Morgunblaðið - 23.08.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.08.1947, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 23. ágúst 1947j j Bisgjöld þjóðminjasofnsins í gær Tvær miljónir komnar í bygginguna RISGJÖLD Þjóðminjasafns- ins voru haldin í gær í Tjarn- areafé. Hafði byggingarnefnd- in boðið þangað öllum þeim, er til náðist og unnið hafa að byggingunni fram til þessa — arkitektum, . verkstjórum og verkamönnum. Þangað var og boðið tveim kennslumálaráð- herrum, er stuft hafa byggingu þessa, og flutningsmönnum að þingsályktunartillögu þeirri, er borin .vaj' fram á Alþingi 16. júní 1944 um fjárveitingu til byggingarinnar. Því miður gátu ekki nær allir verið viðstadd- ir, er boðið hafði verið. Formaður byggingarnefndar, prófessor Alexander Jóhannes- sop, stýrði hófinu. Bauð hann gestina velkomna og mælti á þessa leið: B Y GGIN G ANEFND Þjóð- minjasafnsins hefir efnt til þessarar veislu til þess að fagna þeim áfánga, að hið veg- lega hús Þjóðminjasafnsins hefir nú verið reist. Var byrjað að grafa fyrir grunni 1. apríl 1946, en steypu vinna byrjaði 16. maí. Hefir nú verið varið til þessarar bygg- ingar 2 miljónum króna. Eins og öllum mun ljóst vera, verður hús þetta eitt af veg- legustu byggingum þjóðarinn- ar, er geyma á á ókomnum öldum sögu hinnar íslensku þjóðar eins og hún birtist í forngripum og listaverkum lið inna alda, er segja frá daglegu striti, lífsvenjum, trú og sið- um okkar harðgeru þjóðar, er hefir orðið að þola áþján, nauð ir, svartadauða, en hefir háð sína hörðu baráttu og sigrast á öllum erfiðleikum, er að hafa steðjað, þótt margir hafi fallið í valinn af völdum hung urs, harðrjettis og hverskonar hörmunga. Því er saga íslensku þjóðarinnar á undanförnum öldum meiri sorgarsaga en orð fái lýst. , En þrátt fyrir allt var sótt fram og þjóðin varðveitti eðli sitt og ornaði sjer við eld minn inganna og afreksverka hinna fyrstu alda, er listir og vísindi voru í hávegum höfð og Islend- ingar sköruðu fram úr öðrum þjóðum í afrekum andans verka, í hinum sígildu bók- mentum, sem ætíð munu verða hornsteinn íslensks þjóðarmetn aðar og tilveru. Þegar þessari byggingu verð ur lokið, munu hinir dýrmætu gripir þessa safns verða mik- ilvægur þáttur í sögu þjóðar- innar, og minna hana á fortíð sína og baráttu í sorg og gleði og hverskonar athafnir og líf liðinna alda. Án þessarar þekk ingar mun þjóð v.orri ekki unnt að ganga fram hina ókunnu götu framtíðarinnar og lifa og starfa í þessu landi í samræmi við eðli sitt og uppruna og það hlutverk, er þjóð vorri er ætl- að. — Þessi hugsjón var öllum ís- lendingum ljós, er við unnum stærstá sigurinn í aldagamalli frelsisbaráttu, er lýðveldi var stofnsett 17. júní 1944. Að til- hlutun Blaðamanafjelags Is- lands og Þjóðhátíðarnefndar fluttu formenn allra þingflokk annna 16. júní 1944 eða daginn fyrir stofnun lýðveldisins, eft- irfarandi þingályktunartillögu: „Alþingi ályktar að fela rík isstjórninni að leggja fyrir af ríkisfje 3 milj. króna til þess að reisa hús fyrir Þjóðminja- safnið og hefjast þegar handa um undirbúning byggingarinn ar“. — Flokksformennirnir, flutn- ingsmennirnir voru, Ólafur Thors, Eysteinn Jónsson, Har- aldur Guðmundsson og Einar Olgeirsson. Þessi tillaga var samþykt á Alþingi 20. júní með öllum greiddum atkvæðum. Er eng- inn vafi, að þessari þingsálykt- un var fagnað af allri þjóð- inni. Skömmu síðar skipaði þáver andi menntamálaráðherra Ein ar Arnórsson í byggingarnefnd þá Alexander Jóhannesson, Matthías Þórðarson og Valtý Stefánsson. En er ráðherra- skifti urðu, skipaði Brynjólfur, Bjarnason menntamálaráð- herra til viðbótar nefndinni þá Kristinn Andrjesson og Kristj- án Eldjárn. Hefir þessi nefnd starfað óslitið síðustu 3 ár. — Arkitektar voru ráðnir þeir Sigurður Guðmundsson og Ei- ríkur Einarsson, en bygginga- meistarar þeir Sigurður Jóns- son múrarameistari og Snorri Halldórsson trjesmíðameistari. Þegar undirbúningi öllum var að mestu lokið, var fyrir- huguð stærð hússins aukin og á ráðherrafundi undir forsæti Ólafs Thors var fallist á upp- drætti þá, er nefndin lagði fram, og um leið heitið 1 milj. króna til viðbótar, er nefndin taldi nauðsynlegt að fá til þess að geta reist þessa byggingu. Við höfum því enn aðeins notað rúman helming af fje því, er Alþingi og ríkisstjórn hefir heimilað og væntum þess, að engin töf verði á framhaldi verksins. Bygging þessi , hefir verið nefnd „morgungjög til ís- lensku þjóðarinnar“ og mun henni verða fagnað af öllum Islendingum, er henni er lok ið. En hún mun einnig vekja athygli annarra þjóða og eink- um þeirra, er oss eru skyldast- ar, og verða talin, vegna fjár- sjóða þeirra, er hún á að geyma, meðal merkustu stofn- ana þjóðarinnar. Við höfum náð þeim áfanga í dag, er tryggir það, að þjóð- minjasafn landsins eignast glæsilega bygging og samboðna því hlutverk’i, er því er ætlað. Byggingarenfnd hefir því efnt til þessa fagnaðar, til þess að tjá þakkir sínar öllum þeim, er stuðlað hafa að framkvæmdum verksins. Við erum þakkiátir menntamál§ráðherrunum Ein- ari Arnórssyni, Brynjólfi Bjarnasyni og núverandi menntamálaráðherra Eysteini Jónssyni, er allir hafa greitt götu okkar og sýnt mikinn á- huga í framkvæmd þessa verks. En einkum þökkum vjer nú í kvöld öllum verkamönnunum, er unnið hafa að smíði hússins, og þá ekki síst meisturunum, er hafa unnið að daglegum framkvædum og stjórnað verk inu, arkitektunum og ýmsum verkfræ’ðingum, er unnið hafa að uppdráttum. Látum oss alla vona, að oss auðnist að leiða þetta verk til .lykta, er nú er svo vel á veg komið. En vjer teljum, að þessu verki geti orð ið lokið eftir IV2 ár, ef engin töf verður á framhaldi þess. Fleiri tóku til máls, en Bryn- jólfur Jóhannesson skemti gest um með upplestri. Var sam- koma þessi hin ánægjuleg asta. Frjálsíþróttamenn í R fara í keppnisferð til Norðurlanda Á MORGUN fara hjeðan 13 frjálsíþróttamenn frá íþrótta' fjelagi Reykjavíkur með „Heklu“ til Norðurlanda, en þeir munu taka þátt í nokkrum íþróttamótum í Noregi og Svíþjóð. I Fyrsta keppnin, sem ÍR-ing-^ arnir munu taka þátt í, verður á Bislet-vellinum í Oslo. Þar verður haldið alþjóðamót dag- ana 27.—29. ágúst og taka m. a. þátt 1 því amei’ísku frjáls- íþróttamennirnir, sem nú dvelja í Evrópu. Síðan verður haldið til Svíþjóðar og keppt þar á nokkrum mótum. í Noregi dvelja ÍR-ingarnir í boði Norska frjálsíþróttasam- bandsins, sem enn fremur greið ir fyrir þá far til Stokkhólms þar sem Islendingarnir dveljí boði íþróttafjelagsins „Skuru* en því fjelagi eiga ÍR-ingarnii fyrst og fremst að þakka, ac þeir geta farið í þessa ferð. Frjálsíþróttamennirnir, serr fara, eru þessir: Finnbjörr Þorvaldsson, Gísli Kristjánsson, Haukur Clausen, Jóel Sigurðs- son, Kjartan Jóhannsson, Magr Framh. á bls. 8 Tveir bræður, sem svívirtu stúlku, dæmdir NÝLEGA voru tveir menn dæmdir fyrir að svívirða stúlku< Annar þeirra var dæmdur í eins árs fangelsi, en hinn 10 mára aða. Þá var þeim gert að greiða stúlkunni 10.263 krónur i skaðabætur. 1 Menn þessir eru bræður. AnnL ar þeirra er Ólafur G. Grímsson en hinn Óskar Lúðvíg Grímsson. Hann á heima í skála nr. 3 við Þóroddsstaði, en Ólafur á heima á Laugaveg 27. Báðir eru þeir bílstjórar, en með dómnum voru þeir sviptir ökuleyfi ævilangt. Þeir hafa þáðir verið dæmdir mörgum sinnum fyrir ýmiskon ar aförot. Sakadómarinn í Reykjavík kvað dóminn upp yf ir þeim bræðrum. Þennan glæp frömdu þeir bræður að morgni 2. maí sl. Þá hittust þeir niður hjá bílastöð inni Hreyfill og var klukkan langt, gengin átta. Þeir höíðu verið að aka bílum sínnum alla nóttina. Þegar þeir koma niður á stöðvarplássið er þar bíll fyrir. í honum eru nokkrir farþegar m.a. ein stúlka. Allt var þetta fólk drukkið. • Bjóða að aka hcnni heim. Þeir bræður áttu tal við far- þegna í bílnum, en stúlkan fór út úr honum. Bjóða þeir að aka henni heim og þáði hún það. Fór hún nú inn í bíl Óskars, en Ólafur settist hjá henni. Bað hún þá að aka sjer að tilteknu húsi. Var bílnum ekið inn Hverfis- götu, en þeir bræður óku ekki að húsi því er hún bað þá um. Gerðist stúlkan nú ókyrr og gerði tilraunir til þess að stökkva út úr bílnum, en Ólafur kom í veg fyrir það. Óskar ók upp að Vatnsgeyminum í Rauð arárholti en þar höfðu þeir sæta skipti og settist hann nú hjá stúlkunni í aftursæti bílsins. Ósk ar hefur skýrt frá því að hann hafi verið ákveðinn í að komast yfir stúlkuna, hvað sem hún segði. En hún varðist eftir getu og gat varnað því að hann næði áformi sínu. Meðan á þessu stóð hafði Ólaf ur ekið bílnum upp undir Vatns endahæð og á afskektan afleggj ara og stöðvaði bílinn. Hann gekk út og bróðir hans Óskar einnig. Stúlkan mun hafa ætlað út en hrasaði og fjell á gólf bíls ins. Rjeðist Ólafur þar á stúlk- una áður en hún gat staðið upp Er Ólafur hafði framið glæp sinn tókst stúlkunni að komast út úr bílnum. Var hún þjökuð mjög og illa til reika. Bað hún mennina að aka sjer heim, en þeir syntu því ekki og óku á bro_tt. Stúlkan komst svo við ill an leik á öðrum skónum upp að Vatnsendahæð en þar voru menn að vinna er hjálpuðu henni til að komast til Reykjavíkur. Þeir bræður voru og með dómnum sviptir kosningarjetti og kjörgengi og gert að greiða allan málskostnað. DX or L acjnuó ^Jhorlacmi hæstar j ettarlögmaður Frumkvæði borgarstjóra um leikvallamálin FYRIR nokkru var að tilhluí an borgarstjóra skipuð nefnd til þess að athuga og gera tillögur um staðsetningu barnaleikvalla og dagheimila í Reykjavík. Formaður nefndar þessarar er Auður Auðuns b.æjarfulltrúi, Nefndin hefir undanfarið notið aðstoðar dansks arkitekts, sem er sjerfræðingur í þessum mál- um. Rjeði borgarstjóri hann tií þess að vinna með nefndinni og gera tillögur sínar til hennar. Á bæjarstjórnaríundinum í fyrradag lýsti borgarstjóri því yfir aö hann vænti góðs af starfi nefndarinijgr og aðstoðarmanns hennar. Bv, „Bjarni riddari" væntanlegur m aðra heigi NÝSKÖPUNARTOGARI Hafrt arfjarðar, Bjarni riddari, er væntanlegur hingað um aðra helgi. Togarfnn fór reynsluför síná s.l. þriðjudag og gekk ferðin að óskum. Skipverjar á Bjarna riddará fóru til Englands með Maí. Ver ið getur að ferðum þeirra seinki nokkuð vegna óhappsins er Mai varð fyrir. Gert var ráð fyrir að skipverjarnir tækju við skipinu og sigldu því hingað heim seinni part næstu viku. Lárusunum hvar- ; veina iekið ágæi- lega á Norðurlandi Akureyri, föstudag. LÁRUS PÁLSSON og LÁRUS Ingólfsson endurtóku kvöld- skemtun sína í samkomuhúsi bæjarins í gærkvöldi með leik- þáttum, gamanvísum og upp- lestri. Var mikið fjör á ferðum uppi á leiksviðinu og þá ekki síður niðri í salnum hjá áhorfendum og áheyrendum, er höfðu troð- fylt húsið. Var listamönnunum hvað eftir annað fagnað með dynjandi lófataki. Þeir fjelagar skemmta á Kristneshæli í dag. Á leikför þeirra um Norður- land hefur þeim hvarvetna verið tekið mjög vel. —H. ValcL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.