Morgunblaðið - 23.08.1947, Blaðsíða 10
10
"■"“Sf'kSfmi
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 23. ágúst 1947!
ÆVIRAUNIR MIRY 0’ NEILL
(Cftir J4ai( Ci
aLne
*--
7. dagur
Hann hjet Martin Conrad og
var einkasonur þeirra hjón-
anna. Hatturinn, sem hann var
með var gamall hattur af pabba
hans, og það var seinasta flíkin,
sem hann tók af sjer á kvöldin
og á morgnana setti hann hatt-
inn upp áður en hann fór að
klæða sig. Þegar gatið kom á
hattkollinn, hafði móðir hans
reynt að fela hattinn, en dreng-
urinn fann hann altaf. Einu
sinni fleygði hún hattinum í
ána, en drengur náði honum.
Drengurinn var undarlegur í
háttum og fann upp á mörgu.
Hann kvaðst hafa lifað í trje
áður en hann fæddist og ráðið
fyrir rigningum. Hann var tor-
næmur og á hverjum morgni,
þegar hann var vakinn, var
það vanaviðkvæðið að hann sæi
eftir því að hafa farið að ganga
í skóla. Hann var því hvorki
jafn vel læs nje skrifandi og
jafnaldrar hans og rjettritun
gat hann ekki lært, því að hann
skrifaði eftir framburði al-
múgafólksins, sem hann um-
gekkst.
Helsti vinur hans var
Tommy stýrimaður. Hann átti
heima í kofa niður .við strönd
ina og gerði oft ýmislegt fyrir
læknirinn um leið og hann
gekk hjá. Fyrir löngu hafði
Tommy sagt drengnum stór-
kostlega sögu. Hún var um
norðurhafsferðir, því að Tommy
hafði verið í leiðangri, sem
sendur var til að leita að Frank
lín. Þessi frásögn hreyf Martin
svo, að hann stóð á hverjum
morgni við hliðið og beið þess
að Tommy kæmi og segði sjer
sjer meira. Hann byrjaði á því
að kalla:
„Hefirðu farið til norður-
pólsins í dag, Tommy?“
En Tommy leit „stjórnborðs-
auganu“ gletnislega til hans og
sagði:
„Nei5 ekki í morgun. Jeg er
hættur að fara til norðurpóls-
ins nema svo sem tvisvar á
dag“.
Seinna fjekk Martin svo þá
hugmynd að norðurpóllinn væri
næsta umhverfi Sólheima. Og
á hverjum degi fór hann svo í
rannsóknarferðir, og þóttist þá
finna ný lönd og ókunna staði.
Og þessi drengur, sem ekkert
gat lært í skólanum, sökti sjer
nú niður í að skoða landabrjefa
bók föður síns og kunni brátt
utan að öll staðanöfn í grend
við norðurpólinn. Þessi staða-
nöfn flutti hann svo heim. Sky
Hill var Grænland, Black Head
var Franz Josefs land, Nuns-
well var Behringssundið,
Martha Gullet var Síbería og
Maríuklettur var sjálfur norð-
urpóllinn.
Hann var syndur eins og sel-
ur og kleif kletta eins og stein-
geit. Hann skráði sjóferðadag-
bók aftan á blöðin í sjúkra-
vitjanabók föður síns. Og ef
hann hvarf, þá þurfti ekki ann
að en leita að honum uppi á
þaki. Sat hann þá stundum á
reykháfnum með sjónauka föð
ur síns og hrópaði:
„Horfið framundan! Rekís á
68 breiddargráðu og 14 mínút-
um norðurbreiddar, aðeins
fimm mílur á bakborð".
Þegar mamma hans sagði
mjer frá þessu hló hún svo
mikið að hún táraðist. En mjer
fanst þetta alvarlegt og merki-
legt. Jeg dáðist að syni hennar
og jeg sá okkur í anda ganga
hlið við hlið. Jeg býst við að
það hafi verið vegna þess hvað
jeg var einmana. En á þessari
stundu afrjeð jeg að vera syst-
ir hans, ef hann vildi það.
Það drógst nú samt á lang-
inn að jeg gæti gert honum
það tilboð. Það var ekki fyr en
morguninn eftir. Þá kom hann
rjúkandi inn til mín eins og
fyrri daginn. Nú var hann enn
fyrirferðarmeiri en þá, því að
nú' var hann með sápukassa á
hjólum og hund með sjer. Sápu
kassinn átti að vera sleði og
hundinum beitt fyrir hann.
Þetta var rauður, írskur hund
ur og hjet William Rufus.
Martin hafði bundið hattbörð-
in miklu niður með vöngunum
með svuntu af mömmu sinni, og
hann var í sokkum af föður
sínum og náðu þeir honum upp
í klof.
Hann ljet sem hann sæi mig
ekki, eins og fyrri daginn, en
ljest aka um gólfið og kallaði
til seppa að stóll, sem þar var,
jværi borgarísjaki, og sauðskinn
ið á gólfinu væri ísbreiða.
Eftir nokkra stund tókum við
þó tal saman, og nú fann jeg að
stundin var komin til þess að
koma fram með tilboðið. En
jeg áleit þó rjettast að fara var-
lega og byrjaði á því að segja
honum frá pabba og mömmu,
Nessy og Betsy og jafnvel frá
Bridget frænku, aðeins til þess
að sýna honum hvað jeg ætti
miklu fleiri ættingja en hann.
En honum fanst ekkert til um
þetta. Hann skaut inn í: „Er
nokkurt gagn í henni?“ eða
„Er hann svo sem hetja?“
Að lokum herti jeg upp hug
ann og spurði:
„Áttu nokkra systir?“
„Jeg — nei“, sagði hann og
lagði mikla áherslu á fyrra
orðið.
„Langar þig ekki til að diga
systir?“
„Það er ekkert gagn í systr-
um“, sagði hann. Og svo fór
hann að segja mjer að strák-
arnir í skólanum, Jimmy Chri-
sopher og fleiri, ættu systur, en
þær væru hræddar við alt,
krabba og krossfiska og jafnvel
við sjálfan sjóinn.
Jeg vissi það, að jeg var
dæmalaus rola sjálf, en þó tók
jeg í mig kjark og sagði:
„Jeg er ekki hrædd við sjó-
inn •— og ekki við krabba
heldur“.
Hann lyfti hattbarðinu og
horfði bláu augunum sínum
beint framan í mig.
„Ertu ekkert hrædd?“
„Nei“.
Það reið baggamuninn. Jeg
sá það undir eins. Jeg bauð
honum að koma upp í rúmið
til mín og hann kom í sokkum
og öllu og lagðist hægra megin
við mig, en hundurinn lagðist
vinstra megin og lagði hausinn
ofan á brjóstið á fnjer.
Seinna um daginn heyrði jeg
vegna þess að svefnherbergis-
hurðin var opin, að drengurinn
var að segja mömmu sinni frá
því að jeg væri „hetja“.
VIII.
Upp frá þessum degi þóttist
læknissonurinn eiga mig, en |
það var ekki fyr en jeg var
komin í skóla að hann sýndi
það í verki.
í þorpinu var skóli fyrir
börn á öllum aldri. Honum
var stjórnað af skólanefnd og
slátrarinn var formaður henn-
ar. í skólanum var aðeins einn
kennari, rengluleg þrítug pip-
armey. Hún var með gulhvítt
hár og fljettaði það og vafði
fjettunum í stóran hnút ofan
á hvirflinum. Hún var altaf
grimmúðleg á svipinn og þegar
hún talaði þá hreytti hún orð-
unum út úr sjer.
Seinna heyrði jeg að Bridget
frænka hefði komið henni í
þessa stöðu. Henni hafði tekist
að hafa áhrif á formann skóla-
nefndar vegna þess hvað hún
keypti mikið kjöt af honum
handa heimilinu. Kenslukonan
hefir því víst talið sig standa
í þakkarskuld við Bridget. Að
minsta kosti ljet hún mig
finna það, að hún hefð,i fengið
að vita hvernig jeg væri, áður
en jeg kom í skólann, og að
hún ætlaði sjer að gefa mjer
nánar gætur. Þess vegna setti
hún mig á fremsta bekk, enda
þótt móðir mín hefði kent mjer
svo mikið að jeg átti skilið að
sitja hærra.
Nú var það einn dag, eitt-
hvað viku eftir að jeg kom í
skólann, að jeg sat í sæti mínu
og hjelt spjaldinu fyrir and-
litinu á mjer og hvíslaði ein-
hverju að stelpunum, sem sátu
næstar mjer. Þær fóru báðar að
skríkja.
„Þögn!“ hrópaði kenslukon-
an úr sæti sínu, en jeg hjelt
áfram að hvísla og stelpurnar
veltust um í hlátri:
Jeg hugsa að kenslukonan
hafi haldið að jeg væri að tala
um sig — máske hæðast að út-
liti sínu — því að nú kallaði
hún hátt og snjalt:
,Mary O’Neill, gerðu svo vel
að segja upphátt það sem þú
hefir verið að hvísla“.
Jeg bar spjaldið nær andlit-
inu og sagði ekkert.
„Heyrirðu ekki, telpa? Tal-
aðu! Þú hefir vonandi tungu í
munninum!“
En jeg svaraði engu. Þá sagði
hún:
„Mary O’Neill, komdu hing-
að!“
Hún skipaði mjer eins og
hundi og eins og hundur ætl-
aði jeg að hlýða. En þá varð
mjer litið framan í Betsy
fögru. Það var auðsjeð að henni
var skemt og mjer fanst jeg
geta lesið í svip hennar: „Já,
nú skulum við sjá hvernig fer!“
Það var nóg. Jeg sat grafkyr.
Kenslukonan reis þá á fætur,
gekk til mín og hvesti á mig
augun:
„Heimskinginn þinn, þver-
kálfurinn þinn! Heldurðu að þú
getið staðið upp í hárinu á
mjer! Komdu undir eins!“
Jeg þekti þetta orðbragð, svo
að jeg sat kyr.
„Heyrirðu ekki? Eða held-
urðu máske að fyrst að hálf-
vitlaus kona lætur alt eftir
þjer heima, þá getir þú hunds-
að mig?“
En úr því að hún talaði
svona um mömmu þá sat jeg
kyr.
GULLN! SPORINN
Eftir Quiller Couck.
71.
tak, þegar hann er kominn að gálganum. En hvernig
er með stúlkuna, sem var tekin með honum?“
„Hún er í gæslu hjerna. Jeg ætla að líta inn til henn-
ar í kvöld, og gera enn eina tilraun til að fá hana til
að meðganga. En bíðum við ....“
Riddarinn hringdi lítilli silfurbjöllu, sem stóð á borð-
inu.
Það var jarlinn, sem nú rauf þögnina.
„Má jeg sjá brjefið?“
Essex fjekk honum það og hringdi bjöllunni aftur.
Loks heyrðist fótatak frammi í forsalnum og þjónn
opnaði hurðina.
„Hvar er Giles?“ spurði Essex. „Hversvegna ert þú
kominn í staðinn fyrir hann?“
„Giles finnst hvergi, yðar hágöfgi“.
„Hvað áttu við?“
„Yðar hágöfgi veit, að hann er einkennilegt gamal-
menni, svo vel getur verið, að hann hafi lagt sig fyrir
uppi á lofti.“
„Farðu þá upp og gáðu að honum .... nei, bíddu,
jeg hefi ekki tíma til að bíða eftir því. Segðu ökumann-
inum að vera kominn með vagninn að turndyrunum
eftir tuttugu mínútur. Og segðu honum svo, að hann
eigi að aka með mig að húsi frú Finchs — en flýttu
þjer nú.
Um leið og þjónninn gekk út, lagðli jarlinn brjef
konungsins frá sjer.
„Hengið strákinn bara,“ sagði hann, „ef þeir krefj-
ast þess endilega. En í guðanna bænum, Essex, látið
mig fá þessa þúsund menn! Þá lýkur stríðinu strax.“
„Jæja, ætli jeg verði þá ekki að gera það,“ sagði
Essex hægt.
„Jeg skal muna yður það,“ sagði jarlinn. „Jeg legg
af stað klukkan sex í fyrramálið.“
Þeir tókust í hendur og gengu að því loknu út úr
herberginu og lokuðu dyrunum á eftir sjer.
Hús forstjóra Mjólkurfjelagsins
★
Erfitt tungumál.
Robert C. Miller fram-
kvæmdastjóri fyrir Steinhart
sædýragarðinum pantaði frá
Hawai, nokkur stykki af fisk-
tegund, sem á Hawai máli kall-
ast humuhumuhiukole. Þegar
hann fjekk sendinguna, gramd
ist honum mjög að hann hafði
ekki fengið rjetta fisktegund
senda, heldur hafði hann feng-
ið sendan fiskinn humuhumu-
nukunukuapuaa.
★
— Mamma, þú sýnist vera >
svo þreytt.
— Já, jeg er svo þreytt að
jeg get ekki einu sinni lyft
hendi.
— Jæja, mamma, þá skal
jeg játa, að það var jeg, sem
stal sultutauinu úr krukkunni.
Níu konur í fimm lönduru
hafa hlotið Nobels-verðlaun.
Það er ein í Austurriki, ein í
Chile, tvær í Svíþjóð, tvær í
Frakklandi og þrjár í Banda-
ríkjunum.
★
Það er siður við breska dóm-
stóla að allir, sem eiga að bera
vitni fyrir rjetti eru látnir
kyssa biblíuna. En Nora John-
ston í Bresku Kolumbíu neit-
aði að kyssa á biblíu rjettarins
vegna þess að hún væri óhrein
að utan. Hún dró litla vasa-
biblíu upp úr vasanum og kysti
á hana.
★
— Elsa, viltu segja mjer upp
á æru og trú, hvorn okkar þjer
líkar betur við.
— Nei, það vil jeg ekki gera,
því að þá verður þú móðgaður.
★
Kaupmaðurinn, sem hefur á-
kveðið að gerast listvinur: Jú
jeg ætla að kaupa málverkið,
það er jú móðins, en hvað á það
að þýða.
Málarinn: Túlkun þess sel jeg
alveg extra.
★
Þegar sól lífsins sígur kemur
máni minninganna upp.
Ef Loftur gfetur það ekki
— þá hvei ?