Morgunblaðið - 22.08.1947, Blaðsíða 8
8
MORGVNBLAÐ19
Þriðjudagur 22. ágúst 1947
Pálmi Einarsson land-
námsstjóri
PÁLMI Einarsson landnáms
stjóri er fimmtugur í dag. Hann
er fæddur að Svalbarði í Dala-
sýslu 22. ágúst 1897. Árið 1918
útskrifaðist hann frá bændaskól
anum á Hólum í Hjaltadal. Síð-
an sigldi hann til Danmerkur og
varð búfræðíkandidat vorið
1923. Veturna 1923—1924 og
1924—1925 kendi hann við
bændaskólann á Hvanneyri, en
rjeðst síðan sem jarðræktarráðu
nautur til Búnaðarfjelags ís-
lands 1925. Hjelt hann því starfi
til vors 1947, er hann var skip-
aður landnámsstjóri.
Hann er giftur Soffíu Sigur-
hjartardóttir frá Urðum í Svarf
aðardal og eiga þau margt
mannvænlegra barna.
^Þetta er í stuttu máli æfisaga
þess manns, sem mest allra nú-
lifandi manna hefur markað
stefnuna í jarðræktarmálum ís-
lenskra bænda. Sem jarðrækt-
arráðunautur hefur Pálmi Ein-
arsson ferðast um mestan hluta
landsins, kynnt sjer ræktunar-
ástand þess, orðið vísari um
vilja og getu bændanna í rækt-
unarmálum og lært af reynslu
þeirra og framkvæmdum. Pálmi
er einn af þeim mönnum, sem
alltaf hefur vilja og getu til
að leiðbeina öðrum í öllu því,
er að jarðrækt lýtur, en getur
jafnframt sjálfur lært af því,
sem hann sjer og heyrir. Leið-
beiningar hans eru því ekki
fyrst og fremst fræðilegar kenni
setningar -skrifstofumanns í
Reykjavík, heldur eru þær sótt-
ar út í lífið sjálft. F'ræðimennsk
an er aðeins höfð til stuðnings.
Sem jarðræktarráðunautur
mun Pálma Einarssonar lengi
verða minnst. Og jeg tel það
hvorki oflof um hann, nje of-
last um aðra, þótt sagt sje, að
hann sje einn af vinsælustu
ráðunautum, sem starfað hafa
hjá Búnaðarfjelagi íslands, og
sá þeirra sem hvað mest liggur
eftir.
Dugnaður Pálma er svo þekkt
'ur, að ekki þarf að crðlengja um
hann hjer. Hann er boðinn og
búinn til starfa, hvort sem er
í yenjulegum vinniutíma eða
ekki og hvort sem launin fyrir
starfið eru há eða lág.
Ræktunarmálum íslands hef-
ur fleygt svo fram á síðustu ára
fimtugur
tugum, að þær framfarir þola
vel að skoðast á alþjóðamæli-
kvarða. Tveir menn eiga öðrum
fremur þátt í þessum framför-
um. Það eru þeir Sigurður Sig-
urðsson búnaðarmálastjóri og
Pálmi Einarsson. Þeirri ræktun
aröldu, er þeir hrundu af stað,
eiga íslenskir bændur mikið
upp að unna. Á áhrifum henn-
ar byggist íslenskur búskapur í
dag, og hún mun eiga sinn stóra
þátt í að hrinda íslenskum
bændum yfir örðugleikana á
næstu árum. Þakkarorð eru
máttlaus í launaskyni, en sá sem
innir af hendi gott og mikið
starf, hlýtur af sjálfu sjer laun
í auknum manndómi og þroska.
Á fimmtugsafmælinu vil jeg
færa Pálma Einarssyni þakkir
fyrir það samstarf er við höf-
‘um átt saman, bæði í Verkfæra
deild ríkisins og víðar. Jeg óska
honum til hamingju í hinu nýja
landnámsstjórastarfi. En því
aðeins verða embættaskiptin til
hagnaðar fyrir bændastjett
landsins, að íslenska ríkið veiti
landnámsstjóranum skilyrði til
þess að lyfta þeim Grettistök-
um, sem geta hans og áhugi
leyfir, á þeirri glæsilegu braut
að rækta landið.
Guðm. Jónsson.
I........"""".................S
| Kona vön húshaldi óskar |
I eftir
§ í Reykjavík, sömuleiðis |
| góðu sjerherbergi. Þeir, 1
| sem vilja sinna þessu, leggi |
I nöfn sín inn á afgreiðsiu |
i Mbl. fyrir næsta miðviku- i
| dagskvöld, merkt: „Hús- I
í hjálp — 526“. _________!
Fimtugur:
Guðmundur Kr. Símonarson
verslunarmaður
FIMMTUGUR kvað vera í
dsg Guðmundur Kr. Símonar-
son, verslunarmaður og al-
kunnur söngmaður5 Holtsgötu
12 í Reykjavík. Þetta segja nú
bækur kirkjunnar. En sjálfar
kirkjuhvelfingarnar óma af
æskudjarfri og fagurþróttugri
tenórrödd hans, nú eins og und
anfarin 25 ár. Því að á þessu
herrans ári á hann einnig ald-
arfjórðungs afmæli sem kirkju
söngvari í bænum. Fyrst mun
hann hafa sungið tvö ár í frí-
kirkjunni, en síðan hefur hann
þannig lagt fram sína góðu
krafta dómkirkjugestum ■—
og einnig fjarstöddum áheyr-
endum — til ánægju og and-
legrar uppbyggingar. Forföll-
in hjá Guðmundi, þau eru telj
andi á fingrum sjer, hann mæt
ir manna best. Hann segir söng
inn — eins og rjett er — ein-
hverýa bestu vörn við kvefi og
cleni, þegar sungið er af lífi
og sál, og víst er, að blossandi
ást hans á sönglistinni er æv-
arandi og óumbreytanleg. Mjer
telst varlegur útreikningur sýna
að Guðmundur hafi þennan
aldarfjórðung starfs síns sung-
ið við nær hálft þriðja þúsund
messur. Þá bætist og við milli
tíu og tuttugu ára söngstarf
fyrr á árum við útfarir hjer í
bænum. í söngförum til útlanda
hefur Guðmundur tekið þátt a.
m. k. fjórum sinnum: Árið
1929 í blönduðum kór Sigfús-
ar Einarssonar, er gat sjer góð
an orðstír á söngmóti Norður-
landa. Enn fremur í þessum
þremur karlakórsferðum: Ár-
ið 1922, 1926 og 1946. í Karla-
kór K. F. U. M. og Fóstbræðr-
um hefur Guðmundur nú sung
ið í 25 ár eins og í kirkjun-
um. Hve oft hann hefur stað-
ið í fríðri söngfylkingu á op-
inberum vettvangi, má Guð
einn vita, en ólíklegt er, að
nokkur Islendingur á sama
aldri hafi gert það oftar. All-
oft hefur hann veitt mönnurr.
ánægju með einsöng. Og jeg
var næstum búinn að gleyma
útvarpskórnum og Leikfjelag-
inu, en það þýðir ekki að reyna
að telja upp allt söngstarf hans.
Fmm mínúfna krossgáfan
Flestar frístundir hafa farið í
söng.
Löngu áður en jeg þekkti.
Guðmund Símonarson persónu
lega vissi jeg frá Sigfúsi Ein-
arssyni, dómkirkjuorganista að
hann taldi rödd Guðmundar og
skapgerð hafa verið vísa til
frama, að honum hæfði að
standa einum á söngpalli og
helga sig sönglistinni einvörð-
ungu. En fyrir honum hefur
ætíð verið ríkust hin fjelags-
lega hlið söngsins, enda getur
ekki ákjósanlegri fjelaga en
Guðmund. Telur hann sig gæfu-
mann, að hafa átt samleið með
mörgum góðum og glöðum
dreng, en heimilisgæfu, sína þó
mesta með góðri konu og mann
vænlegum börnum.
Guðmundur Símonarson er
einn þeirra manna, sem gott
er að hafa í viðurvist sinni í
mikilli gleði og mikilli sorg.
Hann sómir sjer ávallt jafn
vel. Fyrir tillag Guðmundar í
söng bæði á gleðistundum, há-
tíðum og líka hrygðarstundum
leyfi jeg mjer að flytja hon-
um bestu þakkir samborgara
hans ásamt ágætum heillaósk-
um í tilefni fimmtugsafmælis
hans og söngafmælis.
Helgi Tryggvason.
SKYRINGAR:
Lárjett: — 1 sljetta •— 6 her-
bergi -— 8 fjall — 10 tvíhljóð
— 10 kuldinn — 12 tveir sjer-
hjóðar •— 13 hvað -—- 14 málm-,
ur — 16 mánuður.
Lóðrjett: —■ 2 ríki ■— 3 ráðn-
ingar — 4 tveir eins — 5 draug
ar — 7 á fugli — 9 bar — 10
trje — 14 tala erl. — 15 röð.
Lausn á seinustu krossgátu:
Lárjett: — 1 Ölver — 6 sín
•— 8 af — 10 áa — 11 bragðar
-— 12 bú ■—■ 13 ra — 14 ham
— 16 Ræsir.
Lóðrjett: — 2 L. S. — 3 vín-
glas — 4 en — 5 gabba — 7
karar — 9 frú — 10 áar — 14
hæ
15 mi.
ð þúmnd gesfir
á dýrasfningunni
DÝRASÝNJNGUNNI í Örfiris
ey er nú að verða lokið. Hún
hefur staðið á þriðja mánuð.
Samtals hafa um 40,000 sýning
argestir heimsótt sýninguna það
sem af er. Þar af hafa 28000
greitt fuilan aðgangseyrir en
hitt eru börn og unglingar er
fengið hafa ókeypis aðgang.
Sjómannadagsráðið og sýning
arnefndin óska að flytja öllu
þessu fólki, sínar innilegustu og
bestu þakkir fyrir velvild þess
og stuðning við sýninguna og við
það góða málefni, sem njóta á
arðsins af sýningunni.
AVGLÝSING
ER GV LLS 1G1LD1
<^<$x$>3xSxJx$x§x§x$x$x^x$<$«^<§x§x$x3x$x$>3x$xí*§x$«$*§x^<§x$x$xJ«$x$«$xSxJx^<$>3x$x$x$x$xSx^<
Atvinna - Húsnæði
Skrifstofumaður sem hættir vinnu kl. 5, óskar eftir
atvinnu 2—4 tíma á kvöldin. Sá sem getur útvegað 1—2
herbergja íbúð, gengur fyrir, en ekki skilyrði. Þeir sem
álmga hafa á þessu sendi upplýsingar til afgr. blaðsins
merkt: „Atvinna — húsnæði“.
Eflír fioberf Slðrifs
Y THAT C5A/V1E
WARDEN— HE
$POKE ABOUT
KRIN6ÍN6 316
PI£H "TO 600K"
-LIKE A COP
A1I <5HT Z-Ai -
WHAT'SA /VIATTER,
| LMER-UPZ'? 'IOU
!' L00K W0RRIEDÍ
Einn bófanna: Hvað er að þjer, Kalli? Þú ert svo
eins og lögregluþjónn gæti komist að orði. Kalli mitt hjer? Hm-mm. Þarna er hann víst, en hverjh;
áhyggjufullur á svip. — Kalli: Það var þessi veíði-
vörður. Hann talaði um að góma stóra fiska, rjett
hugsar með sjer: Þetta er nú ekki svo fjölsóttur
veiðistaður. Því skyldi honum hafa skotið upp ein-
eru hinir, sem með honum eru? — Löggar!
J