Morgunblaðið - 08.08.1947, Qupperneq 10
lð
MORGUNBLAÐIÐ
i
Föstudagur 8. ágúst 1947
; |M®æ0»traI>W»si)í
GULLNI SPORINN
Eftir Quiller Couch.
28. dagur
„Það eru engar fallegar bæk
ur skrifaðar nú á dögum“T
stundi frú Parminster, „ekki
eins og The Rosary eftir elsk-
una hana Florence Barkley“.
„Við óskum ekki eftir að
binda okkur við staðreyndir á
þessum nýtískutímum“, rumdi
í biskupnum, „en við viljum
lieldur ekki að bókmentir vorar
sjeu útskitnar svívirðilegum
smáatriðum“.
. „Persónulega“, sagði Sir Ev-
erard Parm.inster, „þá les jeg
ekkert nema Times og Thack-
eray“.
„Og Dickens“, sagði Eva,
sem líka var í veislunni í föl-
bleikum silkikjól og með fjólu-
bláu gimsteinana sína.
„Nei, Madame, ekki Dickens",
svaráðí Sir Everard", hann
skrifaði fyrir almúgan, ekki
fyrir herramenn“.
... „Hver skrifaði Blóð og Haf?“
spúrði Cyril. „Veit nokkur
það?“
„Höfundurinn kýs að vera
ónafngreindur“, tónaði biskup-
inn, „og jeg að minsta kosti er
ekki undrandi. Kaflinn um
Marseilles er mjög hryllilegur.
Það myndi ekki undra mig ef
bökin yrði bönnuð. Jeg hefi
meira að segja skrifað dagblaði
og beðið þess að hún verði
bönnuð“.
„Besta ráðið til þess að auka
sölu hennar“, sagði nýlendu-
biskupinn, „og jeg er viss um
að höfundurinn er þjer hjart-
anlega þakklátur, Herbert ■—
því hann vonast alltaf eftir að
salan aukist — jeg sje að við
virðumst öll hafa lesið bók-
ina“.
„Jeg fór yfir hana á hunda-
vaði“.
„Maður verður að þekkja
hana áður en maður dæmir
hana“.
„Jeg brendi bókina“.
„Jeg las varla nema fyrstu
síðuna“.
Mótmælaópin og kvenna-
skrækirnir heyrðust hvaðan-
æfa, alveg eins og veinið í máf-
unum, hugsaði Lucy, þegar hún
aftur heyrði hljómmikla rödd
biskupsins.
„Einn okkar að minsta kosti
lítur út fyrir að hafa ekki litið
í bókina. Jeg er að tala um
frú Muir, sem ekki hefir gagn-
rýnt hana neitt“.
„O, hún mamma les aldrei
neitt nema matreiðslubókina
hennar frú Beeton og svo Heim
ilisblaðið“, sagði Cyril með
ástúðlegri fyrirlitningu. „þó
hún einu sinni byrjaði á að
skrifa bók. Hvað varð af stór-
.verkinu, mamma?“
„Vertu ekki að erta hana
móður þína, Cyril“, sagði Celia
í umvöndunartón, „höfum við
ekki öll saman reynt að skrifa
eitthvað?“ '
„Það er sagt að sjerhver
maður og kona búi yfir einni
bók , sagði nýlendubiskupinn,
jjjeg skrifaði mína þegar jeg
var , tíu ára, hún hjet Black
Ben’s Booty, og jeg skrifaði
hana í guðfræðitímunum í und
irbúningsskólanum“.
„Pabbi er að skrifa bók
núna“, sagði Celia, og enn
heyrðist máfagargið og undr-
unarópin.
„Um hvað er hún?“
„Er það ekki undursamlegt".
„Hvílir sig aldrei“.
„Hann er svo óþreytandi“.
„Jeg verð að segja að mig
langar til þess að kynnast höf-
undi Blóðs og Hafs“, sagði ný-
lendubiskupinn, „jeg býst við
að útgefandinn viti hvar hann
er“.
„Svo er mál með vexti“,
sagði Eva, „að vinkona mín
hefir sagt mjer eftir bestu
heimildum, að höfundurinn sje
krypplignur í Soho, sem aldrei
á æfi sinni hefir svo mikið
sem sjeð sjóinn“.
Það varð einkennilegur dyn-
ur og vindhrina fór í gegnum
herbergið og slökkti á háu kert
unum á borðinu. skelti hurð-
inni framan í þjóninn, sem var
að koma inn með portvínið og
hafði þvílík áhrif á frú Muir,
að hún fjell á öxl nýlendubisk-
upsins, augsýnilega í yfirliði.
„Hvernig vogaðirðu þjer
þetta — hvernig vogaðirðu þjer
þetta?“ hrópaði Luc'y þar sem
hún lá á sófanum í svefnher-
berginu. því nýlendubiskupinn
hafði borið hana þangað og frú
Wfnstantly hafði lífgað hana
við og að ósk hennar skilið
hana eftir eina meðan hún var
að jafna sig, „þú lofaðir mjer
að ef þú kæmir hingað skyld-
irðu þú ekki segja eitt einasta
orð“.
„Sem jeg ekki heldur gerði“,
sagði skipstjórinn, „en skratt-
inn hafi það. Lucy, þetta var
of langt gengið að kalla mig
kryppling, sem aldrei hefði
komið til sjós — það var of
langt gengið eftir alla hina vit-
leysuna. Og ef þú hefðir sjeð
þau öll saman hvert í sínu her-
bergi, skemta sjer andlega yf-
ir klúrari atriðunum í Mar-
seilles atvikinu — öll nema
biskupinn og konuna hans, sem
hefir ekki lesið bókina og held
ur að hún sje um nauta-at —
þá sæirðu hvaða hræsnarar
þetta eru“.
„Viltu gjöra svo vel og fara“,
sagði Lucy kuldalega.
„Jeg held, Lucy mín“, hjelt
skipstjórinn áfram, án þess að
svara því sem Lucy sagði. „að
við höfum haft rangar skoðanir
um biskupinn — jeg hefi í
raun og veru aldrei hlustað á
hann áður. Vissulega lítur
hann út eins og úlfaldi og víð-
sýni hans er álíka og ána-
maðks, en að minsta kosti er
hann heiðarlegur og mundi
standa við skoðanir sínar, sem
er meira en segja má um
frænda hans, George, nýlendu-
biskupinn, sem hefir þótst vera
harðfengur drottins þjónn, svo
lengi að hann er stirnaður í
trúnni“.
„Viltu gjöra svo vel og
fara?“ endurtók Lucy, „og
komdu ekki aftur til mín fyr
en brúðkaupið er búið. Jeg
treysti þjer ekki og mjer líkar
ekki við þig; satt að segja mjer
er storilla við þig •— hagar þjer
eins og hvirfilvindur“.
Winstantley ætlar að skrifa
í blöðin um jarðskjálfta“, sagði
skipstjórinn og hló, „margt hefi
jeg verið kallaður um æfina,
en aldrei jarðskjálfti. Jeg vildi
óska að þú hefðir sjeð framan
í þau öll saman — jeg hefi ekki
hlegið eins hjartanlega í mörg
ár, og þjónninn hefði öllu port-
víninu yfir hvítu skyrtuna sína
— hver gerði það?“
„Og þú segir að jeg sje ung“,
sagði Lucy stranglega. „þegar
jeg ætti að segja að þú værir
varla kominn úr vöggunni“.
„Jeg veit það — jeg er vond-
ur og virðist ekki fara batn-
andi“, sagði skipstjórinn þver-
úðarfullur, „og mjer þykir leitt
að jeg skyldi koma þjer til að
þykjast falla í yfirlið“.
„Jeg varð að gera eitthvað
til þess að geta verið ein og
geta talað við þig,“ sagði Lucy.
„Það var dálítið erfitt fyrir
George, að verða að bera þig
alla leið upp á loft“, sagði skip-
stjórinn.
„Jeg er nákvæmlega hundr-
að og sjö pund“, sagði Lucy,
„sem er ekki mikið“.
„Ef til vill ekki fyrir þá. sem
eru vanir þungalyftingum“,
sagði skipstjórinn, „en öðru
máli er að gegna fyrir þá, sem
nýbúnir eru að borða — George
bljes eins og hvalur. Og hvað
snertir þungalyftingar, sagði
jeg þjer nokkurn tíma frá
sirkusnum, sem jeg flutti til
Suður-Ameríku á Esmerelda?“
„Jeg hefi heyrt alt um fortíð
þína sem mig langar til“, sagði
Lucy, „það er búið að koma
mjer í allskonar vandræði og á
ef til vill eftir að koma mjer í
fleiri. Viltu nú fara og lofa
mjer að hyíla mig í friði?“
„Samt sem áður mun fortíð
mín veita þjer mjög svo góðar
tekjur“, sagði skipstjórinn.
„Og jeg mun arfleiða elli-
hrumar konur að öllu þessu og
Gull Cottage, ef þú ferð ekki
og lofar að koma ekki aftur
hingað“, sagði Lucy.
„Guð hjálpi okkur. og jeg er
viss um að þú myndir líka gera
það“, sagði skipstjórinn. „Jæja,
þá fer jeg — þá fer jeg“, og
rödd hans hvarf í háu blístri,
en Lucy var ein eftir.
En það var ekki lengi, dyrn-
ar opnuðust og Eva kom inn.
Lucy lokaði augunum og ljest
sofa, en það þurfti meira en
svefn til þess að aftra Evu frá
líknarstörfum. Hún lagfærði
koddann undir höfði Lucy,
breiddi teppið betur utan um
hana og reif af henni skóna
með slíkum ofsa, að hver ann-
ar raunverulegur sjúklingur
hefði mótmælt. Lucy hjelt aug
unum lokuðum og hraut pínu-
lítið og svaf augsýnilega fast,
svo Eva læddist bráðlega út.
Að lokum fjell Lucy í svefn.
Klukkan á hillunni var að
slá ellefu, þegar hún vaknaði
við að einhver var að banka.
„Kom inn“, kallaði hún
syfjulega, og dyrnar opnuðust
og Cyril og Celia komu inn svo
alvarleg á svipinn að maður
gæti haldið að þau væru að
heimsækja hana á banasæng-
inni.
. „Hvernig líður þjer mamma?“
spurði Cyril hljóðlega.
„Ágætlega, elskan“, sagði
Lucy hálfsofandi.
„Það er líkt þjer að segja
það“, sagði Celia, „en heldurðu
ekki að betra sje fyrir þig að
fara til læknis. Cyril sagði
mjer að hann vissi ekki til að
þú hefðir nokkurntíma fallið í
yfirlið áður“.
58
svarað, en þetta hjelt hann að væri af eintómum þráa,
svo hann var venjulega sárgramur, þegar hann fór úr
klefa mínum. Grunur lá sýnilega á um það, að jeg vissi
mikið meira en stóð í brjefinu, og enginn vafi er á því, að
veslings Anton Killigren hefur einnig átt að flytja munn-
leg skilaboð frá konunginum, sem hann ekki lifði nógu
lengi til að skýra mjer frá. Jeg sagði Essex því ekkert,
og hann endurgreiddi mjer með því að neita að segjc
mjer, hvað orðið væri af Delíu.
Fallegan vetrarmorgun, er jeg hafði þolað allt þettc',
i fjórar vikur, opnaðist hurðin á klefa mínum, en í stao
fangavarðarins, kom í þetta skifti dóttir hans, ung <r'
mjög snotur stúlka méð lyklakippu hangandi við belti
sjer. tlún færði mjer vatn mitt og brauð.
„Góðan dag“, sagði jeg glaðlega,-því til þessa haxði jej
aðeins sjeð föður hennar, og þetta var því ánægjuleg tii-
breyting.
í stað þess að taka vel undir kveðju mína, eins og j g
hafði vonað, kinkaði hún dapurlega kolli og svaraði:
„Pabbi liggur í rúminu með kvef“.
' „Nú varla geturðu búist við því, að jeg fari að ta
yfir þessum fregnum“.
„Nei“, svaraði hún, og er jeg sá, að hún horfðl : > eð-
aumkunaraugum á mig, sagði jeg:
„Jeg^geri ráð fyrir, að kveneðlið sje það sterkt :: > jer,
að þú hafir áhuga fyrir tveimur elskendum“.
„Ó, já, en hvar er annar elskandinn?“
„Já, þarna hittirðu naglann á höfuðið. Jeg veit ekki,
hvort unga stúlkan, sem var færð hingað með mjer, elsk-
ar mig; en það veit jeg, að jeg vildi feginn ofra annari
hendi minni til að fá að vita, hvar hún er og hvernig henni
hefur vegnað.
„Það er víst best að þú byrjir á brauðinu þínu“, greip
stúlkan flóttalega fram í fyrir mjer.
Það var að vísu undarlegt, en mjer eins og fannst jeg
heyra gráthreim í rödd hennar. Þegar jeg leit upp, hafði
hún snúið bakinu í mig, og andartaki síðar var hún farin,
og búin að læsa dyrunum á eftir sjer.
★
— Þú ættir að ferðast eitt-
hvað og hvíla þig.
— Jeg þarf ekki að hvíla
mig.
— Jú, þegar þú hefir reynt
að ná í hótelherbergi.
★
Einn í mentaskóla: Af hverju
dáumst við að Rómverjunum.
Annar í mentaskóla: Fyrir
það að þeir kunnu latínu reip-
rennandi.
★
— Þeir ríku gera ekki annað
en að stela peningum frá þeim
fátæku.
— Kannske, en hvaðan fá
þeir fátæku alla þessa peninga,
sem þeir ríku stela.
★
Dóttirin: Jeg er viss um það,
pabbi, að þjer mun líka vel við
Guðjón.
— Jahá — á hann nokkra
peninga?
— En hvað þið karlmenn-
irnir eruð allir eins. Guðjón
spurði líka um það sama umj
Þig.
★
— Þegar ungur maður kom
til að biðja mín sagði jeg við
sjálfa mig: Get jeg þolað aö
verða amma barnabarnanna
hans, og þá hryggbraut jeg
hann.
★
Ast við fyrstu sýn.
Eina konu elska allar kon-
ur. — Það er konuna í speg?-
inum.
★
Málarinn: Hefirðu sjeð myncl
ina, sem jeg málaði af herra
Rögnvaldsen. Finst þjer hún
ekki framúrskarandi lík? Óg
samt neitar hann að borgá
hana.
Annar málari: Jú, það er líkf;
honum.
★
— Kantu áð spila póker?
— Nei, og það versta er, að
jeg er samt altaf að gera það.
★
Strangur vinnutími.
Skrifstofustjórinn: Hvers
vegna voruð þjer fjarverandi
allan daginn í gær?
Skrifstofuþrællinn: Jeg var
að gifta mig.
Stjórinn: Og þurftuð þjei;
allan daginn til þess?