Morgunblaðið - 22.08.1947, Blaðsíða 1
34. árgangur
Ísftíoldarprentsmiðja h.f.
188. tbl. — Föstudagur 22. ágúst 1947
Bandalag
rómanskra
Gyðingum við Port de
Bouc settir úrslitakostir
Spánverjar éhugasamaslir um iijlöpur
Pérons í þá ált
MADRID.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Kemsley.
MEÐL stjórnmálamanna er mikið talað um að stefnt sje til
myndunar bandalags allra rómanskra þjóða. F.r það Peron
hershöfðingi, forseti Argentínu, sem hefur frumkvæðið í til-
raunum í þá átt. — Heimsókn Evu Peron til Evrópu er talin
hafa verið mikið meira en skemtiferð og það er sjerkennilegt,
að bæði í Madrid og Lissabon hefur orðrómurinn um rómanskt
handalag blossað upp.
Heimsókn hennar er talin^
standa að einhverju leyti í|
sambandi við orðsendingu, sem j
argentínski sendiherrann í j
Mádrid flutti Franco hers-
höfðingja snemma á árinu.
Því hefur verið lýst yfir op-
inberlega, að frú Peron muni
heimsækja Brasilíu á heim-
leiðinni, þegar hún snýr við
eftir Evrópuferð sína. Einnig
er búist við að húr. korni við i
Uruguay.
Pólitískt samband
Randalag rómanskra þjóða,
ef til þess kæmi mundi verða
fjárhagslegt og efnahagslegt á
ytra borði, en í rauninni yrði
sambandið einnig pólitískt, því
að ef öll þau ríki mynduðu
bandalag, yrðu þau í samein-
ingu sterkt heimsveidi.
Spánverjar ákafastír
Að sjálfsögðu vekur hin svo
kallaða Peron-áætlun mesta eft
irtekt í Madrid, því að Spánn
er nærri útilokaður frá öllum
alþjóðamálum og eina rikið,!
sem þorir að sýna stjórn
Franco vináttu, er Argentína.
Á Italíu eru margir fylgjandi
bandalagi rómanskra þjóða, þvi,
að fólk vonar, að þá muni að
einhverju greiðast úr erfiðleik-
um þjóðarinnar.
Kasla sjer í fallhlíf-
um yfir Palestínu
París í gærkvöldi.
TUTTUGU og einn Gyðingur
allir ungir og framkvæmdasam
ir menn, eru nú að ráðgera að
fara með flugvjel að næturlagi
yfir Palestínu og kasta sjer þar
út í fallhlíf. Ef tilraun sú tækist
vel og fallhlífafólkið slyppi und
an vörðum Breta í landinu, get
ur verið að þetta sje byrjun að
miklum flugflutningum til lands
ins, sem yrðu'kostaðir af sterk-
um bandarískum Gyðingafjelög
um.
Engin leynd hvílir yfir þess
um áætlunum þeirra, og ekki er
að vita, hvaða gagnráðstafana
Bretar efna til. — Reuter.
Siglufirði í gærkv.
SILDAR verður enn vart á
sömu slóðum, þ. e. a. s. norð-
vestur af Rauðunúpum, en
veiðin mjög lítil og aðeins ein-
staka skip hafa fengið lítil
köst.
Flugvjel er var að leita síld-
ar sá síld við Dalátanga og fóru
þangað þegar hin stærri síld-
veiðiskip. Þegar þau voru kom
in á miðin var þar komin vind
ur, svo ekki gátu skipin veitt
neitt í gær. Nú bíða þau þess
að veður lagist. Þá bárust og
frjettir um að síld hefði sjest
vaða á Norðfirði, en þegar gætt
var betur kom í Ijós að torf-
urnar voru sílatorfur.
Nokkur skip hafa komið til
Siglufjarðar og hefur afli þeirra
farið til söltunar. Skipin eru
Hvanney, með 400 tunnur,
Gunnvör 250, Sæmundur 150,
Dagný og Fylkir, einnig með
150, Esther 200 og Siglunes 100
tunnur.
Hjalteyri.
í gær komu til Hjalteyrar 2
skip, símar frjetaritari Morgbl.
í gærkvöldi. Skipin voru Ald-
en með 53 tunnur og Olafur
Bjarnason.
Enga samvinnu við
de Gaulle
París í gærkvöldi.
FRANSKI sósíalistaflokkur-
inn gaf út tilkynningu um það
í dag að ef einhver fulltrúi
flokksins ætti nokkra samvinnu
við fylgismenn De Gaulle-hreyf
ingarinnar væri hann þar með
af sjálfu sjer rekinn úr flokkn
um. Var það tekið fram að De
Gaulle væri svarnasti andstæð
ingur hagsmuna sósialistaflokks
ins og að þess vegna gæti það
ekki samrýmst reglum flokksins
að hefja samstarf við hann að
nokkru leyti. •—- Reuter.
Boral effir ®\m í
Verða þeir fluttir
til Hamborgar?
MARSEILLE í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
GYÐINGAFLÖTTAMENNIRNIR sem eru á þremur bresk
um flutningaskipum við Port de Bouc hafa fengið úrslitakosti
frá bresku stjórninni. Fór breski ræðismaðurinn í Marseille
í dag um borð í eitt þeirra og las upp boðskap bresku stjórnarinn
ar þar sem segir að nú sje um tvo kosti að velja fyrir þá.
------------------------<»
DANSKIR verkfræðingar eru
að gera tilraunir til að bora eft-
ir olíu við Ilolstebro í Dan-
mörku. í þeim tiígangi hafa
þeir reist þenna stóra olíubor,
sem hjer sjest á myndinni.
Rússar mófmæla
Rússnsska neilunar-
enn
New York í gærkvöldi.
RÚSSAR beittu enn einu sinni
neitunarvaldi sínu í Öryggisráði
í dag er umsóknir fimm ríkja
um upptöku í Sameinuðu þjóð-
irnar var til umræðu. Greiddi
rússneski fulltrúinn atkvæði
gegn því, að umsókn ítalíu yrði
samþykkt, en Bretar og Banda-
ríkjamenn voru henni ákveðið
fylgjandi.
Hin ríkin, sem sótt hafa um
upptöku, eru Austurríki, Rúmen
ía, Búlgaría og Ungverjaland.
Umsókn Ungverjalands hefur
i þegar verið vísað á bug. Fulltrúi
Bandaríkjanna lagðist gegn því
að hún yrði tekin til greina, full
trúi Sýrlands var upptökuum-
sókninni meðmæltur en hinir níu
fulltrúarnir greiddu ekki at-
kvæði. — Reuter.
Rússneska stjórnin hefur bor
ið fram mótmæli vegna ráð-
stefnu þeirrar, sem hefjast á í
London á morgun (föstudag)
um framleiðslu Þýskalands. Bret
ar, Bandaríkjamenn og Frakkar
taka þátt í ráðstefnunni, en Rúss
ar halda því fram, að þeir hefðu
einnig átt að vera þátttakendur.
Stjórnmálafregnritarar telja
að ekki komi til mála að fresta
ráðsteínunni. — Reuter.
Korsku stórþings-
mennirnir jiakka
NORSKU stórþingsmennirnir
sem voru á íslandi frá 27. júlí —
3. ágúst, í tilefni af móti hins
Sprongjuárás á
mslun
Jerúsalem í gær.
AÐVÖRUNARMERKI voru
gefin hjer í Jerúsalem í dag er
sprengjuárás var gerð á verslun
í borginni miðri. Framhluti
vepslunarinnar gereyðilagðist,
en enginn maður mun hafa
r.ieiðst.
Vitað er, að Arabar höfðu fyr
ir skömmu varað eiganda vérsl
unarinnar við að eiga viðskipti
við Gyðinga. — Reuter.
Þorp brenna á iava
norræna þingmannasambands,
hafa beðið um, fyrir milligöngu
formanns síns fyrverandi ráð-
herra Sven Nielsen að flytja sín
ar hjartanlegustu þakkir til
allra fyrir þá miklu gestrisrd og
vinsemd sem þeim var sýnd hjer
á meðan þeir dvöldu hjer á ís-
landi.
Batavia í gærkvöldi.
IJOLLENDINGAR tilkynna
hjer í Batavia að komið hafi til
átaka milli hollenskra hersveita
og Indonesa á mið og austur-
Java. Kveikt hefur verið í fimm
þorpum um 30 mílum fyrir aust
an Batavíu og ein af stærstu
teverksmiðjum heimsins breimd
til grunna. — Reuter.
Annaðhvort að þýðast boð
frönsku stjórnarinnar um að
ganga á land eða að Bretar taki
til sinna ráða, sigla skipunum
með alla þú 4400 Gyðinga, sem
innanborð eru til hernámssvæðis
síns í Þýskalandi.
Gaf breska stjórnin gyðingun
um frest til ki. 17,00 eftir Green
wich tíma á morgun. Ef þeir
hafa ekki gefið jásvar sitt fyrir
þann tíma, segjast Bretar muni
sigla skipinu af stað á mínút-
unni.
Tilmæli til Gyðinga-
stofnunarinnar.
Bretar hafa sent Gyðingastofn
uninni tilmæli um að hún fari
þess á leit við skipsmenn, að þeir
gangi á land í Frakklandi, en
Gyðingastofnunin hefur svarað
að hún muni aldrei láta nota sig
sem verkfæri til að koma í veg
fyrir að Gyðingar komist til hins
fyrirheitna lands og neitað til-
mælunum.
Fara þeir í land?
Litlar líkur virðast vera á að
Gyðingar gangi á land, því að
meðan breski ræðismaðurinn
var að lesa upp boðskapinn köll
uðu þeir ókvæðisorðum til hans
og æptu, að þeir skyldu aldrei
fara eftir fyrirskipunum frá
Bretum.
Bretar ætla sjer áreiðanlega
ekki að framlengja frestinn.
Verður vinnutíminn
aukinn aílur!
London í gærkvöldi.
ENGIN ákvörðun hefur enn
þá verið tekin um það, 'hvort
vinnutími breskra námumanna
verði lengdur á ný. í dag var
þó í ráði að forystumenn námu
manna ræddu við fulltrúa stjórn
arinnar, svo búast má við á-
kvörðun um þetta efni innan
skamms.
Um 2,80Q Pólverjar vinna nú
í breskum námum, en 3,800
hafa þegar verið þjálfaðir til
starfsins. — Reuter.