Morgunblaðið - 23.08.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.08.1947, Blaðsíða 12
VEÐURUTLITIÐ. Faxaflói RANK snýr sjer að kvik SUÐ-VESTAN stinnings- kaldi með all-hvössum skúr- um. myndagerð. — BIs. 7. Islenska hliðið á Jamboree ÞANNIG lítur hliðið að íslensku skátabúðunum á Friðar- Jamboreemótinu í Frakklandi út. Mynd þessi birtist í frönsku blaði. Vakíi faliðið mikla athygli, en í hliðinu, cru táknmyndir af Heklu og Geysi og hraun úr Ileklu. — Grein mn setningu skátamótsins birtist hjcr í blaðinu. —----------— | Skorað á sjémenn og útgerðar- menn al ha!da áfram síldveiðum 1944 veiddust 710 þús. mál eftir 19. ágúst. SJÁVARÚTVEGSMALARÁÐHERRA, Jóhann Þ. Jósefsson hefir birt ávarp til sjómanna og útgerðarmanna, sem síldveiði stunda, að hætta ekki síldveiðum nú, þótt illa hafi horft og fer fram á að þeir haldi áfram að minsta kosti til næstu mánaða móta. Bendir ráðherrann á, að árið 1944 veiddust 710 þúsund mál síldar eftir 19. ágúst, eða riærri því eins mikið magn og veiðst hefir í alt sumar. Ávarp ráðherrans er á þessa leið: <&--------------------- F.l. fær nýjan flugbát FLUGFJELAG ÍSLANDS hefur nú eignast nýjan Grumm-' an-flugbát. Flugbátur þessi kom með síð ustu ferð Salmon Knot frá Ameríku. Hann er af sömu gerð og sá er fjelagið átti og fórst á Norðfirði sl. vetri. Einkennisstaf ir verða hinir sömu, TF ISR. Flugbáturinn mun halda uppi ferðum á þá staði sem Catalina flugbátar fjelagsins geta ekki at hafnað sig. Starfsmenn flugfjelagsins munu setja flugbátinn saman og er gert ráð fyrir að það verk taki viku til 10 daga. ♦ f-"- „Hnakk-þjófur” dæmdur NÝLEGA dæmdi sakadómar- inn í Reykjavík mann nokk- ! urn er stolið hafði tveim hnökk um. Maður þessi heitir Harald- | ur Kjartansson til heimilis að j Melshúsi við Einarsstaði hjer í bæ. Haraldur hefur áður verið dæmdur fyrir þjófnaði, tjekk- svik og annað. Nú var hann dærndur í fjögra mánaða fang- elsi og sviftur kosningarrjetti og kjörgengi. Haraldur hafði tekið að sjer að geyma hnakk fyrir mann, en hnakkinn veðsetti hann svo fyrir 100 krónum. Þegar eig- andinn kom að vita hnakks- ins, þá fór Haraldur inn fyrir bæ, þar sem hann vissi af öðr- um hnakk og stal honum. Hafði hann nú hnakkaskiíti. — Þegar svo eigandi hnakksins, í úti- húsinu, ætlaði að grípa til hnakks síns, var hann horf- inn. Fann hann hnakkinn í Söluskálanum, en það leiddi til þess að Haraldur var tekinn höndum fyrir þjófnað. Alls hafa verið sall- aðar 48846 lunnur Siglufirði, föstudag. NOKKUR skip hafa komið með síld í dag til söltunar og í íshús veidda út af Rauðu- núpum. Síld sást i morgun á nokkrum stöðum austur frá, sem er mjög óvenjulegt, þar sem hún sjest helst á kvöldin um ljósaskiftin. . Söltun síðasta sólarhring var sem hjer segir: Siglufjörð- ur 1691 tunna, Raufarhöfn 198, Húsavík 192, Akureyri 210 og Dalvík 190. Alls hefir verið saltáð á landinu 48846 tunnur. Veiðin í dag vrír misjöfn, allt frá 40 tunnum upp í 400. Hæst voru Hvítá 400, Andvari 300, Einar Þveræingur 350, Njörður 300, Særún 200, Auð- björg 200. í dag var ágætis veiðiveður hjer. — Guðjón. Hjalteyri: í dag landaði Sindri 824 málum og Hvítá er að landa ca. 400. í dag var hagstætt veiðiveður á öllu veiðisvæðinu, en hvergi veiði. Síldveiðin hefir nú staðið í IV2 mánuð og alls hefir aflast um 800 þúsund mál síldar og um 50 þúsund tunnur hafa verið saltaðar. Síldin hefir aðallega veiðst um mánaðamótin júlí og ágúst. Veðurfar hefir verið mjög ó- hagstætt í ágúst og því mjög lítil síld borist að landi í þeim mánuði, sem þó er aðalsíldveiði tíminn. Það er vitanlegt, að mikil síld hefir verið við landið í sumar, þó veiðin hafi ekki verið meiri, en raun ber vtni. Árið 1944 fengu síldarverk- smiðjurnar alls 1570 þúsund mál Af þessu aflamagni veiddust eft ir 19. ágúst 710 þúsund mál, eða nær helmingur síldaraflans á því sumri, þó voru ítrekuð veiði bönn á þeim tíma, sem orsakaði minni veiði. ■ Stofnkostnaður útgerðarmanna við síldveiðarnar er það mikill í byrjun, að það skiftir tiltölu lega litlu máli, þótt rekstrinum sje haldið áfram framyfir næstu mánaðamót. Síldarafurðirnar eru nú mest eftirsóttar af öllum okkar út- ílutningsvörum og sala annara sjávarafurða bundin við sölu síldarafurðanna, en mikið skort ir á, að hægt sje að efna þá samninga sem gerðir hafa verið. Eins og nú er ástatt í gjald- eyrismálum þjóðarinnar ber brýna nauðsyn til að láta einskis ófreistað að síldveiðarnar verði stundaðar eins lengi og frekast er unt. Með skírskotun til þcss, sem að framan segir, vill sjávarút- vcgsmálaráðherra hjer með! skora á alla sjómenn og útgerð- armenn er síldveiðar stunda, að þeir sjálfs síns vegna og þjóðarheildarinnar, hætti ekki síldveiðum fyrr en eftir lok venjulegs síldvciðitíma, eftir næstu mánaðamót. Rændi spilafjelaga sína SAKADÓMARI hefur nýlega dæmt mann er rændi spilafje- laga sína meðan þeir sváfu. Mað urinn heitir Ólafur Jónsson og á heima í Höfðaborg 51. Hann er kunnur lögreglunni fyrir allskon ar afbrot og hefur margsinnis verið dæmdur. Það var aðfaranótt 22. des. s.l. að hann sat að spilum ásamt tveim öðrum mönnum. Er liðið var fram á nótt hættu þeira spilamennskunni og lögðust fyr ir í herberginu. Undir morgun vaknaði Ólafur og tók þá að leita í fötum spilafjelaga sinna 1 fötum annars fann hann 800 krónur, en tvö hundr- uð í hinum fötunum. Hafði hann nú þýfið á brott með sjer og eyddi því í drykkjusvalli. Þann serrt hann rændi 800 krónunum hefur hann greitt 500 kr. og’ hef ur maðurinn ekki gert frekari kröfu á hendur Ólafi. Sákadómari dæmdi Ólaf í 3 mánaða fangelsi og gerði honum að greiða hinum spilafjelaga sín um 200 krónurnar, sem hann rændi frá honum. Sviptur var Ólafur kosninga rjetti og kjörgengi. Hálf miljón til endur- bóta á öskufallssvæðinu Um 1S0 hekfarur ræklaðir SAMKVÆMT bráðabirgðauppgjöri mun um hálfri miljóni króna nú hafa verið varið til þess að koma í veg fyrir áfram- haldandi eyðileggingu af völdum öskufallsins úr Heklu, bæta þau spjöll, sem orðið hafa, og endurrækta tún þeirra jarða, . sem orðið hafa fyrir skemmdum af öskufallinu. Hafa meðal annars alls verið ræktaðir um 150 hektarar lands. 2. APRÍL í vor skipaði land- búnaðarráðuneytið þá Geir G. Zoéga vegamálastjóra, Pálma Einarsson landnámsstjóra og Steingrím Steinþórsson búnað- armálastjóra í nefnd til að at- huga jarðir í Rangárvallasýslu, er orðið hafa fyrir öskufalli úr Heklu, og var Steingrímur skipaður formaður nefndarinn- ar. Nefnd þessi skyldi gera til- lögur um á hvern hátt tiltæki- legast myndi vera að koma í veg fyrir áframhaldandi spjöll og eyðileggingu af völdum öskufallsins, og á hvern hátt yrði unnt að bæta þau spjöll, sem þegar voru orðin og hefja endurræktun á túnum þeirra jarða, sem hafa orðið fyrir skemmdum af öskufallinu. Nefndin tók strax til starfa og fór oft um sveitirnar á ösku- fallssvæðinu, Austur- og Vest- ur-Eyjafjallasveit, Inn-Fljóts- hlíð og nokkrar jarðir á Rang- árvöllum. Við athuganir sínar náut nefndin aðstoðar ýmissa sjerfróðra manna, m. a. Klem- ens Kristjánssonar á Sámsstöð- um, og dr. Björns Jóhannes- sonar jarðvegsfræðings. Þá rjeði nefndin sjer framkvæmdastjóra Árna Jónsson kennara við garð yrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi. Hann hefir starfað síð- an um miðjan maí og haft um- sjón og eftirlit með öllum fram kvæmdum og björgunarráð- stöfunum, sem nefndin hefir látið vinna að, og eru þessar framkvæmdir helstar: Neysluvatn. 1. Neysluvatn tók af á 8 bæj- um í Fljótshlíðinni vegna vik- urframburðar í lækjum, sem vatnið var tekið úr, og hefur sá vikurframburður verið fram til þessa. Strax í apríl voru því fyrir atbéina nefndarinnar lagðar bráðabirgðavatnsleiðsl- ur frá öruggum vatnsbólum, að þessum 8 býlum. Leiðslur þess ar eru gúmíslöngur, samtals um tveggja kílómetra langar, og reyndist ekki unnt að út- vega aðrar leiðslur hentugri eða ódýrari. Rafstöðvar. 2. Rafstöðvar urðu ónothæf- ar á mörgum 4)æjum, er höfðu vatnsaflstöðvar, og var því fenginn sjerfræðingur frá Raf- magnseftirliti ríkisins til að at- huga stöðvarnar og leiðbeina bændum um endurbætur á þeim. Farvcgir fylltust. 3. Allmikið var hreinsað af ösku af túnum í Fljótshlíð og undir Vestur-Eyjafjöllum, og auk þess fór mikil vinna í að hreinsa vikur umhverfis bæi, en þar hafði vikurinn hlaðist.upp í skafla. í þriðja lagi báru læk ir og þverár fram vikur, svo að farvegir þeirra fylltust og fram burður var stórfeldur yfir nytjalönd, tún og engjar. Varð stöðugt að vinna með jarðýt- um til að halda farvegunum opnum, og hindra þannig frek- ari stórskemdir af völdum vik urframburðar yfir nytjalöndin. Öskuhreinsunin var fram- kvæmd að nokkru leyti í sjálf- boðavinnu, en að nokkru leyti var hreisað með vjelum, eink- um jarðýtum. Nefndin bar kostnað af flutningi sjálfboða- liðs frá Reykjavík, og öllum á höldum, sem nota þurfti, og loks kostaði hún bifreiðar og önnur flutningatæki, er notuð voru við brottflutning vikurs- ins. Nefndin flytur öllum sjálf boðaliðunum þakkir fyrir hin ágætu störf þeirra. Endurræktun. 4. Endurræktun landsins var framkvæmd á hundrað jörðum, eða þar um bíl, á öskufallssvæð inu, og voru þannig ræktaðir um 150 hektarar lands. Nefnd in hafði 27 dráttarvjelar á leigu til þessara framkvæmda, og auk þess var unnið nokkuð með 15 jeppabifreiðum. Nefnd in lagði fram grasfræ og sáð- hafra til ræktunarinnar, og ennfremur áburð, en bændur dreyfðu sjálfir áburðinum, unnu að sáningu og öðru við frágang raektunarinnar. Samkvænit bráðabirgða upp gjöri kosta þessar framkvæmd ir nálægt hálfri milljón króna. Að tilhlutun Búnaðarfjelags íslands hafa hreppa-búnaðar- fjelög og kaupfjelög víða um land lagt fram nokkrar fjár- hæðir til stuðnings bændum á öskufallssvæðinu og hefur bún aðarfjelagið veitt þessu fjp viðtöku. Fyrsli fundurinn um þýsku framleisLisa FYRSTI íundur hernárnsvelda Vestur Þýskalands var haldimf hjer í London í dag, og var for maður bresku nefndarinnar í forsæti. Ráðstefna sú, sem hjer er hafin, mun reyna að komast að samkomulagi um hversu mik ið magn • leyfa beri Þjóðverjum að framleiða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.