Morgunblaðið - 07.08.1947, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐ1D
Fimmtudagur 7. ágúst 1947
mftjntiHitMfr
Útg.: H.f. Árvakur, Rrykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Arnl Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands.
kr. 12,00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók.
Þjóðnýtingnægir ekki
ÞEGAR breska verkamdnnastjórnin tók við völdum
fyrir um það bil tveimur árum, setti hún sjer það megin-
takmark að þjóðnýta sem flestar greinar atvinnulífsins.
Þannig voru samþykt lög um þjóðnýtingu koianámanna
og síðar fylgdu fleiri atvinnugreinar í kjölfarið.
Það er að vísu of skammur tími liðinn til þess að full-
yrða endanlega um reynsluna af þessari stefnu. En sú
reynsla, sem breska þjóðin hefur þegar fengið af henni
gefur ekki von um góðan árangur. Kolaframleiðslan hef-
ur dregist saman og við það hafa Bretlandi skapast marg
víslegir örðugleikar.
í húsabyggingunum hefur stjórnin orðið afarlangt á
eftir áætlun sinni. Yfirleitt má segja að þrátt fyrir ein-
lægan vilja bresku þjóðarinnar til þess að taka öflugan
þátt í viðreisnarstarfinu eftir stríðið, hafi það gengið miklu
tregar en vonir stóðu til.
Þeir sem kunnugir eru bresku fjármála- og athafnalífi,
telja eina meginorsök þess, að þannig hefur til tekist,
vera þá stefnu verkamannastjórnarinnar, að draga for-
ystuna um atvinnulífsframkvæmdir úr höndum einstak-
linganna og byggja allt á forsjón ríkisvaldsins. Afleiðing
minkandi kolaframleiðslu er þverrandi útflutningur og
lægri gjaldeyristekjur. Þessvegna hefur gengið miklu ör-
ar á dollaralánið frá Bandaríkjunum en ráð var fyrir
gert.
Clement Attlee, forsætisráðherra Breta flutti í gær út-
varpræðu þar sem hann skýrði fyrir þjóð sinni hvernig
komið væri. Hann flutti bresku þjóðinni þann boðskap
að hún yrði að leggja hart að sjer til þess að sigrast á örð-
ugleikunum, minnka innflutninginn, auka framleiðsluna
og afköstin, í stuttu máli sagt, að vera viðbúin að fórna
miklu af lífsþægindum sínum til þess að standast þá próf-
raun, sem hún nú gengur í gegnum.
Á það skal ekki lagður dómur hjer, að hve miklu leyti
þetta ástand í Bretlandi á rætur sínar að rekja til þjóð-
nýtingarstefnunnar, sem nú er verið að framkvæma þar.
En miklar líkur benda til þess að hún eigi ekki óveru-
legan þátt í því. Það hefur áreiðanlega engin þjóð efni á
því, að hneppa einstaklingsframtakið í viðjar þegar stór-
feldra átaka er þörf í atvinnumálum hennar. Auk þess
er víðtæk þjóðnýting nær óhugsandi í lýðræðislandi. —
Frumskilyrði þess að þjóðnýtingu verði fram komið með
árangri, að minnsta kosti á yfirborðinu, er að fullkomið
einræði ríki í viðkomandi landi. Þá hefur ríkið algert vald
yfir vinnuaflinu, getur skammtað fólkinu laur. eftir geð-
þótta sínum, svipt það fjelagafrelsi og ráðstafað því að
eigin vild. Þannig hafa rússnesku kommúnistarnir fram-
kvæmt sína þjóðnýtingu. Og með hana verður fólkið að
sitja, hvort sem hún dugir til þess að halda í því líftórunni
eða ekki.
Allar fregnir um árangur af þeirri þjóðnýtingu herma
að vísu, að þau lífskjör, sem hún býr fólkinu sjeu langt
fyrir neðan meðallag þess, sem einstaklingsrekstur Vestur
Evrópuþjóða gefur því kost á. *
Reynslan af þjóðnýtingarstefnunni, bæði meðal ein-
ræðis- og lýðræðisþjóða bendir þess vegna í sömu átt.
Þjóðnýtingin nægir ekki til þess að skapa atvinnulegt ör-
yggi. Hún dregur úr afköstunum og rýrir framleiðslu-
möguleikana.
Framkvæmd hennar er þess vegna ekki leiðin til þess
að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Til þess að koma í veg
fyrir það þarf að fara aðrar leiðir. Einstaklingsreksturinn
verður að fá að njóta sín. Ríkisvaldinu ber að hafa eftirlit
með honum án þess að reyra hann um of í viðjar opinberra
tilskipana og lagafyprrpæla. Þetta er heppilegasta megin
reglan. Það telst til ijnd^ntekninga að héppilegt getur
verið að ríkið reki einstök fyrirtæki, sem hafa sjerstak-
lega víðtæka fjelagslega þýðingu eða gefa arð, sem eðli-
legt er að renni beint í ríkissjóð.
\Jihverjl ilrijar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Lokuð hús.
MENN 'KOMA oft að lokuð-
um hús hjer í þessum bæ og þá
einmitt þeim húsum, sem helst
ættu að vera opin. Þannig er
það með stornanir, sem opin-
berar eiga að kallast, að það
virðist alt að því undir heppni
komið, hvort menn rekast á
þær opnar eða lokaðar.
Aðeins einn banki af þremur
í bænum er opinn milli klukk-
an 12 og 1, en það er sá eini
tími dagsins, sem menn í starfi
hafa til að reka erindi sín við
bankastofnanir. Bæjarskrif-
stofurnar eru lokaðar um há-
degisbilið og svo mætti lengi
telja skrifstofur, sem almenn-
ingur þarf að eiga skifti við.
•
Fá frí eða svíkjast um.
VERKAMENN og aðrir, sem
stunda reglubundna vinnu og
sem erindi eiga við banka, eða
opinberar skrifstofur eiga að-
eins um tvent að velja til að
geta lokið slíkum erindum, það
er að fá frí frá störfum. eða
svíkjast burt úr vinnu. Það eru
hreint ekki margir, sem geta
svo mikið sem greitt útsvarið
sitt án þess, að nota til þess
tíma frá vinnu, eða leggja inn
nokkrar krónur í sparisjóðsbók
í banka nema að fara frá
störfum.
Þetta er vitlaust fyrirkomu-
lag. Það hlýtur að vera hægt
að koma því svo fyrir, að starfs
fólk opinberra skrifstofa skift-
ist á um að vera við um há-
degisbilið. Sennilegt að hjer
sje um gamlan óvana að ræða.
•
Þeir þráðu sólina.
í SÓLSKININU á mánudags-
morguninn eða var vildu marg
ir nota frístundirnar og góða
veðrið til þess að fara í Sund-
höllina og baða sig í sólinni á
eftir.
Fjöldi manns kom að dyrum
Sundhallarinnar frá því
snemma á mánudagsmorgun-1
inn, en þær voru harðlæstar.
Þar var frí, eins og annarsstað
ar í bænum.
Það er bagalegt, að Sund-
höllin skuli ekki einmitt vera
opin þá daga. sem bæjarbúar i
eiga almennt frí. Vissulega
þarf starfsfólk Sundhallarinn-
ar að fá sína frítíma eins og
aðrir, en það ætti að vera ger-
legt að skipta vökum, eins og
sagt er, þar eins og annars
staðar.
Vonandi að það komi ekki
fyrir aftur, að bæjarbúar komi
að Sundhöllinni lokaðri á al-
mennum frídegi, þegar sólin
skín.
Hugleiðingar um
götunöfn.
„FYRIR NOKKRU notaði jeg
sunnudagsmorgun til að ganga
um nýju íbúðarhverfin hjer í
bænum“, sagði kunningi minn
við mig í gær. „Og mikið hefir
verið bygt, maður minn“. —
Vissu fleiri og þögðu þó, hugs-
aði jeg og bjóst við að hann
myndi fara að tala um okur- !
leigu og húsmæðisvandræði.
En hann hafði annað í huga.
„En mikið ósköp kann jeg
illa við sum nýju götunöfnin“,
malaði hann áfram. „Það er
eins og það eigi alveg að hætta
að kenna götur við stræti. göt-
ur og stíga, sem sjálfsagt þótti
áður. Nú eru allar götur orðn-
ar holtum, og hlíðum, síðum og
sundum, túnum eða teigum“.
Já, rjett er nú það. En hann
gleymdi skjólunum og skeið-
unum, mýrunum og móunum.
En það þarf líka stálminni til
að muna alt þetta.
•
Númeraðar götur.
EN SVO SLEPT SJE öllu
gamni. þá er það dagssanna, að
það er orðinn næstum ógjörn-
ingur, að rata um bæinn og
finna allar þessar nýju götur.
I •
Jafnvel þeir, sem fæddir eru
og uppaldir í bænum vita
hvorki upp nje niður í hinum
nýju götum, sem varla er von.
Reykjavík er tiltölulega ný
borg og hefði vafalaust verið
heppilegra, að skipuleggja bæ-
inn þannig, að hægt hefði verið
að númera götur, eftir vissum
reglum, þannig að jafnvel hinir
mestu ratar hefðu strax lært að
komast leiðar siflnar um bæinn
og finna þær götur, sem þeir
eiga erindi í.
Ef til vill er enn hægt að
bæta úr þessu og einu sinni
var það reynt með góðum
árangri, þegar nýju göturnar í
Norðurmýrinni voru bygðar.
Áður en fundin voru nöfn á
þær, voru þær aðgreindar með
bókstöfum og var þá miklu
auðveldara að rata í því hverfi
en nú er.
•
Bílmenn.
NÝTT NAFN á íslenskum
bílstjórum rakst jeg á í grein
eftir enskan maftn í bresku
blaði. Hann er eð segja frá
þessari stjett manna á íslandi
og hefir um hana góð orð.
„Þegar þjer komið í land í
Reykjavík bíða yðar nýtísku
bílar og það er óhætt að ávarpa
bílmanninn (,,bilmathur“) á
enska tungu, því eins og flest-
ir íslendingar hefir hann lært
ensku og þýsku í barnaskóla“,
segir greinarhöfundur.
•
Brennivínsráð.
SAMI HÖFUNDUR minnist
lítillega á Svartadauðann í
grein sinni, en kallar hann
bara brennivín.
Þessi ráðleggingu gefur hann
ókunnugum, sem komast í tæri
við dauðann:
„Enginn skyldi í fyrsta sinni
bragða brennivín án þess að
hafa fyrst blandað það vel með
vatni og sykri“.
Vafalaust holt ráð.
- --- - ---------— . .. i
MEÐAL ANNARA ORÐA ....
.
-■■■■■ - ......... —»
•>
Sannleikurinn er svarlur
UM TVENNT er að velja og
þar er ekkert á milli. Viljið
þið fjármálakreppuna yfir ykk
ur eða viljið þið hana ekki. Við
verðum að vinna eða okkur
verður að vanta allt. Þannig
mælti Herbert Morrison vara-
forsætisráðherra Breta. Lánið,
sem tekið var í Bandaríkjunum
fyrir einu ári var til umræðu
í breska þinginu og nú í fyrsta
skifti var þjóðinni sýnt fram í
hyldýpið alveg eins og það var.
Verkamannastjórnin gat nú
ekki lengur blekkt þjóðina.
Sannleikurinn varð að koma
fram.
Morrison virtist eiga erfitt
um mál og hann var dapur á
svipinn. Það var bandar. lánið,
sem hann talaði um. í upphafi
hafði því verið ætlað að duga
í 5 ár (eða 31. desember 1951),
en nú eftir eitt ár hafa Bretar
eitt 60% af því. Upphæðin var
3,75 billjón dollarar en af því
voru búnar 2,2 billjónir. Með
sama framhaldi verður ekki
nokkur dollari eftir. næsta vojr.
Það hafði ýerið ætlast til,
að Bretar notuðu lánið til þess
að afla sjer framleiðsluvjela,
en hið sorglega er, að það hefir
nærri allt farið í neysluvörur
og jafnvel munaðarvörur svo
sem tóbak.
Og hvað ætlar stjórnin að
gera? Ætlar hún að láta reka
undan, þangað til hún verður
föst á flæðiskeri? Flestir, sem
kynna sjer fjármál Bretlands
sjá, að breska stjórnin er sem
næst ráðalaus. Morrison sagði:
Þjóðin verður að vinna og
vinna. strita dag eftir dag og
helst má hún ekki unna sjer
hvíldar. Þetta eru fögur orð að
vísu, en það dugar lítið að segja
fögur orð.
Flokkapólitík og
veðreiðar.
Nú skulum við líta aðeins á
bak við flokkapólitíkina, og þá
förum við eftir krókóttri leið,
því að flokkapólitík getur kom
ið fram á ólíklegustu stöðum.
Ein helsta skemtun Breta
nú á þessum niðurlægingar-
tímum eru veðreiðar. Verka-
mennirnir, sem hafa allgott
kaup fara út á veðreiðabraut-
irnar og braska þar með pen-
inga sína í. veðmálum. Nú hef-
ir það komið í ljós við náhari
athugun, að við véðmálaskrif^
s.tofurnar vinna hvorki ;-meira!
nje minna en ðOO.OOO manns.
Þeir eru eins og skrifstofumenn
og hafa fullan vinnutíma, en
öll handtök þessara manna eru
einskis nýt.
Ef þéir væru látnir fara i
verksmiðjur og vinna að fram
leiðslustörfum. munar svo mik
ið um þessi 500 þús. manns-
verk, að það ætti mikið að bæta
úr. Ef verkamannaflokkurinn
breski væri í raun og veru að-
eins að berjast fyrir hagsmun-
um bresku þjóðarinnar, þá ætti
hann þrátt fyrir, að það kæmi
ef til vill mikilli ólgu i fólkið
að banna veðmálastarfsemina
og halda opnum stöðum við
framleiðslustörf fyrir þessa fyr
verandi skrifstofumenn. En
stjórnin gerir ekkert slíkt, hún
er aðgerðalaus og ástæðan er
sú, að hún óttast, að verka-
mannaflokkurinn missi fylgi
við það. Þarna er augljóst dæmi
um að stjórnmálaflokkur meti
meira sína eigin velferð en
velferð föðurlandsins.
Á einhver sökina?
Enginn getur hlakkað yfir
þessum óförum Breta í barátt-
unni við sjálfa sig. íslendingar
jaint sém aðrar vestrænar
þjóðir óskn bess eins, að þeim
gártgí vel. En hitt er annað mál
Frafnh’. á bls. 8