Morgunblaðið - 22.08.1947, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.08.1947, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 22. ágúst 1947 MORGVNBLAÐIÐ 7 Skyldu bútur mínir róu í DAGARNIR liðu og ekki kem ur skipið! Jeg er farin að spyrja eins og Árni í Botni: Skyldu bátar mínir róa í dag? ►— Jeg verð að bíða í þessu landi þangað til jeg frjetti um eitthvert skip, einhverstaðar — og á meðan geng jeg um göt- urnar og reyni að kynnast þess- ari undarlegu borg. Jeg er búin að uppgötva hvað karlmennirnir gera á með an konurnar þeirra sitja á veit- ingahúsi og drekka öl. Þeir fara inn á annað veitingahús og spila á spil! Einu sinni sá jeg þó „pör“, en hvort þau voru gift eða ógift, veit jeg ekki. Þau sátu saman við borð út við glugga, mjög svo alvar- leg og drógu mismunandi lang- ar eldspítur hvort úr annars hendi. Jeg geri ráð fyrir að þau hafi verið að draga um hvort þeirra ætti að borga ölið. Um fjögur leytið eru blöðin borin út. Það þætti víst heidur seint í öðrum löndum, en hvað um það. Það er líka hátíðleg athöfn, að því er virðist. Mað- urinn, sem ber blöðin hingað í götuna og næsta nágrenni, er í einkennisbúningi. Hann ber blaðapokann í bandi yfir öxl- ina og heldur á lúðri í vinstri hendinni. I hvert sinn sem hann tekur blað upp úr pokanum blæs hann einar 3—4 „trillur“ í lúðurinn. Síðan stingur hann blaðinu hátíðlega inn um póst- kassaopið á næstu dyrum. Þetta endurtekur sig við hvert einasta hús. Jeg er hrædd um að þetta þætti heldur mikið umstang heima á íslandi, en þetta er gamall siður, sem Belgir vilja ekki leggja niður. Fyrr á öld- um bljes pósturinn alltaf í lúð- ur þegar hann ók inn í eitt- hvert þorp og eins þegar hann fór! Þá er líka skrítið að sjá mjólkursalann. Klukkan hálf- níu á morgnana heyrist bjöllu- hringing úti á götunni. Það er mjólkursalinn. Hann er með dá- lítinn vagn og hundi beitt fyrir. Hundurinn situr og hvílir sig á meðan maðurinn hringir bjöll- unni og mælir mjclkina handa húsmóðurinni. Svo skröltir vagninn aftur yfir steinlagning una að næstu dyrum. Þetta er algengt í Sviss og Frakklandi og eftir því sem jeg best veit, er það líka siður í Hollandi að láta hunda draga vagna. Oft virðast hlössin vera það þung, að þau sjeu hundunum ofviða, en þá kemur fyrir að maður- inn hjálpar til. Jeg kenndi í brjósti um hundana í Sviss þeg- ar kaldast var í vetur og þeir urðu að draga vagnana eftir ísi lögðum götunum. En þeir eru sjálfsagt svo vanir þessu að þeim gerir það ekkert til. Hjer er alltaf mibið um dýrð- ir á sunnudagana. Þá eru skrúð göngur með lúðrablæstri og trumbuslætti og fólki í þjóð- búningum. Einu sinni var jeg svo heppin að sjá skrúðgöngu, sem var mjög eftirtektarverð. Fólkið var allt í þjóðbúningum, eða búningum frá miðöldunum og skrúðgangan átti að tákna hinar ýmsu stjettir þjóðfjelags- ins. Fyrst kom hljómsveit, þá ungar stúlkur, sem dönsuðu þjóðdansa, þá komu kaupmenn (djtir Cju&r. jjlónáclóttur jrá jf^reótlalba I irnir gangandi reykjandi lang- I ar pípur. Þá sjómennirnir, en það voru drengir í sjómanna- búningi og þeir stóðu um borð í skipi sem dregið var af tveim ur hestum. Skipið veltist ó- þyrmilega, rjett eins og í ólgu- sjó, svo skipstjórinn varð að halda sjer dauðahaldi í stjórn- pallinn, til þess að detta ekki. Næst komu bændurnir gang- ’andi og á eftir þeim kom blóm skreyttur vagn með ungum jstúlkum í hvítum kjólum. Loks komu iðnaðarmennirnir og öl- bruggararnir í vagni með geysi stóra tunnu á milli sín og á eft- ir þeim komu veitingahúsin og | verslunarhúsin hoppandi og dansandi, en þau voru búin til úr pappa og innan í þeim voru glaðlifandi stráklingar í græn- um skósíðum pilsum; þeir hopp uðu og dönsuðu svo furðulegt var að sjá. Það var líka kyn- legt að sjá „Nýlendurnar“, en það v.ar líka vagn og í honum sátu „svertingjar" í mislitum lendaskýlum. Þeir voru nú samt ekki allir nógu vel málaðir, sum ir höfðu gleymt að svörtu peys urnar þeirra náðu ekki alveg upp að .höku, svo þeir voru með hvítan hring um hálsinn. Niðri við Koningin Astrid Plein er altaf fullt af fólki. Þar ^er líka dýragarðurinn og aðal- I brautarstöðin, svo allir eiga þangað eitthvert erindi. A horn i inu er „bar“ þar sem seldur er ís og kökur. Geysistór bak- ari með hvíta húfu stendur við að baka pönnukökur og ýmis- legt annað góðgæti. Gluggarn- ir eru opnir og gluggakisturn- ar eru búðarborð. Þar er alltaf þröng mikil svo varla er hægt að komast framhjá. Sitt hvoru megin við hornið standa menn, sem taka „7 mínútna myndir“. Þeir eru ólíkir öllum götu- myndasmiðum, sem jeg hefi sjeð. Þeir segja ekki eitt ein- asta orð, en standa grafkyrrir við vjelina sína og bíða átekta. Jeg man eftir myndasmiðnum fyrir framan Pjeturskirkjuna í ,Rómaborg. Jeg var í stundar- fjórðung að reyna að komast í burtu, svo ákafur var hann og ákveðinn í að láta mig ekki sleppa. Hann talaði og talaði á frönsku, ensku og ítölsku og fullvissaði mig um að myndin væri hreinasta fyrirtak. Þó tókst mjer að lokum að komast í burtu án þess að kaupa mynd- ina. I Brautarstöðin líkist gamalli höll að utan, en að innan er hún líkust námugöngum djúpt í iðrum jarðar. Tollstöðin er þar langt niðri í undirdjúpUn- um. Jeg fór þangað til þess að sækja dótið mitt. Þar var þungt saggaloft og í fjarska heyrðist dimmur undirgangur. Það voru lestirnar, sem komu og fóru. Það skrölti ömurlega í hjólun- um á börunum burðarkarlsins, sem ók dótinu mínu, og jeg var fegin þegar jeg komst aftur út' í dagsbirtuna. Það var rjett eins og að sleppa út úr höllinni lians Bláskeggs. J Jeg fór niður að Groote Markt í dynjandi rigningu til þess að spyrja um skip. Salvius Brabo stóð þar ofan á gosbrunn inum sínum og bar við gráan himininn. Regnið dundi á hon- um með þungum gný. Aum- ingja Brabo! Það hefir ekki ver ið nein sæluvist fyrir hann að vera hjer. Hann sem var Róm- verji, alinn upp við sól og blá- an himin. Varla er hægt að hugsa sjer meiri andstæðu hvað loftslag snertir en Ítalíu og Belgíu og bó hefir það verið ennþá átakanlegra fyrir 2000 árum síðan, þvi þá voru bakk- ar Schelde einn mýrafláki. En Brabo hefir borið það með karl mennsku eins og Rómerja var siður og enn stendur hann óbif anilegur þrátt fyrir dynjandi regnið. Húsin við Grootc Markt snúa göflum út að torginu. Jeg fór inn í eitt þeirra og inn á skrif- stofu skipaútgerðarinnar Van den Broeck. Mjer til undrunar fannst mjer jeg kannast við hús ið og skrifstofuna og jafnvel skriístofustjórann sjálfan, þó jeg hefði aldrei komið þar áð- ur. Mjer var vel tekið, en því miður gat jeg ekki fengið far með skipi, sem þó átti að fara til Islands, því það hafði ekki leyfi til þess að flj’tja farþega og síst kvenfólk. Jeg fór aftur út í rigninguna, vonsvikin — og braut heilann urr. hvað það væri, sem jeg hefði „kannast við“ og smám saman áttaði jeg mig á því. Groote Markt er nauðalíkt Tyskebryggen í Berg- en í Noregi. Jeg sá Hansasafn- ið í Tyskebryggen 1938. Það er kaupmannshús með verslun á neðstu hæð og skrifstofum uppi á lofti. Ollu var nákvæmlega eins fyrir komið og hjer við Groote Markt, þó er munurinn sá, að jeg gat fengið að koma hingað inn á skrifstofuna um- svifalaust, en Hansakaupmenn- irnir leyfðu ekki kvenfólki að koma inn fyrir sínar dyr. Nema það hafi verið þessvegna að jeg fjekk ekki að fara með skip- inu! — Göturnar í kringum Groote Markt eru þröngar og krókótt- ar. Þar er hver búðin um aðra þvera með allskonar skrani, sem kallað er „minjagripir“. Meðal annars eru þar smástyttur í ýmsum stærðum af hinum nafn fræga „Manneken Pis“ í Brux- elles, >en það er líkneski af smástrák, sem stendur allsnak- inn og sprænir út í loftið. Belgir haida ákaflega mikið upp á þennan strák. Á hátíðis- dögum færa þeir hann í her- foringjabúning með óteljandá orðum og heiðursmerkjum og setja þríhyrndan hatt á höfuð- ið á honum. Þegar komið er upp að Meir- torginu er rjett eins og maður sje kominn í annan heim. Hjer er „skýskafi“, sá fvrsti sem jeg hefi sjeð á æfi minni, en hann er þó ekki nema 26 hæðir. Hjer er 20. öldin einráð og hjer kem ur sporvagn, svo jeg get komT ist heim úr rigningunni og hald ið áfram að bíða eftir skipi, sem aldrei kemur. 40 þúsund skátar við hátíðlega setningu Friðar-Jamboree FagnaSarlæii lugþúsunda, er Islendingar gengu inn á SJÖTTA ALHEIMSMÖT skóta var sett að Moisson laugar- daginn 9. ágúst. 40 þúsund skátar voru þá mættir til mótsins og auk þess um 20 þúsund gestir og áhorfendur. Mótið var sett að kvöldi til eftir að dimmt var orðið, kyndlar lýstu upp allt setningarsvæðið, sem kallað er L’ Arena. Við aðra hlið þessa svæðis, sem er meira en 1000 metra langt, er komið fyrir sæt um fyrir margar þúsundir manna og fyrir því miðju er upp- hækkun mikil, sem kölluð er Trihuné, þar gnæfa yfir 5 turnar sem bera hina 5 fána frá þeim alheimsmótum sem áður hafa verið háð. Yfir Tribuné liggja tröppur að baki, sem hallandi brautir niður og inná svæðið, sem þjóðirnar gengu eftir inná mótið. Við hina hlið Tribune eru* fánastangir er bera alla fána og andi mun lifa og vaxa i þeirra 42. þjóða sem mótið skátahreyfingunni á meðan sækja og aðal fánastöng móts- j nokkur frjáls hugsun nær að ins, sem er hvítur turn meira blómgast. en 50 metra hár. Að ræðunni lokinni var líf Þjóðirnar gengu inn á svæð- ' og starf Baden Powells hyllt ið í stafrófsröð og vorum við ákaflega. Því næst tók til máls næstir á eftir Indverjum, en þeirra skátar voru um 700 tals- ins. Við gengum upp á Tri- buné í tveimur níföldum röð- um og staðnæmdumst á pöllun- um beggja vegna við miðturn- inn. — Það var áhrifarík stund fyrir okkur, sem orð fá ekki innanríkisráðherra Frakklands og lýsti ánægju sinni yfir því að Frakklandi skyldi hlotnast sá heiður að taka á móti svo góðum gestum frá svo mörgum löndum. Þá tók til máls aðal mótstjóri Jamboree, Van Effen- terre og lýsti hann hið 6. Jam- lýst, þegar hið mikla mannhaf boree opnað. Lustu skátarnir blasti við okkur, og ljóskastar-(þá upp Jamboree-hrópinu og ar og hundruð allskonar mynda í tendruðu kyndlana, sem áður hafði verið útbýtt, en þeir voru allir tendraðir frá 5 vögnum, sem óku inn mitt svæðið og báru merki hinna fyrri móta. A skammri stundu varð allt svæðið að iðandi ljóshafi, sem leystist sundur smátt og smátt, því nú hjelt hver heim til sinna búða. Allar götur frá L’Arena urðu eins og ljóselfur, sem lið- uðust inn í skóginn og myrkrið. vjela beindust að oltkur — há talararnir tilkynntu að þetta væri ísland •— ísland gengur inn á svæðið. Fánarnir lyftust og við geng um syngjandi inn á svæðið. Fagnaðarópin frá þúsundunum flæddu á móti okkur og nafn Islands var hrópað á öllum hin um framandi málum sem þarna voru töluð. Raðir okkar fjellu saman í 18. falda röð og við Syngjandi og fagnandi hjeldu gengum undir vaxandi fagnað- blysfararnir hver til .síns heima arópum á þann stað sem okk- °S tendruðu nýjan Jamboree- ur var ætlaður í Alsírhjeraðs- eld- Jamboree, þetta dásamlega búðum. Innganga þjóðanna íók æfintýr, var hafið! Heima i meira en klukkutíma, þar til °kkar litla íslandi lýstu Hekla setningarathöfnin hófst, með °S Geysir við hliðið. Við skild- því að skátahöfðingi Frakk- ' um a svæðinu við fánastöngina lands, General Lafont, flutti lúðurinn hljómaði kyrrð á ávarp, og lýsti tilgangi þessa íslandl- Við hurfum þöglir og móts og þýðingu þess til þess Þreyttir til tjaldanna og öllum að fullnægja óskum og vonum var 3jóst að við vorum alls mannkyns um frið og þlngað komnir til að reynast j bræðralag. Hann bauð skáta íslandi vel og jeg veit að eng- [ frá öjlum löndum veraldar vel- 1 lnn bregst þegar skyldan kallar. komna til Frakklands og bað j Helgi S. þá nota tímann vel til að hnýta) vina og bræðrabönd, sem mættu verða til þess að halda mann- j : kyninu frá nýju flóði styrjalda og mannvonsku. Eftir að ræða skátahöfðingj- | Á FUNDI bæjarráðs er hald j ans hafði verið þýdd á ensku inn var s.l. mánudag, voru til ■lefnd ræSií veil- ingaleyfi J og Frakkland beðið lifa, með voldugu hrópi, þá hófst hátíð- , legasta stund setningarinnar. Það var flutt af plötu ræða ! Baclen Powells, sem hann hjelt við setningu síðasta Jamboree í Hollandi fyrir nákvæmlega 10 árum síðán. Djúp og algjör þögn rikti vfir þeim þúsuhd - , um sem þarna voru, svo ekk- I ert truflaði rödd hins • aldna, 115na mannvinar. Rödd hans umræðu reglur þær er seftar verða fyrir bæjarstjórn til að fara eftir yið veitingu meðmæla til að fá veitingaleyfi. Samþykkt var, að biðja Mat-/ sveina- og veitingaþjónaf jelag ís lands, Veitingaþjónafjel. Reykja víkur og Sámbatid veitinga- Ög gistihúsaeigenda, að tilgreina hvert einn mann í nefnd, til á- samt fulltrúa bæjarráðs að gcara- tillögur í þessum efnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.