni í gær KLUKKAN 8 í gærmorgun lögðu fulltrúar á fundi nor- ræna þingmannasambandsins af stað til Gullfoss, Geysis og Þingvalla. Farið var í boði Is- landsdeildar sambandsins. Þegar austur kom, var veð- ur þungbúið, regn og þoka. Við Geysi var dvalið nokkra stund og gaus hann sæmilegu gosi. Þaðan var farið til Gullfoss og snæddur þar árdegisverður. Síðan var haldið til Þingvalla. Á Lögbergi. Að Lögbergi hjelt Gunnar Tþoroddsen stutta ræðu og sagði m. a.: í hugum vor ís- lendinga er hjer heilög jörð.. Hjer er hið forna Lögberg. Hjer voru lög upp sögð. Hjer starfaði hið forna Alþing. Á völlunum safnaðist fólkið sam- an og hlýddi á störf löggjafar- samkomunnar. — Hjer var hið íslenska lýðveldi endurreist. Að ræðu Gunnars Thorodd- sen lokinni, var gengið til Val- hallar, en þar snæddu fulltrú- ar kvöldverð. Ræða Buhl fyrv. forsætis- ráðherra. Er sest var að borðum tók til máls Buhl fyrv. forsætis- ráðherra Dana. í ræðu sinni komst hann m. a. svo að orði: Við erum hjer við hjartastað íslendinga, á hinum gamla þingstað. íslenska skáldið Jónas Hall- grímsson, sagði: „Landið er fag urt og frítt“. Það er það enn þann dag í dag. Við Norður- landabúar höfum djúpa virð- ingu fyrir frelsinu, sem Is- lendingar altaf hafa barist fyrir og þeir nú hafa öðlast. „Sjá allt er hjer nýtt“. ísland hefir öðlast nýtt frelsi. Við Norðurlandabúar þökk- um innilega fyrir móttökurn- ar. Við Danir þökkum okkar gömlu bróðurþjóð, sem nú hef ir gert lands sitt að lýðveldi. Handritin heim til íslands. í ræðu, spm Axel Larsen fólksþingsmaður hjelt, komst hann m. a. svo að orði: Jeg þekki ísland frá barnalærdómi mínum. Sú kynning segir mjer, að íslensku handritin eigi að vera heima á íslandi og hvergi nema á íslandi. Þegar næst verður haldið norrænt þing- mannamót á íslandi, vona jeg, að þessu máli hafi verið ráðið til lykta. Söngur. Þeir Guðmundur Jónsson og Stefán Guðmundsson sungu nokkur lög, bæði hvor í sínu lagi og báðir saman. Vakti söngur þeírra mikla hrifningu áheyrenda. Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri, forseti íslandsdeildar Norræna þingmannasambands- ins, stjórnaði hófinu. í DAG drúpum við bekkjar- bræður þínir höfðum í djúpri sorg við hið skyndilega og svip lega hvarf þitt úr okkar hópi. Við getum ekki skilið það, hvers vegna einmitt þú, þessi glæsi- legi, hrausti og öruggi vinur okkar og bróðir skyldir svo skyndilega kveðja okkur. Óteljandi hugljúfar minning- ar leita nú til okkar frá sam- vistarstundunum í Mennta- skólanum á Akureyri, allar jafn bjartar og hlýjar, þar sem þú ert tengdur við atburði, nám og leiki. Jeg hygg, að þú hafir þegar í upphafi í skólanum átt nokkra sjerstöðu í hópi okkar, og hún einkennir skaphöfn þína og vilja svo einkar vel. Þessi sjerstaða þín var í því fólgin að þú vissir strax, hvað þú vildir verða, og stefndir markvisst að því. Þú ætlaðir að verða læknir, vel menntað- ur og dugandi læknir, sem fórn aði starfskröftum sínum í þágu sjúkra og bágstadara. — Þessi vissa þín um lífsstarfið skapaði þjer öryggi í athöfn og fram- komu, sem hafði holl og góð áhrif á okkur hina. Og svo varstu vandur að virðing þinni, að þar máttir þú engan skugga vita. Slíkt hlaut að auka á glæsimensku þína og þel, sem vann sjer vini í óvenju ríkum mæli. Við bekkjarbræður þínir ef- uðumst aldrei um að þú mund- ir ná settu marki. Slík varð og líka raunin. Glæsilegur, ungur og vel menntaður komstu heim til starfsins mikla að loknu framhaldsnámi þínu vest an við haf. Og nú er þessu starfi þínu lokið, eftir örstutta stund á þeirri lífsbraut, sem lá svo opin og örugg framundan þjer, starfið, sem þú svo lengi hafðir undirbúið með gleði, al- úð og kostgæfni. Okkar fá- menna þjóð má ekki við því að missa sína mannvænlegustu menn í blóma lífsins með ó- skert starfsþrek og mikla hæfi- leika. Og því sárara er að sjá á bak þjer svo skjótt. Nú ert þú lagður í langferð- ina miklu yfir hafið lífs og dauða. Við þökkum þjer, elskulegi bekkjarbróðir, glaði og reifi vinur, fyrir allt það, sem þú gafst okkur í fögru for- dæmi, hlýrri vináttu og traustri samvist. Við hittumst aftur heil ir, þó síðar verði, og við vit- um að við eigum traustan máls vara og móttökumann þar sem þú ert. Við biðjum almáttkan Guð að vernda þig og blessa, og senda hinni sorgmæddu ungu konu þinni og börnum ykkar styrk og einlæga trú í hinni hyldjúpu sorg, sem sótt hefur þau heim við fráfall þitt. Guð styrki elskulega aldraSa for- eldra þína og systkini þín, en þú múnt yfir þeim vaka og vera þeim öllum nálægur og veita þeim trú og traust. Bekkjarbróðir. FjármálaviSræiíir Breta og Banda- ríkjamanna London í gærkvöldi. SIR STAFFORD CRIPPS, við skiptamálaráðherra Bretlands, fór til París í.dag til viðræðna við Clayton, aðstoðarviðskipta- málaráðherra Bandaríkjanna. Munu þeir ráðgast við um ýms atriði, sem fram hafa lcomið í viðræðum þeim um alþjóðavið- skipti, sem fram hafa farið í Genf að undanförnu, en í þeim hafa báðir ráðherrarnir tekið þátt. — Frjettaritarar benda á það, að fyrirhugaðar takmarkan ir. á. innflutningi til Bretlands og aðrar ráðstafanir til þess að spara dollaraeignir Breta muni Jiafa í för með sjer ýmsar breyt- ingar á afstöðu Breta til alþjóða viðskipta. — Menn eru alment þeirrar skoðunar, að Bretar muni skera innflutninginn stór- kostlega niður, en annars munt Attlee forsætisráðherra gera nánari grein fyrir fyrirætlunum stjórnarinnar á fundum þingsins í næstu viku og ennfremur £ útvarpsávarpi til þjóðarinnar. Japan ráðslefnunnt fresfað Washington í gærkvöldi, BANDARÍKJASTJÓRN hef- ur ákveðið að fresta ráðstefnu þeirri um japönsku friðarsamn- ingana, sem hún hafði boðið full trúum 11 ríkja til 19. ágúst n.k. — Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Robert Lovett, gaf þá skýringu á ráðstöfun þess; ari, að ráðstefnan á tilsettum tíma myndi stangast við ráð- stefnu bresku samveldisland- annaa, sem haldin verður um japönslcu friðarsamningana 26, ágúst. — Reuter. Reynf að bjarga við efnahaginuiti Vínarborg í gær, TIL nýrra ráðstaíana verður gripið í Austurríki á morgun tiJ að gera tilraun til að reisa við efnahag landsins. Verða póst- og símagjöld, útvarpsafgjöld og fargjöld með járnbrautum hækk um um 50 prósent. Jafnframt þessu er tilkynt, að þúsundir verkamanna muni fé kauphækkun, vegna vaxandi dýj* tíðar í landinu. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.